Ferill 6. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 171  —  6. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögbann og dómsmál
til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141 21. desember 2001,
með síðari breytingum (innleiðing EES-gerðar).

Frá Jóni Þór Ólafssyni og Birgittu Jónsdóttur.


    Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    4. gr. laganna orðast svo:
    Í þeim tilgangi, sem um ræðir í 1. gr., geta stjórnvöld eða samtök, sem njóta réttar skv. 2. og 3. gr., leitað lögbanns hér á landi við athöfn sem ákvæði 1. gr. geta tekið til. Um lögbannsbeiðni, meðferð hennar, lögbannið sjálft, áhrif þess og höfðun máls til að fá það staðfest gilda almennar reglur að öðru leyti en því að 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 verður ekki beitt um lögbann samkvæmt lögum þessum.
    Að fengnu lögbanni skv. 1. mgr. getur gerðarbeiðandi krafist þess að sýslumaður láti birta auglýsingu um það svo að komið verði í veg fyrir að áfram gæti afleiðinga af háttseminni sem lögbann var lagt við. Fallist sýslumaður á að nauðsyn beri til slíkrar auglýsingar skal hann verða við kröfu um að fá hana birta en kostnaður af því greiðist þá úr ríkissjóði.

Greinargerð.

    Tilgangur breytingartillögu þessarar er að skerpa á tilteknum atriðum í hinni umræddu löggjöf sem hafa sökum óskýrleika staðið í vegi fyrir skilvirkri framkvæmd þeirra reglna sem í henni eiga að felast í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.