Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 412  —  335. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um æskulýðsstarf.

Frá Páli Val Björnssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir fyrirheitum stjórnarsáttmálans um aukna áherslu á æskulýðsstarf, t.d. í umræðu um fjárlög og framlög ríkisins til æskulýðsmála og æskulýðsfélaga?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að framlög ríkisins til æskulýðsfélaga verði aukin með það að sjónarmiði að tryggja rekstrargrundvöll þeirra?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir auknu jafnræði í stuðningi ríkisins við ólík æskulýðsfélög, sérstaklega með það í huga að tryggja rekstrargrundvöll smærri æskulýðsfélaga?