Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 887  —  494. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um ferðir forseta Íslands.


    Upplýsingar um allar embættisferðir forseta Íslands er að finna á heimasíðu embættisins. Þar eru tilgreind tilefni einstakra ferða, áfangastaðir, fundir, atburðir og efnisþættir viðræðna. Þá eru iðulega gefnar út ítarlegar fréttatilkynningar um ferðir forseta og eru þær einnig birtar á heimasíðu embættisins. Allar þessar upplýsingar eru birtar á heimasíðunni jafnóðum og ferðir eru farnar og eru öllum aðgengilegar mörg ár aftur í tímann.
    Á síðasta þingi bar fyrirspyrjandi fram fyrirspurn og eru sumir liðir hennar endurteknir nú en þeim var svarað á síðasta þingi. Svör við endurteknum liðum fyrirspurnarinnar eru hin sömu og á síðasta þingi.

     1.      Hversu marga daga hefur forseti Íslands verið erlendis á þessu kjörtímabili frá innsetningu 1. ágúst 2012 til loka ársins 2014:
              a.      í embættiserindum,
              b.      í einkaerindum?
         Hvert almanaksár óskast tilgreint sérstaklega.

    Á tímabilinu 1. ágúst 2012 til ársloka 2012 var forseti erlendis í 23 heila daga í embættiserindum og 13 í einkaerindum.
    Á árinu 2013 var forseti erlendis í 70 heila daga í embættiserindum og 24 í einkaerindum.
    Á árinu 2014 var forseti erlendis í 56 heila daga í embættiserindum og 43 í einkaerindum.

     2.      Hversu mikla dagpeninga hefur forsetaembættið greitt a) forseta og b) embættismönnum vegna ferðanna, tilgreint eftir árum og tilefnum?
    Svarið tekur aðeins til embættisferða enda ber forseti sjálfur allan kostnað af einkaferðum sínum og fær ekki greidda dagpeninga vegna þeirra.
    Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012:
     a.      Ólympíuleikar í London í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands; 140.705 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanna.
     b.      Þing Arctic Imperative um málefni norðurslóða í Alaska og fundir með ráðherrum og æðstu stjórnendum Alaskaríkis og borgarstjóra Anchorage; 181.523 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanna.
     c.      Ólympíuleikar fatlaðra í London í boði Íþróttasambands fatlaðra; 145.276 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanna.
     d.      Heimsþing um umhverfismál í Ohio þar sem forseti flutti ræðu fyrir um 1700 sérfræðinga, vísindamenn, umhverfissinna og athafnamenn frá 76 löndum og fundir með forystumönnum þingsins og fulltrúum á því; 216.575 kr. til forseta, 144.447 kr. til embættismanns.
     e.      Fundir í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna sem forseti stýrir í Abu Dhabi; 105.148 kr. til forseta, 47.203 kr. til embættismanns.
     f.      Fundir um norðurslóðamál í Moskvu og viðræður við forystumenn Rússneska landfræðifélagsins, vísindamenn við Moskvuháskóla og embættismenn, sem og fundur um norðurslóðamál með forseta Finnlands í Helsinki; 84.928 kr. til forseta, 65.212 kr. til embættismanns.
     g.      Hádegisverðarfundur á vegum Íslensks kolvetnis og Faroe kolvetnis í London þar sem forseti flutti ræðu um orkumál; 68.363 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanns.
    Á árinu 2013:
     a.      Opinber heimsókn til Frakklands; 77.115 kr. til forseta, 92.538 kr. til embættismanns.
     b.      Opinber heimsókn til Þýskalands; 120.818 kr. til forseta, 233.159 kr. til embættismanna.
     c.      Afhendingarathöfn Zayed-orkuverðlaunanna og Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi, en forseti er formaður dómnefndar verðlaunanna; 255.130 kr. til forseta, 152.360 kr. til embættismanns.
     d.      Ráðstefna Brookings-stofnunarinnar um norðurslóðir í Washington, fundir með þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjaþings, aðrir fundir í Washington, m.a. hjá utanríkismálaráði Bandaríkjanna, Council on Foreign Relations, og þátttaka í ráðgjafarnefnd Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku; heimsókn í Rannsóknarstöð hreinnar orku í Colorado; 356.429 kr. til forseta, 224.217 kr. til embættismanns.
     e.      Þátttaka í fundum og málstofum á Alþjóða efnahagsþinginu, World Economic Forum, í Davos í Sviss og á upplýsingatækni- og margmiðlunarþinginu DLD í München; 238.597 kr. til forseta, 151.570 kr. til embættismanns.
     f.      Alþjóðleg ráðstefna um jöklarannsóknir á Indlandi, fundir með indverskum stjórnvöldum, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fleiri ráðherrum og þingmönnum um samvinnu við Ísland, nýtingu hreinnar orku, þjálfun jöklafræðinga og norðurslóðir; 220.948 kr. til forseta, 141.713 kr. til embættismanns.
     g.      Þátttaka í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín; 60.063 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanna.
     h.      Þátttaka í þremur ráðstefnum í London um norðurslóðir, hreina orku og endurreisn íslensks efnahagslífs; 210.575 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanns.
     i.      Þátttaka í ráðstefnunni Arctic Business Round Table um viðskipti á norðurslóðum í Ósló; 40.215 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanna.
     j.      Fundir í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna, þar sem forseti gegnir formennsku, í Abu Dhabi; 114.284 kr. til forseta, 77.750 kr. til embættismanns.
     k.      Krýningarafmæli Karls XVI Svíakonungs í Stokkhólmi; 40.737 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanna.
     l.      Landsleikur Íslands og Króatíu í Zagreb; 25.979 kr. til forseta, 15.550 kr. til embættismanns.
     m.      Fundir með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og öðrum embættismönnum Sameinuðu þjóðanna í New York sem og fundir og viðtöl við fjölmiðla um norðurslóðir; 153.854 kr. til forseta, 92.460 kr. til embættismanns.
     n.      Þátttaka í viðskiptaþingi Maine-ríkis í Bandaríkjunum, fundur með ríkisstjóranum og atburðir vegna upphafs siglinga Eimskips til Portland og tenginga við norðurslóðir; 116.084 kr. til forseta, 69.650 kr. til embættismanns.
     o.      Þátttaka í norðurslóðaráðstefnu í Rússlandi í boði Rússneska landfræðifélagsins og rússneskra stjórnvalda, opnun Kjarvalssýningar í Pétursborg og atburðir í tilefni af 70 ára stjórnmálasambandi Íslands og Rússlands; 125.622 kr. til forseta, 84.508 kr. til embættismanns.
     p.      Heiðursgestur við afhendingu Alþjóðlegu fæðuverðlaunanna, World Food Prize, í Des Moines í Iowa; ræðumaður á ráðstefnu um hreina orku og matvælaöryggi og opnunarfyrirlestur Harkin-stofnunarinnar við Iowa-háskóla; 129.291 kr. til forseta, 88.153 kr. til embættismanns.
     q.      Þátttaka á leiðtogaþingi viðskiptaháskóla Lundúnaborgar, London Business School; 97.727 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanns.
    Á árinu 2014:
     a.      Forseti tekur þátt í pallborðsumræðum og flytur ræðu um norðurslóðir á alþjóðaþinginu International Economic Forum of the Americas sem haldið er í Montréal. Í ferðinni átti forseti einnig fundi með fulltrúum frumbyggja og háskólamönnum og flutti ræðu hjá Carnegie-stofnuninni í New York; 120.571 kr. til forseta, 82.208 kr. til embættismanns.
     b.      Vetrarólympíuleikar í Sochi í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands; forseti var viðstaddur setningarathöfn, móttökuathöfn fyrir íslensku keppendurna og átti fund með forseta Finnlands í ferðinni; 164.756 kr. til forseta, 107.464 kr. til embættismanns.
     c.      Fundir ráðgjafarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku, SE4ALL, sem haldnir eru í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en forseti tók sæti í nefndinni að ósk framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóra Alþjóðabankans; 159.826 kr. til forseta, 109.131 kr. til embættismanns.
     d.      Forseti flytur fyrirlestur um málefni norðurslóða í boði Alþjóðaráðs San Francisco og Samveldissamtaka Kaliforníu, World Affairs Council og Commonwealth Club of California; einnig flutti forseti setningarræðu á hafverndarráðstefnu Google í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu þar sem m.a. var fjallað um hvernig nýta megi upplýsingatækni í þágu sjálfbærra veiða; þátttaka í málstofum Milken-stofnunarinnar í Los Angeles um norðurslóðir og jarðhitanýtingu; fundir með ýmsum þátttakendum þingsins; á hátíðarsamkomu í New York var forseti sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum; ráðstefna DLD-samtakanna í New York; einnig flutti forseti lokaræðu á ráðstefnu um stöðu kvenna og kynjajafnrétti á Íslandi og í Bandaríkjunum í New York, sem skipulögð var m.a. af Íslensk-ameríska verslunarráðinu, og aðra ræðu í boði Alþjóðaráðs Chicago, Chicago Council on Global Affairs. Í ferðinni átti forseti ýmsa aðra fundi, þar á meðal með Daniel Schrag og öðrum stjórnendum og sérfræðingum við Umhverfisstofnun Harvard-háskóla, Harvard University Center for the Environment; 484.596 kr. til forseta, 191.242 kr. til embættismanns.
     e.      Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi og afhending Zayed-orkuverðlaunanna; 108.611 kr. til forseta, 73.878 kr. til embættismanns.
     f.      Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum um þróun norðurslóða á morgunverðarfundi í Walbrook Club í London; 31.136 kr. til forseta, 0 kr. til embættismanns.
     g.      Forseti heldur fyrirlestur í boði ECSSR-stofnunarinnar í Abu Dhabi, Emirates Center for Strategic Studies and Research, í tengslum við 20 ára afmæli stofnunarinnar; einnig flutti forseti fyrirlestur í Masdar-tækniháskólanum og átti fundi með starfsfólki Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna; 109.871 kr. til forseta og 76.957 kr. til embættismanns.
     h.      Forseti sækir málþing Charlie Rose um alþjóðamál og nýsköpun í Aspen, flytur ræðu á The New York Forum í New York og tekur þátt í Heimsþingi Clintons í sömu borg; auk þess átti forseti ýmsa fundi í ferðinni, svo sem með forsætisráðherra Eþíópíu og forseta Tansaníu; 332.865 kr. til forseta og 213.318 kr. til embættismanns.
     i.      Forseti ávarpar ráðstefnu á vegum háskólans í Bodö um málefni norðurslóða, 82.549 kr. til forseta; 0 kr. til embættismanns.
     j.      Forseti stýrir fundum dómnefndar Zayed-orkuverðlaunanna í Abu Dhabi, 125.468 kr. til forseta; 98.067 kr. til embættismanns.
     k.      Forseti veitir viðtöku heiðursverðlaunum Cornell-háskólans til íslensku þjóðarinnar vegna forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni en verðlaunin eru tengd sérstakri stofnun við Cornell-háskóla sem einbeitir sér að eflingu endurnýjanlegar orku, umhverfismálum og sjálfbærni; jafnframt flutti forseti hátíðarræðu við skólann af þessu tilefni og átti fundi með forystumönnum hans og hópum nemenda; 148.092 kr. til forseta; 57.742 kr. til embættismanns.

     3.      Hvert hefur forseti farið í opinberum erindagjörðum? Hver ferð óskast tilgreind sérstaklega, svo og boðsaðili þegar um þá er að ræða.
    Forseti fór í eftirtaldar embættisferðir á umræddum tímabilum:
    Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012:
     a.      Ólympíuleikar í London í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
     b.      Þing Arctic Imperative um málefni norðurslóða í Alaska og fundir með ráðherrum og æðstu stjórnendum Alaskaríkis og borgarstjóra Anchorage. Arctic Imperative bauð forseta til þingsins.
     c.      Ólympíuleikar fatlaðra í London í boði Íþróttasambands fatlaðra.
     d.      Heimsþing um umhverfismál í Ohio þar sem forseti flutti ræðu fyrir um 1700 sérfræðinga, vísindamenn, umhverfissinna og athafnamenn frá 76 löndum og fundir með forystumönnum þingsins og fulltrúum á því. Forseti sótti þingið í boði Ríkisháskólans í Ohio.
     e.      Fundir í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna sem forseti stýrir í Abu Dhabi; forseti sótti fundina í boði Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna.
     f.      Fundir um norðurslóðamál í Moskvu og viðræður við forystumenn Rússneska landfræðifélagsins, vísindamenn við Moskvuháskóla og embættismenn, sem og fundur um norðurslóðamál með forseta Finnlands í Helsinki; fundina í Rússlandi sótti forseti í boði Rússneska landfræðifélagsins og stjórnvalda og fundinn í Helsinki í boði forseta Finnlands.
     g.      Hádegisverðarfundur á vegum Íslensks kolvetnis og Faroe kolvetnis í London þar sem forseti flutti ræðu um orkumál í boði skipuleggjenda fundarins.
    Á árinu 2013:
     a.      Opinber heimsókn til Frakklands sem forseti fór í boði forseta Frakklands og franskra stjórnvalda.
     b.      Opinber heimsókn til Þýskalands sem forseti fór í boði forseta Þýskalands og þýskra stjórnvalda.
     c.      Afhendingarathöfn Zayed-orkuverðlaunanna og Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi, en forseti er formaður dómnefndar verðlaunanna. Forseti sótti athöfnina í boði Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna.
     d.      Ráðstefna Brookings-stofnunarinnar um norðurslóðir í Washington, fundir með þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjaþings, aðrir fundir í Washington, m.a. hjá utanríkismálaráði Bandaríkjanna, Council on Foreign Relations, og þátttaka í ráðgjafarnefnd Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku; heimsókn í Rannsóknarstöð hreinnar orku í Colorado. Brookings-stofnunin, National Press Club og Council on Foreign Relations buðu forseta til fundanna.
     e.      Þátttaka í fundum og málstofum á Alþjóða efnahagsþinginu, World Economic Forum, í Davos í Sviss og á upplýsingatækni- og margmiðlunarþinginu DLD í München. Ráðstefnuhaldarar buðu forseta að sækja þessi þing og tala á þeim.
     f.      Alþjóðleg ráðstefna um jöklarannsóknir á Indlandi, fundir með indverskum stjórnvöldum, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fleiri ráðherrum og þingmönnum um samvinnu við Ísland, nýtingu hreinnar orku, þjálfun jöklafræðinga og norðurslóðir. Ferðin var farin í boði indverskra stjórnvalda.
     g.      Þátttaka í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín; Landssamband hestamannafélaga bauð forseta til mótsins.
     h.      Þátttaka í þremur ráðstefnum í London um norðurslóðir, hreina orku og endurreisn íslensks efnahagslífs. Borgarstjóri Lundúna, Royal United Services Institute og Bresk- íslenska viðskiptaráðið buðu forseta að tala á þessum ráðstefnum.
     i.      Þátttaka í ráðstefnunni Arctic Business Round Table um viðskipti á norðurslóðum í Ósló í boði ráðstefnuhaldara.
     j.      Fundir í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna, þar sem forseti gegnir formennsku, í boði Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna.
     k.      Krýningarafmæli Karls XVI Svíakonungs í Stokkhólmi í boði Svíakonungs.
     l.      Landsleikur Íslands og Króatíu í Zagreb í boði Knattspyrnusambands Íslands.
     m.      Fundir með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og öðrum embættismönnum Sameinuðu þjóðanna í New York sem og fundir og viðtöl við fjölmiðla um norðurslóðir. Alþjóðaverkefni um hreina orku, SE4ALL, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans, bauð forseta til fundarins enda situr hann í ráðgjafarnefnd verkefnisins.
     n.      Þátttaka í viðskiptaþingi Maine-ríkis í Bandaríkjunum, fundur með ríkisstjóranum og atburðir vegna upphafs siglinga Eimskips til Portland og tenginga við norðurslóðir. Stjórnvöld í Maine buðu forseta til þessara funda.
     o.      Þátttaka í norðurslóðaráðstefnu í Rússlandi í boði Rússneska landfræðifélagsins og rússneskra stjórnvalda, opnun Kjarvalssýningar í Pétursborg og atburðir í tilefni af 70 ára stjórnmálasambandi Íslands og Rússlands.
     p.      Heiðursgestur við afhendingu Alþjóðlegu fæðuverðlaunanna, World Food Prize, í Des Moines í Iowa; ræðumaður á ráðstefnu um hreina orku og matvælaöryggi og opnunarfyrirlestur Harkin-stofnunarinnar við Iowa-háskóla; í boði World Food Prize stofnunarinnar og Iowa háskóla.
     q.      Þátttaka á leiðtogaþingi viðskiptaháskóla Lundúnaborgar, London Business School, í boði skólans.
    Á árinu 2014:
     a.      Forseti tekur þátt í pallborðsumræðum og flytur ræðu um norðurslóðir á alþjóðaþinginu International Economic Forum of the Americas sem haldið er í Montréal. Í ferðinni átti forseti einnig fundi með fulltrúum frumbyggja og háskólamönnum og flutti ræðu hjá Carnegie-stofnuninni í New York; International Economic Forum of the Americas, École nationale d'administration publique og Carnegie buðu forseta til þessara funda.
     b.      Vetrarólympíuleikarnir í Sochi í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
     c.      Fundir ráðgjafarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku, SE4ALL, sem haldnir eru í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en forseti tók sæti í nefndinni að ósk framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóra Alþjóðabankans sem einnig buðu til þessa fundar.
     d.      Forseti flytur fyrirlestur um málefni norðurslóða í boði Alþjóðaráðs San Francisco og Samveldissamtaka Kaliforníu, World Affairs Council og Commonwealth Club of California; einnig flutti forseti setningarræðu á hafverndarráðstefnu Google í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu þar sem m.a. var fjallað um hvernig nýta megi upplýsingatækni í þágu sjálfbærra veiða; þátttaka í málstofum Milken-stofnunarinnar í Los Angeles um norðurslóðir og jarðhitanýtingu; fundir með ýmsum þátttakendum þingsins; á hátíðarsamkomu í New York var forseti sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum; ráðstefna DLD-samtakanna í New York; einnig flutti forseti lokaræðu á ráðstefnu um stöðu kvenna og kynjajafnrétti á Íslandi og í Bandaríkjunum í New York, sem skipulögð var m.a. af Íslensk-ameríska verslunarráðinu, og aðra ræðu í boði Alþjóðaráðs Chicago, Chicago Council on Global Affairs. Í ferðinni átti forseti ýmsa aðra fundi, þar á meðal með Daniel Schrag og öðrum stjórnendum og sérfræðingum við Umhverfisstofnun Harvard-háskóla, Harvard University Center for the Environment.
     e.      Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi og afhending Zayed-orkuverðlaunanna í boði Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna.
     f.      Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum um þróun norðurslóða á morgunverðarfundi í Walbrook Club í London; Walbrook Club bauð til fundarins.
     g.      Forseti heldur fyrirlestur í boði ECSSR-stofnunarinnar í Abu Dhabi, Emirates Center for Strategic Studies and Research, í tengslum við 20 ára afmæli stofnunarinnar; einnig flutti forseti fyrirlestur í Masdar-tækniháskólanum og átti fundi með starfsfólki Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna.
     h.      Forseti sækir málþing Charlie Rose um alþjóðamál og nýsköpun í Aspen, flytur ræðu á The New York Forum í New York og tekur þátt í Heimsþingi Clintons í sömu borg; auk þess átti forseti ýmsa fundi í ferðinni, svo sem með forsætisráðherra Eþíópíu og forseta Tansaníu; málþing Charlie Rose bauð forseta að sækja það þing en The New York Forum og Clinton Global Institute buðu til fundanna í New York.
     i.      Forseti ávarpar ráðstefnu um norðurslóðir í boði háskólans í Bodö.
     j.      Forseti stýrir fundum dómnefndar Zayed-orkuverðlaunanna í Abu Dhabi í boði Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna.
     k.      Forseti veitir viðtöku heiðursverðlaunum Cornell-háskólans til íslensku þjóðarinnar vegna forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni en verðlaunin eru tengd sérstakri stofnun við Cornell-háskóla sem einbeitir sér að eflingu endurnýjanlegar orku, umhverfismálum og sjálfbærni; jafnframt flutti forseti hátíðarræðu við skólann af þessu tilefni og átti fundi með forystumönnum hans og hópum nemenda; Cornell-háskóli bauð forseta til þessara viðburða.

     4.      Hvað kostuðu embættisferðir forseta Íslands, sundurliðað eftir ferðatilefnum og ferðalögum, og hverjir báru kostnaðinn, sundurliðað sem hér segir:
              a.      embætti forseta Íslands,
              b.      forsetinn persónulega,
              c.      ríkin sem heimsótt voru,
              d.      einkaaðilar og ef svo er, þá hverjir og af hverju? Þegar um er að ræða einkaaðila óskast tilgreint hverjir þeir eru og hverjir fjármagna þá í hverju tilfelli.

    Kostnaðinn af embættisferðum forseta báru embætti forseta Íslands eða hinir opinberu aðilar sem tilgreindir eru í svari við 3. tölul. fyrirspurnarinnar. Forsetinn ber aldrei persónulega kostnað við embættisferðir en greiðir sjálfur allan kostnað við ferðir í einkaerindum. Embætti forseta Íslands hefur engar upplýsingar um þann kostnað sem einstök ríki eða erlendir opinberir aðilar báru í þessum heimsóknum heldur eingöngu um þann kostnað sem féll á forsetaembættið.
    Hvað snertir kostnað sem aðrir aðilar en íslenska ríkið eða erlendir opinberir aðilar greiða, þá er eingöngu á þessu tímabili frá 1.8. 2012 til ársloka 2014 um að ræða að hótelkostnaður vegna þátttöku forseta í eftirfarandi málþingum og ráðstefnum var greiddur af ráðstefnuhöldurum:
    Norðurslóðaráðstefna Arctic Imperative í Alaska, norðurslóðaráðstefna í Yamal Nenets, alþjóðaþing Milken-stofnunarinnar í Los Angeles, málþing bandaríska sjónvarpsmannsins Charlie Rose í Aspen, Arctic Business Round Table í Ósló. Auk þess greiddu mótshaldarar heimsmeistaramóts íslenska hestins í Berlín gistingu og Eimskip eina gistinótt vegna viðskiptaþings í Maine.
    Þá er rétt að geta þess að síðastliðin fimmtán ár hefur íslenska ríkið aldrei greitt hótelkostnað vegna opinberra erinda forseta Íslands í London eða þegar forseti þarf að fara um London vegna opinberra ferða til annarra landa þar eð hann hefur ávallt gist á heimili forsetafrúar í borginni.
    Kostnaður forsetaembættisins vegna embættisferða forseta Íslands; samtala fargjalds, hótelkostnaðar og dagpeninga í hverri ferð:
    Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012:
     a.      Ólympíuleikar í London í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands; 231.875 kr.
     b.      Þing Arctic Imperative um málefni norðurslóða í Alaska og fundir með ráðherrum og æðstu stjórnendum Alaskaríkis og borgarstjóra Anchorage; 575.406 kr.
     c.      Ólympíuleikar fatlaðra í London í boði Íþróttasambands fatlaðra; 222.536 kr.
     d.      Heimsþing um umhverfismál í Ohio þar sem forseti flutti ræðu fyrir um 1700 sérfræðinga, vísindamenn, umhverfissinna og athafnamenn frá 76 löndum og fundir með forystumönnum þingsins og fulltrúum á því; 478.557 kr.
     e.      Fundir í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna sem forseti stýrir í Abu Dhabi; 120.148 kr.
     f.      Fundir um norðurslóðamál í Moskvu og viðræður við forystumenn Rússneska landfræðifélagsins, vísindamenn við Moskvuháskóla og embættismenn, sem og fundur um norðurslóðamál með forseta Finnlands í Helsinki; 520.404 kr.
     g.      Hádegisverðarfundur á vegum Íslensks kolvetnis og Faroe kolvetnis í London þar sem forseti flutti ræðu um orkumál; 200.369 kr.
    Á árinu 2013:
     a.      Opinber heimsókn til Frakklands: 523.693 kr.
     b.      Opinber heimsókn til Þýskalands: 397.179 kr. (Við áður uppgefna tölu, 353.986 kr., bættist reikningur sem barst seint til embættisins.)
     c.      Afhendingarathöfn Zayed-orkuverðlaunanna og Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi, en forseti er formaður dómnefndar verðlaunanna: 270.130 kr.
     d.      Ráðstefna Brookings-stofnunarinnar um norðurslóðir í Washington, fundir með þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjaþings, aðrir fundir í Washington, m.a. hjá utanríkismálaráði Bandaríkjanna, Council on Foreign Relations, og þátttaka í ráðgjafarnefnd Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku; heimsókn í Rannsóknarstöð hreinnar orku í Colorado: 1.329.602 kr.
     e.      Þátttaka í fundum og málstofum á Alþjóða efnahagsþinginu, World Economic Forum, í Davos í Sviss og á upplýsingatækni- og margmiðlunarþinginu DLD í München: 819.108 kr.
     f.      Alþjóðleg ráðstefna um jöklarannsóknir á Indlandi, fundir með indverskum stjórnvöldum, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fleiri ráðherrum og þingmönnum um samvinnu við Ísland, nýtingu hreinnar orku, þjálfun jöklafræðinga og norðurslóðir: 806.374 kr.
     g.      Þátttaka í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín: 309.883 kr.
     h.      Þátttaka í þremur ráðstefnum í London um norðurslóðir, hreina orku og endurreisn íslensks efnahagslífs: 376.665 kr.
     i.      Þátttaka í ráðstefnunni Arctic Business Round Table um viðskipti á norðurslóðum í Ósló: 214.016 kr.
     j.      Fundur í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna, þar sem forseti gegnir formennsku, í Abu Dhabi: 152.848 kr.
     k.      Krýningarafmæli Karls XVI Svíakonungs í Stokkhólmi: 298.564 kr.
     l.      Landsleikur Íslands og Króatíu í Zagreb: 60.054 kr. (Áður uppgefin tala, 60.146 kr., var leiðrétt við endurskoðun).
     m.      Fundir með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og öðrum embættismönnum Sameinuðu þjóðanna í New York sem og fundir og viðtöl við fjölmiðla um norðurslóðir: 773.357 kr.
     n.      Þátttaka í viðskiptaþingi Maine-ríkis í Bandaríkjunum, fundur með ríkisstjóranum og atburðir vegna upphafs siglinga Eimskips til Portland og tenginga við norðurslóðir: 351.494 kr.
     o.      Þátttaka í norðurslóðaráðstefnu í Rússlandi í boði Rússneska landfræðifélagsins og rússneskra stjórnvalda, opnun Kjarvalssýningar í Pétursborg og atburðir í tilefni af 70 ára stjórnmálasambandi Íslands og Rússlands: 376.633 kr.
     p.      Heiðursgestur við afhendingu Alþjóðlegu fæðuverðlaunanna, World Food Prize, í Des Moines í Iowa; ræðumaður á ráðstefnu um hreina orku og matvælaöryggi og opnunarfyrirlestur Harkin-stofnunarinnar við Iowa-háskóla: 489.214 kr.
     q.      Þátttaka á leiðtogaþingi viðskiptaháskóla Lundúnaborgar, London Business School: 392.857 kr.
    Á árinu 2014:
     a.      Forseti tekur þátt í pallborðsumræðum og flytur ræðu um norðurslóðir á alþjóðaþinginu International Economic Forum of the Americas sem haldið er í Montréal. Í ferðinni átti forseti einnig fundi með fulltrúum frumbyggja og háskólamönnum og flutti ræðu hjá Carnegie-stofnuninni í New York; International Economic Forum of the Americas, École nationale d'administration publique og Carnegie buðu forseta til þessara funda; 708.621 kr.
     b.      Ferð forseta á Vetrarólympíuleikana í Sochi í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands; forseti var viðstaddur setningarathöfn, móttökuathöfn fyrir íslensku keppendurna og átti fund með forseta Finnlands í ferðinni; 723.708 kr.
     c.      Fundir ráðgjafarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku, SE4ALL, sem haldnir eru í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en forseti tók sæti í nefndinni að ósk framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóra Alþjóðabankans; 452.328 kr.
     d.      Forseti flytur fyrirlestur um málefni norðurslóða í boði Alþjóðaráðs San Francisco og Samveldissamtaka Kaliforníu, World Affairs Council og Commonwealth Club of California; einnig flutti forseti setningarræðu á hafverndarráðstefnu Google í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu þar sem m.a. var fjallað um hvernig nýta megi upplýsingatækni í þágu sjálfbærra veiða; þátttaka í málstofum Milken-stofnunarinnar í Los Angeles um norðurslóðir og jarðhitanýtingu; fundir með ýmsum þátttakendum þingsins; á hátíðarsamkomu í New York var forseti sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum; ráðstefna DLD-samtakanna í New York; einnig flutti forseti lokaræðu á ráðstefnu um stöðu kvenna og kynjajafnrétti á Íslandi og í Bandaríkjunum í New York, sem skipulögð var m.a. af Íslensk-ameríska verslunarráðinu, og aðra ræðu í boði Alþjóðaráðs Chicago, Chicago Council on Global Affairs. Í ferðinni átti forseti ýmsa aðra fundi, þar á meðal með Daniel Schrag og öðrum stjórnendum og sérfræðingum við Umhverfisstofnun Harvard-háskóla, Harvard University Center for the Environment; 2.120.672 kr.
     e.      Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi og afhending Zayed-orkuverðlaunanna; 149.719 kr.
     f.      Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum um þróun norðurslóða á morgunverðarfundi í Walbrook Club í London; 196.287 kr.
     g.      Forseti heldur fyrirlestur í boði ECSSR-stofnunarinnar í Abu Dhabi, Emirates Center for Strategic Studies and Research, í tengslum við 20 ára afmæli stofnunarinnar; einnig flutti forseti fyrirlestur í Masdar-tækniháskólanum og átti fundi með starfsfólki Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna; 124.871 kr.
     h.      Forseti sækir málþing Charlie Rose um alþjóðamál og nýsköpun í Aspen, flytur ræðu á The New York Forum í New York og tekur þátt í Heimsþingi Clintons í sömu borg; auk þess átti forseti ýmsa fundi í ferðinni, svo sem með forsætisráðherra Eþíópíu og forseta Tansaníu; 1.096.432 kr.
     i.      Forseti ávarpar ráðstefnu á vegum háskólans í Bodö um málefni norðurslóða, 344.599 kr.
     j.      Forseti stýrir fundum dómnefndar Zayed-orkuverðlaunanna í Abu Dhabi, 140.468 kr.
     k.      Forseti veitir viðtöku heiðursverðlaunum Cornell-háskólans til íslensku þjóðarinnar vegna forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni en verðlaunin eru tengd sérstakri stofnun við Cornell-háskóla sem einbeitir sér að eflingu endurnýjanlegar orku, umhverfismálum og sjálfbærni; jafnframt flutti forseti hátíðarræðu við skólann af þessu tilefni og átti fundi með forystumönnum hans og hópum nemenda; 467.610 kr.

     5.      Hvaða kostnaður féll á forsetaembættið vegna ferða embættismanna vegna sömu ferða?
    Samtala fargjalds, hótelkostnaðar og dagpeninga í hverri ferð:
    Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012:
     a.      Ólympíuleikar í London í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands; 0 kr.
     b.      Þing Arctic Imperative um málefni norðurslóða í Alaska og fundir með ráðherrum og æðstu stjórnendum Alaskaríkis og borgarstjóra Anchorage; 0 kr.
     c.      Ólympíuleikar fatlaðra í boði Íþróttasambands fatlaðra í London; 0 kr.
     d.      Heimsþing um umhverfismál í Ohio þar sem forseti flutti ræðu fyrir um 1700 sérfræðinga, vísindamenn, umhverfissinna og athafnamenn frá 76 löndum og fundir með forystumönnum þingsins og fulltrúum á því; 310.108 kr.
     e.      Fundir forseta með dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna sem hann stýrir í Abu Dhabi; 47.203 kr.
     f.      Fundir um norðurslóðamál í Moskvu og viðræður við forystumenn Rússneska landfræðifélagsins, vísindamenn við Moskvuháskóla og embættismenn, sem og fundur um norðurslóðamál með forseta Finnlands í Helsinki; 137.566 kr.
     g.      Hádegisverðarfundur á vegum Íslensks kolvetnis og Faroe kolvetnis í London þar sem forseti flutti ræðu um orkumál; 0 kr.
    Á árinu 2013:
     a.      Opinber heimsókn til Frakklands: 258.290 kr.
     b.      Opinber heimsókn til Þýskalands: 820.584 kr.
     c.      Afhendingarathöfn Zayed-orkuverðlaunanna og Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi, en forseti er formaður dómnefndar verðlaunanna: 271.686 kr.
     d.      Ráðstefna Brookings-stofnunarinnar um norðurslóðir í Washington, fundir með þingmönnum í öldungadeild Bandaríkjaþings, aðrir fundir í Washington, m.a. hjá utanríkismálaráði Bandaríkjanna, Council on Foreign Relations, og þátttaka í ráðgjafarnefnd Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku; heimsókn í Rannsóknarstöð hreinnar orku í Colorado: 928.719 kr.
     e.      Þátttaka í fundum og málstofum á Alþjóða efnahagsþinginu, World Economic Forum, í Davos í Sviss og á upplýsingatækni- og margmiðlunarþinginu DLD í München: 780.979 kr.
     f.      Alþjóðleg ráðstefna um jöklarannsóknir á Indlandi, fundir með indverskum stjórnvöldum, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fleiri ráðherrum og þingmönnum um samvinnu við Ísland, nýtingu hreinnar orku, þjálfun jöklafræðinga og norðurslóðir: 675.633 kr.
     g.      Þátttaka í heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín: 0 kr.
     h.      Þátttaka í þremur ráðstefnum í London um norðurslóðir, hreina orku og endurreisn íslensks efnahagslífs: 0 kr.
     i.      Þátttaka forseta í ráðstefnunni Arctic Business Round Table um viðskipti á norðurslóðum í Ósló: 0 kr.
     j.      Fundur forseta með dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna, þar sem hann gegnir formennsku, í Abu Dhabi: 77.750 kr.
     k.      Krýningarafmæli Karls XVI Svíakonungs í Stokkhólmi: 0 kr.
     l.      Landsleikur Íslands og Króatíu í Zagreb: 47.232 kr.
     m.      Fundir forseta með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og öðrum embættismönnum Sameinuðu þjóðanna í New York sem og fundir og viðtöl við fjölmiðla um norðurslóðir: 497.844 kr.
     n.      Þátttaka í viðskiptaþingi Maine-ríkis í Bandaríkjunum, fundur með ríkisstjóranum og atburðir vegna upphafs siglinga Eimskips til Portland og tenginga við norðurslóðir: 69.650 kr.
     o.      Þátttaka í norðurslóðaráðstefnu í Rússlandi í boði Rússneska landfræðifélagsins og rússneskra stjórnvalda, opnun Kjarvalssýningar í Pétursborg og atburðir í tilefni af 70 ára stjórnmálasambandi Íslands og Rússlands: 208.580 kr.
     p.      Forseti heiðursgestur við afhendingu Alþjóðlegu fæðuverðlaunanna, World Food Prize, í Des Moines í Iowa; ráðstefna um hreina orku og matvælaöryggi og opnunarfyrirlestur Harkin-stofnunarinnar við Iowa-háskóla: 311.023 kr.
     q.      Þátttaka á leiðtogaþingi viðskiptaháskóla Lundúnaborgar, London Business School: 0 kr.
    Á árinu 2014:
     a.      Forseti tekur þátt í pallborðsumræðum og flytur ræðu um norðurslóðir á alþjóðaþinginu International Economic Forum of the Americas sem haldið er í Montréal. Í ferðinni átti forseti einnig fundi með fulltrúum frumbyggja og háskólamönnum og flutti ræðu hjá Carnegie-stofnuninni í New York; International Economic Forum of the Americas, École nationale d'administration publique og Carnegie buðu forseta til þessara funda; 642.836 kr.
     b.      Vetrarólympíuleikar í Sochi í boði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands; forseti var viðstaddur setningarathöfn, móttökuathöfn fyrir íslensku keppendurna og átti fund með forseta Finnlands í ferðinni; 492.296 kr.
     c.      Fundir ráðgjafarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans um hreina orku, SE4ALL, sem haldnir eru í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York en forseti tók sæti í nefndinni að ósk framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóra Alþjóðabankans; 334.653 kr.
     d.      Forseti flytur fyrirlestur um málefni norðurslóða í boði Alþjóðaráðs San Francisco og Samveldissamtaka Kaliforníu, World Affairs Council og Commonwealth Club of California; einnig flutti forseti setningarræðu á hafverndarráðstefnu Google í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu þar sem m.a. var fjallað um hvernig nýta megi upplýsingatækni í þágu sjálfbærra veiða; þátttaka í málstofum Milken-stofnunarinnar í Los Angeles um norðurslóðir og jarðhitanýtingu; fundir með ýmsum þátttakendum þingsins; á hátíðarsamkomu í New York var forseti sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum; ráðstefna DLD-samtakanna í New York; einnig flutti forseti lokaræðu á ráðstefnu um stöðu kvenna og kynjajafnrétti á Íslandi og í Bandaríkjunum í New York, sem skipulögð var m.a. af Íslensk-ameríska verslunarráðinu, og aðra ræðu í boði Alþjóðaráðs Chicago, Chicago Council on Global Affairs. Í ferðinni átti forseti ýmsa aðra fundi, þar á meðal með Daniel Schrag og öðrum stjórnendum og sérfræðingum við Umhverfisstofnun Harvard-háskóla, Harvard University Center for the Environment; 961.790 kr.
     e.      Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi og afhending Zayed-orkuverðlaunanna; 73.878 kr.
     f.      Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum um þróun norðurslóða á morgunverðarfundi í Walbrook Club í London; 0 kr.
     g.      Forseti heldur fyrirlestur í boði ECSSR-stofnunarinnar í Abu Dhabi, Emirates Center for Strategic Studies and Research, í tengslum við 20 ára afmæli stofnunarinnar; einnig flutti forseti fyrirlestur í Masdar-tækniháskólanum og átti fundi með starfsfólki Stofnunar Zayed-orkuverðlaunanna; 104.661 kr.
     h.      Forseti sækir málþing Charlie Rose um alþjóðamál og nýsköpun í Aspen, flytur ræðu á The New York Forum í New York og tekur þátt í Heimsþingi Clintons í sömu borg; auk þess átti forseti ýmsa fundi í ferðinni, svo sem með forsætisráðherra Eþíópíu og forseta Tansaníu; 1.114.189 kr.
     i.      Forseti ávarpar ráðstefnu á vegum háskólans í Bodö um málefni norðurslóða, 0 kr.
     j.      Forseti stýrir fundum dómnefndar Zayed-orkuverðlaunanna í Abu Dhabi, 248.934 kr.
     k.      Forseti veitir viðtöku heiðursverðlaunum Cornell-háskólans til íslensku þjóðarinnar vegna forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni, en verðlaunin eru tengd sérstakri stofnun við Cornell-háskóla sem einbeitir sér að eflingu endurnýjanlegar orku, umhverfismálum og sjálfbærni; jafnframt flutti forseti hátíðarræðu við skólann af þessu tilefni og átti fundi með forystumönnum hans og hópum nemenda; 274.059 kr.

     6.      Var utanríkisráðuneytið með í ráðum um embættisferðirnar og þá hvaða ferðir og hverjar ekki? Liggja fyrir bréfleg samskipti um ferðirnar milli forsetaembættisins og utanríkisráðuneytisins?
    Samskipti og samráð um embættisferðir forseta Íslands við utanríkisráðuneytið sem og forsætisráðuneytið fer fram á fundum og með símtölum eftir atvikum. Sumar ferðir eru og ræddar á fundum forseta með utanríkisráðherra eða forsætisráðherra. Þá eru skriflegar tilkynningar um allar utanlandsferðir forseta, bæði embættisferðir forseta og einkaferðir, sendar forsætisráðuneyti og tilkynningar um þær birtar í Stjórnartíðindum, auk þess sem allar embættisferðir eru tilkynntar utanríkisráðuneytinu.

     7.      Hversu mikill kostnaður hefur fallið á forsetaembættið á framangreindu tímabili vegna ferða maka forseta? Fargjöld og dagpeningar óskast tilgreindir.
    Forsetafrú hefur aldrei á þessu tímabili né á fyrri árum þegið dagpeninga vegna ferða sinna. Forsetaembættið hefur eingöngu greitt fargjöld vegna þátttöku forsetafrúar í embættisferðum forseta.
    Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012: 110.969 kr. vegna tveggja ferða.
    Á árinu 2013: 1.005.680 kr. vegna sjö ferða.
    Á árinu 2014: 809.870 kr. vegna þriggja ferða.
    Þegar sams konar fyrirspurn fyrir árið 2013 var svarað á síðasta þingi var tilgreindur kostnaður 914.677 kr. en í heildaruppgjöri ársins reyndist rétt tala vera 1.005.680 kr.

     8.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs vegna þessara ferða í greiðslum til handhafa forsetavalds?
    Laun handhafa forsetavalds á viðkomandi tímabilum:
    Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012: 2.355.702 kr.
    Á árinu 2013: 9.539.765 kr.
    Á árinu 2014: 10.005.498 kr.

     9.      Hversu marga heila daga hefur forseti Íslands verið hérlendis á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir árum?
    Frá 1. ágúst til ársloka 2012 var forseti 107 heila daga á landinu.
    Á árinu 2013 var forseti 246 heila daga á landinu.
    Á árinu 2014 var forseti 255 heila daga á landinu.