Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 536  —  285. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá
Birni Val Gíslasyni um flutning stofnana.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er fyrirhugað að flytja höfuðstöðvar eða starfsstöðvar einhverra þeirra stofnana sem undir ráðuneytið heyra? Ef svo er, óskast greint frá því hvaða starfsemi á í hlut og hvaðan og hvert starfsemin verður flutt.

    Ekki er fyrirhugað að flytja höfðuðstöðvar eða starfsstöðvar sem undir ráðuneytið heyra að svo komnu máli. A-hluta stofnanir sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið eru 51 talsins en 33 þeirra eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og 18 stofnanir utan þess.     Lögð er áhersla á það að leita leiða til þess að sameina stofnanir og styrkja þær þar með faglega og rekstarlega og verður unnið að því á næstu mánuðum og árum.