Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 820  —  386. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um fulltrúa
í starfshópum og nefndum á vegum ráðuneytisins og stofnana þess.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Í hvaða hópum, nefndum og öðrum sambærilegum samráðsvettvangi á vegum ráðuneytisins og stofnana þess sitja fulltrúar:
              a.      frjálsra félagasamtaka á neytendasviði á borð við Hagsmunasamtök heimilanna,
              b.      fjármálafyrirtækja og samtaka þeirra á borð við Samtök fjármálafyrirtækja?
     2.      Hversu margir eru fulltrúarnir í hverju tilviki?

    Í eftirtöldum nefndum og starfshópum á vegum ráðuneytisins eiga fulltrúar tilnefndir af eftirtöldum aðilum sæti.

Nefndir og starfshópar

Aðilar og fjöldi fulltrúa

Fastanefnd á sviði fjármálamarkaða Samtök fjármálafyrirtækja 1
Fastanefnd á sviði vátrygginga Samtök fjármálafyrirtækja 1
Fastanefnd á sviði verðbréfaviðskipta og -sjóða Kauphöll Íslands
Samtök fjármálafyrirtækja
1
1
Fastanefnd um greiðslumiðlun Samtök fjármálafyrirtækja 1
Nefnd um endurskoðun lagaákvæða á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða
Landssamtök lífeyrissjóða

1
Nefnd um fagfjárfestasjóði Kauphöll Íslands
Samtök fjármálafyrirtækja
1
1
Nefnd um innleiðingu á Solvency II Samtök fjármálafyrirtækja
Félag ísl. tryggingastærðfræðinga
3
2
Nefnd um innleiðingu á veðlánatilskipun ESB Samtök fjármálafyrirtækja 1
Nefnd um samningu frumvarps um náttúruhamfaratryggingar (viðlagatrygging)
Húseigendafélagið
Samtök fjármálafyrirtækja
Samtök sveitarfélaga

1
1
1
Nefnd um skilameðferð fjármálafyrirtækis – frumvarpsdrög
Samtök fjármálafyrirtækja

1
Prófnefnd verðbréfaviðskipta Samtök fjármálafyrirtækja 1
Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi
Samtök fjármálafyrirtækja

3
Starfshópur um gerð FATCA-samnings Samtök fjármálafyrirtækja 2
Starfshópur um innleiðingu reglna samkvæmt FATCA-samningi
Samtök fjármálafyrirtækja

5
Starfshópur um skattleysi séreignalífeyrissparnaðar
Samtök fjármálafyrirtækja

2
Starfshópur varðandi innleiðingu að nýju regluverki Evrópusambandsins um starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með þeim

Samtök fjármálafyrirtækja


2
Vinnuhópur um innleiðingu EMIR og skortsölugerðar
Kauphöll Íslands
Samtök fjármálafyrirtækja

1
2