Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 168  —  163. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um líffæraígræðslu.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu?
     2.      Hver hefur verið meðalbiðtími eftir líffæri síðastliðin fimm ár úr látnum gjafa:
              a.      á Íslandi,
              b.      í Noregi,
              c.      í Svíþjóð?
     3.      Hve margir látnir gjafar hafa komið til greina til líffæragjafar á Íslandi síðastliðin fimm ár? Hve margir þeirra voru samþykktir sem líffæragjafar? Hverjar voru ástæður þess að líffæragjafar voru ekki samþykktir? Hefur líffæragjöfum sem er hafnað fjölgað eða fækkað síðastliðin fimm ár?
     4.      Hvaða úrræði telur ráðherra heppilegust til að fjölga mögulegum líffæragjöfum?


Skriflegt svar óskast.