Ferill 133. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 327  —  133. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurliðað eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að framlagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?
     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?


    Við vinnslu svars við fyrirspurninni var óskað upplýsinga frá ríkisaðilum sem heyra undir forsætisráðuneytið. Samkvæmt svörum sem ráðuneytinu hafa borist eru eftirtaldir ríkisaðilar, sem heyra undir ráðuneytið, aðilar að félagasamtökum:

Umboðsmaður Barna.
    Er aðili að ENOC (European Network of Ombudspersons for Children eða tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu). Greiðslur til ENOC hafa verið sem hér segir: 2007: 500 EUR, 2008: 500 EUR, 2009: 500 EUR, 2010: 500 EUR, 2011: 1.000 EUR, 2012: 1.000 EUR, 2013: 1.000 EUR. Árleg framlög aðila að ENOC (og styrkur frá Evrópusambandinu) fara að mestu leyti í laun starfsmanns tengslanetsins. Fjármál ENOC eru rædd á aðalfundi tengslanetsins. Aðalfundir ENOC fara yfir reikninga tengslanetsins og samþykkja þá.

Þjóðminjasafn Íslands.
    Er aðili að eftirtöldum félagasamtökum:
    –         Íslandsdeild ICOM (alþjóðasamtök safna). Greiðslur til samtakanna hafa verið sem hér segir: 2007: 51.750 kr., 2008: 55.250 kr., 2009: 85.250 kr., 2010: 120.000 kr., 2011: 97.000 kr., 2012: 105.000 kr., 2013: 112.000 kr. Aðhald felst í þátttöku á aðalfundum. Endurskoðendur annast endurskoðun ársreikninga.
    –         FÍSOS (félag safna og safnmanna). Greiðslur til samtakanna hafa verið sem hér segir: 2007: 2.000 kr., 2008: 20.000 kr., 2009: 2.000 kr., 2010: 2.500 kr., 2011: 20.000 kr., 2012: 20.000 kr., 2013: 20.000 kr. Aðhald felst í þátttöku á aðalfundum. Skoðunarmenn reikninga annast endurskoðun reikninga.
    –         Samtök um sögutengda ferðaþjónustu (sameiginleg kynningarmál). Greiðslur til samtakanna hafa verið sem hér segir: 2007: 110.000 kr., 2008: 110.000 kr., 2009: 110.000 kr., 2010: 135.000 kr., 2011: 137.000 kr., 2012: 12.000 kr., 2013: 137.000 kr. M.a. þátttaka í kynningum. Skoðunarmenn reikninga annast endurskoðun reikninga.
    –         Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu. Greiðslur til samtakanna hafa verið sem hér segir: 2007: 5.000 kr., 2008: 1.500 kr., 2009: 5.000 kr., 2010: 5.000 kr., 2011: 5.000 kr., 2012: 0 kr., 2013: 5.000 kr. Skoðunarmenn reikninga annast endurskoðun reikninga.
    –         Listahátíð í Reykjavík ses (sjálfseignarstofnun). Greiðslur til samtakanna hafa verið sem hér segir: 2007: 27.500 kr., 2008: 27.500 kr., 2009: 27.500 kr., 2010: 27.500 kr., 2011: 27.500 kr., 2012: 27.500 kr., 2013: 27.500 kr. Aðhald felst í árlegum fulltrúaráðsfundum. Endurskoðendur annast endurskoðun ársreikninga.