Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 473  —  196. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni
um ráðningar starfsmanna atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, voru ráðnir til starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, eða þeim ráðuneytum sem áður fóru með verkefni þess, frá 1. febrúar 2009 til 31. maí 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir voru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    Samkvæmt þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti voru eftirtaldir að störfum sem ráðgjafar eða aðstoðarmenn í þeim ráðuneytinum sem um ræðir á því tímabili sem spurt er um. Rétt er þó að geta þess að aðstoðarmenn ráðherra eru í formlegu ráðningarsambandi við forsætisráðuneyti óháð því hvar þeir gegna starfsskyldum sínum.

Nafn Ráðuneyti Verkefni Upphaf ráðningar Lok ráðningar Athugasemdir
Ari Matthíasson SLR Upplýsingafulltrúi 01.05.10 30.06.10
Jóhann Guðmundsson SLR Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 02.02.09 30.09.10
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir SLR Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 22.10.10 31.08.11
Árni Snæbjörnsson SLR Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 01.10.11 31.12.11
Atli Gíslason SLR Ráðgjafi 01.11.11 30.11.11
Huginn Freyr Þorsteinsson SLR/ ANR Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 04.01.12 23.05.13
Valdimar Halldórsson SLR/ ANR Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 27.01.12 23.05.13
Guðjón Arnar Kristjánsson SLR Ráðgjafi 11.2009 01.2012
Indriði H. Þorláksson SLR/ ANR Ráðgjafi 22.02.12 23.05.13
Arnar Guðmundsson IDN Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra 01.06.09 15.02.11
Kolbeinn Marteinsson IDN Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra 15.02.11 31.08.12
Einar Karl Haraldsson IDN Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra 01.03.10 19.04.10 Afleysing
Jón Sigurðsson EVR/ ANR Ráðgjafi 21.11.11 31.05.13
Benedikt Stefánsson EVR Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 04.08.09 02.12.10
Helga Valfells EVR Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 16.02.09 17.07.09
Kristrún Heimisdóttir EVR Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 08.09.10 31.12.11
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir SLR Sérfræðistörf tengd fiskveiðistjórnun 10.2011 08.2012 Starfsmaður að láni frá Fiskistofu
Þórhallur Ottesen SLR Sérfræðistörf tengd viskveiðistjórnun 04.04.11 31.12.11 Starfsmaður að láni frá Fiskistofu
Elvar Knútur Valsson IDN Sérfræðistörf tengd nýsköpun 01.01.12 31.12.12 Starfsmaður að láni frá Nýsköpunarmiðstöð