Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 467  —  10. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003,
og lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001,
með síðari breytingum (niðurlagning orkuráðs).

(Eftir 2. umræðu, 5. nóvember.)


I. KAFLI


Breyting á lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003, með síðari breytingum.
1. gr.

    6. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
     b.      6. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar þrjá menn í ráðgjafarnefnd Orkusjóðs til fjögurra ára, þar af skal einn skipaður formaður. Ráðgjafarnefndin skal gera tillögur til ráðherra um lánveitingar og einstakar greiðslur úr Orkusjóði samkvæmt fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins.

II. KAFLI
Breyting á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis,
nr. 13/2001, með síðari breytingum.

3. gr.

    Lokamálsliður 8. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Orkustofnun annast daglega umsýslu sjóðsins.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2015.