Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 537  —  316. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni
um rafræn skattkort.


     1.      Hver eru rökin fyrir því að launþegi þurfi að flytja skattkort á milli vinnuveitenda til þess að njóta persónuafsláttar?
    Ráðuneytið óskaði eftir umsögn um fyrirspurnina frá embætti ríkisskattstjóra (RSK). Sú umsögn fylgir hér með sem fylgiskjal. Eins og fram kemur í umsögninni eru rökin þau að hindra að launamaður fái of háan persónuafslátt á staðgreiðsluári. Ofnýting persónuafsláttar leiðir til þess að skattskuld kann að myndast við endanlega álagningu tekjuskatts ári síðar með tilheyrandi óþægindum og aukakostnaði.

     2.      Er eitthvað því til fyrirstöðu að skattyfirvöld meðhöndli útreikning og nýtingu persónuafsláttar sjálfkrafa í samræmi við séróskir launþega ef þær eru fyrir hendi? Ef svo er, þá hvað?
    Eins og glöggt kemur fram í umsögn RSK innihalda staðgreiðslulögin ýmis heimildarákvæði sem beita má gagnvart séróskum einstakra launþega. Þar er meðal annars bent á ákvæði 18. gr. laga nr. 45/1987 þar sem launamanni er heimilt að fara fram á endurgreiðslur oftekinnar staðgreiðslu á árinu ef aðstæður eru þannig að ella mundi persónuafsláttur falla niður ónýttur á staðgreiðsluárinu.

     3.      Er unnið að því í ráðuneytinu að taka upp rafræn skattkort?
    Embætti ríkisskattstjóra hefur nú um nokkurt skeið unnið að tillögugerð varðandi notkun skattkorta til framtíðar eins og fram kemur í meðfylgjandi umsögn. Ráðuneytið mun taka þær tillögur til gaumgæfilegrar athugunar þegar þær berast með það að leiðarljósi að einfalda notkun þeirra sem kostur er með tilliti til rafrænnar stjórnsýslu.


Fylgiskjal.


Skúli Eggert Þórðarson,
Ingvar J. Rögnvaldsson:


Umsögn um fyrirspurn varðandi notkun skattkorta.
(Reykjavík 12. nóvember 2014.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.