Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 926  —  542. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fæðingarþjónustu.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hve margar fæðingardeildir eru starfandi á landinu nú og hvernig hefur þróunin verið undanfarin tíu ár?
     2.      Á hvaða sjúkrastofnunum eru starfræktar fæðingardeildir?
     3.      Hve margar fæðingar hafa verið á hverri fæðingardeild sl. fimm ár?
     4.      Hvernig er komið til móts við þær konur sem ekki eiga kost á fæðingarþjónustu í heimabyggð?
     5.      Standa þeim konum og fjölskyldum þeirra íbúðir til boða í nágrenni við fæðingarstað? Ef svo er, hvar eru þær íbúðir, hvernig er þeim úthlutað og hvernig eru þær kynntar? Ef svo er ekki, stendur þá til að breyta því fyrirkomulagi þannig að verðandi mæður og makar þeirra geti dvalið í nágrenni við fæðingardeild og sótt um opinbera styrki fyrir þeim kostnaði sem af hlýst?
     6.      Telur ráðherra að fjölga þurfi fæðingarstöðum út um land til að bæta öryggi fæðandi kvenna og ef svo er, hvernig telur ráðherra best að standa að þeirri uppbyggingu?


Skriflegt svar óskast.