Ferill 141. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 301  —  141. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurliðað eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
Tryggingastofnun ríkisins.
    Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til félagasamtaka vegna félagsgjalda voru eftirfarandi árin 2007–2013:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Úrskurðarnefnd almannatrygginga.
    Úrskurðarnefnd almannatrygginga er ekki aðili að neinum félagasamtökum.

Fjölmenningarsetur.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Vinnueftirlit ríkisins.
    Eftirfarandi er listi yfir þau félagsgjöld sem Vinnueftirlitið hefur innt af hendi árin 2007– 2013:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Ríkissáttasemjari.
    Ríkissáttasemjari er aðili að Félagi forstöðumanna og Félagi mannauðsstjóra ríkisins:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Jafnréttisstofa.
    Jafnréttisstofa er aðili að Mannréttindaskrifstofu Íslands en greiðir ekki félagsgjald til hennar.

Umboðsmaður skuldara.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    Greiningar- og ráðgjafarstöðin er ekki aðili að neinum félagasamtökum.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta.
    Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta hefur greitt félagsgjöld til eftirfarandi félaga á árunum 2007–2013:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Barnaverndarstofa.
    Barnaverndarstofa er ekki aðili að neinum félagasamtökum.

Vinnumálastofnun.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Íbúðalánasjóður.
    Eftirfarandi er listi yfir þau félagsgjöld sem Íbúðalánasjóður hefur innt af hendi árin 2007– 2013:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að framlagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?
Úrskurðarnefnd almannatrygginga.
    Á ekki við, engin aðild að félagasamtökum.

Tryggingastofnun ríkisins.
    Upplýsingar komu ekki fram í svari stofnunarinnar.

Fjölmenningarsetur.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Vinnueftirlit ríkisins.
    Upplýsingar komu ekki fram í svari stofnunarinnar.

Ríkissáttasemjari.
    Upplýsingar komu ekki fram í svari stofnunarinnar.

Jafnréttisstofa.
    Á ekki við.
    
Umboðsmaður skuldara.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    Á ekki við, engin aðild að félagasamtökum.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta.
    Virk þátttaka er af hálfu starfsmanna miðstöðvar í öllum félögum sem tryggir aðhald að því að framlagi sé varið til samræmis við tilgang.

Barnaverndarstofa.
    Á ekki við, engin aðild að félagasamtökum.

Vinnumálastofnun.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Íbúðalánasjóður.
    Greiðsla félagsgjalda er annars vegar vegna viðhalds réttinda starfsmanna og hins vegar bein aðild Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður hefur ekki skipt sér á nokkurn hátt af starfsemi félagasamtakanna né heldur gerir sjóðurinn kröfu til þeirra.

     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?
Úrskurðarnefnd almannatrygginga.
    Á ekki við, engin aðild að félagasamtökum.

Tryggingastofnun ríkisins.
    Upplýsingar um endurskoðun komu ekki fram í svari stofnunarinnar.

Fjölmenningarsetur.

    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Vinnueftirlit ríkisins.
    Upplýsingar um endurskoðun komu ekki fram í svari stofnunarinnar.

Ríkissáttasemjari.
    Upplýsingar um endurskoðun komu ekki fram í svari stofnunarinnar.

Jafnréttisstofa.
    Deloitte er endurskoðandi Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Umboðsmaður skuldara.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    Á ekki við, engin aðild að félagasamtökum.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta.
    Öll félögin hafa ákvæði um endurskoðun í lögum sínum.

Barnaverndarstofa.
    Á ekki við, engin aðild að félagasamtökum.

Vinnumálastofnun.
    Upplýsingar bárust ekki frá stofnuninni.

Íbúðalánasjóður.
    Upplýsingar um endurskoðun komu ekki fram í svari sjóðsins.