Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 177  —  170. mál.
Fyrirspurntil félags- og húsnæðismálaráðherra um rekstrarkostnað stofnana, bótagreiðslur o.fl.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hver var rekstrarkostnaður Tryggingastofnunar ríkisins annars vegar og Vinnumálastofnunar hins vegar árin 2010–2013 og hver er áætlaður rekstrarkostnaður árin 2014 og 2015?
     2.      Hversu margir fengu atvinnuleysisbætur, ellilífeyri, örorkulífeyri eða tekjutryggingu á hverju ári 2010–2013 og í hve marga mánuði samtals? Hver er áætlaður fjöldi árin 2014 og 2015?


Skriflegt svar óskast.