Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 763  —  2. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
brottfall laga nr. 97/1987, um vörugjald, og breytingu á lögum nr. 90/2003,
um tekjuskatt, með síðari breytingum (kerfisbreyting á virðisaukaskatti,
brottfall laga og hækkun barnabóta).

Frá Helga Hjörvar, Steingrími J. Sigfússyni og Guðmundi Steingrímssyni.


     1.      2. gr. orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum:
                  a.      Í stað orðsins „vörugjald“ í 1. gr. laganna og hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sykurgjald.
                  b.      1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
                     Sykurgjald skal reiknað sem tiltekin fjárhæð fyrir hvert kílógramm eða hvern lítra af gjaldskyldri vöru.
                  c.      4. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.
                  d.      Í stað orðanna „Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar um útreikning vörugjalds getur tollstjóri“ í 1. málsl. 5. mgr. 3. gr. laganna kemur: Tollstjóri getur.
                  e.      Í stað orðsins „vörugjaldsskýrslu“ í 5. mgr. 3. gr. laganna og hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sykurgjaldsskýrslu.
                  f.      Í stað orðsins „vörugjaldsskyldar“ í 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna og hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sykurgjaldsskyldar.
                  g.      6. gr. laganna fellur brott.
                  h.      7. gr. laganna fellur brott.
                  i.      Lokamálsliður 4. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.
                  j.      Í stað orðsins „ríkistollanefndar“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: yfirskattanefndar.
                  k.      Heiti laganna verður: Lög um sykurgjald.
     2.      Fyrirsögn II. kafla verði: Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.
     3.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, breytingu á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og breytingu á fleiri lögum (kerfisbreyting á virðisaukaskatti, sykurgjald og hækkun barnabóta).