Ferill 270. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 563  —  270. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni
um bið eftir afplánun.


     1.      Hversu margir dómþolar biðu 1. janúar sl. eftir að geta hafið afplánun í fangelsi vegna a) aðalrefsingar, b) vararefsingar?
                  a.      460 dómþolar biðu þess að hefja afplánun á óskilorðsbundnum fangelsisrefsingum um síðustu áramót.
                  b.      Hinn 22. október sl. biðu 2.082 eftir að afplána vararefsingu fésekta. Upplýsingar um fjöldann 1. janúar sl. liggja ekki fyrir.
    
     2.      Hversu margir þeirra sem biðu afplánunar 1. janúar sl. höfðu sótt um að fullnusta refsinguna með samfélagsþjónustu og hverjar urðu málalyktir þeirra umsókna?
    Hinn 1. janúar sl. höfðu 137 dómþolar sótt um að afplána óskilorðsbundna fangelsisrefsingu með samfélagsþjónustu. Af þeim höfðu 105 dómþolum verið veitt samfélagsþjónusta og 32 synjað.
    Ekki liggja fyrir tölur frá 1. janúar sl. er varða afplánun vararefsingar með samfélagsþjónustu. Hinn 22. október sl. hafði sýslumaðurinn á Blönduósi birt 2.366 ákvarðanir um afplánun vararefsingar í fangelsi. Af þeim hafa 569 sektarþolar sótt um samfélagsþjónustu, þar af 284 fengið samþykkt, 178 fengið synjun og 61 rofið skilyrði. Þá eru 46 umsóknir í vinnslu. Rétt er að taka fram að fjöldi þeirra sem getið er í b-lið 1. tölul. er 2.366 mínus 284 = 2.082. Þá er rétt að geta þess að óbirtar ákvarðanir um afplánun vararefsingar fésekta eru 1.615 talsins.

     3.      Hversu margir dómþolar hafa hafið afplánun á árunum 2010–2014?
    Svar óskast sundurliðað eftir kyni og aldri dómþola og eftir því hvort um er að ræða samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit, opið úrræði eða öryggisfangelsi.

    Frá árinu 2010 hafa 1.025 dómþolar hafið afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, sumir oftar en einu sinni, 937 karlar og 88 konur, sjá einnig eftirfarandi töflu.


Aldur Fjöldi
15–17 ára 9
18–20 ára 58
21–25 ára 237
26–30 ára 234
31–35 ára 166
36–40 ára 109
41–45 ára 84
46–50 ára 55
51–60 ára 56
61–70 ára 11
71– ~ ára 6
Samtals 1.025
    Frá árinu 2010 hafa 426 hafið afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar með samfélagsþjónustu, sumir oftar en einu sinni, 374 karlar og 52 konur, sjá einnig eftirfarandi töflu.


Aldur

Fjöldi

15–17 ára
0
18–20 ára 0
21–25 ára 111
26–30 ára 111
31–35 ára 67
36–40 ára 30
41–45 ára 27
46–50 ára 28
51–60 ára 46
61–70 ára 6
71– ~ ára 0
Samtals 426
    
    Frá 21. febrúar 2012 hafa 97 fangar lokið afplánun undir rafrænu eftirliti.
    Ekki reyndist unnt að taka saman tölur um það hversu margir hafa verið vistaðir í lokuðum eða opnum fangelsum. Almennt hefja dómþolar afplánun í lokuðum fangelsum og eru fluttir yfir í opin fangelsi á síðari stigum afplánunar ef hegðun er góð. Þá geta fangar í opnum fangelsum verið fluttir á ný í lokað fangelsi vegna agabrota. Ekkert öryggisfangelsi er starfrækt á Íslandi en Litla-Hraun en næst því að vera öryggisfangelsi miðað við erlenda mælikvarða.