Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 331  —  89. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um ráðningar starfsmanna ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, hafa verið ráðnir til starfa í mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá og með 1. júní 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir eru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    Á tímabilinu frá 1. júní 2013 til og með dagsins í dag hafa eftirfarandi starfsmenn verið ráðnir tímabundið til starfa í ráðuneytinu án þess að störfin væru auglýst:
    –    Magnús Júlíusson. Tímabundin ráðning til að vinna að sameiningu háskóla- og vísindastofnana. Hálft starf frá 1. janúar 2014 til 28. febrúar 2014.
    –    Hildur Sverrisdóttir. Tímabundin ráðning í starf sem verkefnastjóri í tengslum við stefnumótun í háskólamálum. Hálft starf frá 1. september 2014 til 30. nóvember 2014.
    –    Ársæll Guðmundsson. Ráðinn í vistaskiptum frá Iðnskólanum í Hafnarfirði til að stýra verkefni um endurskipulagningu námstíma í framhaldsskólum. Fullt starf frá 1. ágúst 2014 til 31. júlí 2015.
    –    Guðrún Birna Kjartansdóttir. Tímabundin ráðning verkefnastjóra á skrifstofu menntamála við verkefni á vegum Evrópusambandsins ELGPN (European Lifelong Guidance Policy Network). 33% starfshlutfall frá 1. ágúst 2013 til 31. desember 2013, 20% starfshlutfall frá 1. janúar 2014 til 30. júní 2014 og 30% starfshlutfall frá 1. júlí 2014 til 31. janúar 2015.
    Einnig er samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta, mennta- og menningarmálaráðuneytis, innanríkisráðuneytis og velferðarráðuneytis „Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum“ hýst í mennta- og menningarmálaneytinu:
    –    Finnborg Salome Steinþórsdóttir. Tímabundin ráðning sem verkefnastjóri við verkefnið. Hálft starf frá 1. mars 2014 til 31. desember 2014. Lét af störfum 31. maí 2014.
    –    Karen Ásta Kristjánsdóttir. Tímabundin ráðning í starf Finnborgar Salome Steinþórsdóttur. Hálft starf frá 1. maí 2014 til 31. desember 2014.
    Auk þessa voru framlengdir tímabundnir samningar við nokkra starfsmenn í tímabundnum störfum vegna barnsburðarleyfa og verkefna sem hófust fyrir 1. júní 2013.
    Þá hefur ráðherra ráðið til sín aðstoðarmenn skv. 22. gr. laga um Stjórnarráðið. Sigríður Hallgrímsdóttir starfar sem aðstoðarmaður ráðherra og Magnús Ragnarsson starfaði sem aðstoðarmaður ráðherra frá 16. september 2013 til 11. apríl 2014 en ekki hefur verið endurráðið í þá stöðu enn þá.