Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 643  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (VigH, GÞÞ, ÁsmD, WÞÞ, HarB, ValG).


    1.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        2.11    Að heimila ÁTVR að selja hlut ríkisins í Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.
        2.12    Að heimila Jarðasjóði að selja gamalt presthús í Sauðlauksdal í Vesturbyggð á leigulóð.
        2.13    Að heimila Jarðasjóði að selja íbúðarhús (rústir) í Austmannsdal í Vesturbyggð á leigulóð.
        2.14    Að selja eða ganga til samninga við hlutaðeigandi sveitarfélög um ráðstöfun á fyrrum flugstöðvum í Stykkishólmi, Patreksfirði, Hólmavík, Siglufirði og Norðfirði.
        2.15    Að selja húsnæði dómstóla og lögreglu- og sýslumannsembætta og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði í tengslum við endurskipulagningu starfseminnar.
        2.16    Að selja óhentugar eða óhagkvæmar húseignir utanríkisþjónustunnar erlendis og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja hentugra húsnæði.
    2.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.7    Að selja hluta ríkissjóðs í skrifstofuhúsi fyrrum sementsverksmiðju að Mánabraut, Akranesi.
        3.8    Að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum grunnskóla sem ekki eru lengur notaðar til skólahalds og verja andvirðinu til endurbóta á skólahúsnæði í eigu ríkisins.
        3.9    Að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum framhalds- og sérskóla sem ekki eru lengur notaðar til skólahalds og þykja ekki henta til þess og verja andvirðinu til endurbóta á skólahúsnæði í eigu ríkisins.
        3.10    Að selja eignarhlut ríkisins í íbúðarhúsnæði heilbrigðisstofnana og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á öðru hentugra húsnæði ef þurfa þykir í tengslum við endurskipulagningu starfseminnar.
    3.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.15    Að heimila Jarðasjóði að selja jörðina Iðunnarstaði í Borgarbyggð.
        4.16    Að heimila Jarðasjóði að selja jörðina Litla-Kamb í Snæfellsbæ.
        4.17    Að heimila Jarðasjóði að selja jörðina Þverárdal í Húnavatnshreppi.
        4.18    Að heimila Jarðasjóði að selja lóðina Brekkur 2 í Mýrdalshreppi.
        4.19    Að heimila Jarðasjóði að selja jörðina Þúfu í Ölfusi fyrrverandi eigendum samkvæmt ákvæði í afsalsbréfi.
        4.20    Að ganga til samninga við Minjavernd um afhendingu fasteigna og landspildu í Ólafsdal gegn skuldbindingu um uppbyggingu og verndun eignanna til framtíðar í samráði við Ólafsdalsfélagið.
        4.21    Að selja jörðina Þormóðsdal í Mosfellssveit og jarðir í landi Keldna í Reykjavík sem eru í umsjón Landbúnaðarháskóla Íslands og ráðstafa söluandvirði að hluta til skólans.
        4.22    Að selja hluta af lóð Vegagerðinnar að Borgarbraut 66 í Borgarnesi ásamt salthúsbyggingu sem er á lóðinni. Jafnframt að kaupa eða leigja lóð að Borgarbraut 66 af Borgarbyggð.
        4.23    Að selja jörðina Kvígsstaði í Borgarbyggð.
    4.     Við 6. gr. Nýr liður:
        5.5    Að auka hlut ríkissjóðs í Öryggisfjarskiptum ehf. um allt að 195 m.kr.
    5.     Við 6. gr. Liður 7.4 falli brott.
    6.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        7.7.    Að ganga til samninga um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum sem myndast hafa í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga vegna starfsemi sjálfseignarstofnana og félagasamtaka sem kostuð eru af ríkissjóði.
        7.8    Að leggja Seðlabanka Íslands til allt að 52.000 m.kr. í eigið fé, verði eftir því kallað á grundvelli sérstakrar heimildar í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, verði hún lögfest, sbr. frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, 390. mál.
        7.9    Að ganga til samninga við sjálfseignarstofnunina Sunnuhlíð um uppgjör eigna og skulda vegna yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimili samtakanna.