Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 386  —  315. mál.




Fyrirspurn



til forseta Alþingis um varðveislu gagna sem tengjast stjórnlagaráði.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvernig er háttað varðveislu gagna og heimilda sem urðu til í aðdraganda að störfum stjórnlagaráðs, við störf ráðsins og í kjölfar þess?
     2.      Hver ber ábyrgð á varðveislunni og hvaða gögn og heimildir eru varðveitt?
     3.      Er ráðgert að almenningur hafi aðgang að þessum gögnum og heimildum?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Með gögnum, sem urðu til í aðdraganda að störfum stjórnlagaráðs, við störf ráðsins og í kjölfar þess, er t.d. átt við gögn sem urðu til á þjóðfundi 2010 um stjórnarskrá, gögn sem tengjast kosningu til stjórnlagaþings, gögn og heimildir um störf stjórnlagaráðs, tillögugerð, upptökur af fundum, athugasemdir frá borgurum, vefsvæði o.s.frv. sem og gögn um þinglega meðferð frumvarps stjórnlagaráðs.