Ferill 242. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 861  —  242. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008,
með síðari breytingum (flóttamenn).

(Eftir 2. umræðu, 21. janúar.)


1. gr.


     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Flóttamenn sem stjórnvöld hafa veitt hæli og einstaklingar sem dveljast hér samkvæmt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum þessum að því tilskildu að þeir séu komnir til landsins og fyrir liggi staðfesting Útlendingastofnunar á því að viðkomandi hafi verið veitt réttarstaða flóttamanns eða dveljist hér samkvæmt dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt lögum um útlendinga.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Flóttamenn og einstaklingar sem fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.