Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 892  —  429. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni
um eignir og tekjur landsmanna .


    Gögn til að svara þessari fyrirspurn fengust hjá embætti ríkisskattstjóra og byggjast á skattframtölum. Um er að ræða tölur um alla einstaklinga að meðtöldum svokölluðum handreiknuðum (það eru einstaklingar þar sem framtölum er að einhverju leyti ábótavant) miðað við stöðuna strax að loknum framtalsskilum í júlí, fyrir breytingar sem gerðar hafa verið vegna kærumeðferðar og síðbúinna framtala. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum þannig að hjón eru saman og teljast sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum. Vakin er athygli á því að í upplýsingagrunninum sem hér er byggt á er að finna alla sem eru á álagningarskrá á hverju ári. Árið 1992 er um að ræða tæplega 144 þúsund fjölskyldur en árið 2013 eru þær rúmlega 200 þúsund sem þýðir að 0,1% hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum. Unglingur í foreldrahúsum telst í þessum upplýsingum sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri. Margir þeirra eru með litlar sem engar tekjur eða eignir. Alþjóðlegur samanburður á þeim upplýsingum sem hér er að finna er vandkvæðum bundinn vegna þess að alþjóðastofnanir safna ekki gögnum um tekjudreifingu með samræmdum hætti og með þeirri nákvæmni sem hér er að finna.
    Hlutabréf eru talin á nafnvirði í þessum gögnum og því má ætla að eignir ríkustu eignahópanna séu talsvert meiri en kemur fram í röðuninni enda hefur það komið í ljós í seinni álagningu auðlegðarskatts. Fasteignir eru taldar á fasteignamatsverði.
    Gæði gagna eru að mestu leyti óbreytt yfir þann tíma sem hér um ræðir með þeirri undantekningu sem varð á framtali 2009 vegna eigna í árslok 2008. Þá voru innstæður og vextir af innstæðum forskráðir á skattframtöl og hafa verið það síðan. Tæplega 100 þúsund manns höfðu ekki talið fram bankainnstæður árið áður. Þetta þýddi að innstæður og vextir af innstæðum hækkuðu gríðarlega á milli framtala 2008 og 2009. Þetta hafði hins vegar ekki afgerandi áhrif á hlutfallstölurnar á þessum tíma.

     1.      Hvert er eigið fé þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2013 og hvert er hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna árið 2013? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2012?
    Eigið fé þeirra 5% landsmanna sem mest eiga árið 2013 er 1.051,9 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna er 47,8%, eigið fé þess 1% landsmanna sem mest eiga árið 2013 er 482,7 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna er 21,9% og eigið fé þess 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2013 er 168,7 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna er 7,7%.

Tafla 1. Upphæð og hlutfall eigin fjár hjá ríkasta hluta landsmanna
af heildar eigin fé 1992–2013 raðað eftir heildareignum.

Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Ár

Eigið fé,
millj. kr.

Hlutfall af heild

Eigið fé,
millj. kr.

Hlutfall af heild

Eigið fé,
millj. kr.

Hlutfall af heild
1992 94.270 39,9% 38.944 16,5% 10.258 4,3%
1993 99.375 43,0% 41.134 17,8% 10.988 4,8%
1994 102.214 45,9% 42.289 19,0% 11.237 5,1%
1995 105.127 49,0% 44.275 20,6% 12.160 5,7%
1996 188.284 36,7% 78.706 15,4% 21.896 4,3%
1997 207.300 37,6% 89.139 16,2% 25.291 4,6%
1998 228.350 38,5% 99.660 16,8% 29.352 4,9%
1999 259.070 38,0% 113.422 16,6% 32.538 4,8%
2000 286.654 37,7% 124.563 16,4% 37.231 4,9%
2001 318.178 37,1% 137.221 16,0% 39.348 4,6%
2002 346.316 38,1% 155.928 17,1% 49.443 5,4%
2003 390.889 38,6% 180.944 17,9% 60.941 6,0%
2004 445.154 38,1% 201.653 17,2% 64.114 5,5%
2005 571.814 37,2% 254.767 16,6% 79.922 5,2%
2006 695.240 40,7% 328.875 19,3% 112.685 6,6%
2007 886.009 43,6% 447.733 22,0% 174.226 8,6%
2008 931.468 47,2% 474.197 24,0% 173.848 8,8%
2009 963.405 50,4% 480.084 25,1% 170.799 8,9%
2010 894.256 56,3% 448.976 28,3% 162.119 10,2%
2011 943.132 50,9% 443.241 23,9% 155.020 8,4%
2012 1.010.609 48,7% 470.267 22,7% 167.120 8,1%
2013 1.051.915 47,8% 482.697 21,9% 168.667 7,7%

     2.      Hverjar eru heildareignir þeirra a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2013 og hvert er hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna árið 2013? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2012?
    Heildareignir þeirra 5% landsmanna sem mest eiga árið 2013 eru 1.255,3 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna er 31,5%, heildareignir 1% landsmanna sem mest eiga árið 2013 eru 531,5 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna er 13,3% og heildareignir 0,1% landsmanna sem mest eiga árið 2013 eru 181,6 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna er 4,6%.

Tafla 2. Upphæð og hlutfall heildareigna hjá ríkasta
hluta landsmanna 1992–2013.

Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Ár Heildareignir, millj. kr. Hlutfall af heild Heildareignir, millj. kr. Hlutfall af heild Heildareignir, millj. kr. Hlutfall af heild
1992 114.534 25,0% 43.175 9,4% 10.900 2,4%
1993 119.624 25,3% 45.665 9,7% 11.762 2,5%
1994 123.330 25,3% 47.024 9,6% 12.063 2,5%
1995 127.168 25,5% 49.195 9,9% 12.943 2,6%
1996 218.067 26,7% 85.517 10,5% 23.460 2,9%
1997 240.924 27,3% 97.404 11,0% 27.457 3,1%
1998 271.489 28,3% 115.708 12,1% 35.299 3,7%
1999 302.888 27,6% 125.126 11,4% 35.570 3,2%
2000 341.328 27,6% 140.171 11,3% 41.876 3,4%
2001 379.203 27,0% 154.552 11,0% 45.720 3,3%
2002 406.230 27,1% 169.783 11,3% 52.777 3,5%
2003 459.505 27,5% 196.977 11,8% 64.891 3,9%
2004 534.942 27,8% 225.007 11,7% 70.273 3,6%
2005 700.350 28,5% 292.425 11,9% 90.397 3,7%
2006 868.982 30,8% 382.162 13,6% 128.595 4,6%
2007 1.119.181 33,1% 523.029 15,5% 195.915 5,8%
2008 1.196.965 32,7% 554.000 15,1% 200.779 5,5%
2009 1.233.236 32,4% 561.351 14,8% 197.110 5,2%
2010 1.133.909 32,7% 517.756 14,9% 183.550 5,3%
2011 1.148.891 31,8% 500.980 13,9% 169.389 4,7%
2012 1.216.725 31,5% 523.679 13,6% 180.929 4,7%
2013 1.255.294 31,5% 531.540 13,3% 181.580 4,6%

     3.      Hverjar eru tekjur tekjuhæstu a) 5%, b) 1%, c) 0,1% landsmanna, með og án fjármagnstekna, og hvert er hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2012?
    Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæstu 5% landsmanna eru 257,6 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 21,5%, heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 1% eru 94,4 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 7,9% og heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 0,1% eru 28,1 milljarður kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 2,3%.

Tafla 3. Upphæð og hlutfall heildartekna tekjuhæsta
hluta landsmanna 1992–2013.

Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Ár Heildartekjur millj. kr. Hlutfall af heild Heildartekjur millj. kr. Hlutfall af heild Heildartekjur millj. kr. Hlutfall af heild
1992 41.105 17,6% 12.888 5,5% 2.903 1,2%
1993 41.442 17,4% 12.644 5,3% 2.560 1,1%
1994 43.161 17,5% 13.091 5,3% 2.550 1,0%
1995 45.815 17,5% 13.790 5,3% 2.660 1,0%
1996 51.301 17,9% 15.823 5,5% 3.145 1,1%
1997 58.348 18,4% 18.916 6,0% 4.266 1,3%
1998 66.997 18,6% 21.672 6,0% 4.845 1,3%
1999 78.534 19,2% 26.223 6,4% 6.187 1,5%
2000 90.940 19,7% 32.223 7,0% 8.795 1,9%
2001 106.117 20,6% 41.584 8,1% 15.384 3,0%
2002 118.497 21,4% 49.008 8,9% 20.608 3,7%
2003 138.711 23,2% 64.270 10,8% 31.104 5,2%
2004 153.350 23,4% 68.055 10,4% 25.820 3,9%
2005 209.261 27,2% 110.690 14,4% 48.628 6,3%
2006 257.263 28,5% 137.487 15,2% 60.248 6,7%
2007 366.171 33,2% 222.967 20,2% 112.446 10,2%
2008 288.565 26,0% 133.520 12,0% 46.011 4,1%
2009 246.419 23,4% 104.259 9,9% 37.188 3,5%
2010 201.873 20,5% 70.351 7,2% 19.226 2,0%
2011 217.273 20,7% 73.491 7,0% 18.855 1,8%
2012 233.583 21,0% 80.832 7,3% 21.227 1,9%
2013 257.610 21,5% 94.398 7,9% 28.117 2,3%

    Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæstu 5% landsmanna eru 208,4 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 18,7%, heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 1% eru 58,2 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 5,2% og heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 0,1% eru 8,6 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2013 er 0,8%.

Tafla 4. Upphæð og hlutfall heildartekna án fjármagnstekna
hjá tekjuhæsta hluta landsmanna 1992–2013.

Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Ár Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. Hlutfall af heild Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. Hlutfall af heild Tekjur án fjármagnstekna, millj. kr. Hlutfall af heild
1992 39.091 17,1% 11.627 5,1% 2.263 1,0%
1993 39.551 17,1% 11.496 5,0% 1.994 0,9%
1994 41.723 17,2% 12.256 5,1% 2.193 0,9%
1995 44.079 17,2% 12.734 5,0% 2.174 0,8%
1996 48.397 17,3% 14.039 5,0% 2.429 0,9%
1997 51.974 17,2% 14.877 4,9% 2.566 0,8%
1998 60.323 17,5% 17.549 5,1% 3.190 0,9%
1999 66.840 17,4% 19.128 5,0% 3.120 0,8%
2000 74.571 17,5% 21.671 5,1% 3.769 0,9%
2001 82.241 17,4% 23.302 4,9% 3.790 0,8%
2002 89.664 17,7% 25.973 5,1% 4.778 0,9%
2003 94.730 17,8% 27.794 5,2% 4.991 0,9%
2004 104.895 18,1% 31.697 5,5% 6.232 1,1%
2005 119.925 18,6% 38.150 5,9% 9.177 1,4%
2006 140.439 19,1% 45.780 6,2% 11.250 1,5%
2007 171.637 20,3% 62.240 7,4% 19.735 2,3%
2008 180.983 19,9% 59.871 6,6% 14.239 1,6%
2009 175.460 19,2% 53.418 5,9% 10.756 1,2%
2010 173.742 19,0% 52.169 5,7% 10.430 1,1%
2011 191.562 19,4% 57.162 5,8% 10.430 1,1%
2012 202.594 19,4% 60.892 5,8% 11.181 1,1%
2013 216.442 19,4% 66.600 6,0% 13.625 1,2%

     4.      Hvað eiga tekjuhæstu a) 10%, b) 5%, c) 1%, d) 0,1% landsmanna árið 2013 stóran hluta af annars vegar eigin fé landsmanna og hins vegar heildareignum landsmanna árið 2013? Hverjar eru sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2012?
    Tekjuhæstu 10% landsmanna árið 2013 eiga 35,9% af eigin fé en 31,3% af heildareignum, tekjuhæstu 5% landsmanna eiga 24,8% af eigin fé en 19,8% af heildareignum, tekjuhæsta 1% landsmanna eiga 11,4% af eigin fé en 7,6% af heildareignum og tekjuhæsta 0,1% landsmanna eiga 4,0% af eigin fé en 2,4% af heildareignum.

Tafla 5. Hlutfall eigin fjár af heild og hlutfall heildareigna af heild
hjá tekjuhæsta hluta landsmanna 1992–2013.

Efstu 10% Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
Ár Eigið fé Heildareignir Eigið fé Heildareignir Eigið fé Heildareignir Eigið fé Heildareignir
1992 22,5% 22,3% 15,9% 13,8% 7,1% 4,9% 2,3% 1,3%
1993 22,2% 22,3% 15,8% 13,8% 7,2% 4,9% 2,4% 1,3%
1994 21,3% 21,9% 15,4% 13,4% 7,2% 4,7% 2,4% 1,3%
1995 20,6% 21,8% 15,2% 13,3% 7,5% 4,7% 2,6% 1,3%
1996 28,8% 26,9% 19,3% 16,8% 8,2% 6,2% 2,2% 1,6%
1997 29,9% 27,8% 20,2% 17,6% 9,0% 6,8% 2,7% 1,9%
1998 30,1% 28,5% 20,7% 18,4% 9,3% 7,5% 3,1% 2,3%
1999 31,8% 29,1% 22,2% 18,9% 9,7% 7,4% 2,8% 1,9%
2000 32,1% 29,3% 21,8% 18,7% 9,7% 7,4% 2,8% 2,0%
2001 30,6% 28,5% 20,5% 17,9% 9,1% 6,9% 2,9% 1,9%
2002 31,0% 28,3% 21,4% 18,1% 10,0% 7,3% 3,9% 2,6%
2003 33,0% 29,7% 23,2% 19,3% 10,9% 8,0% 3,9% 2,7%
2004 34,5% 30,7% 24,2% 20,1% 10,7% 8,2% 2,9% 2,2%
2005 36,0% 32,1% 25,3% 21,3% 11,2% 8,9% 3,1% 2,5%
2006 40,2% 35,0% 28,7% 23,6% 13,5% 10,4% 3,7% 3,0%
2007 43,4% 37,6% 32,1% 26,1% 16,3% 12,2% 6,1% 4,2%
2008 45,9% 37,3% 34,4% 25,6% 17,9% 11,8% 5,6% 3,6%
2009 42,8% 34,6% 32,3% 23,4% 17,0% 10,4% 5,9% 3,2%
2010 38,8% 31,9% 28,2% 20,7% 15,3% 8,8% 5,9% 3,0%
2011 35,5% 30,6% 23,9% 19,1% 11,0% 7,2% 4,4% 2,5%
2012 35,3% 30,6% 24,2% 19,2% 10,9% 7,2% 4,2% 2,4%
2013 35,9% 31,3% 24,8% 19,8% 11,4% 7,6% 4,0% 2,4%