Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 417  —  137. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurliðað eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
    Leitað var eftir upplýsingum frá undirstofnunun innanríkisráðuneytisins og fara svörin hér á eftir um þær stofnanir sem eiga aðild að félagasamtökum. Þess bera að geta að Landhelgisgæsla Íslands, Neytendastofa, Persónuvernd, sýslumaðurinn á Akureyri, sýslumaðurinn á Blönduósi, sýslumaðurinn á Sauðárkróki, sýslumaðurinn á Hólmavík, sýslumaðurinn á Húsavík, sýslumaðurinn á Hvolsvelli, sýslumaðurinn á Höfn, sýslumaðurinn á Ísafirði, sýslumaðurinn á Patreksfirði, sýslumaðurinn á Siglufirði, sýslumaðurinn í Bolungarvík, sýslumaðurinn í Keflavík, sýslumaðurinn í Kópavogi, sýslumaðurinn í Reykjavík, sýslumaðurinn í Vík og Útlendingastofnun eru ekki aðilar að félagasamtökum.

Póst og fjarskiptastofnun.
    Póst- og fjarskiptastofnun, hlutverki sínu samkvæmt, á í talsverðum erlendum samskiptum á því málefnasvið sem hún starfar á. Til dæmis er hún beinn aðili að samtökum og stofnunum á borð við IRG (Independent Regulators Group), ETSI (European Telecommunications Standards Institute) og ECO (European Communications Office). Þá hefur stofnunin ýmis tengsl og samstarf við samtök í víðum skilningi, annað hvort með beinum hætti þar sem stofnunin gæti talist aðili að samtökunum eða með óbeinum hætti þegar starfsmaður er aðili samtaka fyrir hönd stofnunarinnar, t.d. SKÝ. Í báðum tilvikum gæti Póst- og fjarskiptastofnun verið að greiða aðildargjöld. Í öðrum tilvikum er Póst- og fjarskiptastofnun gert að greiða aðildargjöld að samtökum eða alþjóðastofnunum þótt hin eiginlega aðild sé fremur í höndum íslenska ríkisins heldur en stofnunarinnar sjálfrar.
    Til að svara fyrirspurninni telur stofnunin hyggilegast að gera grein fyrir þeim samtökum sem hún greiðir aðildargjöld til en það eru eftirfarandi stofnanir og samtök:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í töflunni má sjá þau iðgjöld sem greidd hafa verið á árunum 2007–2013. Bókun kostnaðar árin 2007, 2008 og 2009 var með þeim hætti að greiðslur til erlendra aðila voru í einni fjárhæð. Árið 2009 voru greiðslur til UPU og ITU þó sérstaklega tilgreindar.
    Mikil hækkun gjalda frá árinu 2009 skýrist af breytingum á gengi íslensku krónunnar frá hausti 2008.

     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að framlagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?
    Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki með skipulögðum hætti haft eftirlit með notkun þeirra fjármuna sem félagasamtök hafa yfir að ráða.

     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?

    IRG, ETSI og ECO hafa staðfest við Póst- og fjarskiptastofnun að ársreikningar þeirra séu undirritaðir af löggiltum endurskoðendum. En eins og segir í svari við 1. lið að þá greiðir Póst- og fjarskiptastofnun aðildargjöld að stofnunum eða samtökum sem hún er ekki eiginlegur aðili að. Á þetta við um stofnanir Sameinuðu þjóðanna, eins og ITU (Alþjóða fjarskiptasambandið) og UPU (Alþjóða póstsambandið). Hér er það fremur íslenska ríkið sem hefur fullgilt stofnsáttmála þessara stofnana og er hinn eiginlegi aðili að stofnunum. Þessar stofnanir hafa ekki svarað fyrirspurn Póst- og fjarskiptastofnunar um tilhögun endurskoðunar ársreikninga. Póst- og fjarskiptastofnun hefur engar forsendur eða aðstöðu til að túlka stofnsáttmála þessara stofnana með tilliti til fyrirspurnar fyrirspyrjenda.
    LíSA, samtök um landupplýsingar á Íslandi hafa löggiltan endurskoðanda sem endurskoðar og undirritar reikninga samtakanna. Reikningar eru árlega lagðir fram á opnum aðalfundi til samþykktar.
    Hjá Skýrslutæknifélagi Íslands er endurskoðað af löggiltum endurskoðanda þó að þess sé ekki getið í lögum um félagið. Í lögum félagsins stendur að til staðar skuli vera félagslegir skoðunarmenn. Tveir skoðunarmenn reikninga eru valdir á aðalfundi. Endurskoðaðir ársreikningar eru lagðir fram á opnum aðalfundi.
    Í lögum Stjórnvísi er ekki getið um endurskoðun af löggiltum endurskoðanda þó endurskoðar og undirritar löggiltur endurskoðandi reikninga félagsins. Félagslegir skoðunarmenn eru valdir og undirrita ársreikninga félagsins.

Fangelsismálastofnun.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Samgöngustofa.
    Samgöngustofa tók til starfa 1. júlí 2013. Stofnunin er því á sínu fyrsta heila starfsári.
    Aðhalds og sparnaðar er gætt hjá Samgöngustofu og svo var einnig gert hjá fyrirrennurum hennar og eru greiðslur til félagasamtaka eins og fyrirspurnin beinist að mjög takmarkaðar.
    Samgöngustofa greiðir aðeins í nokkrum tilfellum aðildargjöld til félaga eða samtaka. Í þessum tilfellum er aðild að jafnaði bundin starfsmönnum Samgöngustofu og tengjast starfi þeirra hjá stofnuninni.
    Á árinu 2014 voru eftirfarandi gjöld greidd:
Félag forstöðumanna 10.000 kr.
Flóra – félag mannauðsstjóra 15.000 kr.
Lögmannafélag Íslands 49.000 kr.
Stjórnvísi 57.900 kr.

Vegagerðin.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Þjóðskrá.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.