Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 259  —  230. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um framhaldsfræðslu.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Á hvaða forsendum hafa rekstrarframlög til framhaldsfræðslu á fjárlagalið 02-451 verið ákveðin?
     2.      Í hve miklum mæli fara rekstrarframlög til aðila í framhaldsfræðslu á fjárlagalið 02-451 eftir stærð markhóps, sbr. skilgreiningu á markhópnum í lögum nr. 27/2010, um framhaldsfræðslu, og umfangi starfsemi hvers aðila?
     3.      Að hve miklu leyti taka reiknireglur Fræðslusjóðs við úthlutun fjár til fræðsluaðila mið af landfræðilegum aðstæðum, stærð markhóps og umfangi starfsemi hvers aðila?


Skriflegt svar óskast.