Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 593  —  230. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um framhaldsfræðslu.


     1.      Á hvaða forsendum hafa rekstrarframlög til framhaldsfræðslu á fjárlagalið 02-451 verið ákveðin?
    Rekstrarframlög til átta símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni voru fyrst veitt í fjárlögum ársins 2001. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002 segir á bls. 327 að styrkjum til símenntunarmiðstöðva á fjárlagalið 02-451 sé ætlað að koma til móts við grunnaðstöðu hjá hverri stöð en að öðru leyti er miðað við að rekstur miðstöðvanna sé greiddur af þeim sem njóta þjónustu þeirra. Fyrstu árin voru framlög til stöðvanna á landsbyggðinni þau sömu til allra en frá árinu 2007 hafa upphæðirnar verið verið misháar, sbr. töflu hér að aftan. Um 30% af framlögum til Austurbrúar og Þekkingarnets Þingeyinga árin 2009–2014 eru til framhaldsfræðslu en um 70% til háskóla- og rannsóknastarfsemi. Alþingi hefur í flestum tilfellum tekið ákvarðanir um breytingar og virðast þær ekki hafa tekið mið af grunnaðstöðu hverrar stöðvar í samræmi við umfang þjónustunnar.

     2.      Í hve miklum mæli fara rekstrarframlög til aðila í framhaldsfræðslu á fjárlagalið 02-451 eftir stærð markhóps, sbr. skilgreiningu á markhópnum í lögum nr. 27/2010, um framhaldsfræðslu, og umfangi starfsemi hvers aðila?
    Rekstrarframlög til fræðsluaðila á fjárlaglið 02-451 hafa hvorki tekið mið af greiningu á stærð markhóps hverrar stöðvar né umfangi starfsemi hvers aðila, sbr. svar við 1. tölul. fyrirspurnarinnar og upplýsingar í eftirfarandi töflum.

Fjárveitingar til símenntunarstöðva 2001–2015.

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
02 451 115 Mímir, símenntun 11,4
02 451 121 Símenntunarstöð á Vesturlandi 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 122 Fræðslumiðstöð Vestfjarða 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 15,9 20,0
02 451 123 Farskóli Norðurlands vestra 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 19,0
02 451 124 Símenntunarstöð Eyjafjarðar 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 125 Þekkingarsetur Þingeyinga 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 126 Þekkingarnet Austurlands 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 127 Fræðslunet Suðurlands 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 128 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 7,0 8,5 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 129 Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja 9,0 9,0 9,5 9,9 10,9 15,0
02 451 130 Framvegis, miðstöð um símenntun í Reykjavík 11,0 11,4
Samtals 56,0 68,0 81,0 81,0 85,5 89,1 114,1 155,4

2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 – frv.
02 451 115 Mímir, símenntun 14,0 14,0 13,0 13,4 14 14,5 14,6
02 451 121 Símenntunarstöð á Vesturlandi 21,4 21,2 19,7 20,2 21 21,7 21,9
02 451 122 Fræðslumiðstöð Vestfjarða 23,4 18,4 17,1 17,7 18,5 19,1 19,3
02 451 123 Farskóli Norðurlands vestra 26,3 30,1 28,0 28,7 29,8 30,8 31,1
02 451 124 Símenntunarstöð Eyjafjarðar 18,4 18,4 17,1 17,7 18,5 19,1 19,3
02 451 125 Þekkingarsetur Þingeyinga 32,5 37,4 34,8 35,9 37,5 38,8 39,2
02 451 126 Þekkingarnet Austurlands 42,0 41,9 51,0 52,7 55,1 57,0 57,6
02 451 127 Fræðslunet Suðurlands 21,4 18,2 17,0 17,5 18,3 18,9 19,1
02 451 128 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 21,4 21,2 19,7 20,2 21 21,7 21,9
02 451 129 Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja 21,4 21,2 19,7 20,2 21 21,7 21,9
02 451 130 Framvegis, miðstöð um símenntun í Reykjavík 14,0 14,0 13,0 13,4 14 14,5 14,6
Samtals 242,2 242,0 237,1 244,2 254,7 263,3 265,9

Skýringar á frávikum:
2007    02-451     130     Kemur ný inn og fær framlag í takt við aðrar símenntunarstöðvar.
        02-451     122    5 m.kr. framlag í fjárauka v. mótvægisaðgerða skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við tímabundnum samdrætti í aflamarki þorsks.
2008                        Allar stöðvar nema 02-451 130 fá framlag á grundvelli: Kvasir, framlag til grunnverkefna við fullorðinsfræðslu á landsbyggðinni.
        02-451 122    5 m.kr. tímabundið framlag í 2 ár vegna Suðurfjarða. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í aflamarki þorsks.
        02-451 123     4 m.kr. framlag í fjárauka til eflingar háskólamenntnar með fjarnámi og staðbundinni kennslu. Ákv. með hliðsjón af skýrslu nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Norðurlandi vestra.
2009    02-451     123     4 m.kr. framl. til eflingar háskólamenntunar með fjarnámi og staðbundinni kennslu er falla undir Farskólann.
        02-451 125    11,5 m.kr. millif. af 02-451 131 Fræða- og þekkingarsetur, sem er samningsbundnar greiðslur MRN.
        02-451 126    19,2 m.kr. millif. af 02-451 131 Fræða- og þekkingarsetur, sem er samningsbundnar greiðslur MRN.
2010    02-451     122    5 m.kr. tímab. framlag frá 2008 fellur niður.
        02-451 123     4 m.kr. framlagtil eflingar háskólamenntunar og staðbundinndar kennslu. Veitt í tenglsum við Norðvesturnefndina. Farskóli Norðurlands vestra.
        02-451 125    5 m.kr. framlag til að bæta fræðsluþjónustu á Norðausturlandi með uppbyggingu Þekkingarseturs á Þórshöfn.
        02-451 127    -3 m.kr. millif. af 02-451 127 +a 02-451 134 Þekkingarsetur Suðurlands.
2011     2. umr. fjl. 02-451 126 12 m.kr. framlag veitt til að draga úr aðhaldskröfu.

Áætlaður fjöldi einstaklinga í markhópi Fræðslusjóðs, skipt á svæði árin 2009-2011.

Landshluti 2009 2010 2011 Samtals Meðaltal 2009–2011 Hlutfall
Höfuðborgarsvæðið 25.233 24.254 25.199 74.687 24.896 51,79
Suðurnes 5.345 4.842 3.968 14.154 4.718 9,82
Vesturland 3.134 3.084 3.219 9.438 3.146 6,54
Vestfirðir 1.617 1.255 1.605 4.477 1.492 3,10
Norðurland v. 1.936 2.392 2.138 6.466 2.155 4,48
Norðurl. e. – Ak.* 4.316 4.027 3.824 12.167 4.056 8,44
Norðurl. e. – Þing.* 1.079 1.007 956 3.042 1.014 2,11
Austurland 2.389 2.449 2.623 7.461 2.487 5,17
Suðurland* 3.254 3.215 2.946 9.415 3.138 6,53
Suðurland – Vestm.* 1.001 989 906 2.897 966 2,01
Samtals 49.306 47.514 47.385 144.204 48.068 100
     Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

    *Fjöldi í markhópi áætlaður miðað við hlutfallslega skiptingu íbúafjölda í kjördæminu.
    Upplýsingar um fjölda einstaklinga í Markhóp FA unnar úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir árin     2009–2011.
    Markhópur FA er eftirfarandi hópar:
    Einstaklingar með barnaskóla-, unglinga-, grunnskóla-, gagnfræðapróf (ISCED 1).
    Einstaklingar sem hafa ekki lokið neinu formlegu námi (ISCED 1).
    Einstaklingar sem lokið hafa stuttu starfsnámi eftir grunnskóla (ISCED 2).

     3.      Að hve miklu leyti taka reiknireglur Fræðslusjóðs við úthlutun fjár til fræðsluaðila mið af landfræðilegum aðstæðum, stærð markhóps og umfangi starfsemi hvers aðila?
    Samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 27/2010 er framhaldsfræðsla skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Alþingi veitir fé af fjárlögum til Fræðslusjóðs sem úthlutar framlögum til framhaldsfræðslu og viðfangsefnum er henni tengjast.
    Í samræmi við ákvæði laga renna úthlutanir Fræðslusjóðs fyrst og fremst til þriggja málaflokka sem eru námskeið samkvæmt vottuðum námsleiðum, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat. Stjórn sjóðsins ákvað skiptingu 744.500.000 kr. heildarupphæðar til viðmiðunar við úthlutanir árið 2013 þannig að 453.400.000 kr., eða 61,0%, rynnu til námskeiða samkvæmt vottuðum námsleiðum, 96.200.000 kr., eða 9,2%, færu til náms- og starfsráðgjafar, 157.900.000 kr., eða 21,1%, til raunfærnimats og 64.000.000 kr., eða 8,6%, í styrki til þróunarverkefna.
    Við undirbúning að svari við fyrirspurn um framhaldsfræðslu var leitað til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Forsaga.
    Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annaðist úthlutanir til námskeiða samkvæmt vottuðum námsleiðum og náms- og starfsráðgjafar frá árinu 2006 til ársins 2010 samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneyti. Lög nr. 27/2010, um framhaldsfræðslu, tóku gildi haustið 2010. Á þessum árum byggðu framlög til símenntunarmiðstöðvanna á greiningu markhópa í vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands, en þó voru sett inn viðmið til að tryggja að öll svæði fengju nægilega mikið fjármagn til að geta sett af stað námsleiðir og náms- og starfsráðgjöf. Verð viðtala endurspegluðu landfræðilegar aðstæður eftir því sem hægt var. Framlag til námskeiða samkvæmt vottuðum námsleiðum tók mið af meðaltali kostnaðar á landinu öllu.
    Árið 2011 var fyrsta árið sem stjórn Fræðslusjóðs setti úthlutunarreglur og skilmála á grundvelli laganna. Þá var reynt að leita eftir nákvæmari tölum um stærð markhópsins. Það var eingöngu Starfsgreinasamband Íslands sem átti tölur um skiptingu markhóps á svæði og var það látið vega 10% í ákvörðun um fjárframlög. Þá var einnig í fyrsta skipti tekið tillit til umfangs starfseminnar hjá hverri stöð og það einnig látið vega 10%. Loks var atvinnuleysi látið vega 10% enda voru aðstæður á svæðum mjög mismunandi í því sambandi og mikilvægt að geta boðið atvinnuleitendum úrræði. Greining á markhópum vó 70% í þessum viðmiðum enda taldi stjórn Fræðslusjóðs mikilvægt að framlag tæki ekki stór stökk til að valda ekki vandræðum í starfsemi fræðsluaðilanna.
    Fjármögnun til raunfærnimats kom fyrst með framlagi árið 2007 og þá eingöngu til iðngreina hjá fræðslumiðstöðvum iðngreina (IÐAN – fræðslusetur og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins). Símenntunarmiðstöðvum var fyrst gert mögulegt að sækja um fjármögnun til raunfærnimats árið 2010 bæði í iðngreinum í samvinnu við fræðslumiðstöðvar iðngreina og einnig í öðrum verkefnum sem þá voru tilbúin til raunfærnimats. Þegar farið var að breiða raunfærnimatið út á landsvísu komu til viðbótargreiðslur til fræðsluaðila á landsbyggðinni til að auðvelda þeim vinnu við að sækja þátttakendur á sínum svæðum.
    Við úthlutanir úr Fræðslusjóði hafa verið skilgreind svæði á þann hátt að á landsbyggðinni telst ein símenntunarmiðstöð vera á hverju svæði en höfðuborgarsvæðið er skilgreint sem eitt svæði með fjórum aðilum. Þessi skipting felur í sér 10 eftirfarandi svæði og samtals 14 aðila sem njóta framlaga úr Fræðslusjóði.
    Vesturland: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi.
    Vestfirðir: Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
    Norðurland vestra: Farskólinn – miðstöð símenntunar.
    Eyjafjörður: SÍMEY.
    Þingeyjarsýslur: Þekkingarnet Þingeyinga.
    Austurland: Austurbrú.
    Suðurland: Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi.
    Vestmannaeyjar: Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.
    Suðurnes: Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
    Höfuðborgarsvæðið (5 stöðvar):
     *      Mímir – símenntun (almenn framhaldsfræðsla fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu).
     *      Framvegis – miðstöð símenntunar (námskeið, fyrst og fremst á sviði heilbrigðisgreina).
     *      Starfsmennt (þjónusta við opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra sem eru félagar í BSRB).
     *      IÐAN – fræðslusetur (fyrirtæki og starfsmenn í iðnaði).
     *      Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins (raunfærnimat í rafiðngreinum).

Viðmið vegna úthlutana ársins 2013.
    Stjórn Fræðslusjóðs hafði fyrir árið 2013 veitt loforð um að 75% úthlutunar mundi byggjast á meðaltali fjölda námskeiða/fjölda nemenda ársins 2011 og úthlutana 2012. Þetta var gert til að tryggja stöðugleika í starfsemi fræðsluaðila fyrstu árin eftir að nýtt skipulag tók gildi með lögum um framhaldsfræðslu.
    Úthlutun til vottaðra námsleiða byggðist á framkvæmd ársins 2012 með skilum á fjármunum sem fræðsluaðilar höfðu ekki nýtt sér og endurúthlutun þess fjár sem skilað var. Þó var ekki úthlutað umfram umsóknir nema sem nam verðuppfærslu og ekki lægra en loforðið sem hafði verið veitt (75%).
    Úthlutun til náms- og starfsráðgjafar var sambærileg úthlutun ársins 2012 að teknu tilliti til lækkunar vegna viðtala við fólk utan markhóps framhaldsfræðslulaga.
    Lögð var áhersla á að veita símenntunarmiðstöðvum um land allt möguleika til raunfærnimats á grundvelli umsókna, en haldið var áfram raunfærnimati í iðngreinum með svipuðum hætti og áður. Úthlutað var á grundvelli umsókna en með föstu verðlagi á staðna einingu og viðbótargreiðslu vegna samstarfs tveggja eða fleiri aðila.
    Í ársskýrslu stjórnar Fræðslusjóðs fyrir árið 2013 var eftirfarandi athugasemd: „Á árinu 2013 voru þátttakendur í vottuðum námsleiðum, sem Fræðslusjóður fjármagnar 2.615 talsins í 215 námsleiðum. Um 64% þátttakenda sóttu námið á landsbyggðinni en 36% á höfuðborgarsvæðinu. Það er umhugsunarefni hvort þetta er eðlileg skipting milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, en hlutfall þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu er mun lægra en fjöldi í markhópi ætti að gefa til kynna.“ Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu breyttist þetta hlutfall nokkuð við ákvörðum um úthlutun árið 2014.

Hlutfall þátttakenda í námskeiðum á vottuðum námsleiðum
skipt eftir höfuðborgarsvæði og landsbyggð 2006–2014.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Höfuðborgarsv. 70% 49% 46% 38% 33% 37% 31% 36% 43,1%
Landsbyggð 30% 51% 54% 62% 67% 63% 69% 64% 52,8%
     Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Viðmið vegna úthlutana ársins 2014.
    Við úthlutun til fræðsluaðila vegna námskeiða í vottuðum námsleiðum árið 2014 var notast við reiknireglu sem byggði á hlutfallstölu sem var þannig fundin að stærð markhóps framhaldsfræðslulaga á hverju svæði hafði vægið 28%, fjöldi námskeiða og nemenda árið áður hafði vægið 42% og fjöldi námsleiða/nemenda sem sótt var um hafði vægið 30%. Stærð markhóps framhaldsfræðslulaga á aldrinum 25–62 ára og skipting hans á svæði byggist á vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands, meðaltali áranna 2009–2011. Sjá töflu hér að framan.
    Niðurstöður þessara viðmiða þýddu að höfuðborgarsvæðið fékk 43,1% úthlutunar í vottaðar námsleiðir en landsbyggðin 56,9%. Í náms- og starfsráðgjöf þýddu þessi viðmið að höfuðborgarsvæðið fékk 52,8% úthlutunar, landsbyggðin 47,2%. Þessi grundvöllur var notaður til að meta umsóknir. Úthlutun fór síðan eftir skilmálum þannig að ekki var úthlutað umfram umsóknir og ekki undir loforði sem hafði verið veitt áður eða 65% af úthlutunarviðmiðum.
    Við skilgreiningu á markhópi var notað meðaltal þriggja ára einkum til að draga úr sveiflum milli ára vegna þess að vinnumarkaðsrannsóknin er ónákvæmt viðmið á minnstu svæðunum þar sem mælingar markhóps á þeim eru ekki marktækar.
    Heildarumfang starfsemi hverrar stöðvar er fundið með því að skoða umfang síðasta árs og umsóknir sem berast vegna næsta árs.
    Landfræðilegar aðstæður speglast að nokkru leyti í svæðisbundinni eftirspurn og umfangi starfseminnar. En einnig er tekið tillit til þeirra í verði viðtala í náms- og starfsráðgjöf, en greitt er mun hærra verð fyrir viðtöl sem þarf að aka langt til að taka eða sérstaklega erfitt er að sækja. Í námskeiðum vottaðra námsleiða er sérstök heimild til að fara af stað með fámennari hópa á fámennum/landfræðilega erfiðum svæðum en þó þannig að framlag skerðist.
    Umsóknir um raunfærnimat frá símenntunarmiðstöðvum og fræðslumiðstöðvum iðngreina voru metnar og úthlutað var til allra umsókna eða 99,2% þeirrar upphæðar sem sótt var um. Greiðslur til raunfærnimats byggjast á fastri greiðslu fyrir staðnar einingar. Viðbótargreiðsla er vegna samstarfs til að auðvelda raunfærnimat í iðngreinum á landsbyggðinni og til að hvetja til samstarfs milli fræðsluaðila.
    Nánari sundurliðun á úthlutunum Fræðslusjóðs til námskeiða samkvæmt vottuðum námsleiðum, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats er að finna í eftirfarandi töflum.

Ráðstöfun úthlutana Fræðslusjóðs skipt á viðfangsefni og svæði 2006–2013.

Vottaðar námsleiðir. Framkvæmd hvers árs í krónum talið,
á verðlagi hvers árs fyrir sig.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Samt. f. höfuðb.sv. 35.894.000 77.686.667 75.412.475 121.179.864 153.120.000 138.535.000 163.244.160 193.588.102
Samt. f. landsbyggð 23.025.000 76.253.367 91.789.075 176.279.742 268.639.333 261.158.500 280.646.400 305.672.724
Vesturland 5.556.000 15.110.000 12.303.624 17.521.875 25.080.000 13.155.000 14.846.000 16.996.849
Vestfirðir 1.650.000 6.000.000 6.760.000 14.309.333 23.602.333 23.470.000 23.500.000 23.500.000
Norðurl. v. 1.100.000 4.200.000 8.950.613 14.184.167 14.790.000 9.015.000 10.005.000 8.580.000
Eyjafjörður 3.940.000 22.353.367 26.091.667 43.127.200 71.262.500 73.985.000 82.294.000 94.052.500
Þingeyingar 1.100.000 8.710.000 4.160.000 8.405.000 10.960.000 10.300.000 10.655.000 10.700.000
Austurland 1.605.000 1.200.000 10.217.714 11.570.000 25.792.500 23.416.000 24.976.000 25.000.000
Suðurland 550.000 8.740.000 7.485.457 13.200.000 23.830.000 27.555.000 26.527.400 28.783.500
Vestm.eyjar 870.000 3.340.000 3.446.000 5.437.500 5.700.000 10.370.000 12.580.000 12.938.250
Suðurnes 6.654.000 6.600.000 12.374.000 48.524.667 67.622.000 69.892.500 75.263.000 85.121.625
Samtals 58.919.000 153.940.034 167.201.550 297.459.606 421.759.333 399.693.500 443.890.560 499.260.826

Námsráðgjöf. Framkvæmd hvers árs í krónum talið, á verðlagi hvers árs fyrir sig.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Samt. f. höfuðb.sv. 9.800.000 39.300.000 31.450.000 60.617.378 73.462.000 71.585.277 76.723.000 77.515.800
Samt. f. landsbyggð 17.900.000 33.400.000 35.851.000 60.917.445 76.740.000 72.086.007 63.290.000 61.501.900
Vesturland 2.400.000 3.800.000 3.900.000 6.670.000 10.810.000 8.726.730 7.530.000 7.783.900
Vestfirðir 0 2.400.000 3.500.000 4.115.000 7.490.000 6.982.500 5.950.000 5.323.200
Norðurl. v. 2.100.000 6.100.000 2.800.000 3.410.000 4.320.000 2.999.949 2.010.000 2.450.000
Eyjafjörður 2.900.000 5.400.000 5.600.000 9.925.000 8.510.000 8.298.239 10.700.000 7.616.000
Þingeyingar 1.400.000 2.900.000 3.773.000 5.020.000 5.490.000 5.301.500 4.640.000 5.790.000
Austurland 2.900.000 3.800.000 5.745.000 4.600.000 9.370.000 8.438.350 8.200.000 6.625.400
Suðurland 2.900.000 3.900.000 4.000.000 6.800.000 6.820.000 8.200.829 6.400.000 7.319.800
Vestm.eyjar 1.200.000 1.900.000 2.000.000 3.927.445 3.290.000 3.193.500 2.300.000 3.463.600
Suðurnes 2.100.000 3.200.000 4.533.000 16.450.000 20.640.000 19.944.410 15.560.000 15.130.000
Samtals 27.700.000 72.700.000 67.301.000 121.534.823 150.202.000 143.671.284 140.013.000 139.017.700

Raunfærnimat. Framkvæmd hvers árs í krónum talið, á verðlagi hvers árs fyrir sig.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Samt. f. höfuðborgarsvæðið 0 0 1.200.000 7.890.000 2.277.000 12.919.800 12.232.000 2.525.000
Samt. f. landsbyggðina 644.000 7.576.000 12.368.190 12.216.920 7.646.800
Lögg. iðngr. Landið allt 6.000.000 15.550.000 68.375.622 61.876.000 62.518.600 51.110.000 72.357.600
Vesturland 0
Vestfirðir 512.750 0
Norðurl. v. 0
Eyjafjörður 644.000 3.402.500 6.042.000 2.180.950 3.253.600
Þingeyingar 886.325 0
Austurland 1.250.000 2.383.515 436.570 0
Suðurland 472.500 468.800 1.719.600 340.000
Vestmannaeyj. 2.074.800 1.260.000
Suðurnes 2.451.000 7.879.800 2.793.200
Samtals 6.000.000 17.394.000 76.265.622 71.729.000 87.806.590 75.558.920 82.529.400
     Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.


Ráðstöfun úthlutana Fræðslusjóðs. Hlutfallsleg skipting á viðfangsefni og svæði 2006– 2013.

Vottaðar námsleiðir. Hlutfallsleg framkvæmd hvers árs, á verðlagi hvers árs fyrir sig.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Samt. f. höfuðborgarsvæðið 61% 50% 45% 41% 36% 35% 37% 39%
Samt. f. landsbyggðina 39% 50% 55% 59% 64% 65% 63% 61%
Vesturland 9% 10% 7% 6% 6% 3% 3% 3%
Vestfirðir 3% 4% 4% 5% 6% 6% 5% 5%
Norðurl. vestra 2% 3% 5% 5% 4% 2% 2% 2%
Eyjafjörður 7% 15% 16% 14% 17% 19% 19% 19%
Þingeyingar 2% 6% 2% 3% 3% 3% 2% 2%
Austurland 3% 1% 6% 4% 6% 6% 6% 5%
Suðurland 1% 6% 4% 4% 6% 7% 6% 6%
Vestm.eyjar 1% 2% 2% 2% 1% 3% 3% 3%
Suðurnes 11% 4% 7% 16% 16% 17% 17% 17%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%

Námsráðgjöf. Hlutfallsleg framkvæmd hvers árs, á verðlagi hvers árs fyrir sig.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Samt. f. höfuðborgarsvæðið 35% 54% 47% 50% 49% 50% 55% 56%
Samt. f. landsbyggðina 65% 46% 53% 50% 51% 50% 45% 44%
Vesturland 9% 5% 6% 5% 7% 6% 5% 6%
Vestfirðir 3% 5% 3% 5% 5% 4% 4%
Norðurl. vestra 8% 8% 4% 3% 3% 2% 1% 2%
Eyjafjörður 10% 7% 8% 8% 6% 6% 8% 5%
Þingeyingar 5% 4% 6% 4% 4% 4% 3% 4%
Austurland 10% 5% 9% 4% 6% 6% 6% 5%
Suðurland 10% 5% 6% 6% 5% 6% 5% 5%
Vestmannaeyjar 4% 3% 3% 3% 2% 2% 2% 2%
Suðurnes 8% 4% 7% 14% 14% 14% 11% 11%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%

Raunfærnimat. Hlutfallsleg framkvæmd hvers árs, á verðlagi hvers árs fyrir sig.

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Samt. f. höfuðborgarsvæðið 7% 10% 3% 15% 16% 3%
Samt. f. landsbyggðina 4% 11% 14% 16% 9%
Lögg. iðngr. Landið allt 100% 89% 90% 86% 71% 68% 88%
Vesturland
Vestfirðir 1%
Norðurl. vestra
Eyjafjörður 5% 7% 3% 4%
Þingeyingar 1%
Austurland 2% 3% 1%
Suðurland 1% 1% 2%
Vestmannaeyjar 2% 2%
Suðurnes 3% 10% 3%
Samtals 0% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%
    Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.