Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 959  —  555. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um birtingu gagna um endurreisn viðskiptabanka.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    Á grundvelli hvaða laga, reglna, úrskurða eða ákvarðana er hægt að birta opinberlega eftirfarandi gögn hins opinbera sem vísað er til í kafla 3.3 í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um endurreisn viðskiptabankanna (694. mál 139. þings):
     a.      samning um stofnfjármögnun,
     b.      rammasamning og samning um útgáfu skuldabréfa,
     c.      upphafleg skuldabréf,
     d.      skilyrt skuldabréf,
     e.      tryggingar,
     f.      samning um meðferð krafna um skuldajöfnun,
     g.      hluthafasamning?


Skriflegt svar óskast.