Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 967  —  506. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um skráningu barna í trú- og lífsskoðunarfélög.


     1.      Hversu mörg börn voru við fæðingu sjálfkrafa skráð í trú- og lífsskoðunarfélög síðustu 10 ár? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda skráninga í hvert trú- og lífsskoðunarfélag á ári.
    Árin 2005–2014 voru samanlagt skráð 45.560 lifandi fædd börn á Íslandi. Þar af voru 39.070 börn skráð í trú- eða lífsskoðunarfélag við fæðingu.
    Um sundurliðun í einstök trú- og lífsskoðunarfélög á ári vísast til töflu 1 hér á eftir sem unnin var af Þjóðskrá Íslands að beiðni ráðuneytisins. Í samantekt Þjóðskrár Íslands koma einnig fram skýringar á breyttu verklagi sem varð á skráningu í kjölfar breytingar sem gerð var á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999, sbr. lög nr. 6/2013, sem birt voru í Stjórnartíðindum 13. febrúar 2013 (nú lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög). Þar segir m.a. að fyrir lagabreytinguna hafi börn verið skráð í trúfélag móður eða utan trúfélaga í samræmi við skráningu móður. Eftir gildistöku laga nr. 6/2013 hafi orðið breyting á skráningu barns ef foreldrar barns í hjúskap eða skráðri sambúð væru ekki skráðir í sama trú- eða lífsskoðunarfélag. Í þeim tilvikum sé barn nú skráð með stöðuna „ótilgreind trúfélags- eða lífsskoðunarfélagsaðild“. Enn fremur geti aðrir eftir breytinguna óskað eftir að vera skráðir á sama hátt. Áður fyrr hafi hins vegar nánast ein­göngu erlendir ríkisborgarar sem voru nýskráðir til landsins verið skráðir þannig. Jafnframt hafi íslensk börn fædd erlendis verið skráð með þessum hætti frá 1. júlí 2014, en fyrir þann tíma hafi þau verið skráð á sama hátt og börn fædd á Íslandi, þ.e. í trúfélag móður ef ekki lágu fyrir upplýsingar um hjúskaparstöðu móður.

     2.      Hversu mörg börn voru við fæðingu skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga sömu ár?
    Af 45.560 lifandi fæddum börnum árin 2005–2014 voru 1.716 börn skráð utan trú- eða lífsskoðunarfélaga og 4.774 skráð með stöðuna ótilgreind trúfélags- eða lífsskoðunarfélagsaðild. Um sundurliðun eftir árum vísast til töflu 1 sem unnin var af Þjóðskrá Íslands.

Tafla 1. Lifandi fæddir 2005–2014 eftir skráningu
við fæðingu í trú- eða lífsskoðunarfélag.

2005–2014 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Lifandi fædd börn alls 45.560 4.289 4.422 4.557 4.841 4.987 4.883 4.464 4.494 4.288 4.335
Þjóðkirkjan 33.069 3.433 3.598 3.548 3.675 3.640 3.593 3.183 3.112 2.714 2.573
Fríkirkjan í Reykjavík 1.272 108 114 120 136 160 144 152 137 102 99
Óháði söfnuðurinn í Reykjavík 364 47 38 37 31 34 38 38 39 34 28
Kirkja sjöunda dags aðventista 93 7 7 7 16 11 14 6 14 7 4
Sjónarhæðarsöfnuður 12 4 1 2 1 1 2 1
Hvítasunnukirkjan 286 28 30 29 29 39 31 34 33 16 17
Kaþólska kirkjan 2.113 153 183 237 292 246 211 241 243 143 164
Fríkirkjan í Hafnarfirði 737 60 75 73 84 88 97 80 82 54 44
Bænahúsið 2 2
Ásatrúarfélag 234 15 10 19 16 27 18 26 44 38 21
Bahaísamfélag 61 11 6 6 7 5 6 9 9 1 1
Vegurinn 100 11 11 15 12 14 9 14 11 3
Emmanúel baptistakirkjan 2 1 1
Hjálpræðisherinn trúfélag 1 1
Búddistafélag Íslands 132 11 11 10 16 20 18 23 12 6 5
Fríkirkjan Kefas 15 2 1 2 2 2 1 2 2 1
Baptistakirkjan 2 2
Himinn á jörðu 1 1
Félag Múslima á Íslandi 80 12 8 11 5 9 11 3 10 7 4
Smárakirkja 111 9 11 13 19 18 10 8 6 12 5
Íslenska Kristskirkjan 27 5 2 3 4 1 4 3 3 2
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu 19 1 2 1 1 1 3 4 1 2 3
Boðunarkirkjan 4 1 1 1 1
Siðmennt 12 2 10
Samfélag trúaðra 3 1 1 1
Zen á Íslandi – Nátthagi 3 1 1 1
Betanía 24 5 3 5 5 3 3
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan 72 2 2 6 6 8 11 11 8 8 10
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan 32 4 2 5 3 1 2 3 4 4 4
Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar 1 1
Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists 1 1
Vottar Jehóva 86 9 10 11 9 8 8 13 10 5 3
Catch the Fire (CTF) 26 3 5 5 8 5
Reykjavíkurgoðorð 1 1
Heimakirkja 1 1
Vonar­höfn 3 1 1 1
Soka Gakkai SGI á Íslandi 18 1 2 4 1 6 2 2
Menningarsetur múslima á Íslandi 50 7 8 8 6 12 9
Utan trúfélaga 1.716 104 90 136 130 162 207 217 281 213 176
Ótilgreind trúfélags- eða lífsskoðunar- félagsaðild 4.774 251 207 264 336 474 430 376 409 884 1.143

     3.      Hversu mörg börn voru skráð í trú- og lífsskoðunarfélög innan árs frá fæðingu á sama tíma? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda skráninga í hvert trú- og lífsskoðunarfélag á ári.
    Árin 2005–2014 varð breyting innan árs á skráningu 1.732 barna í trú- og lífsskoðunarfélög af 45.560 lifandi fæddum börnum.
    Um sundurliðun á skráningu í einstök trú- og lífsskoðunarfélög á ári vísast til töflu 2 sem unnin var af Þjóðskrá Íslands.

Tafla 2. Lifandi fæddir 2005–2014 eftir skráningu á fyrsta aldursári
í trú- eða lífsskoðunarfélag.

2005–2014 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Lifandi fædd börn alls 1.732 40 128 116 158 193 187 182 174 311 243
Þjóðkirkjan 361 10 21 12 21 32 18 28 30 55 134
Fríkirkjan í Reykjavík 374 10 37 38 52 54 50 43 31 34 25
Óháði söfnuðurinn í Reykjavík 88 2 10 11 15 5 12 10 2 11 10
Hvítasunnukirkjan 2 1 1
Kaþólska kirkjan 385 11 29 25 24 46 42 60 55 59 34
Fríkirkjan í Hafnarfirði 135 3 15 18 15 14 14 10 10 15 21
Ásatrúarfélag 16 1 2 2 1 1 2 2 5
Bahaísamfélag 1 1
Vegurinn 2 1 1
Búddistafélag Íslands 1 1
Fríkirkjan Kefas 1 1
Baptistakirkjan 1 1
Félag Múslima á Íslandi 8 3 5
Íslenska Kristskirkjan 2 2
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu 2 1 1
Boðunarkirkjan 2 1 1
Siðmennt 1 1
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan 22 2 1 3 4 2 6 1 3
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan 5 1 1 2 1
Vottar Jehóva 4 1 2 1
Catch the Fire (CTF) 4 3 1
Menningarsetur múslima á Íslandi 9 3 2 2 2
Utan trúfélaga 175 2 11 9 16 25 41 26 26 10 9
Ótilgreind trúfélags- eða lífsskoðunar- félagsaðild 125 1 1 1 122