Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 938  —  550. mál.




Fyrirspurn


til félags- og húsnæðismálaráðherra um vanda Búmanna hsf.

Frá Guðbjarti Hannessyni.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir lausn á vanda Búmanna hsf. og þá með hvaða hætti?
     2.      Hverju sætir að húsnæðissamvinnufélög njóta ekki leiðréttingar verðtryggðra fasteignaveðlána, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána?
     3.      Hefur ráðherra ekki áhyggjur af þessu búsetuformi ef ekki finnst viðunandi lausn á vanda Búmanna hsf.?
     4.      Stendur til að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, til að fyrirbyggja vanda af þeim toga sem Búmenn hsf. standa frammi fyrir?
     5.      Hver er réttur búseturéttarhafa í húsnæðissamvinnufélögum til vaxtabóta eða húsaleigubóta? Sér ráðherra fyrir sér að búseturéttarhafar í húsnæðissamvinnufélögum eigi rétt til væntanlegra húsnæðisbóta?