Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 510  —  381. mál.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.


     1.      Hafa verið stigin skref í þá átt að opna aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins síðan starfshópur um opin gögn og birtingu fjárhagsupplýsinga skilaði niðurstöðum í apríl 2013 og ef svo er, hver eru þau skref?
     2.      Hverjar eru áætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum efnum?