Ferill 292. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 354  —  292. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum,
nr. 99/1993, með síðari breytingum (verðsamráð í mjólkuriðnaði).

Flm.: Helgi Hjörvar, Árni Páll Árnason, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir,
Brynhildur Pétursdóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson,
Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé,
Páll Valur Björnsson, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson.

1. gr.

    3. mgr. 13. gr. og 71. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að undanþágur frá samkeppnislögum er varða samráð, samruna og verðtilfærslu í mjólkuriðnaði verði felldar úr lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum. Umræddar undanþágur voru lögfestar með lögum nr. 85/2004. Sams konar tillaga var flutt á 139. löggjafarþingi (þingskjal 1292, 13. mál) sem breytingartillaga við 2. umræðu um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 93/1993. Tillagan var felld með 30 atkvæðum gegn 19 en tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði.