Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 670  —  438. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um pyndingar.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hefur verið brugðist við tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu til íslenskra stjórnvalda um að lagfæra skilgreiningu pyndingahugtaksins í almennum hegningarlögum og tryggja með fullnægjandi hætti að pyndingar verði gerðar refsiverðar?
     2.      Hve margar kærur bárust ríkissaksóknara á árunum 2011–2013 þar sem kært var fyrir brot sem fellur undir atferlislýsingu 1. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og hver urðu afdrif málanna í réttarkerfinu?



Skriflegt svar óskast.