Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 884  —  74. mál.
Viðbót.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004,
með síðari breytingum (lausn úr landbúnaðarnotum og sala ríkisjarða).

Frá Jóni Gunnarssyni.


     1.      Í stað orðanna „samanlögð stærð landsvæðis“ í 3. málsl. 2. efnismgr. 2. gr. komi: landsvæðið í heild.
     2.      Við 5. gr.
              a.      Í stað orðanna „Sandgræðsla ríkisins“ komi: Sandgræðsla Íslands.
              b.      Í stað orðanna ,,sem landið áður fylgdi rétt til að kaupa það þegar landið er nægilega vel gróið að mati landgræðslustjóra, sbr. 12. gr. laga um landgræðslu“ komi: sem viðkomandi land tilheyrði áður rétt til að kaupa það án almennrar auglýsingar enda sé landið nægilega vel gróið að mati landgræðslustjóra, sbr. 12. gr. laga um landgræðslu.