Ferill 273. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 885  —  273. mál.
Viðbótarsvar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni
um greiðslur úr ríkissjóði til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra
fasteignalána eða fasteignaveðlána.


    Á þessu stigi málsins er einungis hægt að svara með fullnægjandi hætti 2. tölulið fyrirspurnarinnar. Fyrsta tölulið verður svarað í skýrslu sem fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi.

     2.      Er ríkisábyrgð á greiðslujöfnunarreikningum skuldara hjá fjármálastofnunum?
    Greiðslujöfnunarreikningar eru ekki með ríkisábyrgð.
    Greiðslujöfnunarreikningar eru fyrirkomulag að undirlagi stjórnvalda sem úrræði til að lækka greiðslubyrði heimila í kjölfar hrunsins. Þeir eru fremstir í greiðsluröðinni, þ.e. ef greitt er inn á lán þá er greiðslujöfnunarreikningurinn fyrst greiddur niður enda er það hagstæðast fyrir lántakandann.
    Samkvæmt lögunum lengist lánstíminn að hámarki um þrjú ár og ef eftirstöðvar eru á greiðslujöfnunarreikningi að þeim tíma liðnum falla þær niður. Ljóst er að slík tilfelli verða ekki mörg enda tók efnahagslífið fljótt við sér eftir hrunið og greiðslujöfnunarvísitalan hefur því verið að þróast á mun óhagstæðari hátt en vísitala til verðtryggingar síðustu missiri. Greiðslujöfnunarvísitalan er háð launavísitölu sem vegin er með atvinnustigi. Þegar illa árar í þjóðfélaginu er hún hagstæðari en neysluverðsvísitala og er því hagstæðari en vísitala til verðtryggingar en vex hraðar en sú síðarnefnda þegar vel árar, sér í lagi þegar verðbólga er eins lág og raun ber vitni. Þannig hækkaði greiðslujöfnunarvísitala um 7,3% árið 2014 en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8%. Það er því allra hagur að losna frá henni sem fyrst og komast yfir í greiðslustreymi samkvæmt verðtryggingu.