Ferill 53. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 637  —  53. mál.
Flutningsmenn.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000,
um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum (viðaukar,
tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (HöskÞ, HE, BÁ, ElH, VilÁ).


1.     Við b-lið 4. gr.
          a.      Inngangsmálsliður orðist svo: Í stað 2.–4. mgr. koma sjö nýjar málsgreinar, svohljóðandi.
          b.      Á eftir 5. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Skipulagsstofnun er ekki skylt að taka til efnislegrar meðferðar tilkynningu framkvæmdaraðila til ákvörðunar um matsskyldu ef hin tilkynnta framkvæmd er fyrirhuguð á sama framkvæmdastað og önnur framkvæmd sem þegar er til efnislegrar málsmeðferðar á grundvelli laga þessara og þar sem fullnægjandi gögn liggja fyrir að mati Skipulagsstofnunar. Sama gildir þegar fyrir liggur ákvörðun samkvæmt þessari grein eða álit skv. 11. gr. um framkvæmd á sama framkvæmdastað. Ef hin tilkynnta framkvæmd er þauleldi á fiski í sjó á sama við ef hún er innan tiltekinnar fjarlægðar frá útmörkum eldissvæðis framkvæmdar, sbr. reglugerð um fiskeldi. Ákvæði þetta á ekki við ef ekki hefur verið gefið út leyfi fyrir þeirri framkvæmd sem var til efnislegrar meðferðar hjá Skipulagsstofnun innan þriggja ára frá því að framkvæmd var tilkynnt samkvæmt þessari grein eða tillaga að matsáætlun var lögð fram til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 8. gr.
     2.      15. gr. orðist svo:
             Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á öðrum lögum:
              1.      Lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006, með síðari breytingum: Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Óverulegar breytingar á skipulagsáætlunum eru þó ekki háðar ákvæðum laga þessara enda eru þær ekki taldar líklegar til að hafa í för með sér veruleg áhrif á umhverfið, sbr. 10. gr.
              2.      Lög um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum: Í stað orðanna „1. viðauka“ í 2. tölul. 4. mgr. 27. gr. laganna kemur: flokk A í 1. viðauka.
              3.      Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011, með síðari breytingum: Við a-lið 3. mgr. 4. gr. laganna bætist: sem og ákvarðanir sveitarstjórna um matsskyldu framkvæmda.