Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 594  —  278. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni
um sölu á Ríkisútvarpinu eða einstökum einingum þess.


     1.      Áformar ráðherra að leita heimildar Alþingis til að selja Rás 2 Ríkisútvarpsins og ef svo er:
              a.      hvers vegna er salan áformuð,
              b.      hefur farið fram verðmat á eignum og hvert er áætlað söluverð Rásar 2, sundurliðað eftir helstu þáttum söluverðs, og
              c.      hefur ráðherra eða embættismenn ráðuneytisins rætt við eða átt í öðrum samskiptum við hugsanlega kaupendur og þá hvaða aðila?
    Nei, enda er það alfarið á forræði og ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að taka slíka ákvörðun samkvæmt lögum.

     2.      Hefur ráðherra í hyggju að leita heimildar Alþingis til að selja aðrar deildir eða einingar Ríkisútvarpsins eða Ríkisútvarpið í heild og ef svo er:
              a.      hvers vegna er salan áformuð,
              b.      hvaða deildir eða einingar er áformað að selja,
              c.      hefur verið gert verðmat á þeim eignum sem til greina kemur að selja og hvert er áætlað söluverð þeirra, og
              d.      hefur ráðherra eða embættismenn ráðuneytisins rætt við eða átt í öðrum samskiptum við hugsanlega kaupendur umræddra eigna og þá hvaða aðila?

    Nei, enda er það alfarið á forræði og ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að taka slíka ákvörðun samkvæmt lögum.