Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 847  —  494. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um ferðir forseta Íslands.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hversu marga daga hefur forseti Íslands verið erlendis á þessu kjörtímabili frá innsetningu 1. ágúst 2012 til loka ársins 2014:
              a.      í embættiserindum,
              b.      í einkaerindum?
         Hvert almanaksár óskast tilgreint sérstaklega.
     2.      Hversu mikla dagpeninga hefur forsetaembættið greitt a) forseta og b) embættismönnum vegna ferðanna, tilgreint eftir árum og tilefnum?
     3.      Hvert hefur forseti farið í opinberum erindagjörðum? Hver ferð óskast tilgreind sérstaklega, svo og boðsaðili þegar um þá er að ræða.
     4.      Hvað kostuðu embættisferðir forseta Íslands, sundurliðað eftir ferðatilefnum og ferðalögum, og hverjir báru kostnaðinn, sundurliðað sem hér segir:
              a.      embætti forseta Íslands,
              b.      forsetinn persónulega,
              c.      ríkin sem heimsótt voru,
              d.      einkaaðilar og ef svo er, þá hverjir og af hverju? Þegar um er að ræða einkaaðila óskast tilgreint hverjir þeir eru og hverjir fjármagna þá í hverju tilfelli.
     5.      Hvaða kostnaður féll á forsetaembættið vegna ferða embættismanna vegna sömu ferða?
     6.      Var utanríkisráðuneytið með í ráðum um embættisferðirnar og þá hvaða ferðir og hverjar ekki? Liggja fyrir bréfleg samskipti um ferðirnar milli forsetaembættisins og utanríkisráðuneytisins?
     7.      Hversu mikill kostnaður hefur fallið á forsetaembættið á framangreindu tímabili vegna ferða maka forseta? Fargjöld og dagpeningar óskast tilgreindir.
     8.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs vegna þessara ferða í greiðslum til handhafa forsetavalds?
     9.      Hversu marga heila daga hefur forseti Íslands verið hérlendis á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.