Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 741  —  2. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
brottfall laga nr. 97/1987, um vörugjald, og breytingu á lögum nr. 90/2003,
um tekjuskatt, með síðari breytingum (kerfisbreyting á virðisaukaskatti,
brottfall laga og hækkun barnabóta).

Frá Jóni Þór Ólafssyni, Brynhildi Pétursdóttur, Óttari Proppé, Helga Hrafni Gunnarssyni, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Össuri Skarphéðinssyni.


    Við 1. gr.
     a.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Við 8. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er útleiga veiðiréttar skattskyld, svo og sala veiðileyfa þegar um er að ræða fast gjald, óháð veiðifeng.
     b.      Á eftir j-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Útleiga veiðiréttar og sala veiðileyfa þegar um er að ræða fast gjald, óháð veiðifeng.

Greinargerð.

    Lagt er til að virðisaukaskattsskyld verði útleiga veiðiréttar og sala veiðileyfa sem ekki er bundin aflamagni á þann hátt að líta verði á hana sem virðisaukaskattsskylda vörusölu. Skatthlutfall verður samkvæmt neðra þrepi 2. mgr. 14. gr. laga um virðisaukaskatt.