Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 684  —  449. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um lögreglu og dróna.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur lögreglan fest kaup á dróna eða fyrirhugar hún slík kaup? Hefur lögreglan eignast dróna með öðrum hætti? Er fyrirhugað að hún fái slíkan búnað að gjöf eða láni?
     2.      Telur ráðherra lögreglu hafa lagaheimild til að kaupa og nota dróna?
     3.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að dróni í eigu lögreglunnar nýtist frá degi til dags?
     4.      Telur ráðherra að setja þurfi sérstakar reglur um notkun lögreglunnar á drónum? Ef svo er, hvert yrði einkum efni slíkra reglna?