Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.Þingskjal 990  —  571. mál.Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002,
með síðari breytingum (starfsleyfi, áhættustýring,
stórar áhættuskuldbindingar, starfskjör,
eignarhlutir, eiginfjáraukar o.fl.).

(Lagt fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014–2015.)
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. a laganna:
     a.      Í stað orðanna „eða önnur hlutdeild sem“ í 3. tölul. kemur: og.
     b.      4. tölul. fellur brott.
     c.      Orðin „aðilar í staðfestri samvist“ og „staðfestri samvist eða“ í a-lið 5. tölul. falla brott.
     d.      Orðið „rafeyrisfyrirtæki“ í 10. tölul. fellur brott.
     e.      Við bætast þrettán nýir töluliðir, svohljóðandi:
              14.      Fyrirtæki tengt fjármálasviði: Með fyrirtæki tengdu fjármálasviði er átt við fyrirtæki sem ekki er lánastofnun og starfar einkum að öflun eignarhluta eða stundar einhverja þá starfsemi sem um getur í 2.–12. tölul. 1. mgr. 20. gr.
              15.      Móðurfélag: Fyrirtæki telst vera móðurfélag þegar það:
                   a.    ræður yfir meiri hluta atkvæða í öðru fyrirtæki,
                   b.     á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur rétt til að tilnefna eða víkja frá meiri hluta stjórnarmanna eða stjórnenda,
                   c.     á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur rétt til að hafa ráðandi áhrif á starfsemi þess á grundvelli samþykkta fyrirtækisins eða samnings við það,
                   d.     á eignarhluti í öðru fyrirtæki og ræður, á grundvelli samnings við aðra hluthafa eða eignaraðila, meiri hluta atkvæða í fyrirtækinu, eða
                   e.     á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur ráðandi stöðu í því.
                       Við mat á atkvæðisrétti og réttindum til að tilnefna eða víkja frá stjórnarmönnum eða stjórnendum skal leggja saman réttindi sem móðurfélag og dótturfélag ráða yfir.
                       Við mat á atkvæðisrétti í dótturfélagi skal ekki talinn með atkvæðisréttur sem fylgir eigin hlutum dótturfélagsins eða dótturfélögum þess.
              16.      Dótturfélag: Fyrirtæki sem hafa þau tengsl við fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði sem lýst er í 15. tölul. teljast vera dótturfélög. Fyrirtæki sem er dótturfélag dótturfélags telst einnig vera dótturfélag móðurfélags.
              17.      Samstæða: Móðurfélag og dótturfélög þess mynda samstæðu.
              18.      Eignarhaldsfélag á fjármálasviði: Með eignarhaldsfélagi á fjármálasviði er átt við fyrirtæki tengt fjármálasviði, sem ekki er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi, þar sem dótturfélögin eru annaðhvort ein­göngu eða aðallega fjármálafyrirtæki eða fyrirtæki tengd fjármálasviði og a.m.k. eitt dótturfélagið er fjármálafyrirtæki.
              19.      Blandað eignarhaldsfélag: Með blönduðu eignarhaldsfélagi er átt við móðurfélag sem ekki er eignarhaldsfélag á fjármálasviði, fjármálafyrirtæki eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem a.m.k. eitt dótturfélag er fjármálafyrirtæki.
              20.      Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi: Með blönduðu eignarhaldsfélagi í fjármálastarfsemi er átt við móðurfélag sem ekki er eftirlitsskylt en það ásamt dótturfélögum sínum, þar sem a.m.k. eitt þeirra er eftirlitsskylt og er með höfuðstöðvar í aðildarríki, og öðrum aðilum myndar fjármálasamsteypu.
              21.      Fjármálagerningur: Með fjármálagerningi samkvæmt lögum þessum er átt við fjármálagerning eins og hann er skilgreindur í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.
              22.      Fjármálasamsteypa: Með fjármálasamsteypu samkvæmt lögum þessum er átt við samstæðu félaga, eða félög sem hafa með sér náin tengsl, sbr. 1. tölul. þessarar greinar, þar sem eftirlitsskyldur aðili fer fyrir samstæðunni og a.m.k. einn aðili innan samstæðunnar starfar á fjármálasviði og annar aðili starfar á vátryggingasviði og þar sem umsvif á samstæðugrundvelli og/eða samanlögð umsvif á fjármálasviði annars vegar og hins vegar samsvarandi umsvif á vátryggingasviði eru hvor um sig talin mikilvæg samkvæmt reglum sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 3. mgr. 109. gr. Fari enginn eftirlitsskyldur aðili fyrir samstæðunni, en starfsemi samstæðunnar fer aðallega fram á fjármála- eða vátryggingasviði samkvæmt skilgreiningu í reglum sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 3. mgr. 109. gr., telst samstæðan vera fjármálasamsteypa. Sérhverja undirsamstæðu sem uppfyllir skilyrði 1. málsl. þessa töluliðar skal líta á sem fjármálasamsteypu.
              23.      Hlutdeildarfélag: Með hlutdeildarfélagi samkvæmt lögum þessum er átt við félag, þó ekki dótturfélag, sem annað félag og dótturfélög þess eiga eignarhluti í og hafa veruleg áhrif á eða beinn og óbeinn eignarhlutur nemur 20% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti.
              24.      Breytileg starfskjör: Starfskjör starfsmanns fjármálafyrirtækis sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns þar sem endanleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram.
              25.      Yfirstjórn: Framkvæmdastjóri, aðstoðarframkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur fjármálafyrirtækis sem heyra beint undir framkvæmdastjóra eða, eftir atvikum, stjórn.
              26.      Stór áhættuskuldbinding: Með stórri áhættuskuldbindingu er átt við áhættuskuldbindingu, þ.e. lánveitingar, verðbréfaeign, eignarhluti og veittar ábyrgðir fjármálafyrirtækis, svo og aðrar skuldbindingar gagnvart fjármálafyrirtækinu, sem nemur 10% eða meira af eiginfjárgrunni.

2. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „42. og 52. gr.“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: 42. og 52. gr. og 52. gr. a.

3. gr.

    Við 6. tölul. 5. gr. laganna bætist: og hlutfallslegt eignarhald hvers þeirra.

4. gr.

    Við 2. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við mat á umsókn um veitingu starfsleyfis er óheimilt að byggja mat á umsókninni, eða synjun, á sjónarmiðum um þarfir á fjármálamarkaði hér á landi.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      2. tölul. orðast svo: fullnægi fyrirtækið ekki ákvæðum laga þessara um stofnfé, hlutafé, eigið fé, stórar áhættuskuldbindingar eða laust fé.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „42. og 52. gr.“ í 4. tölul. kemur: 42. og 52. gr. og 52. gr. a.
     c.      Við bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
               8.      uppfylli fjármálafyrirtæki ekki lengur þau lögbundnu skilyrði sem það þurfti að uppfylla til þess að hljóta starfsleyfi,
               9.      leiki verulegur vafi á því að fjármálafyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum og/eða innlánseigendum,
               10.      brjóti fjármálafyrirtæki gegn skyldu til þess að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skv. 84. gr. b og takmarkanir á grundvelli 6. mgr. 84. gr. a hafa ekki náð tilætluðum árangri.

6. gr.

    Á eftir 2. mgr. 17. gr. laganna koma fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Innri ferlar fjármálafyrirtækis skv. 1. mgr. skulu, eftir því sem við á, taka til áhættuþátta skv. 78. gr. a – 78. gr. i. Fjármálafyrirtæki skal hafa verkferla sem tryggja upplýsingaskipti á milli áhættustýringar og stjórnar vegna allra helstu áhættuþátta í starfsemi félagsins og breytinga á þeim.
    Áhættustýring fjármálafyrirtækis skal fara fram í einingu sem er óháð öðrum starfseiningum þess. Fjármálafyrirtæki skal tryggja að áhættustýring hafi nægilegt vald, fjárveitingar og heimildir, m.a. til þess að afla gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar eru í starfsemi áhættustýringar.
    Áhættustýring skal sjá til þess að greining, mæling og skýrslugjöf um áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis fari fram og sé fullnægjandi, þ.m.t. skýrslur til stjórnenda og eftirlitsaðila. Áhættustýring skal taka virkan þátt í mótun áhættustefnu fjármálafyrirtækis og hafa aðkomu að viðameiri ákvörðunum um áhættustýringu. Áhættustýring skal hafa heildstæða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækis.
    Framkvæmdastjóri ræður yfirmann áhættustýringar. Yfirmaður áhættustýringar skal búa við sjálfstæði sem stjórnandi og hafa umsjón með og bera ábyrgð á þeirri einingu þar sem áhættustýring fjármálafyrirtækis fer fram. Tryggt skal að yfirmaður áhættustýringar hafi milliliðalausan aðgang að stjórn. Yfirmaður áhættustýringar skal leggja fyrir áhættunefnd stjórnar, eða stjórn fyrirtækisins sé áhættunefnd ekki til staðar, skýrslu um framkvæmd áhættustýringar svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en árlega. Láti yfirmaður áhættustýringar af störfum skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu. Yfirmanni áhættustýringar verður hvorki sagt upp störfum né hann færður til í starfi nema að fengnu samþykki stjórnar.     
    Ef starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir ekki sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar getur Fjármálaeftirlitið heimilað að annar starfsmaður hafi umsjón með áhættustýringu fjármálafyrirtækisins, enda sé gætt að hagsmunaárekstrum. Við slíkt mat skal Fjármálaeftirlitið hafa hliðsjón af eðli og umfangi starfsemi fyrirtækisins og því hversu margþætt hún er. Fjármálaeftirlitinu er heimilt, í reglum settum skv. 8. mgr., að kveða á um hvenær starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir að ekki sé til staðar sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
     a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í reglunum skal m.a. kveðið á um almenn samskipti fjármálafyrirtækja við við­skipta­vini sína, upplýsingagjöf til við­skipta­vina og meðhöndlun kvartana.
     b.      3. mgr. fellur brott.

8. gr.

    Við 1. mgr. 20. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Útgáfu rafeyris.

9. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

    2. og 3. mgr. 29. gr. a laganna orðast svo:
    Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita stjórnarmanni, framkvæmdastjóra, lykilstarfsmanni eða þeim sem á virkan eignarhlut í því, og aðila í nánum tengslum við hann, lán eða aðra fyrirgreiðslu nema gegn traustum tryggingum. Með fyrirgreiðslu er átt við lánveitingu, verðbréfaeign, eignarhluti, veittar ábyrgðir fjármálafyrirtækis, afleiðusamninga og aðrar skuldbindingar gagnvart fjármálafyrirtæki eða lánveitingu til þriðja aðila með tryggingu í fjármálagerningum útgefnum af einum eða fleiri aðilum sem eiga virkan eignarhlut í því eða aðila í nánum tengslum við þá. Samtala láns og annarrar fyrirgreiðslu sem heimilt er að veita skv. 1. málsl. má hæst vera 200 millj. kr. að teknu tilliti til takmarkana skv. 30. gr. Viðskipti fjármálafyrirtækis við eigendur virkra eignarhluta og stjórnarmanna, eða aðila í nánum tengslum við þá, skulu, eftir því sem kostur er, lúta sömu reglum og viðskipti við almenna við­skipta­menn í sambærilegum viðskiptum. Um viðskipti framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna við fjármálafyrirtækið fer skv. 2. mgr. 57. gr. Takmörkun 1. málsl. á lánum eða öðrum fyrirgreiðslum gildir ekki um lánveitingar til eigenda virkra eignarhluta ef eigandi virks eignarhlutar er ríki eða sveitarfélag. Lán eða fyrirgreiðsla skv. 1. málsl. tekur ekki til innláns í eigu annars fjármálafyrirtækis. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu fyrir því að fara yfir fjárhæð skv. 3. málsl. í sérstökum tilvikum.
    Fjármálaeftirlitið setur reglur um útreikning láns eða annarrar fyrirgreiðslu skv. 2. mgr., um hvað teljist til traustrar tryggingar, um hámarksfjárhæðir lána eða annarra fyrirgreiðslna án trygginga þegar um hóp náinna aðila er að ræða og um tryggingar sem heimila að farið sé yfir fjárhæð skv. 2. mgr.

11. gr.

    30. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum.

    Áhættuskuldbinding vegna eins við­skipta­manns eða hóps tengdra við­skipta­manna, að teknu tilliti til áhættumildandi þátta samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins, má ekki fara yfir 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis, sbr. 84. og 85. gr.
    Áhættuskuldbindingar vegna við­skipta­manns sem er fjármálafyrirtæki, eða vegna hóps tengdra við­skipta­manna þar sem einn, eða fleiri, er fjármálafyrirtæki, mega ekki nema meira en annaðhvort 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis eða 10 milljörðum kr., hvort sem nemur hærri fjárhæð. Ákvæði 1. málsl. er háð því að samtala áhættuskuldbindinga þeirra við­skipta­manna í hópnum sem ekki eru fjármálafyrirtæki fari ekki upp fyrir 25% af eiginfjárgrunni fyrirtækisins.
    Þegar hlutfallið 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis nemur lægri fjárhæð en 10 milljörðum kr. mega áhættuskuldbindingar vegna við­skipta­manns eða hóps tengdra við­skipta­manna skv. 2. mgr. ekki vera hærri en 100% af eiginfjárgrunni.
    Ákvæði 1.–3. mgr. eiga ekki við um verðbréfafyrirtæki sem ekki hafa starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða.
    Leiki vafi á því hverjir teljast til hóps tengdra við­skipta­manna er fjármálafyrirtæki skylt að tengja aðila saman nema viðkomandi fjármálafyrirtæki geti sýnt fram á hið gagnstæða.
    Fari áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækis yfir þau mörk sem kveðið er á um í 1.–3. mgr. skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu án tafar. Fjármálaeftirlitið getur veitt fyrirtækinu frest til að koma skuldbindingum sínum í lögmætt horf. Fjármálaeftirlitið getur í einstökum tilvikum veitt fjármálafyrirtæki undanþágu frá takmörkunum 1.–3. mgr.
    Fjármálaeftirlitið skal setja nánari reglur um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja og fjármálasamsteypa. Í þeim skal m.a. kveðið á um heimilaða frádráttarliði, áhættumildandi þætti, hámark samtölu stórra áhættuskuldbindinga og heimildir fjármálafyrirtækja til að reikna út eiginfjárkröfu vegna umframáhættu stórra áhættuskuldbindinga.

12. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 37. gr. laganna orðast svo: Í tilkynningu skal koma fram hvaða ríki á í hlut og í hverju fyrirhuguð starfsemi sé fólgin, og þegar fjármálafyrirtæki hyggst veita þjónustu á grundvelli laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, skal tilkynna um það hvort fyrirtæki hyggst nota fasta umboðsmenn.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:
     a.      2. málsl. orðast svo: Hið sama á við hyggist aðili, einn sér eða í samstarfi við aðra, auka svo við eignarhlut sinn að virkur eignarhlutur nái eða fari yfir 20%, 33% eða 50% eða nemi svo stórum hluta að fjármálafyrirtæki verði talið dótturfélag hans.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Kaup á virkum eignarhlut geta ekki komið til framkvæmda fyrr en tímafrestur Fjármálaeftirlitsins skv. 2. málsl. 2. mgr. 43. gr., sbr. 42. gr., er liðinn eða Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut að hann sé hæfur til að fara með eignarhlutinn.

14. gr.

         Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Eigi síðar en tveimur starfsdögum eftir móttöku tilkynningar skv. 40. gr., sbr. 41. gr., skal Fjármálaeftirlitið staðfesta móttöku hennar. Í staðfestingu skal koma fram fyrir hvaða dag megi vænta niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Telji Fjármálaeftirlitið að afla þurfi ítarlegri upplýsinga en þeirra sem upp eru taldar í 1. mgr. 41. gr. frá þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut getur það krafið viðkomandi um þær. Slík krafa skal sett fram eigi síðar en fimmtíu starfsdögum eftir staðfestingu tilkynningar. Fjármálaeftirlitið hefur sextíu starfsdaga frá staðfestingu tilkynningar skv. 1. málsl. til þess að meta hvort það telur þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut hæfan til að fara með eignarhlutinn. Sé óskað eftir viðbótarupplýsingum frá viðkomandi, sbr. 3. málsl., bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 5. málsl., þó ekki umfram tuttugu virka daga. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að óska aftur eftir frekari upplýsingum. Slík beiðni lengir ekki framangreinda tímafresti. Ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut er staðsettur í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða hann lýtur ekki opinberu fjármálaeftirliti innan Evrópska efnahagssvæðisins, bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 5. málsl. en þó ekki umfram þrjátíu virka daga.
     b.      Í stað orðanna „í hópi fyrirtækja“ í 2. málsl. 4. tölul. 2. mgr. kemur: í samstæðu félaga.

15. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 43. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi Fjármálaeftirlitið óskað eftir upplýsingum skv. 42. gr. og þær ekki borist innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í ákvæðinu getur Fjármálaeftirlitið tekið ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.

16. gr.

    46. gr. a laganna fellur brott.

17. gr.

    Í stað orðsins „dótturfyrirtæki“ í 2. málsl. 47. gr. laganna kemur: dótturfélag.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skv. 40. gr. og“ í 1. málsl. kemur: skv. 40. gr. eða.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Teljist einstaklingur eða lögaðili ekki lengur hæfur til þess að fara með virkan eignarhlut er heimilt að veita hæfilegan frest til úrbóta sé það unnt að mati Fjármálaeftirlitsins. Verði úrbótum ekki við komið eða líði frestur sem Fjármálaeftirlitið hefur veitt skv. 1. málsl. skal Fjármálaeftirlitið grípa til þeirra úrræða sem getið er um í 46. gr. Við mat á hæfi samkvæmt ákvæði þessu skal m.a. horft til 2. mgr. 42. gr.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Upplýsingaskylda og viðvarandi mat á hæfi eiganda virkra eignarhluta.

19. gr.

    52. gr. laganna orðast svo:
    Stjórnarmenn skulu vera búsettir í aðildarríki eða ríki sem er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Framkvæmdastjóri skal vera búsettur í aðildarríki. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá búsetuskilyrðum.
    Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða og hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
    Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir og hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi. Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá menntunarkröfum skv. 1. málsl. á grundvelli þekkingar, hæfni og reynslu viðkomandi. Jafnframt skulu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar búa yfir nægilegri þekkingu, hæfni og reynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt, m.a. hafa þekkingu á þeirri starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar, þ.m.t. áhættuþáttum.
    Samsetning stjórnar fjármálafyrirtækis skal vera með þeim hætti að stjórnin búi sam­eigin­lega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar, þ.m.t. helstu áhættuþætti.
    Fjármálaeftirlitið setur reglur um fjárhagslegt sjálfstæði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og hvernig staðið skuli að hæfismati. Starfsmönnum fjármálafyrirtækis er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi fjármálafyrirtækis.
    Fjármálafyrirtæki skal verja fullnægjandi fjármunum og mannafla til þess að kynna starfsemi fjármálafyrirtækisins fyrir stjórnarmanni og tryggja að hann hljóti viðeigandi þjálfun til stjórnarsetunnar.
    Fjármálafyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra og skulu tilkynningunni fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrðum greinar þessarar og 52. gr. a sé fullnægt.
    Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þurfa á hverjum tíma að uppfylla hæfisskilyrði þessarar greinar og 52. gr. a og reglna settra skv. 5. mgr. Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna til sérstakrar skoðunar.

20. gr.

    Á eftir 52. gr. laganna kemur ný grein, 52. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, en 52. gr. a – 52. gr. c laganna verða 52. gr. b – 52. gr. d:

Önnur störf stjórnarmanna.

    Stjórnarmaður skal verja fullnægjandi tíma í störf sín í þágu fjármálafyrirtækis. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega hvorki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega einungis sinna þeim lögmannsstörfum fyrir annað fjármálafyrirtæki sem ekki geta valdið hættu á hagsmunaárekstrum á milli félaganna tveggja eða á fjármálamarkaði. Hyggist stjórnarmaður taka að sér lögmannsstörf fyrir annað fjármálafyrirtæki skal hann fá skriflegt samþykki stjórnar fjármálafyrirtækisins sem hann er stjórnarmaður í fyrir því að hann megi taka að sér umrætt starf, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess. Stjórnarmaður ber sönnunarbyrði um að lögmannsstarf sem hann tekur að sér fyrir annað fjármálafyrirtæki brjóti ekki gegn ákvæði þessu. Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá stjórnarmanni í því skyni að meta hvort brotið hafi verið gegn ákvæðinu.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur stjórnarmaður eða starfsmaður fjármálafyrirtækis tekið sæti í stjórn annars fjármálafyrirtækis, vátryggingafélags eða fjármálasamsteypu ef um er að ræða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu fjármálafyrirtækisins eða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu félags með yfirráð í fjármálafyrirtækinu. Sama gildir um lögmann móðurfélags.
    Stjórnarseta skv. 2. mgr. skal háð því að hún skapi ekki, að mati Fjármálaeftirlitsins, hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði. Í þessu sambandi skal m.a. horft til eignarhalds aðila og tengsla félagsins sem um ræðir við aðra aðila á fjármálamarkaði, svo og hvort tengslin geti skaðað heilbrigðan og traustan rekstur fjármálafyrirtækisins.

21. gr.

    54. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Framkvæmd starfa stjórnar, ábyrgð hennar
og verkaskipting stjórnar og framkvæmdastjóra.

    Stjórn fjármálafyrirtækis ber ábyrgð á starfsemi og stefnumótun félagsins sem og áhættustefnu og að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits sem samræmist lögum þessum og reglum settum með stoð í þeim. Stjórn ber ábyrgð á að fullnægjandi eftirlit sé viðhaft með bókhaldi og að meðferð fjármuna félagsins sé í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina gilda. Stjórn ber jafnframt ábyrgð á að stjórnarhættir og innra skipulag stuðli að skilvirkri og varfærinni stjórn fyrirtækisins, aðskilnaði starfa og að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra. Stjórn skal árlega endurmeta stjórnarhætti sína með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga um stjórnarhætti og bregðast við með viðeigandi hætti ef þörf er á.
    Stjórnarmaður skal starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku og vera sjálfstæður í hugsun til þess að geta með skilvirkum hætti metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins.
    Í samþykktum fjármálafyrirtækis skal kveðið á um verkaskiptingu stjórnar og framkvæmdastjóra. Stjórn skal hafa skilvirkt eftirlit með að framkvæmdastjóri félagsins starfi eftir lögum og reglum.
    Stjórn skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar. Í reglum þessum skal fjallað sérstaklega um heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir um einstök viðskipti, framkvæmd reglna um sérstakt hæfi stjórnarmanna, meðferð stjórnar á upplýsingum um einstaka við­skipta­menn, setu stjórnarmanna í stjórnum dótturfélaga og hlutdeildarfélaga og framkvæmd reglna um meðferð við­skipta­erinda stjórnarmanna. Stjórn fjármálafyrirtækis skal senda Fjármálaeftirlitinu afrit af reglunum innan 14 daga frá því að þær eru settar eða þeim er breytt.
    Stjórnarformanni í fjármálafyrirtæki er óheimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns, að undanskildum einstökum verkefnum sem félagsstjórnin felur honum að vinna fyrir sig.
    Stjórn skal fylgjast með því og tryggja eftir bestu getu að tilkynningar og upplýsingar sem félaginu ber að veita samkvæmt lögum þessum séu réttar.
    Fjármálafyrirtæki skal fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Í því skyni skal fjármálafyrirtækið m.a. birta árlega yfirlýsingu um stjórnarhætti fyrirtækisins í sérstökum kafla í ársreikningi eða ársskýrslu og gera grein fyrir stjórnarháttum sínum á vefsíðu fyrirtækisins og birta þar yfirlýsingu um stjórnarhætti sína. Þar skal koma fram á vefsíðu fjármálafyrirtækis eða í ársreikningi þess hvernig fjármálafyrirtæki uppfyllir kröfur um stjórnarhætti samkvæmt lögum þessum.

22. gr.

    Á eftir 54. gr. laganna kemur ný grein, 54. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Hlutverk stjórnar vegna áhættustýringar.

    Stjórn fjármálafyrirtækis skal samþykkja áhættustefnu, áhættuvilja og framkvæmd áhættustýringar, sbr. 17. gr., og tryggja að innri ferlar vegna áhættustýringar séu yfirfarnir með reglubundnum hætti. Til slíkra ferla teljast m.a. ferlar er varða áhættutöku og takmörkun á þeirri áhættu sem hefur, eða kann að hafa, áhrif á starfsemi fyrirtækis.
    Stjórn fjármálafyrirtækis skal við störf sín verja hæfilegum tíma í að fjalla um helstu áhættuþætti í starfsemi fyrirtækisins. Stjórn skal tryggja að nægjanlegum fjármunum og tíma sé varið í virka áhættustýringu og áhættumat þannig að innan fyrirtækisins sé yfirsýn yfir helstu áhættuþætti. Einnig skal stjórn, eftir atvikum, hafa eftirlit með mati á eignum félagsins, notkun innri líkana og notkun mats frá lánshæfismatsfyrirtækjum.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
     a.      2. málsl. orðast svo: Stjórn fyrirtækis getur veitt heimild til slíks á grundvelli reglna sem fjármálafyrirtæki setur og sendir Fjármálaeftirlitinu afrit af.
     b.      Í stað orðsins „dótturfyrirtæki“ í 4. málsl. kemur: dótturfélagi.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Fjármálafyrirtæki skal setja reglur um viðskipti sín við framkvæmdastjóra og lykilstarfsmenn og senda Fjármálaeftirlitinu afrit af reglunum innan fjórtán daga frá því að þær eru staðfestar af stjórn.
     b.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Um viðskipti fjármálafyrirtækis og starfsmanna þess, eða aðila í nánum tengslum við þá, fer samkvæmt reglum sem stjórn fjármálafyrirtækis setur.

25. gr.

    57. gr. a laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:

Starfskjarastefna.

    Stjórn fjármálafyrirtækis skal samþykkja starfskjarastefnu fyrirtækisins varðandi heildarstarfskjör starfsmanna þess, þ.m.t. föst starfskjör, breytileg starfskjör, ef þau eru veitt, og ráðningarkaupauka. Um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækis gilda ákvæði laga um hlutafélög, enda sé ekki á annan veg mælt í lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra. Stjórn skal eigi sjaldnar en árlega taka starfskjarastefnu fyrirtækisins til endurskoðunar og gera breytingar á henni ef þurfa þykir.
    Starfskjarastefna fjármálafyrirtækis skal miða að því að heildarstarfskjör:
     a.      hvetji ekki til óhóflegrar áhættutöku og séu í samræmi við áhættuþol fyrirtækis,
     b.      valdi ekki hættu á hagsmunaárekstrum,
     c.      vinni ekki gegn langtímahagsmunum fyrirtækis,
     d.      samræmist sjónarmiðum um vernd við­skipta­vina fyrirtækis, kröfuhafa og hluthafa eða stofnfjáreigenda, og
     e.      samræmist að öðru leyti eðlilegum og heilbrigðum við­skipta­háttum.
    Ef fjármálafyrirtæki hefur 100 starfsmenn eða fleiri eða á eignir umfram 20 milljarða kr. í lok síðastliðins reikningsárs er því skylt að skipa sérstaka starfskjaranefnd sem hefur það hlutverk að veita stjórn fjármálafyrirtækisins ráðgjöf við samningu starfskjarastefnu skv. 1. mgr. og starfsreglna um breytileg starfskjör skv. 57. gr. b. Meiri hluti starfskjaranefndar skal skipaður stjórnarmönnum. Starfskjaranefnd skal skipuð einstaklingum sem hafa reynslu og þekkingu til að meta efni starfskjarastefnu, framkvæmd hennar og áhrif á áhættustýringu, eigið fé og laust fé hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis. Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá kröfu um að fjármálafyrirtæki skuli skipa starfskjaranefnd ef sérstakar ástæður mæla með því.
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.

26. gr.

    Á eftir 57. gr. a laganna koma fjórar nýjar greinar, 57. gr. b – 57. gr. e, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi, en 57. gr. b laganna verður 57. gr. f:

    a. (57. gr. b.)

Starfsreglur um breytileg starfskjör.

    Að teknu tilliti til heildarafkomu fjármálafyrirtækis yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðar er fjármálafyrirtæki heimilt að ákvarða starfsmönnum breytileg starfskjör. Breytileg starfskjör skulu ekki takmarka uppbyggingu eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækis eða takmarka uppbyggingu eiginfjárgrunns þegar fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki ákvæði um eiginfjárauka skv. 84. gr. a – 84. gr. e. Breytileg starfskjör skulu ákvörðuð á grundvelli starfsreglna í samræmi við lög þessi og reglur sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 5. mgr.
    Starfsreglur um breytileg starfskjör skulu samþykktar af stjórn fjármálafyrirtækis að fenginni ráðgjöf starfskjaranefndar sé slíkri nefnd til að dreifa. Starfsreglurnar eru hluti af starfskjarastefnu fjármálafyrirtækis. Stjórn fjármálafyrirtækis ber ábyrgð á því að samningar um breytileg starfskjör séu í samræmi við lög, reglur og starfsreglur fyrirtækisins. Óheimilt er að ákvarða breytileg starfskjör með milli­göngu þriðja aðila og að ákvarða stjórn fjármálafyrirtækis breytileg starfskjör.
    Í starfsreglum um breytileg starfskjör er óheimilt að gera ráð fyrir tryggðum breytilegum starfskjörum. Þó er heimilt að ákvarða starfsmanni staka greiðslu á fyrsta ári við ráðningu, svonefndan ráðningarkaupauka. Um ráðningarkaupauka gilda ákvæði laga þessara og reglna settra á grundvelli þeirra um breytileg starfskjör.
    Áunnin réttindi starfsmanna samkvæmt starfsreglum um breytileg starfskjör skulu færð til gjalda á hverju ári eftir því sem reikningsskilareglur heimila og sérstaklega skal gerð grein fyrir þeim í skýringum við ársreikning.
    Fjármálaeftirlitið skal setja nánari reglur um fyrirkomulag og innihald reglna um breytileg starfskjör, innra eftirlit fjármálafyrirtækis með framkvæmd starfsreglnanna, áhrif breytilegra starfskjara á fjárhagsstöðu fjármálafyrirtækis, ráðningarkaupauka, mat á áhættu og árangri vegna breytilegra starfskjara og upplýsingagjöf fjármálafyrirtækis varðandi breytileg starfskjör.
    
    b. (57. gr. c.)

Hámark breytilegra starfskjara.

    Samtala ákvarðaðra breytilegra starfskjara starfsmanns sem telst hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækis, að meðtöldum þeim hluta starfskjara sem frestað er, má á ársgrundvelli ekki nema hærri fjárhæð en 25% af föstum starfskjörum hlutaðeigandi starfsmanns. Ákvæðið tekur m.a. til yfirstjórnar, lykilstarfsmanna, starfsmanna eftirlitseininga og annarra starfsmanna sem njóta sambærilegra heildarstarfskjara og yfirstjórn og lykilstarfsmenn.
    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur þar sem tilgreindir eru starfsmenn skv. 1. mgr. og um sérstök viðmið fyrir breytilegum starfskjörum starfsmanna eftirlitseininga.

    c. (57. gr. d.)

Samsetning og frestun breytilegra starfskjara.

    Að minnsta kosti helmingur ákvarðaðra breytilegra starfskjara starfsmanna fjármálafyrirtækis skal samanstanda af hlutabréfum, stofnfjárbréfum eða sams konar eignarréttindum í hlutaðeigandi fyrirtæki, hlutabréfatengdum gerningum, þar á meðal valréttum, öðrum gerningum tengdum fyrirtækinu og öðrum gerningum sem ekki teljast til reiðufjár. Ef starfsreglur fjármálafyrirtækis um breytileg starfskjör kveða á um að slík starfskjör skuli ákvörðuð starfsmönnum endurskoðunardeildar skulu þau ekki vera í formi hlutabréfa, stofnbréfa eða hlutabréfatengdra gerninga.
    Fresta skal a.m.k. 40% af ákvörðuðum breytilegum starfskjörum í a.m.k. þrjú ár.
    Ef breytileg starfskjör starfsmanns, sem ákvæði 1. mgr. 57. gr. c tekur ekki til, á ársgrundvelli nema ekki hærri fjárhæð en 10% af föstum starfskjörum starfsmanns er heimilt, þrátt fyrir 2. mgr., að ákvarða þau án frestunar.
    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem kveða nánar á um aðra gerninga skv. 1. mgr., undanþágur frá greiðslu breytilegra starfskjara í hlutabréfum, stofnfjárbréfum eða sams konar eignarréttindum í hlutaðeigandi fyrirtæki, hlutabréfatengdum gerningum, þar á meðal valréttum, eða öðrum gerningum tengdum fyrirtækinu, og frestun ákvarðaðra breytilegra starfskjara skv. 2. mgr., þ.m.t. hvernig fari um frestun breytilegra starfskjara þegar starfsmaður hættir störfum fyrir fyrirtækið.

    d. (57. gr. e.)

Afturköllun og endurkrafa breytilegra starfskjara.

    Starfsreglur fjármálafyrirtækis um breytileg starfskjör skulu tryggja að breytileg starfskjör sem hafa verið ákvörðuð en ekki greidd út vegna frestunar skv. 2. mgr. 57. gr. d skuli ekki greidd, eða aðeins greidd út að hluta, þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi hinna frestuðu breytilegu starfskjara kemur ef staða fyrirtækisins hefur versnað verulega eða útlit er fyrir að staða þess muni versna verulega. Sama á við ef fyrirtæki þarf nauðsynlega að byggja upp eiginfjárstöðu sína.
    Starfsreglur fjármálafyrirtækis um breytileg starfskjör skulu tryggja að fyrirtæki sé heimilt að endurkrefja starfsmann um þegar útgreidd breytileg starfskjör, í heild eða að hluta, einkum ef í ljós kemur að starfsmaður var þátttakandi í eða bar ábyrgð á framferði sem olli fjármálafyrirtækinu verulegu tjóni eða brást starfsskyldum sínum verulega. Það sama á við hafi starfsmaður ekki fylgt lögum, reglum, stjórnvaldsfyrirmælum eða innri reglum fjármálafyrirtækis. Starfsreglur um breytileg starfskjör skulu kveða nánar á um tilvik og aðstæður sem leiða til þess að fjármálafyrirtæki sé heimilt að endurkrefja starfsmann, í heild eða að hluta, um breytileg starfskjör sem þegar hafa verið greidd út.
    Í starfsreglum fjármálafyrirtækis um breytileg starfskjör skal það vera tryggt að í þeim tilvikum þegar fjármálafyrirtæki er veitt lán til þrautavara frá seðlabanka, eða einhvers konar fjárhagsaðstoð, skuli vera heimilt að afturkalla, í heild eða að hluta, þegar ákvörðuð breytileg starfskjör sem ekki hafa verið greidd út til starfsmanns. Fjármálaeftirlitinu er heimilt á grundvelli reglna skv. 5. mgr. að kveða á um frekari takmarkanir á greiðslum breytilegra starfskjara í þeim tilfellum sem kveðið er á um í ákvæðinu.
    Starfsreglur fjármálafyrirtækis um breytileg starfskjör skulu taka mið af því að ef fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki ákvæði um að viðhalda eiginfjáraukum skv. 84. gr. a – 84. gr. e skuli breytileg starfskjör einungis greidd starfsmönnum í samræmi við 6. mgr. 84. gr. a.
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um framkvæmd þessarar greinar.

27. gr.

    Orðin „sbr. 4. mgr. 97. gr.“ í 1. mgr. 59. gr. laganna falla brott.

28. gr.

    Fyrirsögn VII. kafla laganna orðast svo: Stjórn, stjórnarhættir og starfsmenn.

29. gr.

    IX. kafli laganna, sem hefur fyrirsögnina Meðhöndlun áhættuþátta í starfsemi fjármálafyrirtækis, 78. gr., 78. gr. a – 78. gr. i og 79. gr., orðast svo, ásamt greinarfyrirsögnum:

    a. (78. gr.)

Áhættunefnd.

    Fjármálafyrirtæki skal starfrækja áhættunefnd. Nefndin skal að lágmarki skipuð þremur mönnum, þar af tveimur stjórnarmönnum fjármálafyrirtækisins hið minnsta. Starfsmönnum fjármálafyrirtækisins er óheimilt að eiga sæti í nefndinni. Nefndarmenn skulu búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að móta áhættustefnu og áhættuvilja félagsins. Áhættunefnd skal sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn fyrirtækisins, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja fyrirtækisins.
    Áhættunefnd skal hafa aðgang að þeim upplýsingum og gögnum sem nefndin telur sig þurfa til starfa sinna.
    Áhættunefnd skal m.a. kanna hvort hvatar sem falist geta í starfskjarastefnu fjármálafyrirtækis, þar á meðal breytilegum starfskjörum, samræmist áhættustefnu fyrirtækisins og yfirfara hvort kjör á eignum og skuldbindingum, þar á meðal á innlánum og útlánum, sem boðin eru við­skipta­vinum fjármálafyrirtækis taki að fullu mið af við­skipta­líkani og áhættustefnu fyrirtækisins. Ef kjör endurspegla ekki áhættuna samkvæmt við­skipta­líkani og áhættustefnu fyrirtækisins skal áhættunefnd leggja fram úrbótaáætlun til stjórnar.
    Fjármálafyrirtæki er heimilt að sameina störf áhættunefndar og endurskoðunarnefndar skv. IX. kafla A í lögum um ársreikninga, nr. 3/2006. Nefndarmenn sameinaðrar nefndar skulu búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að sinna verkefnum sem annars hefðu verið falin hvorri nefnd fyrir sig. Fjármálaeftirlitið getur með hliðsjón af stærð, eðli og umfangi rekstrar fjármálafyrirtækis, og því hversu margþætt starfsemi fyrirtækisins er, krafist þess að fjármálafyrirtæki aðskilji störf áhættunefndar og endurskoðunarnefndar.
    Fjármálaeftirlitið getur, með hliðsjón af stærð, eðli og umfangi rekstrar fjármálafyrirtækis, og því hversu margþætt starfsemi fyrirtækisins er, veitt undanþágu frá starfrækslu áhættunefndar eða frá einstökum þáttum í starfsemi áhættunefndar. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að skilyrða undanþágu til fjármálafyrirtækja. Starfsskyldur áhættunefndar skv. 2. og 3. mgr. skulu þá að breyttu breytanda hvíla á stjórn fjármálafyrirtækis.


    b. (78. gr. a.)

Útlána- og mótaðilaáhætta.

    Fjármálafyrirtæki skal byggja lánveitingar sínar á traustum og vel skilgreindum viðmiðum og tryggja að ferlar vegna samþykktar, breytinga, endurnýjunar og endurfjármögnunar lánveitinga, eða hvers kyns skilmálabreytinga þeirra, séu til staðar.
    Fjármálafyrirtæki skal beita eigin aðferðafræði sem gerir því kleift að meta útlánaáhættu af áhættuskuldbindingum einstakra lántakenda, verðbréfum, verðbréfuðum stöðum og útlánasafni í heild. Eigin aðferðafræði skal ekki ein­göngu eða athugasemdalaust byggjast á mati lánshæfismatsfyrirtækja. Þegar fjármálafyrirtæki byggir eiginfjárútreikninga sína á einkunn matsfyrirtækis, eða eftir atvikum á því að áhættuskuldbinding hafi ekki hlotið einkunn, skal það ekki undanskilið því að nýta aðrar viðeigandi upplýsingar við mat á eiginfjárþörf.
    Fjármálafyrirtæki skal nota skilvirk kerfi og aðferðir við stýringu útlánasafns og hafa eftirlit með áhættuskuldbindingum fjármálafyrirtækis, þ.m.t. greiningu á vanefndum, virðisbreytingum og varúðarniðurfærslum.
    Dreifing útlánasafns fjármálafyrirtækis skal vera fullnægjandi með tilliti til þeirra markaða sem fyrirtækið starfar á og útlánastefnu þess.

    c. (78. gr. b.)

Eftirstæð áhætta.

    Fjármálafyrirtæki skal, m.a. með skjalfestri stefnu og ferlum, meðhöndla og stýra þeirri áhættu sem verður eftir þegar viðurkenndar aðferðir þess við mildun útlánaáhættu reynast ekki jafnárangursríkar og vænst var.

    d. (78. gr. c.)

Samþjöppunaráhætta.

    Fjármálafyrirtæki skal, m.a. með skjalfestri stefnu og ferlum, meðhöndla og stýra samþjöppunaráhættu sem verður til vegna sérhvers mótaðila fyrirtækisins. Undir mótaðila falla m.a. hópar tengdra við­skipta­manna, miðlægir mótaðilar, mótaðilar í sömu grein innan sama geira hagkerfisins, á sama landsvæði eða í sömu atvinnugrein eða aðilar sem framleiða sömu hrávöru. Við mat og greiningu á samþjöppunaráhættu skal taka mið af aðferðum við mildun útlánaáhættu sem og áhættu sem tengist stórum, óbeinum áhættuskuldbindingum, m.a. vegna trygginga fyrir áhættuskuldbindingum frá einum útgefanda.

    e. (78. gr. d.)

Áhætta vegna verðbréfunar.

    Fjármálafyrirtæki skal, m.a. með skjalfestri stefnu og ferlum, meta og meðhöndla áhættu, þ.m.t. orðsporsáhættu, vegna verðbréfunar, þar sem fyrirtækið er fjárfestir, útgefandi eða umsýsluaðili slíkra gerninga. Fjármálafyrirtæki skal jafnframt tryggja að efnahagslegt inntak við­skipta­nna endurspeglist að fullu í áhættumati og ákvörðunum stjórnenda.
    Fjármálafyrirtæki sem er útgefandi verðbréfunar á áhættuskuldbindingum vegna veltufjármögnunar með ákvæðum um heimild til greiðslu fyrir gjalddaga skal hafa til staðar lausafjáráætlun þar sem tekið er tillit til áætlaðra afborgana og afborgana fyrir gjalddaga.

    f. (78. gr. e.)

Markaðsáhætta.

    Fjármálafyrirtæki skal hafa skjalfesta stefnu og ferla til að greina, mæla og stýra öllum verulegum þáttum sem orsaka markaðsáhættu og áhrifum af henni.
    Í þeim tilvikum þegar skortstaða gjaldfellur á undan gnóttstöðu skal fjármálafyrirtæki gera ráðstafanir svo að tryggt sé að ekki skapist lausafjárskortur.
    Fjármálafyrirtæki skal hafa yfir að ráða nægu eigin fé til þess að mæta öllum verulegum markaðsáhættuþáttum sem ekki eru meðhöndlaðir sérstaklega við útreikning á lögbundnum eiginfjárkröfum.

    g. (78. gr. f.)

Vaxtaáhætta vegna viðskipta utan veltubókar.

    Fjármálafyrirtæki skal greina, meta og stýra áhættu vegna mögulegra vaxtabreytinga sem hafa áhrif á viðskipti þess utan veltubókar.

    h. (78. gr. g.)

Rekstraráhætta.

    Fjármálafyrirtæki skal hafa skjalfesta stefnu og ferla til að meta og stýra rekstraráhættu, þ.m.t. vegna áhættulíkana og fátíðra atburða sem geta haft alvarlegar afleiðingar. Fjármálafyrirtæki skal í þessum tilgangi tilgreina hvað telst til rekstraráhættu.
    Fjármálafyrirtæki skal hafa viðbragðsáætlun og áætlun um samfelldan rekstur til að tryggja áfram­haldandi starfsemi sína og takmörkun á tjóni ef alvarleg röskun verður á starfsemi fyrirtækisins.

    i. (78. gr. h.)

Lausafjáráhætta.

    Fjármálafyrirtæki skal hafa áætlanir, stefnu, skjalfesta verkferla, aðferðir og kerfi til að greina, meta, stýra og fylgjast með lausafjáráhættu sem nær yfir viðeigandi tíma, þ.m.t. innan dags, til að tryggja að fyrirtækið búi yfir nægu lausu fé. Slíkar áætlanir, stefnur, ferlar og kerfi skulu sniðin að starfsemi sviða, útibúa og lögaðila innan samstæðu fjármálafyrirtækis og þeim gjaldmiðlum sem þau eiga í viðskiptum með. Áætlanir, stefnur, ferlar og kerfi skulu einnig fela í sér fullnægjandi ráðstöfun fjármuna vegna kostnaðar, ávinnings og áhættu, og skulu taka mið af áhættusniði, umfangi og áhættuþoli. Þá skulu áætlanir, stefnur, ferlar og kerfi taka mið af því hversu margþætt starfsemi fjármálafyrirtækisins er og endurspegla mikilvægi fjármálafyrirtækisins í hverju aðildarríki sem það hefur starfsemi í. Fjármálafyrirtæki skal upplýsa allar viðeigandi starfseiningar fyrirtækisins um áhættuþol þess.
    Fjármálafyrirtæki skal móta áhættusnið vegna lausafjáráhættu sem skal taka mið af eðli, umfangi og því hversu margþætt starfsemi fjármálafyrirtækisins er.
    Fjármálafyrirtæki skal þróa aðferðafræði til að greina, mæla, stýra og fylgjast með fjármögnunarstöðum. Í aðferðafræðinni skal tekið tillit til mikilvægs fjárstreymis, núverandi og áætlaðs, sem stafar af eignum, skuldum og liðum utan efnahagsreiknings, þ.m.t. skilyrtum skuldbindingum og hugsanlegum áhrifum af orðsporsáhættu.
    Fjármálafyrirtæki skal greina á milli veðsettra og kvaðalausra eigna sem eru tiltækar á hverjum tíma, einkum ef neyðarástand ríkir. Jafnframt skal taka mið af staðsetningu eignanna, bæði hvað varðar það ríki þar sem eignarréttindi eru skráð og það hvaða lögaðili fer með eignarhald á eignunum. Fjármálafyrirtæki skal fylgjast með hvort og hvernig eignir eru tiltækar.
    Fjármálafyrirtæki sskal taka mið af lögbundnum og rekstrarlegum takmörkunum á mögulegum millifærslum á lausu fé og kvaðalausum eignum milli lögaðila bæði hérlendis og erlendis.
    Fjármálafyrirtæki skal kappkosta að nota fleiri en eina aðferð til að milda áhættu við lausafjárstýringu. Aðrar aðferðir skulu m.a. innihalda ýmis mörk og varaforða lauss fjár svo að fyrirtækið geti staðið af sér margvíslega álagsatburði. Jafnframt skal fjármálafyrirtæki kappkosta að fjármögnun, og aðgangur að henni, sé nægjanlega dreifð. Tilhögun lausafjárstýringar skal endurskoðuð reglulega.
    Fjármálafyrirtæki skal kanna áhrif af ólíkum sviðsmyndum á lausafjárstöðu sína og mildun áhættu og skulu forsendur sem liggja til grundvallar ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækisins endurskoðaðar a.m.k. árlega. Í því skyni skulu sviðsmyndirnar einkum taka tillit til liða utan efnahagsreiknings og annarra skuldbindinga, þ.m.t. eininga um sérverkefni á sviði verðbréfunar eða annarra eininga um sérverkefni sem fjármálafyrirtækið kemur að sem útgefandi eða veitir verulegan lausafjárstuðning.
    Fjármálafyrirtæki skal í sviðsmyndunum kanna áhrif vegna einstakra fyrirtækja sem og vegna markaðarins í heild auk þess að kanna blandaðar sviðsmyndir. Við athugun skal tekið mið af ólíkum tímabilum og mismunandi álagsaðstæðum.
    Fjármálafyrirtæki skal aðlaga áætlanir sínar, stefnur og mörk vegna lausafjáráhættu og þróa skilvirka viðbragðsáætlun með tilliti til niðurstaðna úr sviðsmyndum sem tilteknar eru í 7. mgr. til að bregðast við lausafjárvanda. Í áætluninni skal koma fram hvernig fjármálafyrirtæki hyggst mæta lausafjárskorti, þ.m.t. í útibúum í öðrum aðildarríkjum þar sem það hefur starfsemi. Fjármálafyrirtæki skal prófa áætlunina a.m.k. árlega og uppfæra hana með hliðsjón af niðurstöðum úr þeim sviðsmyndum sem tilteknar eru i 7. mgr. Framkvæmdastjórn fjármálafyrirtækis skal samþykkja áætlunina og tryggja að innri ferlar séu í samræmi við kröfur ákvæðisins. Fjármálafyrirtæki skal gera ráðstafanir til að tryggja að viðbragðsáætlun geti komið til tafarlausrar framkvæmdar. Við­skipta­bankar, sparisjóðir og aðrar lánastofnanir skulu í þeim tilgangi vera með fullnægjandi tryggingar vegna fjármögnunar frá seðlabanka. Í þessu felst m.a. að vera með tryggingar í sömu erlendu gjaldmiðlum og áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækisins sjálfs, sérstaklega þar sem slíkt kann að vera nauðsynlegt vegna starfsemi fyrirtækisins bæði hérlendis og erlendis.

    j. (78. gr. i.)

Áhætta vegna óhóflegrar vogunar.

    Fjármálafyrirtæki skal hafa skjalfesta stefnu og ferla til að greina, stýra og vakta áhættu sem hlýst af óhóflegri vogun. Á meðal áhættuvísa um óhóflega vogun er útreikningur vogunarhlutfalls og misræmi á milli eigna og skuldbindinga fjármálafyrirtækis.
    Fjármálafyrirtæki skal meðhöndla áhættu vegna óhóflegrar vogunar með varfærnum hætti og taka tillit til mögulegrar aukinnar áhættu vegna lækkunar á eigin fé vegna vænts eða innleysts taps í samræmi við gildandi reikningsskilareglur. Í því augnamiði skal fjármálafyrirtæki geta staðið af sér ólíka álagsatburði sem tengdir eru áhættu af óhóflegri vogun.

    k. (79. gr.)

Eftirlit með meðhöndlun áhættuþátta.

    Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki fari eftir þeim kröfum og skyldum sem kveðið er á um í 78. gr. a – 78. gr. g og 78. gr. i og skal fylgjast með því að fyrirtæki meðhöndli sérhvern áhættuþátt sem þar greinir í samræmi við ákvæðin og komi skjalfestum innri ferlum fjármálafyrirtækis í framkvæmd. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun sérhvers áhættuþáttar samkvæmt þessari málsgrein til að útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækja skv. 78. gr. a – 78. gr. g og 78. gr. i.
    Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fara með eftirlit með því að fjármálafyrirtæki uppfylli kröfur og skyldur vegna lausafjáráhættu, sbr. 78. gr. h, eins og nánar greinir í þessari málsgrein. Seðlabankinn setur reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun lánastofnana og hefur eftirlit með þeim samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Eftirlit með því að fjármálafyrirtæki, önnur en lánastofnanir, fari eftir kröfum og skyldum skv. 78. gr. h er í höndum Fjármálaeftirlitsins. Hið sama á við um annað eftirlit með lánastofnunum en það sem Seðlabankinn viðhefur á grundvelli reglna um laust fé og stöðuga fjármögnun. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið skulu viðhafa reglubundna samvinnu vegna eftirlits með lausafjáráhættu fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að undangengnu samráði við Seðlabanka Íslands, að setja reglur um framkvæmd lausafjárstýringar til að útfæra nánar skyldur skv. 78. gr. h.

30. gr.

    Á eftir 84. gr. laganna koma sex nýjar greinar, 84. gr. a – 84. gr. f, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (84. gr. a.)

Eiginfjáraukar og samanlögð krafa um eiginfjárauka.

    Til viðbótar við lágmark eiginfjárgrunns skv. 1. mgr. 84. gr. skal fjármálafyrirtæki hafa eiginfjárauka í samræmi við 84. gr. b – 84. gr. e. Til eiginfjárauka er einungis heimilt að telja eiginfjárliði sem teljast til eiginfjárþáttar A skv. 5. mgr. 84. gr.
    Óheimilt er að tvítelja eiginfjárliði með þeim hætti að nýta eigið fé skv. 84. gr. b – 84. gr. e til að mæta eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli a-liðar 1. mgr. 84. gr.
    Eiginfjáraukar bætast við lágmarkseiginfjárgrunn skv. 1. málsl. 1. mgr. 84. gr. og til viðbótar við eiginfjárkröfu skv. a-lið 1. mgr. 84. gr. Sé fjármálafyrirtæki skylt að viðhalda einum eða fleirum þeirra eiginfjárauka sem kveðið er á um í 84. gr. b – 84. gr. e myndar sú skylda samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Eiginfjáraukar bætast þannig við kröfu skv. 1. málsl. 1. mgr. 84. gr. og a-lið 1. mgr. 84. gr. svo að fyrst myndast skylda til þess að viðhalda eigin fé til þess að uppfylla eiginfjárkröfu vegna eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, þá eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, síðan sveiflujöfnunarauka og að lokum verndunarauka. Samanlagt gildi eiginfjáraukanna myndar þannig samanlagða kröfu um eiginfjárauka.
    Þrátt fyrir 3. mgr., í þeim tilvikum þegar fjármálafyrirtæki ber bæði að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, sbr. 84. gr. b, og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, sbr. 84. gr. c, skal sá eiginfjárauki sem hærri er gilda. Í þeim tilvikum þar sem eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, sbr. 84. gr. b, tekur til allra innlendra áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækis, en ekki til áhættuskuldbindinga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, skal eiginfjárkrafa á grundvelli 84. gr. b leggjast saman við kröfu um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skv. 84. gr. c.
    Ef ákvörðun er tekin um að fyrirtæki, sem ekki er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki en tilheyrir samstæðu sem inniheldur kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki og því ber að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki vegna ákvörðunar á grundvelli 4. málsl. 84. gr. c, skuli einnig viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á grundvelli 2. mgr. 84. gr. b skal samanlögð krafa um eiginfjárauka í tilfelli fyrirtækisins aldrei verða lægri en samanlögð krafa til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. 84. gr. d og 84. gr. e og þeim eiginfjárauka sem hærri er skv. 84. gr. b eða 84. gr. c. Í þeim tilvikum þar sem eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, sbr. 84. gr. b, tekur til allra innlendra áhættuskuldbindinga samstæðunnar, en ekki til áhættuskuldbindinga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, skal 4. mgr. gilda.
    Fjármálafyrirtæki sem þegar viðheldur eiginfjáraukum skv. 84. gr. b – 84. gr. e er óheimilt að greiða út arð, breytileg starfskjör til starfsmanna eða aðrar þær útgreiðslur sem verða til þess að fyrirtækið uppfyllir ekki lengur lágmarkskröfur um hlutfall eiginfjárliða undir eiginfjárþætti A nema útgreiðslurnar séu í samræmi við heimildir reglna um hámarksútgreiðslufjárhæð sem settar eru á grundvelli 7. mgr. Ef fjármálafyrirtæki uppfyllir eiginfjárkröfur skv, 1. mgr. 84. gr. en viðheldur ekki eiginfjáraukum skv. 84. gr. b – 84. gr. e er því óheimilt að greiða út arð eða breytileg starfskjör til starfsmanna eða framkvæma aðrar þær greiðslur eða aðgerðir sem hafa áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni umfram hámarksútgreiðslufjárhæð samkvæmt reglum sem Fjármálaeftirlitið setur.
    Fjármálaeftirlitið setur reglur um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja á arði til hluthafa, breytilegum starfskjörum til starfsmanna og öðrum sambærilegum greiðslum þegar fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki að fullu kröfu til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. 84. gr. b – 84. gr. e. Í reglunum skal kveðið á um hvernig heimildir til útgreiðslna skerðast og hámarkshlutfall þeirra.

    b. (84. gr. b.)

Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu.

    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Ef eiginfjárauki vegna kerfisáhættu er settur á skal fjármálastöðugleikaráð endurskoða tilmæli sín innan tveggja ára frá því að þau komu til framkvæmda. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, lækkun eða hækkun hans, skal rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð.
    Heimilt er að kveða á um að eitt eða fleiri fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu. Hægt er að kveða á um að eiginfjárauki vegna kerfisáhættu taki mið af samstæðugrunni eða einstaka fyrirtækjum innan samstæðu fjármálafyrirtækisins. Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu skal taka mið af ósveiflutengdri áhættu í fjármálakerfinu, í heild eða að hluta, sem ógnað getur fjármálastöðugleika eða haft alvarlegar afleiðingar fyrir raunhagkerfið. Eiginfjárauka vegna kerfisáhættu má einnig ákveða vegna erlendra áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækis í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Hægt er að kveða á um mishátt gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu gagnvart einstökum fjármálafyrirtækjum ef eiginfjárauki er ákveðinn til þess að mæta mismunandi áhættu í fjármálakerfinu.
    Eiginfjárauka vegna kerfisáhættu má ákveða sem hlutfall af áhættugrunni fjármálafyrirtækis, sbr. 2. mgr. 84. gr., eða þeim áhættuskuldbindingum sem hann á að taka til. Gildi hans getur numið frá 1% af þeim hluta sem hann tekur til. Fjármálaeftirlitið getur viðurkennt eiginfjárauka vegna kerfisáhættu sem eftirlitsstjórnvald í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu hefur ákveðið vegna áhættuskuldbindinga í því ríki og lagt hann á fjámálafyrirtæki hér á landi ef fjármálafyrirtækið er með starfsemi í ríkinu og eiginfjárauki vegna kerfisáhættu þar í landi nær til þeirrar starfsemi.
    Uppfylli fjármálafyrirtæki ekki kröfur þessarar greinar um að viðhalda nægjanlegu eigin fé vegna eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og takmarkanir á útgreiðslum skv. 6. mgr. 84. gr. a eru ekki taldar duga til þess að styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins eins og kveðið er á um í ákvæðinu getur Fjármálaeftirlitið gripið til eftirfarandi aðgerða gagnvart fyrirtækinu:
     1.      Afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta skv. 10. tölul. 1. mgr. 9. gr.
     2.      Mælt fyrir um kröfur skv. a–e-lið 1. mgr. 84. gr.
     3.      Aukið kröfur til fjármálafyrirtækis, enda sé um að ræða annars konar fjármálafyrirtæki en þau sem hafa starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., um að viðhalda lausu fé og/eða auknu hlutfalli þess.
     4.      Óskað eftir því við Seðlabanka Íslands, í þeim tilvikum þar sem um ræðir fyrirtæki með starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., að kröfur til fjármálafyrirtækisins um að viðhalda lausu fé og hlutfalli þess verði auknar.
    Ráðherra setur reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd þessarar greinar. Reglugerðin skal m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð skv. 1. mgr., um aðkomu kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að tilmælum og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um eiginfjáraukann, um innihald og birtingu tilmæla og ákvörðunar um að kveða á um eiginfjáraukann og nánari reglur um rökstuðning tilmæla og ákvörðunar, gildi eiginfjáraukans og nánari málsmeðferð og samskipti við erlendar eftirlitsstofnanir ef hlutfall eiginfjárauka vegna kerfisáhættu er ákveðið hærra en 3% eða 5% af áhættugrunni fjármálafyrirtækis eða sem hlutfall af þeim áhættuskuldbindingum sem hann tekur til. Þá hefur ráðherra einnig heimild til þess að kveða nánar á um heimild til viðurkenningar á eiginfjárauka vegna kerfisáhættu í öðrum ríkjum í sömu reglugerð.

    c. (84. gr. c.)

Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.

    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki getur numið allt að 2% af áhættugrunni, sbr. 2. mgr. 84. gr. Ákvörðun um að setja eiginfjáraukann á og gildi hans skal endurskoða árlega og ber Fjármálaeftirlitinu að óska eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs fyrir breytingu á ákvörðuninni. Við ákvörðun um hvaða fjármálafyrirtæki skulu viðhalda eiginfjárauka samkvæmt þessari grein skal byggt á skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs á kerfislega mikilvægum aðilum skv. d-lið 2. mgr. 4. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð. Hægt er að ákvarða að eiginfjáraukinn taki mið af samstæðugrunni fyrirtækisins eða tiltekinna félaga innan samstæðu. Umsögn fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, lækkun eða hækkun hans, skal rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð. Ráðherra setur reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd þessarar greinar. Reglugerðin skal m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð og samskipti við erlendar eftirlitsstofnanir og innihald, rökstuðning og birtingu tillögu og ákvörðunar um að setja á eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.

    d. (84. gr. d.)

Sveiflujöfnunarauki.

    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um sveiflujöfnunarauka og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Fjármálastöðugleikaráð skal ársfjórðungslega leggja fram tilmæli um hvort tilefni sé til þess að fjármálafyrirtæki viðhaldi sveiflujöfnunarauka og hvert gildi hans eigi að vera fyrir hvern ársfjórðung á næsta tólf mánaða tímabili. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Heimilt er að kveða á um sveiflujöfnunarauka og gildi hans með styttri tímafresti en skv. 2. málsl. ef óvenjulegar aðstæður skapast á fjármálamarkaði og skal það þá sérstaklega rökstutt. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um sveiflujöfnunarauka, lækkun eða hækkun hans, skal rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð.
    Gildi sveiflujöfnunarauka er hægt að ákveða sem 0–2,5% af áhættugrunni, sbr. 2. mgr. 84. gr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um sveiflujöfnunarauka sem er hærri en 2,5% af áhættugrunni að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði ef áhættuþættir sem liggja til grundvallar mati fjármálastöðugleikaráðs á gildi sveiflujöfnunarauka gefa tilefni til.
    Við útreikning eigin fjár sem viðhalda skal samkvæmt þessari grein skal líta til vegins meðaltals þeirra sveiflujöfnunarauka sem fjármálafyrirtæki er skylt að viðhalda vegna starfsemi sinnar erlendis og reglna sem Fjármálaeftirlitið setur um útreikning hlutfalls sveiflujöfnunarauka. Sveiflujöfnunarauka skal einnig viðhaldið á samstæðugrunni. Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt að kveða á um gildi sveiflujöfnunarauka vegna áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækja í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt að kveða á um gildi sveiflujöfnunarauka fyrir fjármálafyrirtæki sem koma frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og hafa starfsemi hér á landi. Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni hlutfall sveiflujöfnunarauka í öðrum ríkjum. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um m.a. útreikning á sveiflujöfnunarauka fyrir fjármálafyrirtæki og viðurkenningu hlutfalls sveiflujöfnunarauka fyrir önnur ríki.
    Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlun eða rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 5., 6. eða 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., er undanskilið skyldu til þess að viðhalda sveiflujöfnunarauka skv. 1. mgr. ef það uppfyllir öll eftirtalin skilyrði:
     1.      Ársverk fyrirtækisins eru færri en 250.
     2.      Ársvelta fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi fer ekki yfir jafnvirði 50 milljóna evra í íslenskum krónum.
     3.      Eignir samkvæmt ársreikningi fara ekki yfir jafnvirði 43 milljóna evra í íslenskum krónum.
    Ráðherra setur reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd þessarar greinar. Í reglugerðinni skal sérstaklega kveðið á um aðkomu Seðlabanka Íslands, kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að ákvörðun um að kveða á um sveiflujöfnunarauka, gildi sveiflujöfnunarauka, opinbera birtingu og rökstuðning fyrir tillögu og ákvörðun, hvaða viðmið og áhættuþættir liggja til grundvallar ákvörðun um hlutfall sveiflujöfnunarauka.

    e. (84. gr. e.)

Verndunarauki.

    Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka sem nefnist verndunarauki. Verndunaraukinn skal nema 2,5% af áhættugrunni, sbr. 2. mgr. 84. gr., og skal auk þess viðhalda honum á samstæðugrunni.
    Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlun eða rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 5., 6. eða 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., er undanskilið skyldu til þess að viðhalda verndunarauka skv. 1. mgr. ef það uppfyllir öll eftirtalin skilyrði:
     1.      Ársverk fyrirtækisins eru færri en 250.
     2.      Ársvelta fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi fer ekki yfir jafnvirði 50 milljóna evra í íslenskum krónum.
     3.      Eignir samkvæmt ársreikningi fara ekki yfir jafnvirði 43 milljóna evra í íslenskum krónum.

    f. (84. gr. f.)

Áætlun um verndun eigin fjár.

    Viðhaldi fjármálafyrirtæki ekki nægjanlegu eigin fé, til samræmis við kröfu um samanlagðan eiginfjárauka skv. 84. gr. a, skal stjórn fjármálafyrirtækis útbúa og afhenda Fjármálaeftirlitinu áætlun um verndun eigin fjár í samræmi við fyrirmæli þessarar greinar.
    Áætlun um verndun eigin fjár skal m.a. innihalda:
     1.      Áætlun um tekjur og gjöld fyrirtækisins og spá um þróun efnahagsreiknings þess.
     2.      Upplýsingar um til hvaða úrræða fyrirtækið muni grípa til þess að hækka eiginfjárhlutfall sitt.
     3.      Tímasetta áætlun um það hvernig fyrirtækið ráðgerir að hækka eiginfjárhlutfall sitt þannig að það uppfylli á ný skilyrði 84. gr. a um að viðhalda eiginfjárauka.
     4.      Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar til þess að leggja mat á áætlunina.
    Áætlun um verndun eigin fjár skal afhent Fjármálaeftirlitinu innan fimm virkra daga frá því að ljóst er að eigið fé fór niður fyrir leyfileg mörk skv. 84. gr. a. Fjármálaeftirlitið getur veitt fimm daga viðbótarfrest til að afhenda áætlunina.
    Fjármálaeftirlitið leggur mat á áætlunina í samræmi við fyrirmæli þessarar greinar. Áætlun um verndun eigin fjár skal samþykkt ef talið er líklegt að hún komi því til leiðar að fjármálafyrirtæki nái að uppfylla eiginfjárkröfu skv. 84. gr. a innan viðeigandi tímamarka.
    Samþykki Fjármálaeftirlitið ekki áætlunina á grundvelli 4. mgr. getur það:
     1.      Mælt fyrir um að fjármálafyrirtækið auki eiginfjárgrunn sinn um tilskilin mörk innan tímafrests sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
     2.      Takmarkað frekar útgreiðslur umfram það sem kveðið er á um í reglum sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 7. mgr. 84. gr. a.

31. gr.

    Við 3. mgr. 87. gr. laganna bætast þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:
    d.     nöfn dótturfélaga, starfsemi þeirra og hvar starfsemi fer fram; einnig skal birta yfirlit yfir staðsetningu útibúa og hvar félagið veitir þjónustustarfsemi án stofnunar útibús í öðrum ríkjum,
    e.     yfirlit yfir hvers konar styrki eða niðurgreiðslur, og fjárhæð þeirra, sem félagið hefur þegið frá hinu opinbera,
    f.     arðsemi eigna í lykiltölum ársreikningsins; með arðsemi eigna er átt við hagnað félagsins eftir skatta sem hlutfall af meðalstöðu eigna á tímabilinu samkvæmt efnahagsreikningi.

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 93. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „dótturfyrirtæki“ tvívegis kemur: dótturfélög.
     b.      Orðin „skv. 97. gr.“ falla brott.

33. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 94. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „dótturfyrirtæki“ tvívegis kemur: dótturfélög.
     b.      Orðin „skv. 97. gr.“ falla brott.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 97. gr. laganna:
     a.      1.–8. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðsins „móðurfyrirtæki“ í 9. mgr. og orðsins „móðurfyrirtækið“ í 10. og 11. mgr. kemur: móðurfélag; og: móðurfélagið.

35. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „2. mgr., 4. málsl. 3. mgr. og 4.–6. mgr. 52. gr.“ í lokamálslið 4. mgr. 101. gr. laganna kemur: 2. mgr. og 4. málsl. 3. mgr. 52. gr. og 52. gr. a.

36. gr.

    Í stað orðsins „dótturfyrirtækjum“ í 2. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 107. gr. laganna kemur: dótturfélögum.

37. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „móðurfyrirtækið“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. kemur: móðurfélagið.
     b.      3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ákvæði 52. gr. og 52. gr. a um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra og önnur störf stjórnarmanna, ákvæði 57. gr. a – 57. gr. f um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör og ákvæði 84. og 85. gr. um eigið fé gilda einnig um eignarhaldsfélög á fjármálasviði.
     c.      Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að félag skuli teljast hluti af samstæðu fjármálafyrirtækis þegar fjármálafyrirtækið hefur ráðandi áhrif á félagið.
     d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Fjármálaeftirlitið setur reglur um eftirlit með fjármálafyrirtækjum á samstæðugrunni.

38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 110. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „áhættum“ í 15. tölul. kemur: áhættuskuldbindingum.
     b.      19. tölul. fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „um upplýsingaskyldu,“ í 22. tölul. kemur: um upplýsingaskyldu og viðvarandi mat á hæfi eiganda virkra eignarhluta.
     d.      Í stað tilvísunarinnar „2., 3., 4. og 7. mgr. 52. gr.“ í 23. tölul. kemur: 2., 3. og 5. mgr. 52. gr. og 52. gr. a.
     e.      Í stað tilvísunarinnar „52. gr. b“ í 24. tölul. kemur: 52. gr. c.
     f.      Í stað tilvísunarinnar „52. gr. c“ í 25. tölul. kemur: 52. gr. d.
     g.      Í stað tilvísunarinnar „2. og 3. mgr.“ í 27. tölul. kemur: 4. og 5. mgr.
     h.      Í stað tilvísunar „2. og 3. mgr.“ í 28. tölul. kemur: 1.–3. mgr.
     i.      31. tölul. orðast svo: 57. gr. a um starfskjarastefnu, 57. gr. b um starfsreglur um breytileg starfskjör, 57. gr. c um hámark breytilegra starfskjara, 57. gr. d um samsetningu og frestun breytilegra starfskjara eða 57. gr. e um afturköllun og endurkröfu breytilegra starfskjara.
     j.      Í stað tilvísunarinnar „57. gr. b“ í 32. tölul. kemur: 57. gr. f.

39. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 112. gr. b laganna:
     a.      Í stað orðsins „áhættum“ í 11. tölul. kemur: áhættuskuldbindingum.
     b.      14. tölul. fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „um upplýsingaskyldu“ í 15. tölul. kemur: um upplýsingaskyldu og viðvarandi mat á hæfi eiganda virkra eignarhluta.
     d.      Í stað tilvísunarinnar „2. og 3. mgr.“ í 16. tölul. kemur: 4. og 5. mgr.
     e.      20. tölul. orðast svo: 57. gr. a um starfskjarastefnu, 57. gr. b um starfsreglur um breytileg starfskjör, 57. gr. c um hámark breytilegra starfskjara, 57. gr. d um samsetningu og frestun breytilegra starfskjara eða 57. gr. e um afturköllun og endurkröfu breytilegra starfskjara.
     f.      Í stað tilvísunarinnar „57. gr. b“ í 21. tölul. kemur: 57. gr. f.

40. gr.

    Á eftir 116. gr. laganna kemur ný grein, 116. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Upplýsingaskylda vegna könnunar- og matsferlis.

    Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega þau almennu viðmið og aðferðafræði sem stofnunin styðst við vegna könnunar- og matsferlis.

41. gr.

    Á eftir orðunum „93/6/EBE um eigið fé fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana“ í 1. málsl. 117. gr. laganna kemur: 2002/87/EB um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu og um breytingu á tilskipunum ráðsins 73/239/EBE, 79/267/EBE, 92/49/EBE, 92/96/EBE, 93/6/EBE og 93/22/ EBE og á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/78/EB og 2000/12/EB.

42. gr.

    Á eftir 117. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 117. gr. a og 117. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (117. gr. a.)

Innleiðing reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.

    Ráðherra skal setja reglugerð sem innleiðir ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja. Í reglugerðinni skal kveðið á um hvernig farið verður með eftirlit samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og jafnframt skal koma fram hvernig val- og heimildarákvæðum hennar er beitt hér á landi.

    b. (117. gr. b.)

Innleiðing tæknilegra framkvæmdarstaðla og tæknilegra eftirlitsstaðla í íslenskan rétt.

    Ráðherra skal setja reglugerð um nánari útfærslu á birtingu Fjármálaeftirlitsins á þeirri aðferðafræði og þeim almennu viðmiðum sem stofnunin styðst við vegna könnunar- og matsferlis, sbr. 116. gr. a. Reglugerðin skal byggjast á tæknilegum framkvæmdarstaðli Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar um samræmdar gagnsæisskyldur eftirlitsstofnana.
    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdarstöðlum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Reglurnar varða nánari útfærslu á einstökum greinum laga þessara eða efni reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, sem innleidd er á grundvelli 117. gr. a. Reglurnar skulu m.a. taka til:
     a.      gagnaskila vegna i) útreikninga á eiginfjárkröfum og stórum áhættuskuldbindingum, ii) fjárhagslegra upplýsinga, iii) fasteignaveðlána, iv) vogunarhlutfalls og v) veðsetningar á eignum,
     b.      gagnsæis vegna eiginfjárgrunns og vogunarhlutfalls,
     c.      tilkynninga um starfsemi á milli landa, sbr. 36. og 37. gr., og
     d.      upplýsingagjafar á milli eftirlitsaðila í heimaríki og gistiríki, sbr. 34. gr.
    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem byggjast á tæknilegum eftirlitsstöðlum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Reglurnar varða nánari útfærslu á einstökum greinum laga þessara eða efni reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, sem innleidd er á grundvelli 117. gr. a. Reglurnar skulu m.a. ná til efnis sem varðar:
     a.      útreikning á eiginfjárgrunni,
     b.      útreikning á útlánaáhættu, þ.m.t. vegna innramatsaðferðar og yfirfærðrar útlánaáhættu vegna verðbréfunar,
     c.      útreikning á markaðsáhættu, þ.m.t. vegna matsaðferðar vegna veltubókar,
     d.      útreikning á stórum áhættuskuldbindingum,
     e.      tilkynningar um starfsemi á milli landa, sbr. 36. og 37. gr., og
     f.      upplýsingagjöf á milli eftirlitsaðila í heimaríki og gistiríki, sbr. 34. gr.

43. gr.

    Lokamálsliður 118. gr. laganna fellur brott.

44. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „2. mgr., 4. málsl. 3. mgr. og 4. mgr. 52. gr. laganna“ í 3. tölul. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum kemur: 2. mgr. og 4. málsl. 3. mgr. 52. gr. og 52. gr. a.

45. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Ákvæði b–e-liðar 30. gr. (84. gr. b – 84. gr. e) koma til framkvæmda sem hér segir:
     1.      B-liður (84. gr. b) kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2016 og getur gildi eiginfjáraukans þá hæst orðið 5% fram til 1. júní 2016.
     2.      C-liður (84. gr. c) kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2016.
     3.      D-liður (84. gr. d) kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2016 og getur gildi sveiflujöfnunaraukans þá hæst orðið 2,5% fram til 1. janúar 2017.
     4.      E-liður (84. gr. e) kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2016 og getur gildi verndunaraukans þá hæst orðið 1% fram til 1. júní 2016 og 1,75% frá 1. júní 2016 fram að 1. janúar 2017 og 2,5% eftir það.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

I. Inngangur.
    Í desember 2010 kynnti Basel-nefndin um bankaeftirlit (e. Basel Committee on Banking Supervision) nýjar alþjóðlegar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja, eða Basel III staðal (e. Basel III: A global regulatory framework for more resilient banks and banking systems), sem ætlað er að bregðast við veikleikum sem komu bersýnilega í ljós í kjölfar alþjóðlega fjármálahrunsins. Fyrsti Basel-staðallinn var samþykktur árið 1988 og var endurskoðaður árið 2004. Með Basel III staðlinum eru fyrri staðlar endurskoðaðir auk þess sem þeim er ætlað að auka bæði magn og gæði eigin fjár með því bæta reglur um eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækja, styrkja innra og ytra eftirlit með fjármálafyrirtækjum og bæta áhættustýringu þeirra. Meginmarkmið nýrra reglna er að gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til þess að mæta rekstrartapi og tryggja fjármálastöðugleika.
    Evrópusambandið samþykkti í júní 2013 nýtt regluverk sem byggist á Basel III staðlinum, með annars vegar tilskipun 2013/36/ESB (e. Directive 2013/36/EU of the European Parliament and of the Council of 26 June 2013 on access to the activity of credit institutions and the prudential supervision of credit institutions and investment firms, amending Directive 2002/87/EC and repealing Directives 2006/48/EC and 2006/49/EC) sem almennt er kölluð CRD IV tilskipunin og hins vegar með reglugerð (ESB) nr. 575/2013 (e. Regulation (EU) No 575/2013 of the European Parliament and of the Council of 26 June 2013 on prudential requirements for credit institutions and investment firms and amending Regulation (EU) No 648/2012) sem almennt er kölluð CRR-reglugerðin. Þessar nýju gerðir fela í sér heildarendurskoðun Evrópusambandsins á regluverki á sviði fjármálamarkaðar, m.a. hvað varðar umgjörð og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlits með fjármálafyrirtækjum, og innleiða Basel III staðalinn í Evrópulöggjöf.
    Með frumvarpi þessu er stefnt að því að stíga fyrsta skrefið í því að aðlaga íslenska löggjöf á sviði fjármálamarkaða að Basel III staðlinum og nýju regluverki Evrópusambandsins.
Frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki var lagt fram á 143. löggjafarþingi (þskj. 883 – 522. mál) en var ekki afgreitt. Frumvarp þetta byggist á umræddu frumvarpi en hefur verið tekið til ítarlegri skoðunar og inniheldur auk þess nýjar tillögur að breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki.
    Frumvarpið var samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og í samráði við nefnd sem ráðherra skipaði 17. september 2012. Samkvæmt skipunarbréfi var nefndinni ætlað að huga að innleiðingu á nýjum reglum Evrópusambandsins, þ.e. tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlitskröfur gagnvart fjármálafyrirtækjum o.fl., í íslenskan rétt. Nefndinni var einnig ætlað að fara yfir gildandi regluverk á sviði fjármálamarkaðar og athuga hvort úrbóta væri þörf. Í nefndinni sitja Leifur Arnkell Skarphéðinsson, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, formaður nefndarinnar, Elvar Guðmundsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, og Hjálmar Stefán Brynjólfsson lögfræðingur, tilnefndir af Fjármálaeftirlitinu, Gísli Sigurbjörn Óttarsson, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, og Thomas Sko Jensen, forstöðumaður áhættustýringar hjá MP banka, tilnefndir af Samtökum fjármálafyrirtækja, og Jónas Þórðarson, sérfræðingur, og Ragnar Árni Sigurðarson lögfræðingur, tilnefndir af Seðlabanka Íslands. Breytingar hafa orðið á nefndinni af ýmsum ástæðum en í nefndinni sátu áður Harpa Jónsdóttir, María Rúriksdóttir, Oddgeir Á. Ottesen, Perla Ösp Ásgeirsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Þórdís Sveinsdóttir.
    Nefndin kom þó ekki að útfærslu allra breytinganna sem lagðar eru til í frumvarpinu. Á það fyrst og fremst við um þær breytingartillögur sem tengjast ekki innleiðingu ákvæða tilskipunar 2013/36/ESB í íslenskan rétt. Þá skal þess einnig getið að við útfærslu sumra ákvæða tilskipunar 2013/36/ESB voru ekki allir nefndarmenn sammála um breytingartillögur. Má hér helst nefna breytingar sem finna má í 25. og 26. gr. frumvarpsins um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör en fulltrúar SFF í nefndinni vildu ganga lengra í því að aðlaga íslenskar reglur að efni tilskipunarinnar og fella út séríslenskar reglur. Sama á við um breytingar sem er að finna í 19.–21. gr. frumvarpsins um breytingar á 52.–54. gr. laganna en fulltrúar SFF í nefndinni lögðu til að séríslenskar reglur um stjórn og stjórnarhætti yrðu felldar úr lögunum samhliða breytingunum sem finna má í frumvarpinu.

II. Um CRD IV/CRR og innleiðingu í íslenskan rétt.
    Nýtt regluverk Evrópusambandsins um breytingar á löggjöf á sviði fjármálamarkaðar var birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins 27. júní 2013 og tók gildi í ríkjum Evrópusambandsins 17. júlí 2013. Samkvæmt tilskipun 2013/36/ESB áttu öll aðildarríki Evrópusambandsins að innleiða regluverkið í landsrétt fyrir 1. janúar 2014 og fjármálafyrirtæki á innri markaðinum áttu að hlíta reglunum frá sama tímamarki en ákveðnar reglur taka gildi í skrefum fram til ársins 2019. Helsta ástæða heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á regluverki sínu á sviði fjármálamarkaðar eru fjármálaerfiðleikar aðildarríkja sambandsins síðustu ár.
    Tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn og skýrist það af því að reglugerðir Evrópusambandsins um stofnun nýrra evrópskra eftirlitsstofnana sem gefnar voru út árið 2010 hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn. Það hefur verið erfiðleikum bundið að taka upp umræddar reglugerðir þar sem í þeim er eftirlitsstofnunum falið vald sem rúmast ekki innan 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Sama gilti um Noreg en valdheimildirnar voru ekki taldar rúmast innan norsku stjórnarskrárinnar. Fjöldi ákvæða í tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 veita umræddum eftirlitsstofnunum tiltekin völd eða aðkomu að ákvörðunum eftirlitsaðila í aðildarríkjunum. Íslensk stjórnvöld ásamt stjórnvöldum í Liechtenstein og Noregi hafa þó fundið lausn á þessu vandamáli og með samkomulagi við fjármálaráðherra ríkja Evrópusambandsins frá 14. október 2014 var skrifað undir viljayfirlýsingu um hvernig megi taka upp umræddar reglugerðir um stofnun evrópsku eftirlitsstofnananna í landsrétt EFTA-ríkjanna og með því taka gerðirnar upp í EES-samninginn þannig að þær rúmist innan heimilda stjórnarskrár Íslands og Noregs. Því er gert ráð fyrir að umræddar reglugerðir verði teknar upp í EES-samninginn á þessu ári og í kjölfarið verða tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 teknar upp í EES-samninginn.
    Þrátt fyrir að tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 hafi ekki verið teknar upp í EES-samninginn er það aftur á móti vilji íslenskra stjórnvalda að íslensk lög og reglur á þessu málefnasviði endurspegli þær reglur sem gilda í nágrannalöndum Íslands hverju sinni. Norðurlandaþjóðirnar hafa þegar innleitt flestar reglur sem finna má í nýju regluverki Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Jafnframt er það vilji íslenskra stjórnvalda að löggjöf á sviði fjármálamarkaða sé á öllum tímum í samræmi við þær lágmarkskröfur sem Evrópusambandið setur fjármálafyrirtækjum á innri markaði. Í ljósi fjármálahrunsins er mjög brýnt að Ísland sýni staðfestu í þessum málum. Með því er stefnt að auknu trausti á íslenskum fjármálamarkaði. Íslensk stjórnvöld hafa því tekið þá ákvörðun að leggja til breytingar á lögum og reglum í samræmi við regluverk Evrópusambandsins þrátt fyrir að það hafi ekki enn orðið hluti af EES-samningnum eftir því sem þörf þykir. Sambærileg leið er nú farin í öðrum EFTA-ríkjum. Ákvæði tilskipunar 2013/36/ESB sem veita evrópsku eftirlitsstofnununum valdheimildir eða aðkomu að ákvarðanatöku hér á landi eru þó ekki tekin upp í íslenskan rétt með frumvarpinu.

III. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Frumvarp þetta er fyrsta skrefið í þá átt að aðlaga íslenskan rétt að nýju regluverki Evrópusambandsins á sviði fjármálamarkaðar og með því nýjum alþjóðlegum Basel III staðli. Regluverkið er viðamikið og fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á eldri tilskipunum á sama sviði. Með tilliti til umfangs ákvað starfshópur sem skipaður var til þess að innleiða nýtt regluverk Evrópusambandsins að skipta efninu upp í tvo til þrjá meginhluta. Í þessum fyrsta hluta frumvarpsins er að finna breytingar sem byggðar eru á efni tilskipunarinnar varðandi starfsleyfi, stofnun og starfsemi, starfsheimildir, stórar áhættuskuldbindingar, eignarhluti og meðferð þeirra, stjórn og starfsmenn, starfskjarastefnu og breytileg starfskjör, meðhöndlun áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis og áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja og eiginfjárauka. Stefnt er að því að leggja fram annað frumvarp á þessu ári sem mun innihalda breytingar á ákvæðum er varða eigið fé, útibú og þjónustustarfsemi, könnunar- og matsferli Fjármálaeftirlitsins, samstæðueftirlit, valdheimildir eftirlitsaðila o.fl. Í þriðju atrennu er stefnt að því að lögfesta ákvæði tilskipunar 2013/36/ESB og reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 sem eftir standa. Með frumvarpinu er mælt fyrir um fjóra misjafna eiginfjárauka en hlutverk þeirra er m.a. að sporna við áhættu sem skapast getur í fjármálakerfinu eða hagkerfinu í heild. Nauðsynlegt er að slíkar heimildir séu til staðar ef einhvers konar áhætta myndast í fjármálakerfinu eða hagkerfinu á næstu árum.
    Samhliða endurskoðun á lögum og reglum á fjármálamarkaði á grundvelli Basel III staðalsins og tilskipunar 2013/36/ESB er unnið að fleiri breytingum á löggjöf á þessu sviði í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á vegum ráðuneytisins starfar nefnd sem var falið að semja ný heildarlög um skilameðferð fjármálafyrirtækja sem byggjast á nýrri tilskipun 2014/ 59/ESB um skilameðferð fjármálafyrirtækja (Directive 2014/59/EU of the European Parliament and of the Council of 15 May 2014 establishing a framework for the recovery and resolution of credit institutions and investment firms). Þá er verið að leggja lokahönd á frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta í samræmi við nýja gerð Evrópusambandsins 2014/49/ESB um innstæðutryggingarkerfi (Directive 2014/49/EU of the European Parliament and of the Council of 16 April 2014 on deposit guarantee schemes). Gert er ráð fyrir að frumvörpin tvö verði lögð fram samhliða, enda eru þær breytingar sem unnið er að á lögum um fjármálafyrirtæki og ný lög um skilameðferð fjármálafyrirtækja og innstæðutryggingar hluti af nýrri heildarumgjörð fyrir fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðinn sem ætlað er að taka á þeim veikleikum sem komu bersýnilega í ljós í alþjóðlegu fjármálakreppunni sem náði hámarki hér á landi árið 2008.
    Nokkrar breytingar sem finna má í frumvarpinu eru tilkomnar vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA við innleiðingu tilskipunar 2002/87/EB (fjármálasamsteypur) og tilskipun 2004/39/EB (MiFID) í íslenskan rétt. Með frumvarpi þessu er stefnt að því að gera breytingar á lögum sem innleiða viðkomandi ákvæði tilskipananna að fullu í íslenskan rétt og uppfylla þannig skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Þá er einnig að finna aðrar breytingar sem m.a. eru komnar til vegna úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fylgni Fjármálaeftirlitsins við kjarnareglur Basel-nefndarinnar um skilvirkt bankaeftirlit (Basel Core Principles for Effective Banking Supervision).

IV. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, hvað varðar starfsleyfi, eftirlitskerfi með áhættu, virka eignarhluti, stjórn og starfsmenn fjármálafyrirtækja, innri stjórnarhætti, starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja og breytileg starfskjör starfsmanna fjármálafyrirtækja, stórar áhættuskuldbindingar, eiginfjárauka, heimild fyrir ráðherra til þess að taka upp reglugerð (ESB) nr. 575/2013 upp í íslenskan rétt, heimild fyrir ráðherra og Fjármálaeftirlitið til þess að taka upp tæknilega framkvæmdarstaðla og tæknilega eftirlitsstaðla Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar í íslenskan rétt og breytingar á viðurlagakafla laganna til samræmis við framangreindar breytingar. Flest ákvæði frumvarpsins eru tilkomin vegna breytinga á lögum í samræmi við nýtt CRD IV regluverk Evrópusambandsins. Í frumvarpinu má einnig finna aðrar breytingar í frumvarpinu sem tengjast ekki breytingum á lögunum á grundvelli umræddrar tilskipunar 2013/36/ESB en hér má m.a. nefna hluta breytinga í 10. gr. vegna lánveitinga, 11. gr. vegna stórra áhættuskuldbindinga, 12. gr. varðandi fasta umboðsmenn, 18. gr. varðandi viðvarandi eftirlit með hæfi eigenda virkra eignarhluta o.fl.

1. Breytingar á VII. kafla laganna um stjórn og stjórnarhætti fjármálafyrirtækja.
    Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á VII. kafla laganna. Í fyrstu má nefna breytingu á heiti kafla­ns en með frumvarpi þessu er lagt til að heiti VII. kafla verði „Stjórn, stjórnarhættir og starfsmenn“. Forsenda þess að kaflaheitinu er breytt er sú að með frumvarpinu er stefnt að því að treysta betur ábyrgð stjórnar fjármálafyrirtækis á stjórnarháttum þess. Þá er með breytingum á kafla­num stefnt að því að styrkja eftirlit stjórnarmanna með heildarstarfsemi fyrirtækisins, þar á meðal áhættusækni fyrirtækis og ákvarðanatöku framkvæmdarstjóra og lykilstarfsmanna.
    Í inngangsliðum að tilskipun 2013/36/ESB kemur fram að stjórnarhættir innan fjármálafyrirtækja séu að mati Evrópusambandsins taldir ein ástæða þeirra erfiðleika sem upp hafa komið á fjármálamarkaði í aðildarríkjum sambandsins seinustu árin. Sérfræðingar Evrópusambandsins telja að veikleikar í umræddum reglum ásamt skorti á reglum varðandi stjórnarhætti hafi átt þátt bæði í óhóflegri og vanhugsaðri áhættutöku sem hafi átt sinn þátt í falli fjármálafyrirtækja og skapað kerfisleg vandamál í Evrópu og víða annars staðar. Leiðbeinandi viðmið um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja hafa ekki haft þau áhrif sem vænst var. Skortur á reglum um bæði innra og ytra eftirlit með framfylgni við reglur um stjórnarhætti er talinn hafa leitt til aukinnar áhættutöku starfsmanna og hvata innan fjármálafyrirtækja til skammtímaávöxtunar á kostnað langtímaávöxtunar.
    Í frumvarpinu er lagt til að skýrt verði kveðið á um að stjórn fjármálafyrirtækis skuli bera heildarábyrgð á starfsemi fjármálafyrirtækis. Það verður því á ábyrgð stjórnar að settar séu nákvæmar reglur um stjórnarhætti fyrirtækis og mun stjórn þess hafa eftirlit með því að reglunum sé fylgt og starfsmenn sæti viðurlögum ef þeir brjóta gegn reglunum. Þá skal stjórn hafa með höndum stefnumótun félagsins og yfirsýn yfir áhættustefnu og áhættuvilja innan fyrirtækisins. Árlega skal stjórn fjármálafyrirtækis yfirfara reglur um innri stjórnarhætti og bregðast við með viðeigandi hætti ef þörf er á úrbótum.

2. Breytingar á II. kafla laganna um starfsleyfi fjármálafyrirtækis.
    Lagðar eru til nokkrar breytingar á II. kafla laganna um starfsleyfi fjármálafyrirtækja. Helstu breytingarnar varða 9. gr. laganna um afturköllun starfsleyfis. Í fyrsta lagi er lagt til að brot á ákvæðum laganna er varða laust fé og stórar áhættuskuldbindingar geti leitt til afturköllunar starfsleyfis. Í öðru lagi bætast þrír nýir töluliðir við 9. gr. laganna. Um er að ræða nýjan 8. tölul. þar sem Fjármálaeftirlitinu er veitt heimild til þess að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækis ef það uppfyllir ekki lengur einhver af þeim lögbundnu skilyrðum sem það þurfti að uppfylla lögum samkvæmt til þess að hljóta starfsleyfið. Þá er um að ræða nýjan 9. tölul. sem veitir Fjármálaeftirlitinu heimild til þess að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækis ef verulegur vafi leikur á því að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánveitendum og innlánseigendum. Ákvæðið er nátengt ákvæði núgildandi 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. laganna og verður Fjármálaeftirlitið að hafa mjög ríkar ástæður til þess að beita heimildinni og þá einungis í neyðartilfellum. Hér skal líta til þess skilyrðis að tryggja skuli hagsmuni lánardrottna og innstæðueigenda viðkomandi fjármálafyrirtækis. Loks er lagður til nýr 10. tölul. 9. gr. sem heimilar afturköllun starfsleyfis í heild eða að hluta ef fjármálafyrirtæki brýtur gegn skyldu sinni að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu sem mælt verður fyrir um í nýrri 84. gr. b laganna.

3. Breytingar á VI. kafla laganna um eignarhluti og meðferð þeirra.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á VI. kafla laganna sem fjallar um eignarhluti og meðferð þeirra. Breytingarnar felast m.a. í því að tilkynna skal um breytingu á virkum eignarhlut þegar hann nær eða fer yfir 20%, 33% eða 50%. Samkvæmt núgildandi lögum er einungis kveðið á um að eignarhlutur þurfi að fara yfir fyrrgreind mörk. Þá eru gerðar breytingar á reglum um móttöku tilkynninga um breytingu á virkum eignarhlut og tímafresti. Í frumvarpinu er einnig stefnt að því að styrkja reglur sem heimila Fjármálaeftirlitinu að hafa viðvarandi eftirlit með hæfi eigenda virkra eignarhluta og bregðast við því þegar eigandi virks eignarhlutar er ekki lengur talinn hæfur til þess að fara með hlutinn. Þá er einnig að finna nýtt ákvæði sem kveður á um að kaup á virkum eignarhlut geta ekki komið til framkvæmda fyrr en tímafrestur Fjármálaeftirlitsins samkvæmt nýjum 2. málsl. 2. mgr. 43. gr., sbr. 42. gr. laganna, er liðinn eða Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut að hann sé hæfur til að fara með eignarhlutinn. Með nýrri málsgrein er hnykkt á þeirri grunnreglu laganna að kaup aðila á virkum eignarhlut gangi fyrst í gegn þegar Fjármálaeftirlitið hefur metið hann hæfan til að fara með slíkan eignarhlut hlut eða þegar tímafrestur er liðinn lögum samkvæmt.

4. Eftirlitskerfi með áhættu, áhættunefnd og áhættuþættir.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar er varða eftirlit með áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækja, þar á meðal það nýmæli að fjármálafyrirtæki skuli setja á stofn sérstaka áhættunefnd. Áhættunefnd ber að afla upplýsinga sem snúa að áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis og yfirfara þær og vera stjórn fyrirtækisins til ráðgjafar. Einnig eru lagðar til breytingar á 17. gr. laganna sem fjalla um störf áhættustýringar. Markmið breytinga á 17. gr. laganna er að styrkja heimildir, óhæði og störf áhættustýringar. Í tillögu að nýjum 78. gr. a – 78. gr. i laganna er að finna skilgreiningar á helstu áhættuþáttum í starfsemi fjármálafyrirtækja.

5. Starfskjarastefna og breytileg starfskjör.
    Núgildandi ákvæði 57. gr. a laganna um kaupaukakerfi kom inn í lögin með breytingalögum, nr. 75/2010. Ástæður setningar þess má m.a. rekja til umræðu bæði hérlendis og erlendis í kjölfar bankahrunsins um launa- og hvatakerfi fjármálafyrirtækja. Á sama tíma vann Evrópusambandið að setningu reglna um sambærileg málefni sem síðar tóku gildi með setningu tilskipunar 2010/76/ESB. Með tilskipun 2013/36/ESB er kveðið á um frekari breytingar á reglum Evrópusambandsins um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja, sem tekur til fastra og breytilegra starfskjara, en hugtakið „breytileg starfskjör“ í frumvarpinu nær til þess sem áður féll undir hugtakið „kaupaukar“. Með frumvarpinu er lagt til að efni tilskipunar 2013/36/ESB um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör fjármálafyrirtækja verði í megindráttum tekið upp í íslenska löggjöf. Ásamt því að taka upp ákvæði tilskipunar 2013/36/ESB um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör er í frumvarpinu stefnt að því að færa íslenskar lagareglur til samræmis við það sem gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndum um sama efni. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa nýlega verið gerðar breytingar á lögum og reglum sem gilda um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör fjármálafyrirtækja en ástæða breytinganna annars staðar á Norðurlöndum var innleiðing á tilskipun 2013/36/ESB í landsrétt ríkjanna.
    Samkvæmt núgildandi lögum og reglum hér á landi um starfskjarastefnu og kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja, þar á meðal samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 700/2011, um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja taka reglurnar til allra starfsmanna fjármálafyrirtækja. Reglurnar kveða á um að hlutfall breytilegra starfskjara af föstum starfskjörum starfsmanna megi ekki vera hærra en 25%. Reglurnar taka til allra starfsmanna fjármálafyrirtækja, bæði almennra starfsmanna og stjórnenda, burt séð frá því hvort umræddur starfsmaður hafi nokkuð með ákvarðanatöku fyrir hönd fyrirtækisins að gera eða sinni áhættumiklum fjárfestingum fyrir hönd fyrirtækisins. Þá er í núgildandi reglum að finna víðtækar endurkröfuheimildir fjármálafyrirtækis gagnvart starfsmönnum og allt upp í fimm ár aftur í tímann. Reglurnar banna algerlega greiðslu breytilegra starfskjara til starfsmanna eftirlitseininga en annars staðar á Norðurlöndum eru slíkar greiðslur heimilaðar með sérstökum viðmiðum. Sú gagnrýni hefur verið lögð fram á reglurnar að reglur hér á landi séu mun strangari en gengur og gerist annars staðar í Evrópu, þar á meðal annars staðar á Norðurlöndum. Reglur um breytileg starfskjör eru taldar koma verst niður á minni fjármálafyrirtækjum hér á landi. Minni fjármálafyrirtæki eru útsettari fyrir sveiflum í rekstri og því hentar þeim betur að bjóða starfsmönnum lægri föst starfskjör og hærri breytileg starfskjör, þannig taka bæði fyrirtækið og umræddur starfsmaður á sig lakari afkomu þegar verr árar í rekstri. Stór fjármálafyrirtæki eru oft betur til þess búinn að mæta sveiflum í rekstri. Samkeppnisstaða minni fjármálafyrirtækja er því verri ef hlutfall breytilegra starfskjara er of lágt. Þá hefur verið bent á að mjög strangar íslenskar sérreglur geti skert samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja.
    Í 92.–95. gr. tilskipunar 2013/36/ESB er að finna nýjar reglur Evrópusambandsins um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör. Tilskipunin heimilar að hlutfall breytilegra starfskjara geti verið 100% af föstum starfskjörum auk þess sem hluthafafundi fjármálafyrirtækis er heimilt að hækka hlutfallið í 200% af föstum starfskjörum starfsmanna fyrirtækisins. Þá er mælt með því að aðildarríkin láti íþyngjandi reglur tilskipunarinnar einungis taka til þeirra starfsmanna fjármálafyrirtækja sem taldir eru hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækja. Með tæknilegum eftirlitsstaðli Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (e. European Banking Authority (EBA)), sem framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út á grundvelli tilskipunar 2013 /36/ESB með framkvæmdarreglugerð, er fjallað nánar um skilgreiningu á þessum starfsmönnum. Tilskipunin leggur ekki bann við því að breytileg starfskjör séu greidd til eftirlitseininga fyrirtækisins eða stjórnarmanna. Í 94. gr. tilskipunarinnar er að finna reglu sem kveður á um að 50% af breytilegum starfskjörum skuli greidd starfsmönnum í formi hlutabréfa eða stofnfjárbréfa eða annarra hlutabréfatengdra gerninga í viðkomandi fjármálafyrirtæki. Þá skuli einnig fresta greiðslu a.m.k. 40% af breytilegum starfskjörum til þriggja ára. Tilskipunin mælir einnig fyrir um að í landsrétti aðildarríkjanna skuli vera til staðar heimild fyrir fjármálafyrirtæki til þess að afturkalla, í heild eða að hluta, frestuð ógreidd breytileg starfskjör ef staða fyrirtækisins hefur versnað verulega eða útlit er fyrir að staða þess muni versna verulega og sama á við ef fyrirtæki þarf nauðsynlega að byggja upp eiginfjárstöðu sína. Þá skuli einnig vera heimild til þess að endurkrefja starfsmann um þegar greidd breytileg starfskjör ef í ljós kemur að hann var þátttakandi í eða bar ábyrgð á framferði sem olli fjármálafyrirtækinu verulegu tjóni eða brást starfsskyldum sínum verulega. Það sama á við hafi starfsmaður ekki fylgt lögum, reglum, stjórnvaldsfyrirmælum eða innri reglum fjármálafyrirtækis. Það getur því styrkt viðbrögð fyrirtækjanna og hins opinbera við fjárhagslegum erfiðleikum ef hluti heildarstarfskjara er breytilegur með þeim kvöðum sem fjallað er um hér að framan. Ákvæði 95. gr. tilskipunarinnar kveður á um að aðildarríkin eða eftirlitsaðilar þeirra skuli tryggja að fjármálafyrirtæki sem eru stór með hliðsjón af eðli, umfangi og margbreytileika starfsemi skuli setja á stofn starfskjaranefnd. Tilgangur og hlutverk starfskjaranefndar er m.a. að veita stjórn fjármálafyrirtækis ráðgjöf við samningu starfskjarastefnu fyrirtækisins og starfsreglna um breytileg starfskjör.
    Eins og að framan kom fram hafa aðrar Norðurlandaþjóðir innleitt efni tilskipunarinnar um starfskjarastefnu og breytileg starfskjör í landsrétt sinn. Árið 2014 voru settar nýjar reglur í Svíþjóð (s. Föreskrifter om ersättningssystem i kreditinstitut, värdepappersbolag och fondbolag med tillstånd för diskretionär portföljförvaltning) og Noregi (n. Forskrift om godtgjørelsesordninger i finansinstitusjoner, verdipapirforetak og forvaltningsselskap for verdipapirfond) um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja og Danir breyttu lögum um fjármálafyrirtæki (d. lov om finansiel virksomhed) vegna innleiðingar á umræddum reglum í löggjöf sína. Í stuttu máli nýta aðrar Norðurlandaþjóðir sér hámarksramma nýju tilskipunarinnar. Allar þjóðirnar miða við að hlutfall breytilegra starfskjara geti verið 100% af föstum starfskjörum og að heimild sé til staðar til þess að hækka hlutfallið í 200% á hluthafafundi. Reglur um hámarkshlutfall breytilegra starfskjara taka einungis til þeirra sem hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækja og fylgja þjóðirnar skilgreiningu Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Greiðslur breytilegra starfskjara eru heimilaðar til starfsmanna eftirlitseininga og stjórnarmanna en þó með takmörkunum í Noregi og Danmörku. Allar þjóðirnar miða við a.m.k. 40% frestun breytilegra starfskjara í þrjú ár en sérreglu er að finna í Svíþjóð sem kveður á um frestun 60% breytilegra starfskjara til æðstu stjórnenda fyrirtækis.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að aðlaga íslenskar reglur að efni tilskipunar 2013/36/ESB og reglum sem gilda annars staðar á Norðurlöndum um sama efni. Er því lagt til að gildissvið reglna um hámarkshlutfall breytilegra starfskjara taki einungis til þeirra sem hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækja. Samkvæmt skilgreiningunni nær gildissvið reglunnar því til yfirstjórnar, lykilstarfsmanna, starfsmanna eftirlitseininga og annarra starfsmanna sem njóta sambærilegra heildarstarfskjara og yfirstjórn og lykilstarfsmenn en með yfirstjórn er átt við framkvæmdastjóra, aðstoðarframkvæmdastjóra og aðra stjórnendur fjármálafyrirtækis sem heyra beint undir framkvæmdastjóra eða, eftir atvikum, stjórn. Lagt er til að helmingur breytilegra starfskjara skuli samanstanda af hlutabréfum eða stofnfjárbréfum eða öðrum sambærilegum gerningum í fyrirtækinu. Þá er miðað við að a.m.k. 40% breytilegra starfskjara skuli frestað í a.m.k. þrjú ár. Kveðið er um skyldu tiltekinna fyrirtækja til að starfrækja starfskjaranefnd og er miðað við að fyrirtæki hafi 100 starfsmenn eða eignir fyrirtækisins séu umfram 20 milljarða kr. í lok síðastliðins reikningsárs. Þá verður ekki lengur óheimilt að greiða starfsmönnum eftirlitseininga breytileg starfskjör en Fjármálaeftirlitið skal setja reglur á grundvelli laganna sem innihalda viðmið um greiðslu breytilegra starfskjara til eftirlitseininga og munu reglurnar taka mið af norrænum reglum. Heimildir fjármálafyrirtækja til afturköllunar og endurgreiðslu breytilegra starfskjara eru einnig þrengdar. Hér skal þess einnig getið að nefnd sem kom að smíði frumvarpsins taldi gildandi reglur hér á landi mjög strangar í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir og verulega íþyngjandi gagnvart starfsmönnum fjármálafyrirtækja. Fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja vildu ganga lengra og færa íslenskar lagareglur algjörlega til samræmis við nýjar Evrópureglur og fella með því brott allar íslenskar sérreglur en í frumvarpinu má enn þá finna slíkar sérreglur, t.d. bann við greiðslu breytilegra starfskjara til stjórnarmanna, og hlutfall breytilegra starfskjara verður áfram lægra en gengur og gerist annars staðar í Evrópu.

6. Breyting á X. kafla laganna um laust fé og eigið fé – nýir eiginfjáraukar.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ákvæði um eiginfjárauka (e. Capital Buffers) sem kynntir voru í alþjóðlega Basel III staðlinum. Tilskipun 2013/36/ESB innleiðir hugmyndafræði Basel III staðalsins um sérstaka eiginfjárauka í Evrópurétt og er útfærslan eftirfarandi: Skilgreindir eru fimm eiginfjáraukar, verndunarauki (e. Capital Conservation Buffer), sveiflujöfnunarauki (e. Countercyclical Buffer), eiginfjárauki vegna kerfisáhættu (e. Systemic Risk Buffer), eiginfjárauki á kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu (e. Global Systemically Important Institutions) og eiginfjárauki á önnur kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki (e. Other Systemically Important Institutions). Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórir þessara eiginfjárauka verði lögfestir, þ.e. allir nema eiginfjárauki á kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu en engin slík fyrirtæki starfa hér á landi en gert er ráð fyrir að eiginfjáraukinn verði lögfestur á næsta ári. Verndunaraukinn verður fastur og verður fjármálafyrirtækjum, sem ekki fá til þess undanþágu, skylt að halda hann á hverjum tíma. Aðrir eiginfjáraukar verða settir á við tiltekin skilyrði í efnahagslífinu eða starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Eiginfjáraukarnir eru meðal þjóðhagsvarúðartækja (e. macro prudential tools) sem stjórnvöld hafa yfir að ráða til að minnka kerfisáhættu og auka fjármálastöðugleika. Slík tæki hafa fengið aukið mikilvægi á alþjóðavísu eftir áföll á fjármálamörkuðum 2007 og 2008. Með lögum nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð, var sett á fót fjármálastöðugleikaráð sem er formlegur vettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Fyrir ráðið starfar kerfisáhættunefnd sem greinir hagkerfið og fjármálakerfið og kemur með tillögur til fjármálastöðugleikaráðs, m.a. um beitingu eiginfjárauka. Fjármálaeftirlitið fer hins vegar með heimildirnar og ber ábyrgð á beitingu þeirra enda er fjármálastöðugleikaráð ekki stjórnvald í skilningi laga heldur samráðsvettvangur þeirra stofnana ríkisins sem koma að eftirliti á fjármálamarkaði og með fjármálastöðugleika. Á grundvelli tillagna kerfisáhættunefndar getur fjármálastöðugleikaráð beint því til Fjármálaeftirlitsins með tilmælum á grundvelli 5. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð, að setja aukana á.
    Til viðbótar lágmarks eigin fé leggur ný tilskipun 2013/36/ESB til að fjármálastofnanir noti sérstaka eiginfjárauka til að bæta eiginfjárstöðu sína og vera betur í stakk búnar til að takast á við áföll í rekstri sínum eða vegna sveiflna í hagkerfinu. Með hærra eiginfjárhlutfalli verða áföll í rekstri auk þess í meiri mæli borin af eigendum fyrirtækjanna.
    Nýtt regluverk gerir ráð fyrir sérstökum verndunarauka (e. Capital Conservation Buffer) sem er 2,5% af áhættuvegnum eignum fjármálafyrirtækis. Ef eiginfjárstaða fjármálafyrirtækis uppfyllir lágmarkskröfur en er þó ekki umfram lágmarkskröfu að viðbættum verndunarauka eru útgreiðslur arðs, breytilegra starfskjara til starfsmanna og annara greiðslna takmarkaðar. Þannig er verndunarauka ætlað að stuðla að því að eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækis ráðstafi meira af þeim verðmætum sem rekstur félagsins skapar til eigin fjár.
    Í ljósi reynslu þeirra áfalla sem dundu yfir fjármálamarkaði frá haustinu 2008 gera nýjar eiginfjárreglur ráð fyrir því að stjórnvöld muni geta krafið fjármálastofnanir um sérstakan sveiflujöfnunarauka (e. Countercyclical Buffer) verði t.d. vart aukinnar útlánaáhættu í fjármálakerfinu í heild. Þessi eiginfjárauki getur numið allt að 2,5% af áhættuvegnum eignum fjármálafyrirtækis og í undantekningartilfellum orðið hærri og skal meta hvort tilefni sé til þess að beita heimildinni ársfjórðungslega. Ákvörðun um beitingu sveiflujöfnunaraukans tekur mið af stöðu lánsfjársveiflunnar, áhættu vegna of mikillar þenslu útlána og sérkennum efnahags- og fjármálalífsins hérlendis. Sé þensla mikil verða gerðar auknar kröfur um eigið fé sem geta hækkað vexti útlána og slegið á eftirspurn eftir þeim. Verði efnahagssamdráttur getur lækkun kröfu um eiginfjárbindingu fjármálafyrirtækja unnið gegn honum.
    Áhætta í fjármálakerfinu getur falist í mörgu öðru en beinni útlánaáhættu sem sveiflujöfnunaraukanum er ætlað að koma til móts við. Stærð fjármálakerfis í hlutfalli við landsframleiðslu og samþjöppun innan fjármálakerfisins eru meðal þátta sem geta valdið innbyggðri kerfisáhættu og er eiginfjárauka vegna kerfisáhættu (e. Systemic Risk Buffer) ætlað að koma í veg fyrir eða milda langtímaáhrif þessarar áhættu á fjármálakerfið. Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu getur minnst verið 1% af áhættugrunni fjármálafyrirtækis eða tiltekinna áhættuskuldbindinga þess. Ekkert þak verður á heimildinni en ríkari kröfur eru gerðar til stjórnvalda ef eiginfjáraukinn er ákveðinn yfir 3 eða 5%. Hægt er að beita heimildinni gegn tilteknu fjármálafyrirtæki eða öllum fjármálafyrirtækjum á markaði vegna áhættu sem talin er steðja að fjármálamarkaði eða raunhagkerfinu.
    Fjármálafyrirtæki geta, vegna eðlis síns eða stærðar, talist sérstaklega mikilvæg fyrir fjármálakerfið í heild sinni. Verði slíkt fjármálafyrirtæki fyrir áföllum kunna afleiðingar þess á aðra aðila kerfisins eða almenning verið miklar. Stjórnvöld geta farið fram á að slík fyrirtæki hafi yfir að búa eiginfjárauka vegna þessa kerfislega mikilvægi síns og getur hann numið allt að 2% af áhættuvegnum eignum fjármálafyrirtækis.

7. Reglugerð (ESB) nr. 575/2013.
    Með 44. gr. frumvarpsins er að finna heimild fyrir ráðherra til þess að taka upp í íslenska löggjöf reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Nýtt regluverk sem Evrópusambandið samþykkti í júní 2013 fólst ekki einungis í tilskipun 2013/36/ESB heldur einnig reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja sem almennt er kölluð CRR. Báðar gerðirnar fela í sér heildarendurskoðun Evrópusambandsins á bankaregluverki sínu og eru gerðirnar óaðskiljanlegir hlutar sama regluverks enda vísa þær á mörgum stöðum hvor í aðra. Reglugerðin felur í sér auknar varfærniskröfur til lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja og auknar kröfur um bæði um magn og gæði eigin fjár, reglur um laust fé, verðbréfun, vogunarhlutföll og margt fleira. Miðar hún m.a. að því að tryggja stoðir fjármálakerfisins svo að það sé betur í stakk búið til að takast á við sveiflur á fjármálamarkaðinum og tryggja með því fjármálastöðugleika. Reglugerðin, ásamt tilskipun 2013/36/ESB, tók gildi í ríkjum Evrópusambandsins 17. júlí 2013. Eins og gildir um tilskipun 2013/36/ESB verður reglugerðin ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta þessa árs en tafir á innleiðingu hennar í EES-samninginn má rekja til þeirra vandkvæða sem urðu við innleiðingu ákvæða sem fólu í sér framsal valds til eftirlitsstofnana Evrópusambandsins á fjármálamarkaði og vikið var að í umfjöllun í II. kafla hér að framan. Á sama hátt og gildir um tilskipun 2013/36/ESB er það vilji íslenskra stjórnvalda að löggjöf á sviði fjármálamarkaða sé á öllum tímum í samræmi við þær lágmarkskröfur sem Evrópusambandið setur fjármálafyrirtækjum á innri markaði. Í ljósi fjármálahrunsins er mjög brýnt að Ísland sýni staðfestu í þessum málum. Með því er stefnt að auknu trausti á íslenskum fjármálamarkaði. Íslensk stjórnvöld hafa því tekið þá ákvörðun að leggja til breytingar á lögum og reglum í samræmi við tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 eftir því sem þurfa þykir þrátt fyrir að gerðirnar hafi ekki enn orðið hluti af EES-samningnum. Sambærileg leið er nú farin í öðrum EFTA-ríkjum. Ákvæði reglugerðarinnar sem veita evrópsku eftirlitsstofnununum valdheimildir eða aðkomu að ákvarðanatöku hér á landi verða þó ekki tekin upp í íslenskan rétt með frumvarpinu eða reglugerð sem fyrirhugað er að ráðherra setji til innleiðingar á henni í íslenskan rétt.

8. Innleiðing tæknilegra framkvæmdastaðla og eftirlitsstaðla á grundvelli tilskipunar 2013/ 36/ESB og reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
    Með frumvarpinu er m.a. lagt til að innleiddir verði hér á landi ákveðnir tæknilegir framkvæmdastaðlar og tæknilegir eftirlitsstaðlar sem fylgja tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Um tæknilegu staðlana var m.a. fjallað í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu reglugerða (ESB) um eftirlit með fjármálamörkuðum í EES-samninginn sem er m.a. birt á vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Í álitsgerðinni kom fram að umræddir staðlar séu settir til að tryggja samræmda framkvæmd innan allra EES-ríkjanna og feli ekki í sér stefnumarkandi reglur eða fyrirmæli og fari ekki út fyrir efni þeirrar löggjafar sem þær hvíla á. Nú þegar bíður nokkur fjöldi slíkra tæknilegra staðla á sviði fjármálaþjónustu innleiðingar hér á landi og fleiri slíkir tæknilegir staðlar eru í vændum. Þar sem tæknilegu staðlarnir eru ekki íþyngjandi umfram þær kröfur sem koma fram í tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, sem innleiddar verða að hluta til með þessu frumvarpi, er lagt til að þeir tæknilegu staðlar sem eru tilbúnir til innleiðingar verði færðir í landsrétt með setningu stjórnvaldsfyrirmæla Fjármálaeftirlitsins eða ráðherra. Vísað er til frekari umfjöllunar um 42. gr. í frumvarpi þessu.

V. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Flestar breytingar sem lagðar eru til á lögunum byggjast á efni tilskipunar 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Tilskipunin og reglugerðin hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn en gerðirnar munu taka til alls EES-svæðisins. Þrátt fyrir að gerðirnar hafi ekki verið teknar upp í EES-samninginn telja stjórnvöld mikilvægt að breyta löggjöf á sviði fjármálamarkaða með hliðsjón af efni þeirra enda er um að ræða heildarendurskoðun Evrópusambandsins á löggjöf sinni um starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með fjármálafyrirtækjum í kjölfar fjármálaerfiðleikanna í Evrópu seinustu árin. Öll ríki Evrópusambandsins vinna að innleiðingu regluverksins í landsrétt sinn. Önnur EFTA-ríki sem aðilar eru að EES-samningnum hafa einnig ákveðið að aðlaga landsrétt sinn með hliðsjón af regluverkinu þrátt fyrir að það sé ekki orðið hluti af EES-samningnum.
    Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafa borist ábendingar frá Eftirlitsstofnun EFTA varðandi innleiðingu á tilskipunum 2004/39/EB (MiFID-tilskipunin) og 2002/87/EB (fjármálasamsteypur). Báðar tilskipanirnar hafa verið teknar upp í íslenskan rétt með lögum nr. 161/ 2002, um fjármálafyrirtæki. Með breytingu á 37. og 109. gr. laganna með frumvarpi þessu er brugðist við ábendingum frá Eftirlitsstofnun EFTA.
    Ekki er að sjá að í breytingunum geti falist neitt sem stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar.

VI. Samráð.
    Frumvarpið er að stærstum hluta samið af nefnd sem fer yfir löggjöf á sviði fjármálamarkaðar með tilliti til nýrrar heildarlöggjafar Evrópusambandsins á sviði fjármálamarkaðar. Í nefndinni sitja fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu, Samtökum fjármálafyrirtækja og Seðlabanka Íslands. Við vinnslu frumvarpsins gafst umræddum stofnunum og Samtökum fjármálafyrirtækja færi á að skila sérstökum umsögnum um ákvæði þess og athugasemdirnar teknar til umræðu á fundum nefndarinnar. Frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki var lagt fram á 143. löggjafarþingi (þskj. 833 – 522. mál) en hlaut ekki afgreiðslu. Þar mátti finna margar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi þessu. Eftir að 143. löggjafarþingi lauk seinasta vor setti fjármála- og efnahagsráðuneytið frumvarpið á vef sinn og óskaði eftir umsögnum um það. Ráðuneytinu bárust fimm umsagnir, þ.e. frá Bankasýslu ríkisins, Sambandi íslenskra sparisjóða, Samtökum fjármálafyrirtækja, Seðlabanka Íslands og Við­skipta­ráði Íslands. Ákvæði frumvarpsins hafa verið endurskoðuð að teknu tilliti til umsagnanna og breytingar gerðar ef ástæða þótti til.
    Ákvæði sem finna má í 10.–12., 18.–26., 37. og 42. gr. frumvarpsins voru að stærstum hluta unnin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nokkur ákvæði eru tilkomin vegna ábendinga frá Eftirlitsstofnun EFTA og hefur útfærsla á þeim verið unnin í samráði við stofnunina. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið einnig verið í samskiptum við fjármálaráðuneyti Noregs og Liechtenstein við útfærslu á ákvæðum er varða CRD IV regluverkið. Ráðuneytið hefur einnig átt í samskiptum við sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna útfærslu annarra Evrópuríkja á nokkrum ákvæðum sem er að finna í frumvarpinu, þar á meðal breytingum vegna ákvæða um breytileg starfskjör og eiginfjárauka. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu bárust athugasemdir frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. og Sambandi íslenskra sparisjóða vegna breytinga sem lagðar eru til á 29. gr. a laganna. Þá hafa ráðuneytinu borist ábendingar frá öðrum aðilum á markaði og öðrum haghöfum sem starfsmenn ráðuneytisins hafa farið yfir í samráði við umrædda aðila. Ábendingarnar hafa einnig verið lagðar fyrir nefnd sem fjallað er um í I. kafla hér að framan og kom að smíði frumvarpsins.

VII. Mat á áhrifum og efnahagsleg áhrif.
    Með frumvarpinu eru stigin fyrstu skref í aðlögun íslenska fjármálakerfisins að Basel III staðli en meginmarkmið staðalsins er að skapa traustari umgjörð um rekstur og starfsemi fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að draga úr kerfisáhættu. Með því er unnt að draga úr líkum á fjármálaáföllum á borð við fall íslenska fjármálakerfisins og alþjóðlegu skuldakreppuna sem öll heimsbyggðin hefur glímt við frá 2008. Hert regluverk mun ekki aðeins draga úr tíðni fjármálaáfalla heldur einnig stuðla að því að dregið verði úr neikvæðum áhrifum þeirra á efnahagslífið þegar þau skella á. Ljóst er að fjármálakreppur geta haft varanleg neikvæð áhrif á hagvöxt og vísbendingar eru um að óhóflegar hagsveiflur geti dregið úr hagvexti til lengri tíma. Traust og stöðugt fjármálakerfi er betur í stakk búið til að styðja við aðrar greinar atvinnulífsins sem undirbyggir stöðugan hagvöxt til frambúðar.
    Í CRR-reglugerðinni eru gerðar auknar kröfur um gæði eigin fjár, m.a. þannig að hlutfall almenns eigin fjár undir eiginfjárþætti A hækkar úr 2,5% í 4%. Lögbundið lágmark eigin fjár verður þó áfram 8%. Við það bætist svo eiginfjárkrafa vegna stoðar 2 (e. Pillar 2) og eiginfjárauka sem innleiddir eru með þessu frumvarpi. Nýlegar hag­rannsóknir benda til þess að þjóðhagslega hagkvæmt sé að hlutfall eigin fjár í fjármögnun banka sé ekki aðeins mun hærra en það var fyrir hrun fjármálakerfisins heldur einnig hærra en þau lágmörk sem sett eru í alþjóðlegu regluverki.
    Aukið eigið fé dregur úr líkum á fjármálaáföllum og dregur úr kostnaði fyrir skattgreiðendur ef hjá þeim verður ekki komist. Jákvæð áhrif þess að fjármálakreppur verði fátíðari og vonandi grynnri ættu öllum að vera ljós hér á landi, en fjármálakreppur geta haft mikil og langvarandi neikvæð áhrif á framleiðslugetu hagkerfa. Auknar kröfur um eigið fé eru gagnrýndar fyrir að draga úr útlánagetu banka og hækka vaxtakjör af völdum hærri ávöxtunarkröfu á fjármögnun banka. Fyrri hluti gagnrýninnar virðist rugla saman kröfum um laust fé og eigið fé. Eigið fé banka er á engan hátt lagt til hliðar. Bankar geta á sama hátt lánað út þann hluta fjármögnunar sinnar sem er fjármagnaður með eigin fé og skuldum. Seinni hluti gagnrýninnar felur það í sér að eigið fé sé í eðli sínu dýrari fjármögnun en skuldir. Í þessu sambandi skiptir þó grundvallarmáli að aukið eigið fé dregur úr áhættu, bæði fyrir þá sem eiga það og þá sem hafa lánað bankanum. Af þeim sökum ætti áhættuálag á fjármögnun banka með aukið eigið fé að lækka og heildarfjármögnunarkostn­aður bankans ekki að breytast. Hér þarf þó að slá tvo varnagla. Annars vegar felst skattalegt hagræði í skuldafjármögnun. Hins vegar leiða aukið eigið fé og skýrari reglur um skila- og slitameðferð banka til þess að áhættan af rekstri bankans er í auknum mæli borin af þeim sem til hennar stofna í stað ríkissjóðs eða innstæðutryggingarsjóðs. Af þessum sökum getur aukin eiginfjármögnun banka leitt til þarfar fyrir aukinn vaxtamun, þ.e. líkur eru til að bankar hækki útlánavexti ef aðrir þættir koma ekki til. Áhættan við þessar aðstæður flyst til þeirra sem til hennar stofna og frá skattgreiðendum. Greiningar Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS) gáfu til kynna að 1% hækkun eiginfjárkvaðar geti leitt til 0,16% hækkunar vaxtamunar. Áhrifin eru mest meðan verið er að auka eigið fé og útlánavöxtur hefur að mestu náð sér að þremur árum liðnum (Bridges o.fl., 2014).
    Þessi áhrif falla þó í skugga þess mikla ávinnings sem hlýst af hærri eiginfjárkvöðum. Bendir flest til þess að þjóðhagslega hagkvæmt sé að hlutfall eiginfjárþáttar A (þ.e. eigin fjár sem í raun er hægt að ganga á ef illa árar) sé 15–20% og allt að 23% í tilfelli norskra banka samkvæmt áliti Seðlabanka Noregs (Kragh-Sörensen, K. (2012). Staff Memo No. 29: Optimal capital adequact ratios for Norwegian banks. Oslo: Norges Bank).
    Ýmis ríki, þ.m.t. Noregur og Svíþjóð, hafa því gert kröfur til stærri fjármálastofnana um að þær búi yfir eigin fé umfram lágmarkskröfur alþjóðlegu löggjafarinnar.
    Þær breytingar í frumvarpinu sem lúta að breyttum stjórnarháttum fjármálafyrirtækja og starfskjarastefnu þeirra eru til þess fallnar að efla áhættuvitund stjórnarmanna og annarra starfsmanna fjármálafyrirtækja. Breytingarnar, sem festa í sessi reglur um frestun breytilegra starfskjara, munu jafnframt aðlaga hvata einstakra starfsmanna að hagsmunum fyrirtækja. Markmið breytinganna er að auka líkur á að langtímahagsmunir fyrirtækisins ráði för þegar ákvarðanir eru teknar í stað skammtímahagsmuna einstaklinga. Heimildir til greiðslu kaupauka eru þó auknar þannig að heimilt verður að veita tilteknum einingum fjármálafyrirtækis kaupauka sem áður voru undanskildar þeirri heimild. Þessar breytingar taka mið af reglum um greiðslur kaupauka á Norðurlöndum og tilskipun 2013/36/ESB. Þessar breytingar eiga einnig að tryggja að íslensk fjármálafyrirtæki verði ekki undir í samkeppni um hæft starfsfólk. Þegar stigin verða stærri skref í afléttingu fjármagnshafta hér á landi verður sérstaklega mikilvægt að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja, þó með fjármálastöðugleika í forgrunni.
    Líkt og fram kemur í IV. kafla kveður Basel III staðallinn og regluverk Evrópusambandsins á um innleiðingu nýrra eiginfjárauka. Í frumvarpinu er lagt til að þrír þeirra verði innleiddir í íslenskan rétt. Eiginfjáraukarnir teljast til svokallaðra þjóðhagsvarúðartækja, sem eru heildarstjórntæki á fjármálamarkaði. Markmiðið með þeim er að vinna gegn kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir innleiðingu fjögurra eiginfjárauka: (1) verndunarauka, (2) sveiflujöfnunarauka, (3) eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og (4) eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Auk þess kveður regluverkið á um eiginfjárauka á kerfislega mikilvæg fyrirtæki á alþjóðavísu. Eiginfjáraukarnir skulu samanstanda af hefðbundnu eigin fé undir eiginfjárþætti A (e. Core Equity Tier 1) og koma til viðbótar lágmarkseiginfjárgrunni.
    Verndaraukinn er 2,5% af áhættuvegnum eignum fjármálafyrirtækis. Ef fjármálafyrirtæki er ofar lögbundnu lágmarki eigin fjár en innan lágmarksverndarauka eru útgreiðslur arðs og kaupauka takmarkaðar. Verndaraukanum er því ætlað að draga úr líkum á því að eigið fé fjármálafyrirtækja fari niður að eða undir lögbundið lágmark sem leitt getur til starfsleyfissviptingar. Sveiflujöfnunaraukinn (e. Countercyclical Buffer) er sá eiginfjárauki sem hefur augljósasta tengingu við þjóðhagsvarúð. Honum er ætlað að vernda bankakerfið á tímum of mikils útlánavaxtar sem er oft nátengdur uppbyggingu kerfisáhættu. Á sama tíma getur eiginfjáraukinn unnið gegn óhóflegum útlánavexti þar sem hækkandi eiginfjárkröfur geta hækkað fjármagnskostnað og þar með dregið úr eftirspurn. Að sama skapi getur vel fjármagnað fjármálakerfi unnið gegn efnahagssamdrætti þegar kröfur um bindingu eigin fjár eru lækkaðar á nýjan leik. Með sveiflujöfnunaraukanum geta stjórnvöld krafið fjármálafyrirtæki um að binda aukið eigið fé um allt að 2,5% af áhættuvegnum eignum. Ákvörðun þar um skal endurskoðuð ársfjórðungslega og krefst hún samstarfs þeirra stofnana ríkisins sem fara með eftirlit með einstökum fjármálafyrirtækjum og fjármálakerfinu í heild. Líklegt má telja að fjármálastöðugleikaráði verði falið hlutverk við beitingu sveiflujöfnunaraukans. Uppfylli fjármálafyrirtæki ekki sveiflujöfnunaraukann verða takmarkanir á útgreiðslum arðs og kaupauka. Eiginfjárauka vegna kerfisáhættu (e. Systemic Risk Buffer) er ætlað að koma í veg fyrir eða milda langtímaáhrif kerfisáhættu sem getur haft neikvæð áhrif á fjármála- og efnahagskerfið. Aukanum er ætlað bregðast við innbyggðri kerfisáhættu (e. Structural systemic risk). Eftir því sem beiting eiginfjáraukanna jafnar sveiflur í hag- og fjármálakerfinu geta þeir haft jákvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika og hagvöxt til lengri tíma. Með auknu eigin fé er auk þess dregið úr áhættunni af fjármálaáföllum fyrir raunhagkerfið og ríkissjóð. Þess í stað munu þeir sem stofna til áhættunnar bera hana.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Með frumvarpinu eru lagðar til fjórar breytingar á 1. gr. a laganna ásamt því að lagt er til að við ákvæðið bætist þrettán nýir töluliðir.
    Í a-lið er lögð til breyting á orðalagi 3. tölul. ákvæðisins sem fjallar um skýringu á hugtakinu virkum eignarhlut. Hugtakið kom inn í löggjöf með 3. mgr. 10. gr. laga nr. 43/1993, um við­skipta­banka og sparisjóði, og hefur staðið nánast óbreytt síðan að efni til. Núverandi skilgreining er ekki að fullu í samræmi við tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og er því lagt til að orðalagi hugtaksins verði breytt því til samræmis. Breytingartillagan er einnig í samræmi við eldri bankatilskipun 2006/48/EB, eins og henni var breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    Í b-lið er lagt til að 4. tölul. ákvæðisins falli brott. Hugtakið var lögfest í núverandi mynd með lögum nr. 75/2010, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum. Ekki er að finna sambærilega skilgreiningu á hugtakinu hlutdeild í tilskipun 2013/36/ESB. Með vísan til skýrleika og samræmis milli laga nr. 161/2002 og tilskipunar 2013/36/ESB þykir því rétt að fella ákvæðið brott.
    Í c-lið er lagt til að felld verði úr lögunum orðin „aðilar í staðfestri samvist“ en með lögum 65/2010, um breytingu á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög),var hugtakið staðfest samvist fellt úr lögum.
    Breyting í d-lið er lögð til vegna nýrra laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013, en þau gilda um starfsemi rafeyrisfyrirtækja. Við setningu laganna á sínum tíma fórst fyrir að fella brott tilvísun úr orðskýringu í 10. tölul. ákvæðisins. Með frumvarpinu er því lagt til að orðið falli brott.
    Í e-lið er lagt til að við 1. gr. a laganna bætist þrettán nýjar orðskýringar. Orðskýringarnar sem við bætast sem nýir 14.–23. tölul. ákvæðisins er nú þegar að finna í lögunum en til skýrleika og samræmingar þykir æskilegt að hafa orðskýringarnar í sérstöku orðskýringarákvæði laganna. Orðskýringar sem lagt er til að bætist við sem nýir 24.–26. tölul. er ekki að finna í núgildandi lögum.
    Orðskýringin sem lagt er til að bætist við sem 14. tölul. ákvæðisins er nú í gildandi 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna. Skilgreiningin er í samræmi við tilskipun 2006/48/EB. Nýja skilgreiningu er að finna á hugtakinu í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 en reglugerðin verður innleidd á næstum mánuðum í íslenskan rétt og verður þá gerð breyting á hugtakinu.
    Þær orðskýringar sem lagt er til að bætast við lögin sem 15.–20. tölul. ákvæðisins eru núgildandi 1.–8. mgr. 97. gr. laganna. Sú breyting er gerð á orðskýringunum að í stað orðanna „móðurfyrirtæki“ og „dótturfyrirtæki“ koma orðin „móðurfélag“ og „dótturfélag“. Enginn eðlismunur hefur verið á notkun orðanna í lögunum og hending ein ráðið því hvort orðið hefur verið notað. Orðin „móðurfélag“ og „dótturfélag“ hafa skapað sér mun meiri festu, bæði í almennri og fræðilegri orðanotkun, og þykir því rétt að nota þau.
    Í 118. gr. núgildandi laga er að finna skilgreiningu á orðinu „fjármálagerningur“ samkvæmt lögunum og kemur þar fram að með orðinu „fjármálagerningur“ sé átt við verðbréf samkvæmt skilgreiningu laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti. Lög nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, hafa verið felld úr gildi og gilda nú lög nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Skv. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, er verðbréf ein teg­und fjármálagernings. Ný orðskýring verður því að efninu til rýmri en núgildandi skilgreining í 118. gr. laganna. Í framkvæmd hefur þó hugtakið fjármálagerningur fylgt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti. Því er ný skilgreining sem lagt er til að verði 21. tölul. ákvæðisins í samræmi við framkvæmd laganna og því ekki um efnisbreytingu að ræða.
    Orðskýringar sem lagt er til að verði 22. og 23. tölul. ákvæðisins má finna í 2. og 3. mgr. 109. gr. laganna. Ekki er stefnt að því með frumvarpi þessu að breyta efnislegu inntaki skilgreininganna. Samkvæmt orðanna hljóðan náði skilgreining á orðinu „hlutdeildarfélag“ einungis til skýringar á hlutdeildarfélagi skv. 2. mgr. 109. gr. Í lagaframkvæmd hefur skilgreiningin hins vegar verið látin ná til skilgreiningar á „hlutdeildarfélagi“ samkvæmt lögunum í heild. Í samræmi við það er skilgreiningin nú látin ná til allra þeirra tilvika þegar talað er um hlutdeildarfélög samkvæmt lögunum.
    Nýja töluliði sem lagt er til að bætist við sem 24. og 25. tölul. ákvæðisins er ekki að finna í núgildandi lögum. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem m.a. kveða á um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja og breytileg starfskjör. Í gildandi lögum og reglum hefur hugtakið „kaupauki“ verið notað um allar greiðslur eða hlunnindi til starfsmanna fjármálafyrirtækja sem ekki eru hluti af föstum starfskjörum starfsmanns. Með nýjum 24. tölul. er lagt til að hugtakið „breytileg starfskjör“ komi í stað hugtaksins „kaupauki“ og verði notað í þess stað til þess að ná yfir hvers konar greiðslur eða hlunnindi til starfsmanna, þar á meðal reiðufé, sérstakar lífeyrisgreiðslur, kauprétti og aðrar tengdar greiðslur sem ekki eru hluti af föstum starfskjörum. Þessi breyting er í samræmi við hugtakanotkun í tilskipun 2013/36/ESB Í 25. tölul. er lagt til að hugtakið „yfirstjórn“ verði sérstaklega skilgreint í lögunum. Með yfirstjórn er því átt við framkvæmdastjóra, aðstoðarframkvæmdastjóra og aðra stjórnenda fjármálafyrirtækis sem heyra beint undir framkvæmdastjóra eða, eftir atvikum, stjórn þess. Hér þykir rétt að taka fram að ekki er um að ræða þýðingu á enska hugtakinu „senior management“ sem kemur fram í 9. tölul. 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Þá er lagt til að skilgreining á stórri áhættuskuldbindingu bætist við sem 26. tölul. greinarinnar en fjallað er um stórar áhættuskuldbindingar í 30. gr. laganna.

Um 2. gr.

    Breytingin er lögð til í samræmi við breytingar sem lagðar eru til í 19. og 20. gr. frumvarpsins og er vísað í athugasemdir við umrædd ákvæði.

Um 3. gr.

    Með breytingu í 3. gr. frumvarpsins er það áréttað að meðal þeirra upplýsinga um hluthafa og stofnfjáreigendur sem skulu fylgja umsókn um starfsleyfi skv. 5. gr. laganna eru upplýsingar um hlutfallslegt eignarhald allra hluthafa eða stofnfjárhafa þegar umsókn um starfsleyfi er lögð fram. Sambærilegt ákvæði er að finna í 14. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 4. gr.

    Með breytingunni er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði óheimilt að synja um starfsleyfi, eða byggja mat á því að veita starfsleyfi, á þeim grundvelli að ekki sé þörf á fleiri aðilum á markaðinn til þess að veita tiltekna fjármálaþjónustu. Sambærilegt ákvæði er í 11. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Ákvæðið byggist á sjónarmiðum um frjálsa för þjónustu innan EES- svæðisins en lög og reglur í einstökum EES-ríkjum eiga ekki að hindra aðila annarra ríkja á EES-svæðinu í að veita þjónustu í viðkomandi ríki ef EES-reglur heimila slíkt. Með nýju ákvæði er áréttað að mat fyrir veitingu starfsleyfis sem og synjun á veitingu starfsleyfis verður að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum.

Um 5. gr.

    Lagðar eru til þrjár breytingar á 9. gr. laganna um afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis. Sambærileg ákvæði er að finna í 18. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Í a-lið er lagt til að við 2. tölul. 1. mgr. bætist tilvísun til þess að fjármálafyrirtæki þurfa að uppfylla kröfur laganna um laust fé og stórar áhættuskuldbindingar (e. Large Exposures) en geri þau það ekki geti það leitt til afturköllunar starfsleyfis. Breytingarnar byggjast á d-lið 18. gr. tilskipunar 2013/36/ESB en ákvæði tilskipunarinnar vísar einnig til þeirra atriði sem finna má í 1. mgr. 67. gr. sömu tilskipunar. Með breytingu í a-lið fellur einnig brott tilvísun til fjölda stofnfjáreigenda úr núgildandi 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. en með breytingu sem gerð var á lögunum með 6. gr. laga nr. 77/2012, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, var fallið frá kröfu um lágmarksfjölda stofnfjáreigenda í sparisjóðum. Rétt þykir því að fella tilvísun til fjölda stofnfjáreigenda brott úr ákvæðinu í samræmi við þá breytingu.
    Í b-lið er lagt til að tilvísun til lagaákvæða verði færð til samræmis við breytingar sem lagðar eru til í 19. og 20. gr. frumvarpsins.
    Í c-lið er lagt til að þrír nýir töluliðir bætist við 1. mgr. 9. gr. laganna. Með nýjum 8. tölul. er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild til þess að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækis ef það uppfyllir ekki lengur einhver hinna lögbundnu skilyrða sem það þurfti að uppfylla upphaflega lögum samkvæmt til þess að hljóta starfsleyfið. Hér getur t.d. verið um að ræða að fjármálafyrirtæki uppfylli ekki lengur skilyrði sem koma fram í III. kafla laganna um stofnun fjármálafyrirtækis o.fl. Ákvæðið byggist á c-lið 18. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Í 9. tölul. er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild til að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækis ef verulegur vafi leikur á því að fjármálafyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum og/eða innlánseigendum. Hér ber að líta til þess megintilgangs að tryggja skuli hagsmuni lánardrottna og innstæðueigenda í hvívetna. Ákvæðið er nátengt heimild sem finna má í ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum. Verður að telja að Fjármálaeftirlitið verði að hafa mjög ríkar ástæður til þess að beita heimildinni og henni sé þá einungis beitt í neyðartilfellum. Hér geta t.d. fallið undir þau tilvik þegar eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækis lækkar hratt sem kann að auka líkur á því að brotið verði gegn 1. mgr. 84. gr. um lágmarkseiginfjárgrunn í náinni framtíð. Mælikvarði á það hvenær fjármálafyrirtæki sé líklegt til þess að brjóta gegn 1. mgr. 84. gr. laganna um lágmarkseiginfjárgrunn í náinni framtíð getur þannig tekið mið af 27. gr. tilskipunar 2014/59/ESB um skilameðferð fjármálafyrirtækja (e. Directive 2014/59/EU of the European Parliament and of the Council of 15 May 2014 establishing a framework for the recovery and resolution of credit institutions and investment firms and amending Council Directive 82/891/EEC, and Directives 2001/ 24/EC, 2002/47/EC, 2004/25/EC, 2005/56/EC, 2007/36/EC, 2011/35/EU, 2012/30/EU and 2013/36/EU, and Regulations (EU) No 1093/2010 and (EU) No 648/2012, of the European Parliament and of the Council) sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vinnur í að innleiða í íslenskan rétt. Að auki kann að falla hér undir þegar hratt gengur á laust fé fjármálafyrirtækisins þannig að líklegt sé að það geti ekki í náinni framtíð uppfyllt skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum og öðrum kröfuhöfum. Mælikvarðinn á verulegan vafa samkvæmt ákvæðinu skal eftir fremsta megni vera hlutlægur. Nýr 9. tölul. byggist á d-lið 18. gr. tilskipunar 2013/36/ESB en ákvæðið vísar einnig til 1. mgr. 104. og 105. gr. sömu tilskipunar.
    Í nýjum 10. tölul. er að finna heimild til þess að svipta fjármálafyrirtæki starfsleyfi ef það brýtur gegn skyldu til þess að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skv. 84. gr. b og takmarkanir á grundvelli 6. mgr. 84. gr. a hafa ekki náð tilætluðum árangri. Heimildina er að finna í 17. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB en ákvæðið vísar til 64. gr. sömu tilskipunar sem kveður á um heimildir eftirlitsaðila. Í 17. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB kemur fram að ef takmarkanir á útgreiðslum á grundvelli 141. gr. tilskipunarinnar reynast ekki nægjanlega vel til þess að bæta eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækis vegna þeirrar áhættu sem eiginfjáraukanum er ætlað að mæta megi eftirlitsaðilar aðildarríkjanna grípa til viðbótarheimilda sem þeir eiga að hafa á grundvelli 64. gr. tilskipunar 2013/36/ESB, þar á meðal sviptingar starfsleyfis í heild eða að hluta.

Um 6. gr.

    Með ákvæðinu eru lagðar til breytingar á 17. gr. laganna sem fjallar um áhættustýringu fjármálafyrirtækja. Með tilskipun 2013/36/ESB eru settar auknar skyldur á fjármálafyrirtæki þannig að þau hafi yfir að ráða virkri áhættustýringu sem geti á fullnægjandi hátt metið áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis og veitt stjórn fyrirtækisins yfirlit yfir raunverulega áhættu og fullnægjandi aðstoð við að skilja áhættuna. Tilskipunin setur einnig þær auknu skyldur á stjórnarmenn, og stjórn fyrirtækisins í heild, að þeir geti skilið áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis og tekið ákvarðanir á grundvelli þeirrar áhættu sem starfsemi fyrirtækisins felur í sér. Samhliða þessu og með öðrum breytingum á 17. gr. laganna er lagt til að fjármálafyrirtæki skuli á grundvelli 1. mgr. 17. gr. setja innri ferla til að meta nauðsynlega stærð, samsetningu og innri dreifingu eiginfjárgrunns með hliðsjón af áhættu sem starfsemi þeirra felur í sér. Með breytingunum er lagt til að í 17. gr. laganna verði kveðið á um að innri ferlar skuli ná til meðhöndlunar þeirra áhættuþátta sem tilteknir eru í 78. gr. a – 78. gr. i og að fjármálafyrirtækjum beri að setja ferla sem samræmast kröfum og skilyrðum hvers áhættuþáttar fyrir sig.
    Í ákvæðinu er kveðið á um óhæði og helstu verkefni áhættustýringar, þ.m.t. upplýsingaöflun. Samkvæmt ákvæðinu er gert ráð fyrir að yfirmaður áhættustýringar sé sjálfstæður stjórnandi og heyri ekki undir aðra yfirmenn en framkvæmdastjóra og skal framkvæmdastjóri ráða yfirmann áhættustýringar. Með þessu á að tryggja óhæði hans sem stjórnanda og er mikilvægt að störf hans í þágu fjármálafyrirtækis leiði ekki af sér hagsmunaárekstra og hann sinni ekki tekjuöflun fjármálafyrirtækis af hefðbundinni bankastarfsemi. Sé yfirmaður áhættustýringar ekki í sérstöku stöðugildi er mikilvægt að viðkomandi starfsmaður sinni ekki öðrum störfum sem kunna að fela í sér hagsmunaárekstra. Í nýrri 6. mgr. greinarinnar er lagt til að yfirmanni áhættustýringar verði hvorki sagt upp né hann færður til í starfi nema að fengnu samþykki stjórnar fyrirtækisins. Það telst ekki nægjanlegt að stjórn fjármálafyrirtækis veiti samþykki sitt fyrir uppsögn, færslu í starfi eða brottrekstri eftir á. Þetta er í samræmi við 5. mgr. 76. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Meginverkefni áhættustýringar er aðkoma að öllum viðameiri ákvörðunum sem snúa að áhættustýringu, auk þess sem áhættustýring skal sjá til þess að allar skýrslur sem snúa að áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis séu unnar og þeim skilað til stjórnenda og eftirlitsaðila. Áhættustýring skal hafa yfirsýn yfir áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækis.
    Gert er ráð fyrir að fjármálafyrirtæki tryggi aðgang áhættustýringar að öllum upplýsingum og gögnum sem nauðsynleg eru við störf hennar. Ekki er afmarkað í ákvæðinu hvaðan gögn eða upplýsingar eiga að koma eða á hvaða formi þær eiga að vera. Fjármálafyrirtæki skal hins vegar tryggja að áhættustýring hafi öll gögn og upplýsingar sem einingin telur nauðsynlegar til að sinna skyldum sínum. Í sumum tilvikum skulu starfsmenn sem sinna áhættustýringu sjálfir meta hvaðan slík gögn eða upplýsingar eiga að koma og form þeirra.
    Í nýrri 7. mgr. greinarinnar er að finna heimild fyrir fjármálafyrirtæki til þess að óska eftir því við Fjármálaeftirlitið að það fái undanþágu frá því að vera með sérstakt stöðugildi fyrir yfirmann áhættustýringar. Getur Fjármálaeftirlitið þá heimilað að annar starfsmaður hafi umsjón með áhættustýringu fyrirtækisins, enda sé gætt að hagsmunaárekstrum. Samkvæmt ákvæðinu er gert ráð fyrir því að við mat Fjármálaeftirlitsins á því hvort þörf sé á sérstöku stöðugildi skuli horft til eðlis og umfangs starfsemi fyrirtækisins og þess hversu margþætt hún er. Gert er ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið geti á grundvelli regluheimildar skv. 8. mgr. kveðið á um það hvenær starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir að ekki sé til staðar sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar. Sambærileg undanþáguheimild og kveðið er á um ákvæðinu er að finna í 5. mgr. 16. gr. laganna um starfrækslu innri endurskoðunardeildar. Breytingar á greininni eru byggðar á 76. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 7. gr.

    Með breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með lögum nr. 75/2010, var Fjármálaeftirlitinu fengin heimild til þess að setja reglur um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir við­skipta­hættir fjármálafyrirtækja. Í kjölfar breytingarinnar hóf Fjármálaeftirlitið vinnu við gerð slíkra reglna sem leiddi til útgáfu reglna nr. 670/2013, um eðlilega og heilbrigða við­skipta­hætti fjármálafyrirtækja. Í reglum Fjármálaeftirlitsins er nú þegar fjallað um þá þætti sem nefndir eru í ákvæði 7. gr. frumvarpsins. Telja verður að þessir þættir séu meðal þeirra sem falla undir viðskipti fjármálafyrirtækja í skilningi 19. gr. núgildandi laga og er með ákvæðinu tekin af allur vafi þar að lútandi.
    Telja verður að góð samskipti fjármálafyrirtækja við við­skipta­vini sína og upplýsingagjöf til þeirra sé lykilþáttur í eðlilegum við­skipta­háttum. Í lögum og reglum er ekki að finna leiðbeiningar um hvernig fjármálafyrirtæki skuli meðhöndla kvartanir við­skipta­vina sinna. Hins vegar hafa eftirlitsstofnanir á fjármálamörkuðum í Evrópu (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Verðbréfamarkaðseftirlitsstofnun Evrópu (ESMA) og Vátryggingastofnun Evrópu (EIOPA)) allar gefið út leiðbeiningar, hver fyrir sinn markað, um hvernig beri að haga slíkum málum (e. guidelines on complaints handling). Mikilvægt er að Ísland taki þátt í þeirri þróun og eru reglur Fjármálaeftirlitsins um eðlilega og heilbrigða við­skipta­hætti fjármálafyrirtækja heppilegur vettvangur fyrir slíkar leiðbeiningar.
    Fyrir breytingu í b-lið er vísað til breytingar í 21. gr. frumvarpsins en ef frumvarp þetta verður að lögum verður núgildandi 3. mgr. 19. gr. að 7. mgr. 54. gr. laganna.

Um 8. gr.

    Í 8. gr. frumvarpsins er lagt til að útgáfa rafeyris geti talist til starfsheimilda við­skipta­banka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Þessi breyting er gerð í samræmi við breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris, en í b-lið 8. tölul. 4. gr. þeirra laga kemur fram að útgefandi rafeyris geti m.a. verið fjármálafyrirtæki með starfsleyfi til móttöku innlána og annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi og veitingar útlána fyrir eigin reikning. Í 15. tölul. viðauka I við tilskipun 2013/36/ESB er einnig kveðið á um þessa heimild.

Um 9. gr.

    Um er að ræða skilgreiningu á hugtakinu „fyrirtæki tengt fjármálasviði“. Vísað er til skýringar með 1. gr. frumvarpsins en samkvæmt breytingunni er lagt til að öll hugtök og orðskýringar laganna séu færð í sérstök orðskýringarákvæði. Því fellur skilgreiningin brott úr ákvæði 1. mgr. 28. gr. laganna.

Um 10. gr.

    Lögð er til breyting á 2. mgr. 29. gr. a laganna. Ákvæði 29. gr. a laganna kom inn með lögum nr. 75/2010, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Tilgangur 2. mgr. ákvæðisins var að takmarka verulega heimildir fjármálafyrirtækis til þess að veita tilteknum aðilum sem nefndir eru í ákvæðinu lán eða aðrar fyrirgreiðslur. Lagðar eru til nokkrar breytingar á ákvæðinu í frumvarpi þessu.
    Samkvæmt 1. málsl. er fjármálafyrirtæki óheimilt að veita stjórnarmanni, framkvæmdastjóra, lykilstarfsmanni, eða þeim sem á virkan eignarhlut í því, og aðila í nánum tengslum við hann lán eða aðra fyrirgreiðslu, nema gegn traustum tryggingum. Með skýringu á nánum tengslum samkvæmt ákvæðinu vísast í 1. tölul. 1. gr. a laganna. Tilvísun til traustrar trygginga vísar m.a. í það að fjárhæð lánveitingar eða fyrirgreiðslu tekur ekki tillit til áhættumildandi þátta, nema í undantekningartilfellum, heldur er miðað við brúttó stöðu gagnvart tilteknum aðila eða aðilum. Á grundvelli reglna sem Fjármálaeftirlitið setur með stoð í 3. mgr. skal fjármálaeftirlitið kveða á um undantekningar frá hámarksfjárhæð ákvæðisins með tilliti til trygginga sem heimila að farið sé yfir hámarksfjárhæð 3. málsl. en ef trygging er t.d. veitt, að fullu með innstæðu eða ábyrgð ríkis eða sveitarfélags og annara sambærilegra trygginga, skal það heimilt. Í 2. málsl. ákvæðisins er að finna skilgreiningu á því hvað teljist fyrirgreiðsla samkvæmt ákvæðinu. Í 3. málsl. er kveðið á um það að lán eða önnur fyrirgreiðsla skv. 1. málsl. 2. mgr. megi hæst nema 200 millj. kr. að teknu tilliti til 30. gr. laganna. Sú breyting er því gerð á ákvæðinu að ekki er lengur miðað við hlutfall eiginfjárgrunns heldur við fjárhæð sem tekur jafnt til allra fjármálafyrirtækja, þó að teknu tilliti til 30. gr. laganna sem fjallar um stórar áhættuskuldbindingar. Með breytingunni er einnig lagt til að orðin „samtala láns og annarrar fyrirgreiðslu“ bætist við ákvæði 3. málsl. frá því hvernig ákvæðið er orðað í núgildandi lögum en samkvæmt því tekur fjárhæð láns eða annarrar fyrirgreiðslu mið af stöðu allra aðila sem taldir eru hafa náin tengsl á grundvelli 1. málsl. Ef stjórnarmaður hefur t.d. fengið lán hjá fjármálafyrirtæki að fjárhæð 100 millj. kr. mundi fjárhæð sem stjórnarmaðurinn fékk lánaða takmarka lánveitingu til aðila sem telst hafa náin tengsl við stjórnarmanninn við 100 millj. kr. Þess vegna er einnig lagt til að fjárhæðin hækki úr 100 millj. kr. frá því sem nú gildir og upp í 200 millj. kr. þar sem um er að ræða fjárhæð sem getur tekið til hóps aðila. Þó getur trygging komið til frádráttar eins og kemur fram í athugasemdum við 1. málsl.
    Í 4. og 5. málsl. er lagt til að ný regla um armslengdarsjónarmið bætast við ákvæðið. Ný regla er tilkomin vegna athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fylgni Fjármálaeftirlitsins við kjarnareglur Basel-nefndarinnar. Með nýjum málsliðum er ítrekað að armslengdarsjónarmið eigi að ráða för vegna viðskipta eigenda virkra eignarhluta, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna, auk aðila í nánum tengslum við þá, þegar þeir stunda viðskipti við fjármálafyrirtæki. Skv. 6. málsl. ákvæðisins tekur takmörkun 1. málsl. um lán eða aðrar fyrirgreiðslur ekki til lánveitinga til eigenda virkra eignarhluta þegar eigandi virks eignarhluta er ríki eða sveitarfélag. Tvenns konar mismunandi sjónarmið eru á bak við þessa undantekningarreglu. Annars vegar eru samfélagsleg sjónarmið en ef undantekningin væri ekki til staðar getur regla 1. málsl. leitt til ákveðinna takmarkana á aðgangi sveitarfélaga að lánsfjármagni þar sem sveitarfélög eiga oft eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem starfa í viðkomandi ­sveitarfélögum. Hins vegar eru sjónarmið um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, en eigendastaða íslenska ríkisins að fjármálafyrirtækjum gæti takmarkað kaup umræddra félaga á ríkisskuldabréfum samkvæmt þrengsta skilningi orðalags 2. mgr. greinarinnar. Í 7. málsl. kemur fram að lán eða önnur fyrirgreiðsla eigi ekki við um innlán í eigu annars fjármálafyrirtækis. Þá er í lokamálslið ákvæðisins kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að veita einstaklingum eða lögaðilum heimild til þess að fara yfir fjárhæðarmörkin sem tilgreind eru í 3. málsl., þ.e. 200 millj. kr. hámarkið. Skal undanþágan einungis veitt í sérstökum tilvikum.
    Með frumvarpinu er einnig lögð til breyting á 3. mgr. greinarinnar sem inniheldur heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til þess að setja nánari reglur á grundvelli ákvæðisins. Með breytingunni er lagt til að orðin „fjárhæðar áhættuskuldbindingar“ falli út og í stað þess komi „láns eða annarrar fyrirgreiðslu“ sem sérstaklega er nú skilgreind í breyttri 2. mgr. Ásamt því kemur einnig fram í nýju orðalagi ákvæðisins að Fjármálaeftirlitinu hafi heimild til þess að kveða sérstaklega á um hámarksfjárhæðir lána eða annarra fyrirgreiðslna án trygginga á grundvelli ákvæðisins. Þar sem fjárhæð láns skv. 2. mgr. getur tekið til hóps náinna aðila þykir rétt að í reglum Fjármálaeftirlitsins sé getið á um sérstaka fjárhæð eða fjárhæðir, lána eða annara fyrirgreiðslna, án trygginga þegar reglan tekur til hóps einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að hægt sé að halda daglegum bankaviðskiptum við umrædda aðila hjá bankanum og skulu þær miða við að ákvæðið geti tekið til hóps manna. Þá yrði það þannig að fjárhæð sem nú gildir um einstakling samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins, nr. 162/2011, um fyrirgreiðslur fjármálafyrirtækis til stjórnarmanna, framkvæmdastjóra, lykilstarfsmanna eða þeirra sem eiga virkan eignarhlut í því, eða aðila í nánum tengslum við framangreinda, sem það hefur sett á grundvelli 3. mgr. taki til hvers einstaks aðila þegar um hóp náinna aðila er að ræða. Í 3. mgr. er einnig gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið kveði á um undantekningar frá hámarksfjárhæð 3. málsl. 2. mgr. varðandi tryggingar sem heimila að farið sé yfir hámarksfjárhæðina en ef trygging er t.d. veitt að fullu, með innstæðu eða ábyrgð ríkis eða ­sveitarfélags og annara sambærilegra trygginga, skal það heimilt.

Um 11. gr.

    Með ákvæðinu eru lagðar til breytingar á 30. gr. laganna sem fjallar um takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna endurskoðaðra reglna Fjármálaeftirlitsins, nr. 625/2013, um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum.
    Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um að áhættuskuldbinding vegna eins við­skipta­manns eða hóps tengdra við­skipta­manna, að teknu tilliti til áhættumildandi þátta, megi ekki fara yfir 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis, sbr. 84. og 85. gr. laganna. Umrætt ákvæði greinarinnar má finna í 1. málsl. 1. mgr. gildandi 30. gr. laganna en með breytingunni er skýrt tekið fram að miðað er við 25% hlutfallið eftir að tekið er tillit til áhættumildandi þátta. Fjármálaeftirlitið skal setja reglur um hverjir áhættumildandi þættir samkvæmt ákvæðinu megi vera.
    Í 2. mgr. greinarinnar er lagt til að sérstakt fjárhæðarmark verði lögfest vegna áhættuskuldbindinga hjá fjármálafyrirtækjum þar sem mótaðilinn er annað fjármálafyrirtæki. Mælt er fyrir um slíkt fjárhæðarmark í 1. mgr. 111. gr. tilskipunar 2006/48/EB, með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipun 2009/111/EB, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt með lögum nr. 119/2011 og lögum nr. 47/2013. Aðildarríkjum EES er heimilt að binda slík fjárhæðarmörk í lög sín eða stjórnvaldsfyrirmæli nemi þau ekki hærri fjárhæð en 150 milljónum evra eða u.þ.b. 23 milljörðum íslenskra króna. Í frumvarpi þessu er lagt til að lögfest verði 10 milljarða kr. fjárhæðarmark. Ekki er því gert ráð fyrir að heimil hámarksfjárhæð samkvæmt reglum Evrópuréttar verði nýtt, enda þykir hún of há miðað við íslenskar aðstæður. Þannig er eiginfjárgrunnur þriggja stærstu við­skipta­bankanna á bilinu 180 til 230 milljarðar kr. Eiginfjárgrunnur þess við­skipta­banka sem næst kemur þeim er tæpir 4 milljarðar kr. og þá er eiginfjárgrunnur annarra fjármálafyrirtækja á bilinu 2 til 16 milljarðar kr. Þannig ætti 10 milljarða kr. hámarkið að vera nægjanlegt til lausafjárstýringar fyrir öll fjármálafyrirtæki sem lögin taka til og því ætti 10 milljarða kr. hámarkið að vera nægjanlegt fyrir öll fjármálafyrirtæki sem starfa hér á landi.
    Í 3. mgr. ákvæðisins segir að áhættuskuldbinding vegna við­skipta­manns sem er fjármálafyrirtæki eða hóps tengdra við­skipta­manna sem inniheldur fjármálafyrirtæki megi ekki fara yfir 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis eða sem nemur 10 milljörðum kr., hvort sem er hærra. Þegar 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis nemur lægri fjárhæð en 10 milljörðum kr. er gert ráð fyrir að áhættuskuldbindingar vegna fjármálafyrirtækja geti farið upp fyrir 25% hámarkið. Þær mega þó ekki vera hærri en 100% af eiginfjárgrunni, nema í sérstökum tilvikum að fengnu leyfi Fjármálaeftirlitsins.
    4. og 5. mgr. greinarinnar eru óbreyttar frá ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. gildandi laga.
    Í 6. mgr. ákvæðisins lagt til að Fjármálaeftirlitið geti í sérstökum tilvikum veitt fjármálafyrirtæki undanþágu frá takmörkunum 1.–3. mgr. greinarinnar í samræmi við ákvæði 4. mgr. 111. gr. tilskipunar 2006/48/EB, með áorðnum breytingum, samkvæmt tilskipun 2009/111/ EB. Undanþágan er almenn og beinist ekki sérstaklega að tilvikum þar sem fjármálafyrirtæki hefur þegar farið yfir þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 30. gr. laganna. Líklegt má þó telja að fyrst og fremst reyni á slíka undanþágu komi til þess að fjármálafyrirtæki fari yfir þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr., þ.e. eftir að slíkt tilfelli hefur komið upp. Gert er ráð fyrir því að við mat á því hvort veita eigi undanþágu í samræmi við ákvæði laganna líti Fjármálaeftirlitið til reglna nr. 625/2013, um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum, sem settar voru á grundvelli 4. mgr. 30. gr. gildandi laga og þess hvernig undanþágunni er beitt samkvæmt reglum Evrópuréttar, sbr. 111. gr. tilskipunar 2009/111/EB (CRD II) og 396. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Reglur 625/2013, um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum, skulu halda gildi sínu, að því leyti sem þær samræmast lögum þessum, eftir breytingu sem lögð er til með þessu frumvarpi með stoð í 7. mgr. 30. gr. laganna, verði frumvarp þetta samþykkt. Sú breyting sem felst í 6. mgr. greinarinnar helst í hendur við breytingar 2. og 3. mgr. greinarinnar varðandi fjárhæðarmark vegna áhættuskuldbindinga gagnvart fjármálafyrirtækjum og breytingar sem gerðar hafa verið á frádráttarliðum 9. gr. reglna Fjármálaeftirlitsins, nr. 625/2013. Við endurskoðun reglnanna voru frádráttarliðir g-, h- og p-liðar 4. gr. í eldri reglum um stórar áhættuskuldbindingar, nr. 216/2007, felldir út. Var það gert til samræmis við breytingar sem tilskipun 2009/111/EB hafði í för með sér. Þetta olli hins vegar minni fjármálafyrirtækjum nokkrum erfiðleikum vegna lausafjárstýringar auk þess sem talið er mikilvægt að lögfesta heimild til að veita slíka undanþágu, enda er hún mikilvægur hluti af hinu endurskoðaða regluverki sem snýr að stórum áhættuskuldbindingum.
    Í 7. mgr. ákvæðisins er kveðið með skýrum hætti á um að í reglum um stórar áhættuskuldbindingar skuli fjallað um eiginfjárkröfur vegna umframáhættu stórra áhættuskuldbindinga. Er þetta gert til að skjóta styrkari lagastoð undir ákvæði er varða meðhöndlun umframáhættu stórra áhættuskuldbindinga sem hafa verið innleidd í reglur sem Fjármálaeftirlitið hefur sett.
    Þá er með ákvæðinu lagt til að fellt verði brott úr gildandi ákvæði 30. gr. að samtala stórra áhættuskuldbindinga megi ekki fara yfir 400% af eiginfjárgrunni, og er það gert til samræmis við reglur Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Sú breyting er einnig í samræmi við gildandi tilskipanir 2006/48/EB og 2006/49/EB. Við endurskoðun gildandi bankatilskipana með breytingatilskipun 2009/111/EB var umrætt 400% hámark samtölu stórra áhættuskuldbindinga fellt úr gildi, enda var með endurskoðuninni gert ráð fyrir að áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja vegna annarra fjármálafyrirtækja geti almennt verið á bilinu 25 til 100% og í einstökum tilvikum hærri en 100%. Vegna þessara breytinga gæti það orðið íþyngjandi að lögfesta áfram 400% hámark á samtölu stórra áhættuskuldbindinga og þekkist það hvergi á Norðurlöndum, enda er hvorki kveðið á um slíkt hámark í gildandi bankatilskipunum né reglugerð (ESB) nr. 575/2013.
    Loks eru gerðar orðalagsbreytingar innan greinarinnar og í stað hugtaksins „stór áhætta“ kemur hugtakið „stór áhættuskuldbinding“. Er það gert til að samræma hugtök innan ákvæðisins en í núgildandi ákvæði eru bæði hugtökin notuð sem verður að teljast óheppilegt. Að sama skapi felst í þessari breytingu mikilvæg samræming á því hvernig hugtakið er meðhöndlað í reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar, en skörun var milli hugtakanotkunar í texta ákvæðisins og nefndra reglna. Með frumvarpinu er einnig lagt til að hugtakið „stór áhættuskuldbinding“ verið fært í orðskýringakafla laganna og verði skilgreint í 26. tölul. 1. gr. a verði frumvarp þetta að lögum.

Um 12. gr.

    Til viðbótar við núgildandi ákvæði er lagt til að í tilkynningu fjármálafyrirtækis, þ.e. fjármálafyrirtækis sem hyggst veita þjónustu á grundvelli laga nr. 108/2007, um verðbréfafyrirtæki á EES-svæðinu, til Fjármálaeftirlitsins um starfsemi án útibús í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum skuli koma fram hvort fyrirtækið hyggst nota fasta umboðsmenn. Ákvæðið innleiðir að fullu 2. mgr. 31. gr. b hluta tilskipunar 2004/39/EB (MiFID) í íslenskan rétt en tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 111/2007, um breytingar á lagaákvæðum um fjármálafyrirtæki o.fl.

Um 13. gr.

    Í a-lið eru gerðar tvær breytingar á núgildandi 40. gr. laganna. Skv. 2. málsl. 40. gr. er einungis skylt að tilkynna aukningu á eignarhlut í fjármálafyrirtæki ef eignarhluturinn fer yfir þau mörk sem tilgreind eru í ákvæðinu. Slíkt er í ósamræmi við reglur Evrópuréttar en skv. 22. gr. tilskipunar 2013/36/ESB skal tilkynna um slíka breytingu ef hún nær umræddum mörkum eða fer yfir umrædd mörk (e. Reach or Exceed). Sama ákvæði er að finna í 19. gr. tilskipunar 2006/48/EB sem áður hefur verið innleidd í íslenskan rétt. Einnig er lagt til að hlutfallið 25% falli brott úr ákvæðinu. Í 22. gr. tilskipunar 2013/36/ESB er einungis að finna hlutföllin 20%, 30% og 50% en samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 22. gr. tilskipunarinnar má nota 33% hlutfall í stað 30% hlutfallsins. Með breytingunni er því lagt til að íslensk lög séu í samræmi við reglum Evrópuréttar um sama efni.
    Í b-lið er lagt til að ný málsgrein bætist við 40. gr. laganna. Með nýrri málsgrein er hnykkt á þeirri grunnreglu laganna að kaup aðila á virkum eignarhlut gangi fyrst í gegn þegar Fjármálaeftirlitið hefur metið hann hæfan til að fara með slíkan eignarhlut hlut eða þegar tímafrestur er liðinn lögum samkvæmt.

Um 14. gr.

    Í greininni eru lagðar til fimm breytingar á núgildandi ákvæði 1. mgr. 42. gr. laganna. Í fyrsta lagi bætist við tilvísun til 41. gr. laganna í 1. málsl. ákvæðisins og í öðru lagi bætist nýr 2. málsl. við ákvæðið. Í þriðja og fjórða lagi eru gerðar breytingar á viðmiðunardagsetningum í 4. og 5. málsl. ákvæðisins en í stað þess að miða við móttöku tilkynningar er miðað við þann tíma þegar Fjármálaeftirlitið staðfestir móttöku tilkynningar. Breytingarnar á 1. og 5. málsl. eiga m.a. að leiða til þess að þegar meta á hæfi þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut þurfi allar upplýsingar sem tilgreindar eru í 41. gr. laganna að berast Fjármálaeftirlitinu. Breytingarnar byggjast á 2. mgr. 22. gr. tilskipunar 2013/36/ ESB. Tekið skal fram að breyttu orðalagi er ekki ætlað að lengja þann frest sem kveðið er á um í 42. gr. Í fimmta lagi bætist nýr málsliður við ákvæðið. Ákvæðið veitir Fjármálaeftirlitinu heimild til þess að lengja bið eftir upplýsingum ef óskað er eftir viðbótarupplýsingum frá aðilum sem hyggjast eignast eða auka við virkan eignarhlut og þeir eru staðsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins eða lúta ekki opinberu fjármálaeftirliti innan svæðisins. Ákvæðið er að finna í 4. mgr. 19. gr. tilskipunar 2006/48/EB og í 4. mgr. 22. gr. tilskipunar 2013/36/ESB sem fjallar um mat á hæfi virkra eigenda.
    Ákvæði 42. gr. laganna var lögfest í núverandi mynd með lögum nr. 75/2010, um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum. Ákvæðið byggist á tilskipun 2007/44/EB sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt. Ákvæðið er að finna í d-lið 1. mgr. 23. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Í núgildandi ákvæði 2. málsl. 4. tölul. 2. mgr. 42. gr. laganna er vísað til „hóps fyrirtækja“ en hér er lagt til að talað verði um „samstæðu félaga“. Til þess að fyrirbyggja óþarfa misskilning þykir rétt að orðanotkun sé breytt svo að ákvæðið sé skýrara og í samræmi við hugtakanotkun laganna.

Um 15. gr.

    Lagt er til að áréttuð verði sú heimild Fjármálaeftirlitsins til að taka ákvörðun um hæfi aðila til þess að verða eigandi virks eignarhlutar í fjármálafyrirtæki á grundvelli fyrirliggjandi gagna áður en tímafrestur skv. 42. gr. laganna líður. Sambærilegt ákvæði er að finna í 2. mgr. 23. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Samkvæmt ákvæðinu er eftirlitsaðila heimilt að synja því að aðili eignist eða auki við virkan eignarhlut sinn, sbr. 40. gr. laganna, ef eftirlitsaðilinn hefur óskað eftir viðbótarupplýsingum og þeim hefur ekki verið skilað eða þær eru ófullnægjandi.

Um 16. gr.

    Lagt er til að 46. gr. a laganna falli brott. Ákvæðið var lögfest í núverandi mynd með lögum nr. 75/2010, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum. Orðalag ákvæðisins og skýringar með því eru ekki að fullu í samræmi við inntak VI. kafla laganna og 2. kafla tilskipunar 2013/36/ESB, þess efnis að hyggist aðili eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki skuli tilkynna fyrir fram um þau áform og að kaup aðila verði ekki að raunveruleika fyrr en að loknu mati Fjármálaeftirlitsins á hæfi aðila eða þegar frestur Fjármálaeftirlitsins til að leggja mat á hæfi aðila er liðinn. Með vísan til skýrleika og samræmis milli laga nr. 161/2002 og tilskipunar 2013/36/ESB þykir því rétt að fella ákvæðið á brott.

Um 17. gr.

    Vísað er í athugasemdir við 1. gr. frumvarpsins.

Um 18. gr.

    Samkvæmt 49. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga til þess að meta hvort eigandi hafi eignast virkan eignarhlut án tilkynningar skv. 40. gr. eða hvort að aðili teljist hæfur til þess að fara með virkan eignarhlut skv. VI. kafla laganna. Ákvæðið hefur verið túlkað þannig að það feli í sér heimild fyrir viðvarandi eftirliti Fjármálaeftirlitsins með hæfi eiganda virks eignarhlutar og að Fjármálaeftirlitið hafi allar heimildir til að bregðast við því þegar aðili verður af einhverjum ástæðum óhæfur til þess að fara með eignarhlutinn.
    Fyrir breytingu á lögunum með lögum nr. 75/2010 var þar að finna skýra heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til þess að fara með viðvarandi mat á hæfi eigenda virkra eignarhluta og grípa til ráðstafana til þess að takmarka heimildir eiganda virks eignarhlutar til að fara með hlutinn. Með breytingu á 49. gr. laganna með lögum nr. 75/2010 féll ákvæðið út. Breytingar á lögunum með lögum nr. 75/2010 komu m.a. til vegna innleiðingar á tilskipun 2007/44/EB í íslenskan rétt. Á það skal bent að tilgangur tilskipunar 2007/44/EB var ekki að takmarka viðvarandi mat eftirlitsaðila á hæfi eigenda virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Með breytingu á 49. gr. laganna er stefnt að því að styrkja heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að fara með viðvarandi mat á hæfi eigenda virkra eignarhluta og bregðast við því þegar þeir eru af einhverjum ástæðum ekki lengur taldir hæfir til þess að fara með eignarhlutinn.
    Eins og fram kemur í 1. málsl. 49. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna eða upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtæki til þess að meta hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut skv. VI. kafla laganna. Ef upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið hefur fengið leiða í ljós að aðili telst af einhverjum ástæðum óhæfur til þess að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki getur Fjármálaeftirlitið nú veitt aðila hæfilegan frest til þess að gera úrbætur sé unnt að koma þeim við. Með þessu er það ítrekað að Fjármálaeftirlitið skuli gæta meðalhófs þegar það grípur til heimilda sem því eru fengnar með ákvæðinu en eins og fram kemur í nýrri 2. mgr. skal Fjármálaeftirlitið grípa til þeirra heimilda sem getið er um í 46. gr. laganna ef úrbótum verður ekki komið við eða frestur sem Fjármálaeftirlitið veitir aðila til þess að koma hlutum í lag líður án þess að gripið verði til úrbóta.
    Með hliðsjón af þeim áhrifum sem eigendur virkra eignarhluta hafa með eignarhaldi sínu í fjármálafyrirtækjum og á fjármálamarkaði og með tilliti til þess hversu mikil áhrif fjármálafyrirtæki hafa á líf almennings og á efnahagslíf landsins verður að telja eðlilegt að hægt sé að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif þeirra eigenda sem ekki teljast hæfir til þess að fara með slík réttindi. Ef ekki er gripið til aðgerða gegn óhæfum eigendum virkra eignarhluta getur slíkt leitt til vantrausts almennings og fjárfesta á viðkomandi fjármálafyrirtæki eða á fjármálamarkaði hér á landi í heild sem ógnað getur fjármálastöðugleika. Því eru ríkar ástæður fyrir því að reynt sé að koma í veg fyrir áhrif óhæfra eigenda virkra eignarhluta á fjármálamarkaði.
    Breytingin sem lögð er til í a-lið tengist nýrri málsgrein ákvæðisins en breyting skv. c-lið þarfnast ekki skýringa.

Um 19. gr.

    Með breytingum sem lagðar eru til í 19. og 20. gr. frumvarpsins er núgildandi 52. gr. laganna skipt upp í tvö sérstök ákvæði, 52. gr. og 52. gr. a, þannig að ákvæði sem taka beint á hæfi stjórnarmanna verða í 52. gr. laganna en ákvæði sem fjalla um önnur störf stjórnarmanna verða að nýrri 52. gr. a laganna. Ásamt athugasemdum við 19. gr. frumvarpsins vísast því einnig til athugasemda við 20. gr. frumvarpsins.
    Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða núgildandi 1. mgr. 52. gr. laganna. Í 2. mgr. er lagt til að við ákvæðið bætist tilvísun til þess að stjórnarmenn mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað gegn lögum um gjaldeyrismál. Að öðru leyti er 2. mgr. greinarinnar óbreytt frá gildandi lögum.
    Ákvæði 3. mgr. greinarinnar er að finna í núgildandi 1.–3. málsl. 3. mgr. 52. gr. laganna. Hér þykir rétt að benda á að 4. málsl. 3. mgr. 52. gr. núgildandi laga er felldur brott með frumvarpi þessu. Umrædd regla kom inn í íslenska löggjöf þegar lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, voru sett. Í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, kom fram að um væri að ræða innleiðingu á 1. mgr. 6. gr. tilskipunar 2000/12/EB og var þá átt við tilvik sem eiga undir skilyrði um óflekkað mannorð (e. good repute) samkvæmt umræddri grein tilskipunarinnar. Gerð var breyting á málsliðnum með lögum nr. 75/ 2010, en ekki var að finna skýringu í frumvarpi sem varð að þeim lögum á því af hverju málsliðnum var breytt. Skilyrði um að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri skuli hafa óflekkað mannorð kemur nú fyrir í 2. mgr. 52. gr. núgildandi laga og gerir frumvarp þetta ráð fyrir að skilyrðið verði þar áfram verði það að lögum. Verður að telja að það huglæga mat sem vísað er til í málsliðnum sem lagt er til að falli brott falli að öllu leyti undir mat á því hvort stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hafi óflekkað mannorð skv. 2. mgr. 52. gr.
    Í 4. mgr. er lagt til að samsetning stjórnar skuli vera þannig að stjórn í heild búi sam­eigin­lega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem fjármálafyrirtæki stundar og áhættuþætti þess. Markmið ákvæðisins er að sporna við svonefndri hjarðhugsun (e. Groupthink). Hjarðhugsun getur myndast þar sem einsleitur hópur manna kemur saman, t.d. í stjórnum fyrirtækja þar sem stjórn félagsins samanstendur af hópi einstaklinga þar sem einstaklingarnir eru allir eða flestir af sama kyni og með sömu menntun. Fjölbreytileiki í vali á fólki í stjórn fyrirtækja er talinn sporna gegn hjarðhugsun, t.d. með því að í stjórnina veljist fólk sem er mismunandi að kyni, aldri og menntun eða hefur á einhvern annan hátt ólíkan bakgrunn, þ.m.t. reynslu. Ákvæðið byggist á 1. og 7. mgr. 91. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Í inngangsliðum tilskipunar 2013/36/ESB segir m.a. að því fjölbreyttari sem stjórn er með tilliti til kyns, aldurs, reynslu eða menntunar því betur eigi hún að vera bær til þess að sinna eftirlitsskyldum sínum í fjármálafyrirtækinu. Með áhættuþáttum samkvæmt ákvæðinu er t.d. átt við þá áhættuþætti sem lagt er til að verði að 78. gr. a – 78. gr. i laganna skv. 29. gr. frumvarpsins.
    5. mgr. greinarinnar er að finna í lokamálslið 3. mgr. 52. gr. gildandi laga. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á ákvæðinu og reglur Fjármálaeftirlitsins, nr. 887/2012, um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja sem settar voru á grundvelli 3. mgr. 52. gr. gildandi laga halda gildi sínu með stoð í nýrri 5. mgr. 52. gr. eftir breytingarnar. Með framkvæmdastjórum samkvæmt ákvæðinu er átt við einstakling sem stjórn ræður til þess að standa fyrir rekstri fyrirtækisins í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga, nr. 2/1995, eða laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, burt séð frá starfsheiti að öðru leyti.
    Í 6. mgr. er lagt til að við ákvæðið bætist ný málsgrein sem kveður á um það að fjármálafyrirtæki skuli verja nægjanlegum fjármunum og mannafla til þess að kynna starfsemi fjármálafyrirtækisins fyrir nýjum stjórnarmanni og með því tryggja að stjórnarmaður fái viðeigandi þjálfun til stjórnarsetunnar. Með frumvarpi þessu eru gerðar auknar kröfur til þekkingar stjórnarmanna á starfsemi fjármálafyrirtækja ásamt því að ábyrgðarkröfur til þeirra eru auknar. Auk þess eru gerðar frekari kröfur til hæfni stjórnarmanna. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við sem ný 6. mgr. ákvæðisins byggist á 9. mgr. 91. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Efnislega er ákvæði 7. mgr. það sama og finna má í núgildandi 7. mgr. 52. gr. laganna en lögð er til sú breyting á ákvæðinu að við bætist tilvísun til nýrrar 52. gr. a laganna. Þar sem ákvæðin tvö tengjast mjög náið innbyrðis er eðlilegt að sama skylda sé lögð á fjármálafyrirtæki til að upplýsa Fjármálaeftirlitið um breytingar skv. 52. gr. a laganna á sama hátt og tilkynna þarf um breytingar skv. 52. gr. laganna sem geta haft áhrif á hæfi stjórnarmanns.
    Rík og málefnaleg sjónarmið, byggð á almannahagsmunum, búa að baki því að stjórnir fjármálafyrirtækja séu á hverjum tíma skipaðar einstaklingum sem uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. og nýrrar 52. gr. a laga nr. 161/2002 og reglna settra samkvæmt þeim. Markmiðið með nýrri 8. mgr. greinarinnar er að árétta að hæfisskilyrði eru viðvarandi og að Fjármálaeftirlitið hafi heimild til þess að taka hæfi stjórnarmanna til sérstakrar skoðunar þegar stofnunin telur ástæðu til. Jafnframt er með henni áréttað að Fjármálaeftirlitið geti brugðist við ef stjórnarmenn eru af einhverjum ástæðum ekki lengur taldir hæfir til þess að sitja í stjórn.

Um 20. gr.

    Ásamt athugasemdum við greinina er vísað í athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins. 1. mgr. ákvæðisins er að megninu til samhljóða 4. mgr. 52. gr. núgildandi laga og 2. og 3. mgr. ákvæðisins eru samhljóða núgildandi 5. og 6. mgr. 52. gr. laganna.
    Helsta ástæða þess að núgildandi ákvæðum 52. gr. laganna er skipt upp í tvö ákvæði í frumvarpi þessu er að 91. gr. tilskipunar 2013/36/ESB setur kröfu um takmörkun á hvað stjórnarmenn megi að jafnaði sinna mörgum stjórnarsetum ásamt stjórnarsetu í fjármálafyrirtæki. Tvö meginsjónarmið liggja að baki þeim breytingum sem gerðar eru á samevrópskum reglum um störf stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í tilskipun 2013/36/ESB, þ.e. að stjórnarmenn skuli hafa næganlega þekkingu, hæfni og reynslu af starfsemi fjármálafyrirtækja og að þeir skuli hafa nægan tíma til þess að sinna störfum sínum sem stjórnarmenn fjármálafyrirtækja. Upphaflega var stefnt að því að taka upp slíka takmörkun með frumvarpi þessu. Horfið hefur verið frá því að sinni þar til ljóst verður hvernig nágrannaríki Íslands haga innleiðingu umræddra ákvæða í löggjöf sína. Þá var jafnframt horft til þess hvort binda ætti slíka takmörkun einungis við kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Líklegt er að ákvæði sem kveður á um takmarkanir á fjölda stjórnarseta hjá stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja bætist því við lögin á næstu missirum.
    Eina breytingin sem gerð er frá gildandi lögum í nýju ákvæði er að með nýjum1. málsl. 1. mgr. ákvæðisins er áréttað að stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skuli verja fullnægjandi tíma í vinnu sína sem stjórnarmenn í þágu fjármálafyrirtækisins. Samkvæmt þessu er ætlast til þess að stjórnarmenn séu að jafnaði ekki að vinna önnur tímafrek störf samhliða stjórnarsetunni en slíkt fer þó eftir eðli og umfangi starfsemi viðkomandi fjármálafyrirtækis.

Um 21. gr.

    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem leggja frekari skyldur á herðar stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja. Lagt er til að nokkrar breytingar verði gerðar á 54. gr. laganna. Þá er lagt til að fyrirsögn ákvæðisins verði breytt í samræmi við breytingarnar. Ákvæði sem verða að 1., 2. og 6. mgr. eru öll ný en 3. mgr. er að hluta til samhljóða núgildandi 1. mgr. ákvæðisins. Ákvæði 4., 5. og 7. mgr. er að finna í gildandi lögum en 4. mgr. er samhljóða 2. mgr. 54. gr. gildandi laga. Lokamálslið málsgreinarinnar er breytt. 5. mgr. er samhljóða 3. mgr. 54. gr. laganna og 7. mgr. ákvæðisins er að finna í gildandi 3. mgr. 19. gr. laganna. Breytingar á ákvæðinu byggjast m.a. á 88. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Með breytingu á 1. mgr. ákvæðisins kemur nú skýrt fram í lögunum að stjórn fjármálafyrirtækis ber heildarábyrgð á starfsemi og stefnumótun fjármálafyrirtækisins ásamt áhættustefnu þess (e. Risk Strategy). Ásamt þessu ber stjórn einnig ábyrgð á því að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits með starfseminni. Með virku innra eftirliti er átt við að haft sé virkt eftirlit með innri starfsemi sem lögin og reglur settar með stoð í lögunum áskilja hverju sinni. Í 2. málsl. 1. mgr. er kveðið á um ábyrgð stjórnar á því að fullnægjandi eftirlit sé viðhaft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Breytingin byggist á 3. mgr. 68. gr. hlutafélagalaga, nr. 2/1995. Í samræmi við þær breytingar sem gerðar eru á VII. kafla laganna í heild með frumvarpi þessu þykir rétt að kveða sérstaklega á um ábyrgð stjórnar að þessu leyti. Í 1. mgr. er einnig kveðið á um ábyrgð stjórnar á stjórnarháttum og að innra skipulag félagsins stuðli að varfærinni og skilvirkri stjórnun þess, aðskilnaði starfa og að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra innan félagsins. Einnig er kveðið á um það að stjórn skuli endurmeta stjórnarhætti sína og bregðast við þegar þörf er á.
    Í 2. mgr. er kveðið á um það að stjórnarmenn skuli starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku og vera sjálfstæðir í hugsun til þess að geta með skilvirkum hætti metið og gagnrýnt ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og haft eftirlit með henni.
    Lagt er til að í 3. mgr. ákvæðisins verði kveðið á um að stjórn fjármálafyrirtækis skuli hafa skilvirkt eftirlit með framkvæmdastjóra félagsins. 1. málsl. 3. mgr. er núgildandi 1. mgr. ákvæðisins.
    Ákvæði 4. mgr. er í grunninn núgildandi 2. mgr. 54. gr. laganna. Sú breyting er gerð á ákvæðinu að í stað orðsins „dótturfyrirtækja“ í 2. málsl. ákvæðisins kemur orðið „dótturfélaga“. Samkvæmt núgildandi 2. mgr. skal stjórn setja sér sérstakar reglur um framkvæmd starfa stjórnar o.fl. Samkvæmt núgildandi lokamálslið ákvæðisins skulu reglur þessar hljóta staðfestingu Fjármálaeftirlitsins. Sú breyting er gerð á ákvæðinu að í stað þess að Fjármálaeftirlitið þurfi að staðfesta umræddar reglur til að þær öðlist gildi skal stjórn fjármálafyrirtækis senda Fjármálaeftirlitinu afrit af umræddum reglum innan 14 daga frá því að þær eða breytingar á þeim eru samþykktar af stjórn. Umrætt ákvæði bættist við lögin með lögum nr. 75/2010 en ástæða umræddrar breytingar var sú að með henni gæfist Fjármálaeftirlitinu betra tækifæri til þess að fylgjast með að farið væri eftir reglunum ef þær þyrftu að hljóta staðfestingu þess. Með breytingunni er ekki lengur áskilið að Fjármálaeftirlitið staðfesti reglur sem fjármálafyrirtækin setja sér heldur skal fjármálafyrirtæki senda Fjármálaeftirlitinu afrit af þeim innan 14 daga frá því að þær eru settar eða þeim breytt. Breytingin er í samræmi við markmið ákvæðisins, enda er það hlutverk eftirlitsaðila að hafa eftirlit með því að starfsemi fjármálafyrirtækis sé í samræmi við lög. Ekki þekkist í löggjöf nágrannaríkja Íslands að eftirlitsaðili staðfesti reglur sem fjármálafyrirtæki setur sér.
    Í 6. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að stjórn skuli leitast við að tryggja að tilkynningar og upplýsingar sem félaginu ber að veita samkvæmt lögunum séu réttar. Með upplýsingum og tilkynningum samkvæmt ákvæðinu er átt við upplýsingar og tilkynningar sem fjármálafyrirtækinu ber að veita Fjármálaeftirlitinu og eftir atvikum Seðlabankanum samkvæmt lögunum þegar við á.
    Ákvæðið sem lagt er til að verði að 7. mgr. er að finna í gildandi 3. mgr. 19. gr. laganna. Ákvæðið þykir eiga betur heima í 54. gr. laganna með tilliti til þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi þessu. Sú viðbót er lögð til við ákvæðið að fjármálafyrirtæki geri grein fyrir því á heimasíðu sinni eða í ársreikningi hvernig fyrirtækið uppfylli kröfur um stjórnarhætti samkvæmt lögunum. Þessi krafa kemur fram í 96. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 22. gr.

    Ákvæðið fjallar um skyldur stjórnar vegna áhættustýringar og felur í sér samspil við þær breytingar sem lagðar eru til í 6. gr. frumvarpsins. Ef frumvarp þetta er samþykkt í óbreyttri mynd mun 17. gr. laganna kveða á um að til staðar skuli vera skjalfestir ferlar um upplýsingaskipti milli áhættustýringar og stjórnar, auk þess sem yfirmaður áhættustýringar á að geta haft beinan og óheftan aðgang að stjórn fjármálafyrirtækis. Breytingarnar byggjast m.a. á 76. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Lagt er til að sú skylda verði lögð á stjórn fjármálafyrirtækis að hún samþykki þá áhættustefnu sem fjármálafyrirtækið mótar vegna áhættuvilja (e. Risk appetite) fyrirtækisins og áhættustýringar, auk þess að samþykkja hvernig sú stefna er útfærð og framkvæmd. Stjórn fjármálafyrirtækis á einnig að tryggja að reglulega sé farið yfir innri verkferla vegna áhættustýringar og þeir endurnýjaðir. Telja má eðlilegt að stjórn fjalli a.m.k. árlega um þá vinnu sem fram hefur farið við að yfirfara og endurnýja ferlana. Meðal þessara ferla teljist ferlar sem varða áhættutöku og takmörkun á áhættu sem hefur áhrif á fjármálafyrirtækið, enda afar mikilvægt að skráðar verklagsreglur séu til staðar varðandi þá þætti.
    Í ákvæðinu koma fyrir skyldur vegna áhættuþátta, sbr. nýjar 78. gr. a – 78. gr. i, verði frumvarp þetta að lögum, sem stjórnir fjármálafyrirtækja ættu að vera meðvitaðar um vegna áhættustýringar. Ekki er hægt að afmarka með lagaákvæði hvað telst hæfilegur tími fyrir stjórn til að fjalla um áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis eða hvað teljast nægjanlegir fjármunir til að sinna áhættustýringu. Hins vegar er mikilvægt að skilgreindur og afmarkaður hluti tíma stjórnar fari í að sinna og fjalla um áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis sem stjórnin stýrir. Að sama skapi er mikilvægt að stjórn fjalli um og afmarki hversu miklum fjármunum skuli ráðstafað til að sinna virkri áhættustýringu.

Um 23. gr.

    Breyting sem lögð er til í a-lið er tilkomin vegna breytingar sem gerð er á 54. gr. laganna með frumvarpi þessu. Vísað er í skýringu við 4. mgr. 54. gr. eins og hún kemur fram í 21. gr. frumvarpsins.
    Vísað er í athugasemdir við 1. gr. frumvarpsins vegna breytingar sem lögð er til í b-lið.

Um 24. gr.

    Breytingin í a-lið er tilkomin vegna breytingar sem gerð er á 54. gr. laganna með frumvarpi þessu. Vísað er í skýringu við 4. mgr. 54. gr. eins og hún kemur fram í 21. gr. frumvarpsins. Þá er breyting í b-lið lögð til vegna breytingar á 2. mgr. 29. gr. a laganna með frumvarpi þessu. Vísað er í athugasemd við 10. gr. frumvarpsins.

Um 25. gr.

    Núgildandi ákvæði 57. gr. a laganna um kaupaukakerfi kom inn í lögin með breytingalögum, nr. 75/2010. Ástæður setningar þess má m.a. rekja til umræðu bæði hérlendis og erlendis í kjölfar bankahrunsins um launa- og hvatakerfi fjármálafyrirtækja. Á sama tíma vann Evrópusambandið að setningu reglna um sambærileg málefni sem síðar tóku gildi með setningu tilskipunar 2010/76/ESB. Með tilskipun 2013/36/ESB er kveðið á um frekari breytingar á reglum Evrópusambandsins um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja, sem tekur til fastra og breytilegra starfskjara en hugtakið „breytileg starfskjör“ í frumvarpi þessu nær til þess sem áður féll undir hugtakið „kaupaukar“. Með frumvarpi þessu er lagt til að reglur tilskipunar 2013/36/ESB um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja verði í megindráttum teknar upp í íslenska löggjöf með frumvarpi þessu.
    Ákvæði 92. gr. tilskipunar 2013/36/ESB kveður á almennar reglur um innihald reglna um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækis (e. Remuneration policies) og er með frumvarpi þessu lagt til að það verði tekið upp með nýrri 57. gr. a laganna.
    Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um þá meginreglu samkvæmt lögunum að það er stjórn fjármálafyrirtækis sem samþykkir starfskjarastefnu fjármálafyrirtækis og ber ábyrgð á henni. Stjórn skal eigi sjaldnar en árlega taka starfskjarastefnu fyrirtækisins til endurskoðunar og gera breytingar á henni ef þurfa þykir. Starfskjarastefna skal á hverjum tíma vera í samræmi við þau viðmið sem kveðið er á um í 2. mgr. greinarinnar. Ákvæði 2. mgr. byggist á 2. mgr. 92. gr. tilskipunar 2013/36/ESB en við útfærslu viðmiðanna hefur einnig verið horft til gildandi reglna Fjármálaeftirlitsins, nr. 700/2011, um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja.
    Í 3. mgr. greinarinnar er kveðið á um skyldu fjármálafyrirtækja sem hafa 100 starfsmenn eða fleiri eða þar sem eignarstaða samkvæmt seinasta ársreikningi er umfram 20 milljarða kr. til þess að skipa sérstaka starfskjaranefnd. Í 95. gr. tilskipunar 2013/36/ESB er kveðið á um að aðildarríkin eða eftirlitsaðilar þeirra skuli tryggja að fjármálafyrirtæki sem eru stór með hliðsjón af eðli, umfangi og margbreytileika starfsemi skuli setja á stofn starfskjaranefnd. Við mat á því hvaða stærðir ætti að nota í lagatextanum skoðuðu sérfræðingar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hvernig aðrar Norðurlandaþjóðir hafa útfært sama ákvæði í landsrétt sinn. Samkvæmt sænskum reglum um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja (s. Föreskrifter om ersättningssystem i kreditinstitut, värdepappersbolag och fondbolag med tillstånd för diskretionär portföljförvaltning) fer það eftir mati og ákvörðun eftirlitsaðila hvort fjármálafyrirtæki þar í landi skuli setja upp starfskjaranefnd. Í norskum reglum um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja (n. Forskrift om godtgjørelsesordninger i finansinstitusjoner, verdipapirforetak og forvaltningsselskap for verdipapirfond) er miðað við 50 starfsmenn og/eða að eignarstaða fjármálafyrirtækisins sé hærri en 5 milljarðar norskra króna samkvæmt seinasta reikningsári. Í dönskum lögum um fjármálafyrirtæki (d. lov om finansiel virksomhed) er miðað við 1.000 starfsmannagildi miðað við seinasta rekstrarár fyrirtækis. Samkvæmt þessu hafa bæði Norðmenn og Danir ákveðið að miða við starfsmannafjölda sem færa má rök fyrir að sé besti mælikvarðinn á það hvenær miða eigi við að fjármálafyrirtæki setji upp starfskjaranefnd. Í frumvarpi þessu lagt til að tekin verði upp sömu viðmið og Norðmenn hafa gert en miðað við hærri tölu í starfsmannafjölda eða 100 í stað 50, og lægri fjárhæð varðandi eignarstöðu fjármálafyrirtækis, en gert er í Noregi. Í ákvæðinu er einnig kveðið á um megintilgang starfskjaranefndar en nefndin skal veita stjórn fjármálafyrirtækis ráðgjöf við samningu starfskjarastefnu fyrirtækisins og starfsreglna um breytileg starfskjör. Í ákvæðinu kemur einnig fram hvernig starfskjaranefnd skuli skipuð en meiri hluti hennar skal skipaður stjórnarmönnum. Hér skal áréttað að heimilt er að starfskjaranefnd sé einungis skipuð stjórnarmönnum fjármálafyrirtækisins og ekki er æskilegt að framkvæmdastjóri/bankastjóri eigi sæti í nefndinni en honum er heimilt að mæta á fundi nefndarinnar óski nefndin eftir því. Í ákvæðinu er einnig að finna heimild fyrir fjármálafyrirtæki til þess að óska eftir undanþágu frá skyldu til þess að skipa starfskjaranefnd ef sérstakar ástæður mæla með því. Hér skal Fjármálaeftirlitið taka mið af ákvæði 95. gr. tilskipunar 2013/36/ESB og viðmiðum sem eru í ákvæðinu. Hér mætti taka sem dæmi fjármálafyrirtæki sem hefur mjög fáa starfsmenn og starfsemi fjármálafyrirtækisins er tiltölulega einföld en eignarstaða fyrirtækisins er umfram 20 milljarða kr.
    Í 4. mgr. er að finna heimild til handa Fjármálaeftirlitinu til þess að setja nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins. Á grundvelli þessarar heimildar getur Fjármálaeftirlitið m.a. kveðið nánar á um efni 92. og 95. gr. tilskipunar 2013/36/ESB í reglum settum á grundvelli 4. mgr. nýrrar 57. gr. a laganna.

Um 26. gr.

    Eins og vísað er til í athugasemdum við 25. gr. frumvarpsins kom núgildandi ákvæði 57. gr. a um kaupaukakerfi inn í lögin með breytingalögum, nr. 75/2010. Á grundvelli ákvæðisins setti Fjármálaeftirlitið reglur nr. 700/2011, um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Við samningu reglnanna tók Fjármálaeftirlitið m.a. mið af tilskipun 2010/76/ESB (CRD III) sem þá hafði ekki verið tekin upp í EES-samninginn, tilmælum framkvæmdastjórnarinnar 2009/ 384/EB og lögum og reglum á annars staðar á Norðurlöndum. Kveðið er nú nánar á um starfskjara- og kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja.
    Markmiðið með setningu nýrra ákvæða um breytileg starfskjör er að aðlaga íslensk lög að tilskipun 2013/36/ESB (CRD IV) og færa lögin til samræmis við gildandi rétt um sama efni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
    Með 26. gr. frumvarpsins er lagt til að fjórar nýjar greinar bætist við lögin sem taka allar til ákvæða um breytileg starfskjör fjármálafyrirtækja. Með breytilegum starfskjörum er vísað til skilgreiningar sem lagt er til að bætist við sem 24. tölul. 1. gr. a laganna með 1. gr. frumvarpsins. Samkvæmt skilgreiningunni eru breytileg starfskjör starfskjör starfsmanns fjármálafyrirtækis sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns þar sem endanleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram. Ákvæðin sem lagt er til að bætist við lögin sem 57. gr. b – 57. gr. e taka mið af 92.–94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um a-lið (57. gr. b).
    Í 1. mgr. er kveðið á um heimild fjármálafyrirtækis til þess að ákvarða starfsmönnum sínum breytileg starfskjör með starfsreglum sem skulu taka mið af lögunum og reglum sem Fjármálaeftirlitið setur á grundvelli þeirra. Við útfærslu á starfsreglum um breytileg starfskjör skal fjármálafyrirtæki taka tillit til heildarafkomu þess yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðar. Samkvæmt ákvæðinu mega starfsreglur eða greiðsla vegna breytilegra starfskjara ekki takmarka uppbyggingu fyrirtækisins á eiginfjárgrunni sínum og sérstaklega ekki þegar fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki reglur um að viðhalda eiginfjáraukum skv. 84. gr. a – 84. gr. e en með 30. gr. frumvarpsins er lagt til að ný ákvæði um eiginfjárauka bætist við lögin þar sem þetta er áréttað. Er þetta í samræmi við c-lið 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Í 2. mgr. kemur fram að starfsreglur um breytileg starfskjör skulu samþykktar af stjórn fjármálafyrirtækisins að fenginni ráðgjöf starfskjaranefndar, sé slíkri nefnd til að dreifa innan fjármálafyrirtækisins, en samkvæmt tillögu að nýrri 57. gr. a laganna með 25. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki, sem hafa 100 starfsmenn eða fleiri, eða eignir fjármálafyrirtækis eru umfram 20 milljarða kr., setji á stofn slíka nefnd. Í ákvæðinu kemur fram að starfsreglur eru settar á ábyrgð stjórnar fjármálafyrirtækisins og ber hún ábyrgð á því að samningar fjármálafyrirtækisins við starfsmenn séu í samræmi við lög, reglur og starfsreglurnar sjálfar. Óheimilt er að ákvarða breytileg starfskjör með milli­göngu þriðja aðila. Með þessu er ítrekað að fjármálafyrirtækinu beri sjálfu að greiða starfsmanni sínum breytileg starfskjör og að því beri að halda slíkum réttindum til haga í bókum sínum. Samkvæmt ákvæðinu er einnig óheimilt að ákvarða stjórn fjármálafyrirtækis breytileg starfskjör. Það er í samræmi við núgildandi reglur Fjármálaeftirlitsins, nr. 700/2011, um starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja en tilskipun 2013/36/ESB bannar ekki slíkt.
    Í 3. mgr. kemur fram að óheimilt er að gera ráð fyrir tryggðum breytilegum starfskjörum sem falla ekki innan skilgreiningar á breytilegum starfskjörum skv. 24. tölul. 1. gr. a ef frumvarp þetta verður að lögum. Þó er heimilt að ákvarða starfsmanni ráðningarkaupauka sem er stök greiðsla á fyrsta ári við ráðningu. Um greiðslu ráðningarkaupauka gilda ákvæði laga þessara og reglna um breytileg starfskjör settra á grundvelli þeirra, þ.m.t. frestunarákvæði þeirra.
    Ákvæði 4. mgr. greinarinnar er samhljóða núgildandi 2. málsl. 57. gr. a laganna.
    Samkvæmt 5. mgr. greinarinnar skal Fjármálaeftirlitið setja nánari reglur um fyrirkomulag og innihald reglna um breytileg starfskjör o.fl. Gert er ráð fyrir því að efni 94. gr. tilskipunar sem ekki er að finna í lögum þessum verði að finna í reglunum.
     Um b-lið (57. gr. c).
    Í b-lið er að finna helstu breytingu frumvarpsins frá núgildandi reglum um breytileg starfskjör. Í greininni er lagt til að hámarkshlutfall breytilegra starfskjara taki einungis til starfsmanna fjármálafyrirtækja sem teljast hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækis en þeir starfsmenn sem taldir eru falla undir þetta eru yfirstjórn eins og hún er skilgreind skv. 25. tölul. 1. gr. a laganna ef frumvarp þetta verður óbreytt að lögum, lykilstarfsmenn, starfsmenn eftirlitseininga og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækisins sem njóta sambærilegra heildarstarfskjara og yfirstjórn og lykilstarfsmenn. Ákvæðið er í samræmi við 92. gr. tilskipunar 3013/36/ESB og lög og reglur um sama efni annars staðar á Norðurlöndum. Með tæknilegum eftirlitsstaðli Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (e. European Banking Authority (EBA)), sem framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út á grundvelli tilskipunar 2013/36/ESB með framkvæmdarreglugerð, er fjallað nánar um skilgreiningu á þeim starfsmönnum sem teljast hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækja. Ekki þykir rétt að hafa víðtækara gildissvið hér á landi um þetta atriði en kveðið er á um í tilskipuninni og þekkist í nágrannaríkjum, enda er ákvæðinu ætlað að ná til allra þeirra sem geta haft áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækis. Í ákvæðinu er lagt til að hámarkshlutfall ákvarðaðra breytilegra starfskjara geti hæst orðið 25% af föstum starfskjörum. Með föstum starfskjörum í þessu tilliti er átt við allar aðrar greiðslur til starfsmanns á ársgrundvelli sem falla ekki undir hugtakið „breytileg starfskjör“ og ráðningarkaupauka. Skv. 2. mgr. greinarinnar skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um nánari tilgreiningu starfsmanna sem teljast hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækis skv. 1. mgr. greinarinnar og skulu reglurnar taka mið af fyrrnefndri framkvæmdarreglugerð sem framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út á grundvelli 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB um sama efni. Þá skal Fjármálaeftirlitið einnig kveða á um sérstök viðmið fyrir ákvörðun um breytileg starfskjör til starfsmanna í eftirlitseiningum. Með eftirlitseiningum er átt við áhættustýringu, innri endurskoðunardeild, regluvörslu og aðrar eftirlitseiningar fjármálafyrirtækisins.
     Um c-lið (57. gr. d).
    Í c-lið er kveðið á um samsetningu og frestun breytilegra starfskjara en ákvæðið tekur mið af 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB, aðallega l- og m-lið 1. mgr. 94. gr. tilskipunarinnar. Skv. 1. mgr. greinarinnar skal a.m.k. helmingur ákvarðaðra breytilegra starfskjara starfsmanna fjármálafyrirtækja samanstanda af hlutabréfum, stofnfjárbréfum eða sams konar eignarréttindum í hlutaðeigandi fyrirtæki, hlutabréfatengdum gerningum, þar á meðal valréttum, eða öðrum gerningum tengdum fyrirtækinu og öðrum gerningum sem ekki teljast til reiðufjár. Undantekningu frá þessu ákvæði er að finna í 1. mgr. Samkvæmt henni tekur ákvæðið ekki til starfsmanna innri endurskoðunardeildar en þeir mega ekki vera hluthafar í viðkomandi fjármálafyrirtæki skv. 1. mgr. 16. gr. laganna. Í reglum sem Fjármálaeftirlitið skal setja á grundvelli 4. mgr. greinarinnar skal m.a. kveða á um aðra gerninga sem geta komið í stað þeirra sem nefndir eru í 1. mgr. greinarinnar en skv. ii. undirlið l-liðar 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB er heimilt að greiða breytileg starfskjör í öðrum gerningum sem kveðið er á um í 52. eða 63. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 og verða þeir gerningar sem kveðið er á um í reglugerðinni tilgreindir í umræddum reglum Fjármálaeftirlitsins. Með tæknilegum eftirlitsstaðli Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, sem framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út skv. 2. mgr. 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB með framkvæmdarreglugerð, er kveðið nánar á um tilgreiningu þessara gerninga og er Fjármálaeftirlitinu heimilt að taka þennan staðal upp í reglunum á grundvelli 4. mgr.
    Í 2. mgr. er kveðið á um a.m.k. 40% af ákvörðuðum breytilegum starfskjörum skuli frestað í a.m.k. þrjú ár.
    Í 3. mgr. greinarinnar er að finna undantekningu frá reglu 2. mgr. um frestun á greiðslu breytilegra starfskjara en samkvæmt ákvæðinu er fjármálafyrirtæki heimilt að greiða starfsmanni sem ekki fellur undir reglu 1. mgr. 57. gr. c ákvörðuð breytileg starfskjör ef heildarfjárhæð þeirra nemur ekki hærri fjárhæð en 10% af föstum starfskjörum starfsmanns á ársgrundvelli.
    Samkvæmt 4. mgr. greinarinnar skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um aðra gerninga skv. 1. mgr. ákvæðisins, sem fjallað er um í athugasemdum við 1. mgr., og frestun ákvarðaðra breytilegra starfskjara skv. 2. mgr. Gert er ráð fyrir því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki m.a. mið af fyrrnefndri framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar ESB að því er varðar nánari tilgreiningu gerninga skv. 1. mgr. og efnis sem má finna í h- og o-liðum 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB um frestun breytilegra starfskjara, þ.m.t. hvernig fari um frestuð breytileg starfskjör við starfslok starfsmanns fjármálafyrirtækis. Heimild Fjármálaeftirlitsins til setningar reglna um undanþágur á greiðslu breytilegra starfskjara í hlutabréfum, stofnfjárbréfum eða sams konar eignarréttindum í hlutaðeigandi fyrirtæki, hlutabréfatengdum gerningum, þar á meðal valréttum, eða öðrum gerningum tengdum fyrirtækinu nær til þeirra starfsmanna sem ekki eru tilteknir í 1. mgr. 57. gr. c og eftir atvikum eftirlitseininga fjármálafyrirtækisins.
     Um d-lið (57. gr. e).
    Í d-lið er kveðið á um afturköllun og endurkröfu breytilegra starfskjara en ákvæðið byggist á i- og n-liðum 1. mgr. 94. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Samkvæmt ákvæðinu skal í starfsreglum fjármálafyrirtækis um breytileg starfskjör getið um tilvik sem heimilar fjármálafyrirtæki að afturkalla í heild eða að hluta frestuð breytileg starfskjör þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi þeirra kemur ef ákveðnar aðstæður skapast sem kveðið er á um í ákvæðinu. Þá skulu starfsreglur fjármálafyrirtækis einnig kveða á um heimildir til þess að hægt sé að endurkrefja starfsmann um þegar útgreidd breytileg starfskjör, í heild eða að hluta, einkum ef í ljós kemur að starfsmaður var þátttakandi í eða bar ábyrgð á framferði sem olli fjármálafyrirtækinu verulegu tjóni eða brást starfsskyldum sínum verulega. Það sama á við hafi starfsmaður ekki fylgt lögum, reglum, stjórnvaldsfyrirmælum eða innri reglum fjármálafyrirtækis. Skulu samningar fjármálafyrirtækis við starfsmenn um fyrirkomulag breytilegra starfskjara einnig kveða á um þessar heimildir fyrirtækisins.
    Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um að heimildir skulu vera til staðar í starfsreglum fjármálafyrirtækisins til þess að afturkalla greiðslur breytilegra starfskjara. Þau tilvik sem nefnd eru sem ástæður þess að hægt væri að afturkalla greiðslur breytilegra starfskjara til starfsmanns eru t.d. að staða fyrirtækisins hefur versnað verulega eða útlit er fyrir að staða þess muni versna verulega. Hið sama eigi við þegar að fyrirtæki þarf nauðsynlega að byggja upp eiginfjárstöðu sína, t.d. vegna þess að óvænt tap eða rekstrarerfiðleikar leiða til þess að það hafi gengið verulega á eiginfjárgrunn eða að líklegt sé að aukið verði á lögbundnar kröfur gegn félaginu um eiginfjárbindingu.
    Í 2. mgr. er kveðið á um heimild fjármálafyrirtækis til endurgreiðslukröfu á þegar greiddum breytilegum starfskjörum til starfsmanns. Í ákvæðinu er getið um tilvik sem eiga að geta leitt til slíkrar endurgreiðslukröfu, t.d. þegar í ljós kemur að starfsmaður var þátttakandi í eða bar ábyrgð á framferði sem olli fjármálafyrirtækinu verulegu tjóni eða brást starfsskyldum sínum verulega og þá að starfsmaður hafi ekki fylgt lögum, reglum, stjórnvaldsfyrirmælum eða innri reglum fjármálafyrirtækis. Í ákvæðinu kemur jafnframt fram að starfsreglur um breytileg starfskjör skulu kveða nánar á um tilvik og aðstæður sem leiða til þess að fjármálafyrirtæki sé heimilt að endurkrefja starfsmann, í heild eða að hluta, um breytileg starfskjör sem þegar hafa verið greidd út. Er það á valdi fjármálafyrirtækisins sjálfs að ákveða slík tilvik og skal þá jafnframt getið um þau í samningi við starfsmann.
    Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal getið um það í starfsreglum um breytileg starfskjör að heimilt sé að afturkalla, í heild eða að hluta, þegar ákvörðuð breytileg starfskjör sem ekki hafa verið greidd til starfsmanns þegar fjármálafyrirtæki hlýtur lán til þrautavara frá seðlabanka eða einhvers konar fjárhagsaðstoð. Í ákvæðinu er getið um seðlabanka í fleirtölu en líklega væri það oftast Seðlabanki Íslands sem mundi veita íslenskum fjármálafyrirtækjum slík lán en þó ekki hægt að útiloka að annar seðlabanki gæti veitt slíkt lán í framtíðinni. Með einhvers konar fjárhagsaðstoð liggur eflaust beinast við að taka dæmi um það tilvik ef íslenska ríkið kæmi með nýtt eigið fé í rekstur fjármálafyrirtækis sem væri á fallandi fæti en hér getur einnig verið um önnur skyld tilvik að ræða. Hér er þó ekki átt við ef íslenska ríkið kaupir hlutafé í fjármálafyrirtæki, að hluta eða í heild, af öðrum aðstæðum. Í lokamálslið ákvæðisins er að finna heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til þess að kveða nánar á um frekari takmarkanir á greiðslum breytilegra starfskjara í þeim tilfellum sem kveðið er á um í ákvæðinu. Er hérna gert ráð fyrir því að 93. gr. tilskipunar 2013/36/ESB verði nánar útfærð í reglum á grundvelli 5. mgr.
    Í 4. mgr. er að finna ítrekun á því að starfsreglur um breytileg starfskjör skulu geta um það að heimilt sé að takmarka greiðslur á breytilegum starfskjörum ef fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki ákvæði um að viðhalda eiginfjáraukum skv. 84. gr. a – 84. gr. e, og skulu þá einungis greidd starfsmönnum í samræmi við 6. mgr. 84. gr. a.
    Í 5. mgr. er að finna heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til þess að setja nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.

Um 27. gr.

    Um skýringu vísast til athugasemdar við 34. gr. frumvarpsins.

Um 28. gr.

    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem m.a. skýra betur hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna fjármálafyrirtækja auk nýrra ákvæða er varða ábyrgð og eftirlit með áhættustýringu. Mörgum ákvæðum kafla­ns er breytt og nýjum ákvæðum bætt við. Fyrirsögn kafla­ns er að sama skapi breytt til að hún samræmist betur þeim breytingum sem gerðar eru.

Um 29. gr.

    Lagt er til að IX. kafli laganna innihaldi ákvæði er fjalla um meðhöndlun áhættuþátta í starfsemi fjármálafyrirtækis.
     Um a-lið (78. gr.).
    Í ákvæðinu er kveðið á um störf áhættunefndar sem fjármálafyrirtæki er skylt að starfrækja skv. 1. mgr. greinarinnar. Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um hvernig áhættunefnd skuli samsett og er starfsmönnum fjármálafyrirtækisins óheimilt að eiga sæti í nefndinni. Þá skulu nefndarmenn í áhættunefnd búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að móta áhættustefnu og áhættuvilja (e. Risk appetite) félagsins samkvæmt ákvæðinu. Í lokamálslið 1. mgr. og 3. mgr. greinarinnar er kveðið á um hlutverk áhættunefndar. Meðal þess sem áhættunefnd er gert að sinna er að veita stjórn fjármálafyrirtækis ráðgjöf og aðstoða hana við eftirlitshlutverk, m.a. vegna áhættustefnu og áhættuvilja fyrirtækisins. Þá skal áhættunefnd yfirfara hvort kjör á eignum og skuldbindingum fjármálafyrirtækisins (e. Prices of Assets and Liabilities), þar á meðal á innlánum og útlánum til við­skipta­vina fjármálafyrirtækisins, taki að fullu mið af við­skipta­líkani og áhættustefnu þess. Áhættunefnd skal einnig yfirfara hvata sem felast í starfskjarastefnu fyrirtækisins, m.a. breytilegum starfskjörum starfsmanna.
    Í 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um að til þess að sinna störfum sínum skuli áhættunefnd afla þeirra upplýsinga sem nefndin telur sig þurfa. Slíkra upplýsinga getur nefndin aflað m.a. frá áhættustýringu fjármálafyrirtækis, eða eftir atvikum ytri ráðgjöfum. Gert er ráð fyrir að áhættunefndin ákvarði sjálf tíðni, umfang og framsetningu upplýsingagjafar sem hún telur sig þurfa.
    Í 4. mgr. er gert ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki geti sameinað störf áhættunefndar og endurskoðunarnefndar. Hér skal hugað að því að starfsmenn fjármálafyrirtækis mega ekki sitja í áhættunefnd. Fjármálaeftirlitið hefur heimild samkvæmt sama ákvæði til þess að krefjast þess að fjármálafyrirtæki aðskilji störf sameinaðar nefndar. Við slíkt mat skal Fjármálaeftirlitið kanna hvort fjármálafyrirtæki teljist stórt innan lands og, eftir atvikum, í alþjóðlegum samanburði.
    Í 5. mgr. er gert ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið geti veitt undanþágu frá starfrækslu áhættunefndar og sett þeim fyrirtækjum sem slíka undanþágu fá tiltekin skilyrði fyrir undanþágunni. Ef undanþágan er veitt skulu skyldur sem hvíla á áhættunefnd hvíla á stjórn fjármálafyrirtækisins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið veitt undanþágu frá einstökum þáttum í starfsemi áhættunefndar. Við mat á undanþágunni getur Fjármálaeftirlitið tekið mið af stærð fyrirtækisins miðað við eignir þess eða kerfislegu mikilvægi þess, hvort starfsemin er einföld eða margþætt o.fl.
    Ákvæðið byggist á 76. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um b-lið (78. gr. a).
    Í ákvæðinu er fjallað um þau skilyrði sem fjármálafyrirtæki skal uppfylla vegna útlána- og mótaðilaáhættu. Til „hvers kyns skilmálabreytinga“ skv. 1. mgr. ákvæðisins teljast aðrar breytingar á skilmálum lánasamninga en koma fyrir í ákvæðinu, t.d. lánalenging eða frysting láns.
    Í 2., 3. og 4. mgr. ákvæðisins er fjallað um skyldur varðandi stýringu útlánaáhættu í útlánasafni fjármálafyrirtækis. Þær skyldur má heimfæra upp á sérhvern hluta hvers útlánasafns fjármálafyrirtækis þegar fjármálafyrirtæki skiptir útlánasafni upp í smærri, afmörkuð hlutasöfn (e. portfolios), t.d. húsnæðislán eða aðrar tilgreindar gerðir lána. Þannig kann í einstökum tilfellum að reynast heppilegt að athuga ekki einungis dreifingu útlánasafns í heild sinni, heldur dreifingu hvers hlutasafns fyrir sig.
    Gert er ráð fyrir að fjármálafyrirtæki hafi til staðar skilvirk kerfi sem nýtist við að stýra og hafa eftirlit með útlánasafni sínu og innihaldi þess. Til skilvirkra kerfa skv. 3. mgr. teljast m.a. tölvukerfi en einnig gæti hér verið um annars konar kerfi að ræða. Talið er upp í dæmaskyni hvaða þættir það eru sem kerfunum er ætlað að stýra, greina og hafa eftirlit með en það eru greining vanefnda, virðisbreytinga og varúðarniðurfærslna. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða og geta því fleiri þættir fallið undir ákvæðið allt eftir því hvaða starfsemi fjármálafyrirtæki stundar. Er það undir fjármálafyrirtækjum komið að meta hvaða aðrir þættir væru viðeigandi í starfseminni en slíkt mat ætti ávallt að byggjast á varúðarsjónarmiðum við áhættustýringu, þ.e. að fleiri þættir en færri ættu að falla hér undir. Með vanefndum er átt við það sem nefnist á ensku „problem credits“, þ.e. lánveitingar sem fela í sér tapsáhættu.
    Sambærilegt ákvæði er að finna í 79. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um c-lið (78. gr. b).
    Ákvæðið felur í sér skyldur fjármálafyrirtækis til að meðhöndla áhættu sem verður eftir þegar aðferðir þess við að milda útlánaáhættu, t.d. tryggingar eða veð vegna lánveitinga, virka ekki sem skyldi. Slík áhætta nefnist eftirstæð áhætta og er gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki hafi a.m.k. til staðar skjalfesta ferla til að stýra henni. Um lágmarkskröfu er að ræða og gæti því verið nauðsynlegt fyrir fjármálafyrirtæki að hafa fleiri úrræði til staðar. Greinin þarfnast að öðru leyti ekki skýringar. Sambærilegt ákvæði er í 80. gr. tilskipunar 2013/36/ ESB.
     Um d-lið (78. gr. c).
    Ákvæðið felur í sér skyldur fjármálafyrirtækis við að meðhöndla samþjöppunaráhættu. Gert er ráð fyrir að fjármálafyrirtæki greini samþjöppunaráhættu með tilliti til þess hvort mótaðilar fyrirtækisins tilheyri margir sama geira hagkerfisins (e. economic sector), séu á sama landsvæði eða bjóði upp á sömu þjónustu eða svipaðar vörur, þ.e. séu að fást við sambærilega starfsemi. Undir greiningu á samþjöppunaráhættu með tilliti til geira hagkerfisins fellur m.a. að athuga lánveitingar vegna ólíkra teg­unda fasteignalána eftir því hvort um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Sérstaklega er tilgreint að undir samþjöppunaráhættu geta fallið stórar óbeinar áhættuskuldbindingar sem myndast þegar sömu tryggingar eru teknar til að milda áhættu vegna nokkurra áhættuskuldbindinga. Séu tryggingar fjármálafyrirtækis til að mynda hlutabréf í sama útgefanda og hlutfall þessara trygginga er hátt, yfir 25% af öllum tryggingum, er hætta á að stór óbein áhættuskuldbinding myndist hjá fyrirtækinu. Ákvæðið tekur einnig til miðlægra mótaðila (e. Central Counterparty). Sambærilegt ákvæði er að finna í 81. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um e-lið (78. gr. d).
    Ákvæðið felur í sér annars konar skyldur en koma fram í 29. gr. b – 29. gr. d laganna. Ákvæðið felur í sér skyldu fjármálafyrirtækis til að hafa til staðar úrræði til að meðhöndla áhættu vegna verðbréfunar. Slík úrræði felast m.a. í því að hafa til staðar skjalfesta ferla og aðferðir en gætu til viðbótar falið í sér önnur viðeigandi úrræði allt eftir atvikum hverju sinni og að teknu tilliti til þess hversu umfangsmikil viðskipti með verðbréfaða gerninga fyrirtækið stundar.
    Með hugtakinu „verðbréfun á áhættuskuldbindingum vegna veltufjármögnunar“ samkvæmt ákvæðinu er átt við það sem á ensku nefnist „revolving securitisation transactions“. Greinin þarfnast að öðru leyti ekki skýringar. Sambærilegt ákvæði er að finna í 82. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um f-lið (78. gr. e).
    Ákvæðið byggist á 83. gr. tilskipunar 2013/36/ESB og varðar skyldur fjármálafyrirtækis vegna stýringar markaðsáhættu. Þær skyldur eru lagðar á fjármálafyrirtæki að stýra markaðsáhættu sem byggist á stefnu og skjalfestum innri ferlum sem nái til orsaka markaðsáhættu og áhrifa hennar á fyrirtækið. Innri verklagsreglur eiga að vera grundvöllur fyrir greiningu, mælingu og stýringu markaðsáhættu. Í 2. mgr. er sérstaklega tilgreint að fjármálafyrirtæki þurfi að gera ráðstafanir til að tryggja að ekki skapist lausafjárskortur (e. shortage of liquidity) þegar skortstaða gjaldfellur á undan gnóttstöðu. Ekki er hægt að gera með tæmandi hætti grein fyrir því hvað telst til slíkra ráðstafana að öðru leyti en því að fjármálafyrirtæki þarf að vera viðbúið að mæta þessari stöðu með því að hafa til staðar nægt laust fé eða hafa aðgang að því.
    Í 3. mgr. ákvæðisins er sú skylda lögð á fjármálafyrirtæki að það hafi til staðar nægt eigið fé til að mæta verulegri markaðsáhættu sem ekki er sérstaklega meðhöndluð á grundvelli útreikninga á eiginfjárkröfum vegna markaðsáhættu. Með því er sú skylda lögð á fjármálafyrirtæki að það hugi að verulegum áhættuþáttum vegna markaðsáhættu sem ekki krefjast sérstakrar eiginfjárbindingar, þ.e. að gerð sé sérstök eiginfjárkrafa (e. own funds requirement) vegna þeirra. Komi upp sú staða að verulegur markaðsáhættuþáttur ógni fjárhagsstöðu fjármálafyrirtækis á fyrirtæki að hafa gripið til fyrirbyggjandi ráðstafana til þess að mæta henni. Ákvæðið leggur því þær skyldur á herðar fjármálafyrirtæki að það greini áhættuþætti sem eru ómeðhöndlaðir til að koma í veg fyrir að sú staða myndist.
     Um g-lið (78. gr. f).
    Ákvæðið leggur þá skyldu á fjármálafyrirtæki að það greini, meti og stýri áhættu vegna mögulegra vaxtabreytinga sem hafa áhrif á viðskipti utan veltubókar. Sambærilegt ákvæði er að finna í 84. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um h-lið (78. gr. g).
    Ákvæðið byggist á 85. gr. tilskipunar 2013/36/ESB og varðar skyldur fjármálafyrirtækja vegna stýringar rekstraráhættu. Í 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að fjármálafyrirtækjum er ætlað að tilgreina hvað telst til rekstraráhættu. Skilgreiningu á rekstraráhættu er að finna í reglugerð (ESB) nr. 575/2013, en samkvæmt henni nær rekstraráhætta m.a. til lagalegrar áhættu. Fjármálafyrirtækjum er ætlað að stýra rekstraráhættu til að geta mætt ýmsum áföllum sem geta stafað af ýmsum tilvikum og atburðum í rekstri. Í frumvarpinu er því lagt til að fjármálafyrirtæki tilgreini hvað telst til rekstraráhættu, þ.e. tilgreini helstu tilvik og atburði sem að mati fyrirtækisins geta heyrt undir rekstraráhættu samkvæmt skilgreiningunni í reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Greinin þarfnast að öðru leyti ekki skýringar.
     Um i-lið (78. gr. h).
    Ákvæðið byggist á 86. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Í ákvæðinu er fjallað um kröfur til fjármálafyrirtækja vegna meðhöndlunar og stýringar á lausafjáráhættu. Þess er m.a. krafist að fjármálafyrirtæki setji sér verkferla og móti aðferðir og kerfi til að greina, meta og stýra lausafjáráhættu.
    Í 1. mgr. greinarinnar er gert ráð fyrir því að greining á lausafjáráhættu nái til viðeigandi tímaramma sem í sumum tilfellum getur verið innan dags. Hugtakið áhættusnið í ákvæðinu nær til þess sem á ensku nefnist „risk profile“.
    Markmið 2. og 3. mgr. greinarinnar er að tryggja að áhættusnið fjármálafyrirtækis taki mið af starfsemi þess bæði hér á landi og erlendis. Áhættusniðið þarf einnig að taka mið af því að fjármálakerfið geti starfað eðlilega, komi til áfalla í rekstri fjármálafyrirtækis. Með þessum hætti getur stýring lausafjáráhættu stuðlað að því að takmarka kerfisáhættu.
    Í 3. mgr. greinarinnar kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli þróa aðferðafræði til að geta fylgst með fjármögnunarstöðum. Aðferðafræðin skal styðjast við núverandi og áætlað fjárstreymi fyrirtækisins sem stafar af eignum, skuldum og liðum utan efnahagsreiknings. Fjármálafyrirtæki skal einnig stuðla að því að fjármögnun þess sé dreifð, sbr. 6. mgr. greinarinnar.
    Í 4. og 5. mgr. greinarinnar er kveðið á um að fjármálafyrirtæki skuli greina á milli veðsettra og kvaðalausra (e. encumbered) eigna, þ.e. eigna sem ekki eru bundnar neinum kvöðum og eru því lausar svo að fyrirtækið geti mætt álagstímabili. Í því skyni skulu þau m.a. afla upplýsinga um það hvar eignirnar eru staðsettar, bæði hvað varðar það ríki þar sem eignarréttindi eru skráð sem og hvaða lögaðili fari með eignarhald þeirra (e. legally recorded). Er þessi skylda lögð á fyrirtækin svo að þau hafi á hverjum tíma skýra yfirsýn yfir laust og tiltækt fé. Með hugtakinu „áhættuþol“ er átt við það sem á ensku nefnist „risk tolerance“.
    Í 6., 7. og 8. mgr. ákvæðisins er fjallað um mildun lausafjáráhættu og notkun sviðsmynda til að greina lausafjárstöðu. Í ákvæðunum kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli kappkosta að nota fleiri en eina aðferð til að draga úr áhættu fyrirtækisins við lausafjárstýringu, t.d. með því að byggja upp varaforða lauss fjár. Slíkum varaforða er þeim nú þegar ætlað að byggja upp á grundvelli reglna Seðlabanka Íslands, nr. 1055/2013, um lausafjárhlutfall o.fl., en ákvæðið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki vinni samhliða að því að tileinka sér aðrar aðferðir, svo sem með því að setja önnur viðeigandi mörk, til að milda lausafjárhættu þess. Slík mörk tengjast m.a. niðurstöðum úr sviðsmyndum og álagsprófum sem fjármálafyrirtæki gera til að mæla og greina eigin lausafjáráhættu, sbr. 7.–9. mgr. Fjármálafyrirtæki skal skjalfesta þær forsendur sem liggja til grundvallar ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækis og endurskoða þær a.m.k. árlega. Við slíka skjalfestingu skal horfa til niðurstaðna þeirra sviðsmynda sem getið er um í 7. mgr. Sviðsmyndir sem kannaðar eru skulu ná til einstakra fyrirtækja, markaðarins í heild eða vera blandaðar. Gera skal ráð fyrir að sviðsmyndirnar geti náð yfir ólík tímabil, jafnvel innan dags, og að þær nái til mismunandi álagsaðstæðna. Niðurstöður þeirra eiga að leiða til þess að fjármálafyrirtæki aðlagi áætlanir og stefnur vegna lausafjáráhættu, auk þess að útbúa viðbragðsáætlun til að þau geti brugðist við með viðeigandi hætti ef til álagsaðstæðna kemur. Með hugtakinu „eining um sérverkefni á sviði verðbréfunar“ í 7. mgr. er átt við það sem á ensku nefnist „Securitisation Special Purpose Entities (SSPE)“.
    Í 9. mgr. er kveðið á um að fjármálafyrirtæki skuli hafa tiltæka viðbragðsáætlun við lausafjárvanda og í þeim tilgangi vera með fullnægjandi tryggingar vegna fjármögnunar frá seðlabanka, eftir eðli og aðstæðum.
    Kröfur um lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og útreikninga á henni eru útfærðar í reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og afleiddri gerð (e. delegated act) um lausafjárhlutfall (e. liquidity coverage ratio/LCR). Seðlabanki Íslands setur reglur um lausafjárhlutfall og fjármögnunarhlutfall á grundvelli 12. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands hefur umsjón með gagnaskilum og ber ábyrgð á eftirliti með framkvæmd reglna sem hann setur og að skýrslum sé miðlað til Fjármálaeftirlitsins. Seðlabanki Íslands ber jafnframt ábyrgð á greiningu og mati á lausafjáráhættu og áhættuþoli fjármálafyrirtækja út frá gagnaskilum og gerir sértækar kröfur til fjármálafyrirtækja um laust fé meti bankinn þörf á því. Í almennu eftirliti og áhættumati fer Fjármálaeftirlitið yfir lausafjáráhættu fyrirtækja í samráði við Seðlabankann. Fjármálaeftirlitið greinir við­skipta­áætlanir fjármálafyrirtækja, þ.m.t. áætlanir um fjármögnun, innri ferla og framfylgd þeirra.
     Um j-lið (78. gr. i).
    Í ákvæðinu er fjallað um meðhöndlun áhættu vegna óhóflegar vogunar (e. excessive leverage). Ekki er í ákvæðinu mælt fyrir um sérstakar kröfur vegna útreiknings á vogunarhlutfalli (e. leverage ratio), en slíkar kröfur munu fylgja innleiðingu reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 en kveðið er á um vogunarhlutföll í 429. og 430. gr. reglugerðarinnar. Fjármálafyrirtæki verða því að vera í stakk búin til að hlíta slíkum kröfum. Vegna þessa er sú skylda lögð á fjármálafyrirtæki að stýra áhættu vegna óhóflegrar vogunar með varfærnum hætti. Fjármálafyrirtæki skulu því taka tillit til þess að slík áhætta getur aukist enn frekar vegna lækkunar á eiginfjárgrunni fyrirtækisins, m.a. vegna vænts eða innleysts taps í samræmi við gildandi reikningsskilareglur.
    Gert er ráð fyrir að fjármálafyrirtæki setji upp sviðsmyndir og vinni álagspróf til að meta hvort þau séu í stakk búin til að takast á við ólíka álagsatburði sem tengdir eru áhættu af óhóflegri vogun. Að sama skapi getur Fjármálaeftirlitið gert álagspróf á fyrirtækinu til að meta hvort það uppfylli kröfur samkvæmt ákvæðinu. Sambærilegt ákvæði er að finna í 87. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
     Um k-lið (79. gr.).
    Með 1. mgr. greinarinnar er eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins áréttað vegna þeirra áhættuþátta sem taldir eru upp í 78. gr. a – 78. gr. g og 78. gr. i. Fjármálaeftirlitið skal ekki einungis tryggja að fjármálafyrirtæki hafi til staðar stefnur, verkferla og viðmið til að meðhöndla áhættuþættina, heldur er stofnuninni ætlað að sjá til þess að fjármálafyrirtæki fylgi skjalfestum innri ferlum í starfsemi sinni.
    Í 2. mgr. greinarinnar kemur fram að bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fara með eftirlit með því að fjármálafyrirtæki uppfylli þær kröfur og skyldur sem tilteknar eru í 78. gr. h. Að vísa bæði til Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands í ákvæðinu kemur til vegna 5. gr. tilskipunar 2013/36/ESB sem kveður á um að aðildarríkin samhæfi eftirlit þeirra stofnana sem hafa eftirlit með lánastofnunum, fjárfestingarfyrirtækjum og öðrum fjármálastofnunum þegar fleiri en ein eftirlitsstofnun sinnir eftirliti með þeim í aðildarríki. Til að tryggja að skyldur vegna tilskipunar 2013/36/ESB séu uppfylltar er skýrt kveðið á um eftirlit vegna þeirra áhættuþátta sem tilgreindir eru í ákvæðum 78. gr. a – 78. gr. i. Sambærileg ákvæði tilskipunarinnar leggja skyldur á eftirlitsstofnanir í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Þau ákvæði sem tilgreind eru í 78. gr. a – 78. gr. i eru grundvallarákvæði vegna þeirra viðmiða sem Fjármálaeftirlitið á að hafa eftirlit með vegna könnunar- og matsferlis fjármálafyrirtækja (SREP). Þessi ákvæði liggja m.a. til grundvallar viðmiðunarreglum (e. guidelines) Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar um framkvæmd könnunar- og matsferlis eftirlitsstofnana á Evrópska efnahagssvæðinu. Við lögfestingu þeirra ákvæða tilskipunar 2013/36/ESB sem varða könnunar- og matsferli Fjármálaeftirlitsins er því mikilvægt að skýrt sé kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja með tilliti til meðhöndlunar áhættuþátta í starfsemi þeirra. Í greininni er kveðið á um að Seðlabankinn setji reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun lánastofnana og hafi eftirlit með þeim samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Þá kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með því að fjármálafyrirtæki, önnur en lánastofnanir, fari eftir þeim kröfum og skyldum sem tilteknar eru í 78. gr. h. Hið sama á við um annað eftirlit með lánastofnunum á grundvelli ákvæðisins en það sem Seðlabankinn viðhefur á grundvelli laga um Seðlabanka Íslands, m.a. hvað varðar könnunar- og matsferli. Í ákvæðinu kemur fram að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið skulu viðhafa reglubundna samvinnu vegna eftirlits með lausafjáráhættu fjármálafyrirtækja skv. 78. gr. h, þar á meðal varðandi setningu reglna. Þannig er Fjármálaeftirlitinu heimilt að setja reglur um meðhöndlun sérhvers áhættuþáttar samkvæmt þessari málsgrein til að útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækja skv. 78. gr. a – 78. gr. g. og 78. gr. i en Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eiga í samráði um setningu sambærilegra reglna á grundvelli 78. gr. h. Reglusetningarheimildirnar tryggja að Fjármálaeftirlitið geti í einstökum tilvikum, og þar sem við á, sett bindandi reglur um það hvernig meðhöndla á þá áhættuþætti sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Á þetta getur m.a. reynt þar sem talin er þörf á því að setja bindandi reglur sem taka mið af starfsemi fjármálafyrirtækja hér á landi eða til að tryggja að farið sé eftir viðmiðunarreglum (e. guidelines) Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Í nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fylgni Fjármálaeftirlitsins við kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit (a. Basel Core Principles for Effective Banking Supervision) benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn m.a. á að verulega skortir á heimildir Fjármálaeftirlitsins til þess að setja bindandi reglur eða viðmið um einstaka áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja. Með tillögu að nýrri 1. mgr. er því brugðist við þessu. Tilgreint er sérstaklega í 2. mgr. að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafi reglubundið samráð um eftirlit með lausafjáráhættu, en slíkt er gert á grundvelli samkomulags milli stofnananna.

Um 30. gr.

    Með greininni er lagt til að við lögin bætist sex nýjar greinar, 84. gr. a – 84. gr. f sem kveða á um eiginfjárauka o.fl. Ákvæðin kveða á um skyldu fjármálafyrirtækja til þess að viðhalda verndunarauka og heimildir Fjármálaeftirlitsins eftir tillögu frá fjármálastöðugleikaráði til þess að ákveða að fjármálafyrirtæki viðhaldi öðrum eiginfjáraukum sem nánar er kveðið á um í greinunum. Ákvæðin byggjast á 129.–142. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Í 45. gr. frumvarpsins er kveðið á um hvernig heimildir til þess að kveða á um eiginfjáraukana taka gildi og koma til framkvæmda hér á landi.
     Um a-lið (84. gr. a).
    Í ákvæðinu er kveðið á um almennar reglur sem gilda um eiginfjárauka sem kveðið verður á um í 84. gr. b – 84. gr. e verði frumvarp þetta að lögum. Þá kveður ákvæðið einnig á um það hvernig eiginfjáraukarnir leggjast saman ef fleiri en einn eiginfjáraukanna er virkur. Aðeins einn eiginfjáraukanna, verndunaraukinn, er viðvarandi og ber fjármálafyrirtækjum ávallt að viðhalda honum. Ákvæði sem mæla fyrir um aðra eiginfjárauka, þ.e. 84. gr. b – 84. gr. d kveða einungis á um heimild til þess að ákvarða öllum fjármálafyrirtækjum eða hluta þeirra tiltekna eiginfjárauka ef ákveðnar aðstæður skapast í starfsemi fjármálafyrirtækja, á fjármálamarkaði eða í efnahagslífi landsins eða annars staðar. Þá mælir ákvæðið einnig fyrir um það hvernig eiginfjáraukarnir bætast við kröfur um lágmarkseiginfjárgrunn skv. 84. gr. laganna og þá eiginfjárkröfu sem Fjármálaeftirlitið getur mælt fyrir um í kjölfar könnunar- og matsferlis skv. a-lið 1 mgr. laganna.
    Í 1. mgr. greinarinnar kemur fram að til viðbótar við lágmark eiginfjárgrunns skv. 1. mgr. 84. gr. skal fjármálafyrirtæki uppfylla kröfur um eiginfjárauka í samræmi við 84. gr. b – 84. gr. e. Þetta þýðir að eiginfjáraukar bætast við kröfu um lágmarkseiginfjárgrunn sem kveðið er á um í 1. málsl. 1. mgr. 84. gr. og bætast einnig við kröfu Fjármálaeftirlitsins um hærri eiginfjárgrunn á grundvelli a-liðar 1. mgr. Skv. 2. málsl. er einungis heimilt að telja eiginfjárliði sem teljast til eiginfjárþáttar A skv. 5. mgr. 84. gr. laganna til þess að uppfylla kröfu um eiginfjárauka. Hér skal þess getið að reglugerð (ESB) nr. 575/2013 gerir töluverðar breytingar á því hvernig uppbygging eigin fjár fjármálafyrirtækja skal vera og fækkar m.a. eiginfjárliðum sem teljast til eiginfjárþáttar A frá því sem nú gildir. Markmið nýrra reglna er bæði að bæta magn og gæði þess eigin fjár sem fjármálafyrirtæki skulu viðhalda til þess að mæta kröfum bæði laga og eftirlitsaðila. Gerðar verða breytingar á eiginfjárkafla laganna, þ.e. X. kafla laganna, með frumvarpi til breytinga á lögunum seinna á þessu ári með það að markmiði að aðlaga lögin að nýjum reglum Evrópuréttar og Basel III staðli. Þar til lokið hefur verið við þær breytingar á X. kafla laganna eru gildandi reglur á sinn hátt ívilnandi fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa hér á landi þar sem fyrirtækin geta mætt kröfu um eigið fé í samræmi við reglur um eiginfjárauka með eigið fé sem ekki telst lengur til eiginfjárþáttar A samkvæmt reglum Evrópuréttar. Fjármálafyrirtæki skulu þó hafa í huga að frumvarp til breytinga á X. kafla laganna er væntanlegt á þessu ári eins og áður sagði.
    Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar er óheimilt að tvítelja eiginfjárliði með þeim hætti að eigið fé sé bæði nýtt til þess að mæta eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli a-liðar 1. mgr. 84. gr., hafi Fjármálaeftirlitið sett slíka kröfu, og kröfum til þess að viðhalda eigin fé vegna eiginfjárauka á grundvelli 84. gr. b – 84. gr. e. Þannig skal fjármálafyrirtæki fyrst telja til eigið fé til að uppfylla skyldu skv. a-lið 1. mgr. 84. gr. og eftir það telja til eigið fé til þess að uppfylla skyldur skv. 84. gr. b – 84. gr. e.
    Í 3. mgr. greinarinnar er mælt fyrir um hvernig samanlögð krafa um eiginfjárauka myndast ef fleiri en einn eiginfjáraukanna er virkur. Í 1. málsl. 3. mgr. er kveðið á um það að eiginfjáraukar bætist við lágmarkseiginfjárgrunn skv. 1. málsl. 1. mgr. 84. gr. og til viðbótar við eiginfjárkröfu sem hægt er að mæla fyrir um á grundvelli a-liðar 1. mgr. 84. gr. Til nánari skýringar á þessu er vísað til skýringar við 1. mgr. greinarinnar. Skv. 2. málsl. 3. mgr. myndast krafa um samanlagðan eiginfjárauka sé fjármálafyrirtæki skylt að viðhalda einum eða fleiri þeirra eiginfjárauka sem kveðið er á um í 84. gr. b – 84. gr. e. Séu allir eiginfjáraukarnir virkir myndast fyrst skylda til að viðhalda eigin fé til þess að uppfylla eiginfjárkröfu eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, þá kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja, síðan sveiflujöfnunarauka og að lokum verndunarauka. Fjármálafyrirtæki getur á sama hátt ekki tvítalið eigið fé til þess að viðhalda eiginfjáraukum á grundvelli 84. gr. b – 84. gr. e. Hér skal þess einnig getið að öll fjármálafyrirtæki sem ekki falla undir undanþágu sem kveðið er á um í 2. mgr. 84. gr. e skulu viðhalda verndunarauka. Þannig að ef kveðið er á um skyldu fjármálafyrirtækis til að viðhalda öðrum einstökum eiginfjárauka á grundvelli 84. gr. b – 84. gr. d skal fyrst telja til eigin fjár til þess að viðhalda þeim eiginfjárauka og svo verndunarauka. Eins og fram kemur í lokamálslið 3. mgr. myndar samanlagt gildi þeirra eiginfjárauka sem kveðið er á um að fjármálafyrirtæki skuli viðhalda á grundvelli 84. gr. b – 84. gr. e samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Ef kveðið er á um að tiltekið fjármálafyrirtæki skuli viðhalda sveiflujöfnunarauka á grundvelli 84. gr. d og gildi hans er ákveðið 1% og sama fjármálafyrirtæki viðheldur verndunarauka á grundvelli 84. gr. e en gildi hans er fast 2,5% þá verður samanlagt gildi eiginfjárauka og með því samanlögð krafa um eiginfjárauka hjá þessu tiltekna fjármálafyrirtæki 3,5%.
    Í 4. mgr. er að finna undantekningu frá þeirri meginreglu að gildi eiginfjárauka leggist saman og myndi eina samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í ákvæðinu kemur fram að þegar fjármálafyrirtæki ber bæði að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á grundvelli 84. gr. b og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á grundvelli 84. gr. c skal sá eiginfjárauki sem hærri er gilda gagnvart fjármálafyrirtækinu. Ef fjármálafyrirtæki viðheldur eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki á grundvelli 84. gr. c og gildi hans er ákveðið 1,5% auk eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á grundvelli 84. gr. b og gildi hans hefur verið ákveðið 2% skal ekki leggja gildi eiginfjárkrafnanna saman heldur skal hærra gildið gilda gagnvart fjármálafyrirtækinu. Í þessu dæmi verður gildi eiginfjárkröfu gagnvart fjármálafyrirtækinu 2%, þ.e. hærri krafan. Þrátt fyrir þetta skal skv. 2. málsl. 4. mgr. leggja saman gildi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og eiginfjárauka vegna kerfisáhættu þegar eiginfjárauki vegna kerfisáhættu tekur til allra innlendra áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækis en ekki til áhættuskuldbindinga í öðrum ríkjum á EES-svæðinu. Þannig að ef kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki skal viðhalda báðum umræddum eiginfjáraukum og gildi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki er ákveðið 2% og gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu er ákveðið 1,5% og tekur einungis til innlendra áhættuskuldbindinga mundi samanlögð krafa um eiginfjárauka gagnvart þessu tiltekna fjármálafyrirtæki vera 3,5%. Gildi eiginfjáraukanna mundi í þessum tilfellum leggjast saman.
    Ákvæði 5. mgr. greinarinnar fjallar um það tilvik þegar fyrirtæki ber að viðhalda bæði eiginfjárauka vegna kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og eiginfjárauka vegna kerfisáhættu þrátt fyrir að vera ekki kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki. Slíkt getur gerst á grundvelli 4. málsl. 84. gr. c eða 2. mgr. 84. gr. b sem heimilar eftirlitsaðila að láta viðkomandi eiginfjárauka ná til samstæðu fjármálafyrirtækis í heild eða að ákveðnum hluta. Rök mæla með því að hægt sé að taka mið af samstæðu fjármálafyrirtækisins út af líkum á keðjuverkandi áhrifum á samstæðuna ef eitt fyrirtæki innan hennar fellur. Þegar slík fyrirtæki viðhalda bæði eiginfjárauka vegna kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og eiginfjárauka vegna kerfisáhættu getur samanlögð krafa um eiginfjárauka aldrei verið lægri en samtala verndunarauka og sveiflujöfnunarauka, sé hann virkur, og hærra gildi annaðhvort eiginfjárauka vegna kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja eða eiginfjárauka vegna kerfisáhættu. Þetta á þó ekki við ef eiginfjárauki vegna kerfisáhættu er virkur á þann hátt sem kveðið er á um í 4. mgr., þ.e. að leggja beri þá saman.
    Samkvæmt 6. mgr. greinarinnar má fjármálafyrirtæki sem viðheldur eiginfjáraukum skv. 84. gr. b – 84. gr. e ekki greiða út arð, breytileg starfskjör til starfsmanna eða framkvæma aðrar greiðslur sem verða til þess að fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki lengur lágmarkskröfur um hlutfall eiginfjárliða undir eiginfjárþætti A. Í 2. málsl. 6. mgr. kemur fram að fjármálafyrirtæki sem þegar uppfyllir eiginfjárkröfu á grundvelli 1. mgr. 84. gr. en viðheldur ekki eiginfjáraukum skv. 84. gr. b – 84. gr. e sé óheimilt að greiða út arð, breytileg starfskjör til starfsmanna eða framkvæma aðrar þær greiðslur eða aðgerðir sem hafa áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni umfram hámarksútgreiðslufjárhæð samkvæmt reglum sem Fjármálaeftirlitið setur. Hér er vísað til þess að fjármálafyrirtæki hefur heimild til þess að framkvæma greiðslur sem vísað er til í ákvæðinu en þær takmarkast af reglum um hámarksútgreiðslufjárhæð (e. Maximum Distributable Amount (MDA)) sem Fjármálaeftirlitið skal setja á grundvelli 7. mgr. greinarinnar. Því er gert ráð fyrir því samkvæmt ákvæðinu að 141. gr. tilskipunar 2013/36/ESB sem kveður á um þessar heimildir verði innleidd hér á landi með reglum sem Fjármálaeftirlitið setur.
    Samkvæmt 7. mgr. greinarinnar skal Fjármálaeftirlitið setja nánari reglur um hámarksútgreiðslufjárhæð takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja á arði til hluthafa, breytilegum starfskjörum til starfsmanna og öðrum greiðslum þegar fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki að fullu kröfu til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. 84. gr. b – 84. gr. e. Í reglunum skal kveðið á um hvernig heimildir til útgreiðslna skerðast og hámarkshlutfall þeirra.
     Um b-lið (84. gr. b).
    Í greininni er kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að kveða á um skyldu fjármálafyrirtækja til þess að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu. Ákvæði greinarinnar byggjast á 133. og 134. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er Fjármálaeftirlitinu heimilt að kveða á um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og ákveða gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Eins og kemur fram í ákvæðinu skulu tilmæli fjármálastöðugleikaráðs einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar sem starfar eftir lögum nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð, og vera í samræmi við 5. gr. þeirra laga og reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli greinarinnar. Þrátt fyrir aðkomu kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjáraukann skal það ítrekað að það er á forræði Fjármálaeftirlitsins að taka ákvörðunina um að kveða á um eiginfjáraukann og gildi hans og ber Fjármálaeftirlitið stjórnskipulega ábyrgð á því að þeir séu bæði settir á og kerfislegum afleiðingum af því að virkja heimildina. Þetta gildir einnig um aðra eiginfjárauka þrátt fyrir aðkomu kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að þeim. Um málsmeðferð og samspil tilmæla fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjáraukann fer eftir reglugerð sem ráðherra mun setja á grundvelli 5. mgr. greinarinnar. Í framkvæmd mun Fjármálaeftirlitið eða Seðlabankinn leggja til að eiginfjáraukinn sé settur á við fjármálastöðugleikaráð og kemur tillagan þá til umræðu og skoðunar í kerfisáhættunefnd en eftir það fer tillagan til umræðu í fjármálastöðugleikaráði. Bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands eiga aðild að kerfisáhættunefnd og fulltrúa í fjármálastöðugleikaráði ásamt ráðherra. Með þessum hætti er því hægt að nota sérfræðiþekkingu viðeigandi stofnana í mati á því hvort kveða eigi á um að fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjáraukanum. Fjármálastöðugleikaráð skal einnig í tilmælum sínum gera tillögu að því hvaða fjármálafyrirtæki skuli viðhalda eiginfjáraukanum og gildi hans. Fjármálastöðugleikaráð skal endurskoða tilmæli sín um eiginfjáraukann innan tveggja ára frá því að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins kom til framkvæmda. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjáraukann skal rökstudd og birt opinberlega. Nánar verður kveðið á um efni og form rökstuðnings og birtingu í reglugerð sem sett verður á grundvelli 5. mgr. greinarinnar en af birtingu verður ekki ef ætla má að hún geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika eða innihaldi viðkvæmar upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni við­skipta­manna fjármálafyrirtækja.
    Í 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um heimild til þess að kveða á um að eitt eða fleiri fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjáraukanum. Hér er um ákveðna meðalhófsreglu að ræða enda má ætla að upp geti komið sú staða að einungis hluti fjármálafyrirtækja sé berskjaldaður gagnvart tiltekinni áhættu sem ætla má að sé til staðar í fjármálakerfinu og ætlunin er að ná utan um á grundvelli ákvæðisins. Almennur eiginfjárauki vegna kerfisáhættu sem tæki til allra fjármálafyrirtækja væri því ósanngjarn gagnvart þeim fjármálafyrirtækjum sem ekki byggju við áhættu sem ná á utan um á grundvelli ákvæðisins. Í þessu getur einnig reynst hvati fyrir fjármálafyrirtæki að losa sig við áhættuskuldbindingar sem eiginfjáraukinn á að ná til og milda þannig áhættu í fjármálakerfinu. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að eiginfjáraukinn geti náð til samstæðu fjármálafyrirtækis eða einstakra fyrirtækja í samstæðunni. Fer þetta eftir mati eftirlitsaðila með hliðsjón af eðli áhættunnar sem um ræðir og hvort að hún sé einnig bundin við samstæðu fjármálafyrirtækisins. Kveðið er á um þetta í 3. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Eiginfjáraukanum er ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr langtímaáhættu sem er ósveiflutengd eða tengd þjóðhagsvarúð sem ekki er tekið á í reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Er hér átt við áhættu í fjármálakerfinu, í heild eða að hluta, sem ógnað getur fjármálastöðugleika eða haft alvarlegar afleiðingar fyrir raunhagkerfið. Tilskipun 2013/36/ ESB skilgreinir ekki frekar hvaða áhættuþáttum aukanum er ætlað að draga úr enda geta komið upp áður óþekktar áhættur sem ekki er hægt að skilgreina fyrir fram. Í 4. málsl. kemur fram að eiginfjáraukann megi setja á vegna áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækis í ríkjum utan EES-svæðisins, t.d. að hann taki til ákveðinna eigna á tilgreindu svæði eða í ákveðnu ríki vegna tiltekinnar kerfisáhættu þar. Kveðið er á um þessa heimild í 8. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Í lokamálslið 2. mgr. kemur fram að kveða megi á um mishátt gildi eiginfjáraukans gagnvart einstökum fjármálafyrirtækjum ef hann er ákveðinn til þess að mæta ólíkri áhættu í fjármálakerfinu. Stafaði fjármálakerfi landsins t.d. hætta af tveimur ólíkum áhættuþáttum gæti hluti fjármálafyrirtækja verið talinn berskjaldaður gagnvart öðrum þeirra en annar hluti gagnvart hinum. Þá gætu sum fjármálafyrirtæki verið berskjölduð gagnvart báðum. Í þessu tilfelli væri hægt að kveða á um þrjú mishá gildi eiginfjáraukans, eitt tæki til þeirra fyrirtækja sem fyrst var getið hér að framan og annað gagnvart hinum sem síðan voru nefnd en þriðja gildið gæti orðið summa beggja gildanna gagnvart fjármálafyrirtækjum sem stafaði hætta af báðum áhættuþáttunum.
    Ákvæði 3. mgr. greinarinnar kveður á um heimild til þess að ákvarða eiginfjáraukann sem hlutfall af áhættugrunni fjármálafyrirtækisins eða tilteknum áhættuskuldbindingum og skv. 2. málsl. getur gildi hans numið 1% eða meira af þeim hluta sem hann tekur til. Hér er miðað við sömu sjónarmið og komu fram í athugasemdum við 2. mgr. greinarinnar um að áhætta sem eiginfjáraukinn á að ná utan um getur verið misjöfn og því þarf bæði að gera ráð fyrir að hún nái til alls áhættugrunns fjármálafyrirtækis eða einungis ákveðins hluta hans en það getur ýtt undir hvata hjá fjármálafyrirtækinu til þess að milda umrædda áhættu og minnka þannig eiginfjárbindingu sína. Skv. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB getur gildi eiginfjáraukans minnst verið 1% en hámark er ekki tilgreint í tilskipuninni. Hins vegar er kveðið á um tilkynningar og samráðsferli við tilteknar stofnanir Evrópusambandsins þegar gildi eiginfjáraukans er ákveðið og er kveðið á um það í 11.–18. mgr. 133. gr. tilskipunarinnar. Gert er ráð fyrir að kveðið verði á um þetta efni í reglugerð sem sett verður á grundvelli 5. mgr. greinarinnar. Í 9. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB kemur einnig fram að gildi eiginfjáraukans skuli hækka í þrepum sem nema 0,5% eða margfeldi af því. Getur hann því hækkað hverju sinni um 0,5%, 1%, 1,5% o.s.frv. Í lokamálslið 4. mgr. kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti viðurkennt eiginfjárauka sem eftirlitsstjórnvald í öðru ríki á EES-svæðinu hefur ákveðið vegna áhættu í viðkomandi ríki. Þá er jafnframt kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að leggja eiginfjáraukann á fjármálafyrirtæki hér á landi ef viðkomandi fjármálafyrirtæki er með starfsemi í viðkomandi ríki og hefur yfir að ráða áhættuskuldbindingum þeirrar teg­undar sem eiginfjáraukanum er ætlað að ná til. Þessa heimild er kveðið á um í 8. og 18. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Í 4. mgr. greinarinnar er kveðið á um takmarkanir sem koma til á starfsemi fjármálafyrirtækis þegar það uppfyllir ekki skyldu til þess að viðhalda nægjanlegu eigin fé vegna eiginfjáraukans en samkvæmt ákvæðinu koma til takmarkanir á greiðslum breytilegra starfskjara, arðs og öðrum greiðslum á grundvelli 6. mgr. 84. gr. a. Ef takmarkanir á grundvelli 6. mgr. 84. gr. a eru ekki taldar duga til þess að styrkja eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins getur Fjármálaeftirlitið gripið til frekari úrræða gagnvart fjármálafyrirtækinu. Skv. 1. tölul. 4. mgr. hefur Fjármálaeftirlitið heimild til þess að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækisins í heild eða að hluta. Í öðru lagi getur Fjármálaeftirlitið beitt heimildum á grundvelli a–e-liðar 1. mgr. 84. gr. laganna og t.d. kveðið á um hærri eiginfjárgrunn en sem nemur 8% af áhættugrunni, endurbætur á innri ferlum fjármálafyrirtækisins, niðurfærslu á eignum við útreikning á eiginfjárgrunni, hömlur eða takmörkun á starfsemi fyrirtækisins eða mælt fyrir um að dregið sé úr áhættum sem starfsemi fjármálafyrirtækisins felur í sér. Í 3. tölul. kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi heimild til þess að auka kröfur til fjármálafyrirtækis, annarra en þeirra sem hafa starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr. laganna, til þess að viðhalda lausu fé og/eða auknu hlutfalli þess. Skv. 4. tölul. getur Fjármálaeftirlitið óskað eftir því við Seðlabanka Íslands að hann auki kröfur til fjármálafyrirtækis um að viðhalda lausu fé og/eða hlutfalli þess þegar um er að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr. Um er að ræða heimildir sem er að finna í 105. gr. tilskipunar 2013/36/ESB en mismunandi útfærsla með tilliti til mismunandi starfsleyfa skýrist af því hvernig lausafjáreftirliti er háttað hér á landi, en Seðlabanki Íslands fer með lausafjáreftirlit með lánastofnunum, sbr. 12. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Ákvæði 4. mgr. greinarinnar byggist á 17. mgr. 133. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Samkvæmt 5. mgr. greinarinnar skal ráðherra setja reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd ákvæðisins. Þá er kveðið nánar á um innihald reglugerðarinnar en miðað er við að í henni verði að finna efni 133. og 134. gr. tilskipunarinnar 2013/36/ESB sem ekki koma fram í greininni ásamt ítarlegri reglum um málsmeðferð við setningu eiginfjáraukans.
     Um c-lið (84. gr. c).
    Í greininni er kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins, að undangengnum tilmælum fjármálastöðugleikaráðs, á grundvelli laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð, til þess að kveða á um að fjármálafyrirtæki sem talin eru kerfislega mikilvæg viðhaldi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Við mat á því hvaða fjármálafyrirtæki skuli viðhalda eiginfjárauka samkvæmt ákvæðinu skal byggt á skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs á kerfislega mikilvægum aðilum skv. d-lið 2. mgr. 4. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð, sem starfa samkvæmt leyfi á grundvelli þessara laga. Gildi eiginfjáraukans getur numið allt að 2% af áhættugrunni fjármálafyrirtækis. Eins og gildir um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu getur eiginfjáraukinn tekið til samstæðu kerfislega mikilvægs fjármálafyrirtækis eða tiltekinna félaga innan samstæðunnar. Ef eiginfjáraukinn er settur á skal árlega endurskoða hvort fella eigi hann niður, hækka hann eða lækka. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skal rökstudd og birt opinberlega á sama hátt og gildir um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu. Þá skal ráðherra setja reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, á grundvelli greinarinnar um nánari framkvæmd ákvæðisins. Skal reglugerðin m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð og samskipti við erlendar eftirlitsstofnanir og reglur um innihald, rökstuðning og birtingu ákvörðunar um að setja á eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Eins og gildir um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu er það á ábyrgð Fjármálaeftirlitsins að kveða á um eiginfjáraukann og ber Fjármálaeftirlitið stjórnskipulega ábyrgð á beitingu heimildarinnar.
     Um d-lið (84. gr. d).
    Í greininni er kveðið á um sveiflujöfnunarauka en ákvæðið byggist á 130. og 134.–140. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Sveiflujöfnunaraukanum er ætlað að styrkja og með því vernda fjármálakerfið á tímum mikils útlánavaxtar sem er oft nátengdur uppbyggingu kerfisáhættu. Á sama tíma getur eiginfjáraukinn unnið gegn óhóflegum útlánavexti þar sem hækkandi eiginfjárkröfur geta hækkað fjármagnskostnað og þar með dregið úr eftirspurn. Að sama skapi getur vel fjármagnað fjármálakerfi unnið gegn efnahagssamdrætti þegar kröfur um bindingu eigin fjár eru lækkaðar á nýjan leik.
    Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er Fjármálaeftirlitinu heimilt að kveða á um sveiflujöfnunarauka og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Fjármálastöðugleikaráð skal ársfjórðungslega leggja fram tilmæli um það hvort tilefni sé til þess að fjármálafyrirtæki viðhaldi sveiflujöfnunarauka og hvert gildi hans eigi að vera fyrir hvern ársfjórðung á næsta tólf mánaða tímabili en í 5. mgr. 136. gr. tilskipunar 2013/36/ESB er gert ráð fyrir því að gildi eiginfjáraukans sé ákveðið með nægjanlegum fyrirvara eða 12 mánuði fram í tímann sé hann settur á eða ákveðið að hækka gildi hans. Undantekningu má finna frá þessum tímafresti í lokamálslið 5. mgr. 136. gr. tilskipunarinnar sem beita á í sérstökum tilvikum og skal það þá sérstaklega rökstutt hver þessi sérstöku tilvik eru. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að setja á sveiflujöfnunarauka og gildi hans skal rökstutt og rökstuðningurinn birtur opinberlega eins og gengur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Skv. 5. mgr. greinarinnar skal ráðherra í reglugerð kveða nánar á um rökstuðning og birtingu tillögunnar og ákvörðunarinnar. Eins og gildir um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og eiginfjárauka fyrir mikilvæg fjármálafyrirtæki er það á ábyrgð Fjármálaeftirlitsins að kveða á um eiginfjáraukann og ber Fjármálaeftirlitið stjórnskipulega ábyrgð á notkun heimildarinnar sem lagagreinin kveður á um.
    Í 2. mgr. greinarinnar kemur fram að gildi sveiflujöfnunarauka er hægt að ákveða sem hlutfall á bilinu 0–2,5% af áhættugrunni fjármálafyrirtækis. Gildi sveiflujöfnunarauka má vera hærra en 2,5% ef áhættuvísir sem liggur til grundvallar mati hans gefur tilefni til, evrópska kerfisáhætturáðið (ESRB) hefur gefið út tilmæli þess efnis eða ef aðrir áhættuþættir sem hafa þýðingu fyrir hagsveiflubundna áhættu kalla á sveiflujöfnunarauka. Ekki er hægt að kveða á um gildi sem er hærra en 2,5% af áhættugrunni nema fjármálastöðugleikaráð hafi áður gefið út tilmæli um slíkt. Ákvæðið byggist á 4. mgr. 136. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Um áhættuvísa er fjallað í 2. mgr. 136. gr. tilskipunarinnar, en þar segir að þeir skulu endurspegla lánsfjársveifluna og þá áhættu sem útlánavöxtur skapar í hagkerfinu. Hafa skal í huga frávik hlutfalls útlána af vergri landsframleiðslu frá langtímameðaltali sínu við útreikning áhættuvísanna. Við þann útreikning skuli horfa til útlánavaxtar og annarra atriða sem kunna að koma fram í leiðbeiningum evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB). Gert er ráð fyrir að nánar verði getið um áhættuvísana, ásamt öðru efni 2.–4. mgr. tilskipunar 2013/36/ESB sem ekki er að finna í ákvæðinu, í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 5. mgr. greinarinnar.
    Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal við útreikning eigin fjár sem fjármálafyrirtæki ber að viðhalda samkvæmt ákvæðinu taka mið af vegnu meðaltali þeirra sveiflujöfnunarauka sem fjármálafyrirtæki er skylt að viðhalda vegna starfsemi sinnar erlendis og reglna sem Fjármálaeftirlitið setur um útreikning hlutfalls sveiflujöfnunarauka. Með ákvæðinu er gert ráð fyrir að önnur EES-ríki geti á grundvelli sams konar ákvæða í landsrétti sínum ákveðið sveiflujöfnunarauka fyrir starfsemi fjármálafyrirtækja þar í landi. Því bæri íslensku fjármálafyrirtæki sem hefði starfsemi í viðkomandi ríki að reikna út eiginfjárbindingu sína vegna starfsemi sinnar þar í landi. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið setji nánari reglur um þetta og hvernig hlutfallið er reiknað o.fl. Reglur Fjármálaeftirlitsins munu byggjast á 140. gr. tilskipunar 2013/36/ESB sem kveður nánar á um þessi atriði. Samkvæmt ákvæðinu er gert ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjáraukanum einnig á samstæðugrunni en það er í samræmi við 1. mgr. 130. gr. tilskipunarinnar. Þó er í ákvæðinu að finna heimild fyrir Fjármálaeftirlitið til þess að ákvarða gildi sveiflujöfnunarauka fyrir fjármálafyrirtæki vegna áhættuskuldbindinga þess í ríki utan EES-svæðisins. Fjármálaeftirlitinu er einnig heimilt að ákvarða sveiflujöfnunarauka fyrir fjármálafyrirtæki sem koma frá ríkjum utan EES-svæðisins ef þau hafa starfsemi hér á landi. Þetta er í samræmi við 137., 138. og 139. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Fjármálaeftirlitið skal birta á heimasíðu sinni hlutfall sveiflujöfnunarauka í öðrum ríkjum. Samkvæmt lokamálslið ákvæðisins skal Fjármálaeftirlitið setja nánari reglur um m.a. útreikning á sveiflujöfnunarauka fyrir fjármálafyrirtæki og viðurkenningu hlutfalls sveiflujöfnunarauka fyrir önnur ríki o.fl. Gert er ráð fyrir því að efni sem finna má í 137.–140. gr. tilskipunar 2013/36/ESB sem ekki er að finna í frumvarpinu verði innleitt í íslenskan rétt með þessum reglum.
    Í 4. mgr. greinarinnar er að finna undanþágu fyrir verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlun eða rekstrarfélög verðbréfasjóða frá skyldu til þess að viðhalda sveiflujöfnunarauka ef þau uppfylla öll skilyrði ákvæðisins. Undanþágan er í samræmi við 2. og 4. mgr. 130. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Samkvæmt 5. mgr. greinarinnar skal ráðherra setja reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd greinarinnar. Í reglugerðinni skal sérstaklega kveðið á um aðkomu Seðlabanka Íslands, kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að ákvörðun um sveiflujöfnunarauka, gildi sveiflujöfnunarauka, opinbera birtingu og rökstuðning fyrir tilmælum og ákvörðun samkvæmt greininni og hvaða viðmið og áhættuvísar liggja til grundvallar ákvörðun um hlutfall sveiflujöfnunarauka. Meðal annars er gert ráð fyrir að 136. gr. tilskipunar 2013/36/ESB verði innleidd með reglugerðinni.
     Um e-lið (84. gr. e).
    Í greininni er kveðið á um skyldu fjármálafyrirtækja til þess að viðhalda eigin fé vegna verndunarauka. Verndunaraukinn er útfærður í 129. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Verndunarauki felur í sér að fjármálafyrirtæki þurfa að halda eftir meira eigin fé en áður til að auka viðnámsþrótt þeirra. Verndunaraukinn er eini eiginfjáraukinn sem er fastur, þ.e. gert er ráð fyrir að fjármálafyrirtæki þurfi á hverjum tíma að uppfylla skyldu um að viðhalda honum, einnig á samstæðugrunni. Verndunaraukinn nemur 2,5% af áhættugrunni fjármálafyrirtækis. Undanþágu er að finna í 2. mgr. greinarinnar frá skyldu til þess að viðhalda verndunaraukanum en undanþáguheimildin byggist á 2. mgr. 129. gr. tilskipunar 2013/36/ESB en skv. 4. mgr. 129. gr. tilskipunarinnar skulu aðildarríkin byggja undanþáguheimildina, ef hún er nýtt, á tilmælum framkvæmdastjórnarinnar 2003/361/EB um skilgreiningu á örfyrirtækjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlun eða rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 5., 6. eða 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr. laganna, geti nýtt undanþáguheimildina ef þau uppfylla öll skilyrði ákvæðisins. Ef fjármálafyrirtæki viðheldur ekki nægjanlegu eigin fé á grundvelli greinarinnar mun það hafa í för með sér takmarkanir á útgreiðslu arðs, á greiðslu kaupauka til starfsmanna og aðrar þær greiðslur sem hafa áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni á grundvelli 6. mgr. 84. gr. a.
     Um f-lið (84. gr. f).
    Í d-lið greinarinnar er lagt til að kveðið verði á um skyldu fjármálafyrirtækis til þess að útbúa sérstaka áætlun um verndun eigin fjár (e. Capital Conservation Plan) ef fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði laganna um að viðhalda eiginfjáraukum á grundvelli 84. gr. a – 84. gr. e. Ef fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki kröfur um að viðhalda eiginfjáraukum skal það útbúa áætlun um verndun eigin fjár í samræmi við fyrirmæli greinarinnar. Tilgangur takmörkunar á útgreiðslum úr félaginu er að félagið geti ekki greitt út úr sjóðum sínum til hluthafa eða starfsmanna á sama tíma og það uppfyllir ekki fyrirmæli laganna um eiginfjárauka enda á félagið á þessu tímamarki að vinna kerfisbundið að því að auka eiginfjárgrunn sinn. Áætlun um verndun eigin fjár er því viðbragðsáætlun fjármálafyrirtækis um að taka á því að eiginfjárgrunnur fyrirtækisins hafi lækkað undir það viðbótarmark sem kveðið er á um í 84. gr. a – 84. gr. e laganna verði frumvarp þetta að lögum. Í áætlun um verndun eigin fjár skal kveða á um það hvernig fyrirtækið ætlar að viðhalda eiginfjárgrunni og auka hann í samræmi við fyrirmæli laganna og hvernig fyrirtækið ætlar að takmarka útgreiðslur úr sjóðum félagsins á meðan félagið uppfyllir ekki fyrirmæli 84. gr. a – 84. gr. e. Ákvæðið byggist á 142. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 31. gr.

    Lagt er til að þremur nýjum stafliðum, d–f-lið, verði bætt við 3. mgr. 87. gr. laganna.
    Í fyrsta lagi er í nýjum d-lið lögð sú skylda á fjármálafyrirtæki að birta í ársreikningi sínum tilteknar upplýsingar um starfsemi dótturfélaga sinna, þ.e. heiti þeirra og staðsetningu starfseminnar. Sama gildir að breyttu breytanda um útibú félagsins og þjónustustarfsemi án stofnunar útibús.
    Í öðru lagi er í nýjum e-lið lögð sú skylda á fjármálafyrirtæki að birta upplýsingar um hvers konar styrki eða niðurgreiðslur sem félagið hefur fengið frá hinu opinbera, þ.e. bæði frá íslenska ríkinu, eða öðrum ríkjum ef við á, og sveitarfélögum. Sambærilegt ákvæði er að finna í 89. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Að lokum er með nýjum f-lið lagt til að fjármálafyrirtæki tilgreini arðsemi eigna sinna í lykiltölum í ársreikningi sínum. Með arðsemi eigna er átt við hagnað félagsins eftir skatta sem hlutfall af meðalstöðu eigna félagsins á því tímabili sem ársreikningurinn nær yfir. Sambærilegt ákvæði er í 90. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 32. og 33. gr.

    Vísað er í skýringar í 1. gr. frumvarpsins um nýjar orðskýringar sem lagt er til að bætist við 1. gr. a laganna.

Um 34. gr.

    Í greininni er lagt til að 1.–8. mgr. 97. gr. laganna falli brott þar sem skilgreiningar sem þar er að finna verða að 15.–20. tölul. 1. gr. a laganna ef frumvarp þetta verður samþykkt. Vísað er í athugasemdir við 1. gr. frumvarpsins að öðru leyti.

Um 35. gr.

    Lagt er til að tilvísun verði breytt í samræmi við breytingar sem lagðar eru til í 19. og 20. gr. frumvarpsins. Ásamt breyttri tilvísun er lagt til að ný ákvæði 52. gr. a laganna verði frumvarpið samþykkt gildi einnig um slitastjórn og bráðabirgðastjórn.

Um 36. gr.

    Vísað er til athugasemdar við 1. gr. frumvarpsins.

Um 37. gr.

    Breytingar í c- og d-lið ákvæðisins eru m.a. tilkomnar vegna ábendinga frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna innleiðingar á tilskipun 2002/87/EB um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum og endurskoðaðra reglna Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Ákvæði 109. gr. laganna varða hvernig skuli viðhafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum á samstæðugrundvelli. Við slíkt eftirlit er eðlilegt að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til að kveða á um að einstök félög skuli teljast hluti af samstæðum fjármálafyrirtækja, enda hefur stofnunin nú þegar sambærilegar heimildir vegna samstæðna vátryggingafélaga og fjármálasamsteypa. Með breytingunni er því stuðlað að samræmingu á milli löggjafar sem gildir um fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög, enda liggja sömu meginreglur til grundvallar því hvernig eftirlit skal viðhaft með samstæðum þessara fyrirtækja. Sú orðalagsbreyting sem tiltekin er í ákvæðinu felur enn fremur í sér innleiðingu á orðskýringu 12. tölul. 4. gr. tilskipunar 2006/48/EB.
    Í c-lið ákvæðisins er um það fjallað að Fjármálaeftirlitið geti ákveðið að félag skuli teljast hluti af samstæðu sem fjármálafyrirtækið er hluti af þegar fjármálafyrirtækið hefur veruleg áhrif á félagið. Er með breytingunni lagt til að Fjármálaeftirlitið hafi sambærilegar valdheimildir vegna fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga, þ.e. að stofnunin geti ákvarðað að félag sé hluti af samstæðu fjármálafyrirtækis og viðkomandi fjármálafyrirtæki hefur veruleg áhrif á starfsemi félagsins. Byggist hugtakið „ráðandi áhrif“ á orðalagi tilskipunar 2006/48/ EB, þ.e. orðunum „dominant influence“, sbr. orðskýringu 12. tölul. 4. gr. sömu tilskipunar. Við mat á því hvort veruleg áhrif séu til staðar mun Fjármálaeftirlitið til að mynda geta stuðst við það hvernig hugtakið „yfirráð“ er afmarkað í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum auk leiðbeinandi tilmæla stofnunarinnar um tengsl aðila vegna stórra áhættuskuldbindinga. Efni ákvæðisins er skylt því hvernig fjármálafyrirtæki ber samkvæmt gildandi 5. tölul. 1. mgr. 97. gr. laganna (sem verður e-liður 15. tölul. 1. gr. a), um samstæðureikningsskil, að gera samstæðureikning sem nær til félags sem fjármálafyrirtækið á eignarhluti í og hefur ráðandi stöðu í félaginu. Munurinn er hins vegar sá að með breytingum á ákvæðinu með frumvarpi þessu verður það skýrt að Fjármálaeftirlitið hefur einnig vald til að ákveða að tiltekin félög skuli teljast hluti af samstæðu hafi fjármálafyrirtæki af einhverjum ástæðum ekki tekið slík félög með í samstæðuuppgjör sitt á grundvelli fyrrnefnds 5. tölul. 1. mgr. 97. gr. laganna.
    Í frumvarpinu er einnig kveðið á um að Fjármálaeftirlitið setji reglur um eftirlit á samstæðugrundvelli. Í slíkum reglum yrði að finna ítarlegri ákvæði en koma fram í lögum um fjármálafyrirtæki um það hvernig skyldur samkvæmt sérreglum stofnunarinnar ná til samstæðna fjármálafyrirtækja. Reglurnar munu taka mið af norskum reglum um sama efni, auk ákvæða 108.–110. gr. og 119.–127. gr. tilskipunar 2013/36/ESB. Við gerð reglnanna verður einnig höfð hliðsjón af því hvernig háttað var innleiðingu ákvæða sem varða gildissvið tilskipana 2006/48/EB og 2006/49/EB með tilliti til samstæðna og eftirlits með fjármálafyrirtækjum á samstæðugrunni. Enn fremur er fyrirsjáanlegt að reglurnar verði sniðnar að því hvernig innleiðingu reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 verður háttað, enda nær gildissviðskafli reglugerðarinnar til samstæðna og eftirlits með samstæðum og tengist þannig því efni sem tekið yrði á í reglunum. Við innleiðingu reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 má vænta þess að frekari breytingar þurfi að gera á ákvæðum 109. gr. laganna.
    Breyting sem lögð er til í b-lið tengist breytingum sem lagðar eru til í 19. og 20. gr. frumvarpsins og nýjum ákvæðum um starfskjarastefnu og breytilegum starfskjörum í 25. og 26. gr., en vísað er til athugasemdar við 1. gr. frumvarpsins um breytingu sem lögð er til í a-lið.

Um 38. gr.

    Breytingar sem lagðar eru til í a-, c–g-, i- og j-lið 110. gr. laganna eru gerðar til samræmis við breytingar sem lagðar eru til á lögunum með frumvarpinu.
    Í b-lið er lagt til að 19. tölul. falli brott. Umrætt ákvæði er viðurlagaákvæði sem heimilar stjórnvaldssekt vegna brots aðila á 46. gr. a. laganna. Með vísan til þess að lagt er til að 46. gr. a laganna falli brott með 16. gr. frumvarpsins er jafnframt lagt til að umrætt viðurlagaákvæði falli brott.
    Með breytingu í h-lið er lagt til að heimildir Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir við brot á reglum um sérstakt hæfi stjórnarmanna verði rýmkaðar þannig að heimildin nái einnig til tilvika þegar stjórnarmenn taka þátt í ákvörðunum um einstök viðskipti og án þess að umfang þeirra viðskipta séu veruleg, sbr. 1. mgr. 55. gr. laganna. Breytingin byggist á þeim rökum að mikilvægt er að til staðar séu úrræði við brot á ákvæðum, sem eru mikilvæg og ekki hafa fullnægjandi úrræði í för með sér og þau varði sektum samkvæmt lögunum.

Um 39. gr.

    Breytingar í a-, d- og e-lið eru gerðar til samræmis við breytingar sem lagðar eru til á lögunum í frumvarpinu. Í b-lið er lagt til að 14. tölul. falli brott. Umrætt ákvæði er viðurlagaákvæði sem heimilar sektir eða fangelsi vegna brots aðila á 46. gr. a laganna. Með vísan til þess að lagt er til að 46. gr. a laganna falli brott með 16. gr. frumvarpsins er jafnframt lagt til að umrætt viðurlagaákvæði falli brott.
    Breytingin sem lögð er til í c-lið er tilkomin vegna breytingar sem lögð er til í 18. gr. frumvarpsins, en aðrar breytingar þarfnast ekki skýringa.

Um 40. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. 84. gr. laganna skal stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis reglulega leggja mat á eiginfjárþörf fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess (e. Internal Capital Adequacy Assessment Process (ICAAP)). Í könnunar- og matsferli Fjármálaeftirlitsins er lagt mat á niðurstöðu fyrrnefnds matsferlis stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins. Niðurstaða könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlitsins getur falið í sér aukna eiginfjárbindingu, sbr. a-lið 1. mgr. 84. gr. laganna, ef það er rökstutt mat Fjármálaeftirlitsins að niðurstöðu innramatsferlis stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins sé ábótavant. Með nýrri grein, 116. gr. a, er lagt til að lögð verði sú skylda á Fjármálaeftirlitið að stofnunin birti opinberlega þau viðmið og aðferðafræði sem eftirlitið styðst við og liggur til grundvallar könnunar- og matsferli. Sambærilegt ákvæði er í c-lið 1. mgr. 143. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 41. gr.

    Tilskipun 2002/87/EB, um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu og til breytinga á öðrum tilskipunum Evrópusambandsins var tekin upp í íslenskan rétt með lögum nr. 130/2004, um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 104/2004 9. júlí 2004. Þar sem nokkur ákvæði tilskipunarinnar hafa verið innleidd með breytingum á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, þykir rétt að tilvísun til umræddrar tilskipunar komi fram í grein laganna sem fjallar um innleiðingu gerða Evrópusambandsins.

Um 42. gr.

    Með breytingum í a- og b-lið greinarinnar er lagt til að ráðherra, og í ákveðnum tilfellum Fjármálaeftirlitið, verði veitt heimild til þess að innleiða með reglugerð ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja og tæknilega framkvæmda- og eftirlitsstaðla Evrópska bankaeftirlitsins. Í samræmi við þjóðréttarlegar skyldur íslenska ríkisins á grundvelli EES- samningsins ber að innleiða ákvæði gerðanna í íslenska löggjöf.
     Um a-lið (117. gr. a).
    Með ákvæðinu er lagt til að ráðherra verði gert skylt að innleiða, með reglugerð, ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
    Reglugerðin miðar m.a. að því að tryggja stoðir fjármálakerfisins í heild, m.a. með nýjum eiginfjárreglum ESB o.fl. Ákvæði reglugerðarinnar fela í sér nánari útfærslu á umgjörð og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlits með fjármálafyrirtækjum. Lagt er til, með hliðsjón af eðli og efni gerðarinnar, að hún verði að meginstefnu innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum í stað löggjafar. Til að tryggja að ekki fari milli mála að efni reglugerðarinnar hafi lagastoð hérlendis er hér lagt til að sett verði sérstök reglugerðarheimild.
     Um b-lið (117. gr. b).
    Með ákvæðinu er lögð sú skylda á ráðherra og Fjármálaeftirlitið að setja stjórnvaldsfyrirmæli til innleiðingar á tæknilegum framkvæmdarstöðlum og tæknilegum eftirlitsstöðlum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA). Tæknilegu staðlarnir eru samdir á vegum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, eða eftir atvikum hinna evrópsku eftirlitsstofnananna á sviði fjármálaþjónustu, og gefnir út af framkvæmdastjórn ESB. Hver tæknilegur staðall verður að sjálfstæðri EES-gerð sem taka þarf upp í landsrétt. Tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, sem innleiddar eru að hluta til með þessu frumvarpi, mun fylgja nokkur fjöldi slíkra staðla. Slíkir staðlar munu að sama skapi einnig fylgja öðrum EES- gerðum á sviði fjármálaþjónustu á komandi árum. Lagt er til að innleiðing þeirra hér á landi fari fram með setningu stjórnvaldsfyrirmæla.
    Fjallað var um tæknilega framkvæmdarstaðla og tæknilega eftirlitsstaðla í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu reglugerða (ESB) um eftirlit með fjármálamörkuðum í EES-samninginn. Í álitinu kemur m.a. fram að þessir staðlar séu settir til að tryggja samræmda framkvæmd allra ríkja innan EES. Þar segir einnig að staðlarnir séu aðeins tæknilegs eðlis, feli ekki í sér stefnumarkandi reglur eða fyrirmæli og fari ekki út fyrir efni þeirrar löggjafar sem þær hvíla á. Hver tæknilegur staðall felur í sér útfærslu á efni sem fram kemur í þeim tilskipunum sem gilda á sviði fjármálaþjónustu. Í þeim felast ekki íþyngjandi kröfur umfram það sem kemur fram í móðurgerðum á borð við tilskipun 2013/36/ESB.
    Með þátttöku sinni í starfi evrópsku eftirlitsstofnananna á sviði fjármálaþjónustu fylgist Fjármálaeftirlitið með samningu þessara tæknilegu staðla. Fjármálaeftirlitið hefur því yfirlit yfir þá vinnu sem þar fer fram og sérfræðiþekkingu á efni hvers staðals fyrir sig. Nú þegar bíður nokkur fjöldi slíkra staðla innleiðingar hér á landi, en þeir hafa þegar verið innleiddir í ríkjum ESB. Einnig hefur verið hafist handa við innleiðingu þeirra í Noregi og Liechtenstein. Vinna við upptöku tæknilegu staðlanna er hafin hér á landi, m.a. á sviði samræmdra evrópskra gagnaskila, en er enn sem komið er skammt á veg komin, m.a. vegna þess að lagastoð skortir til að geta innleitt tæknilegu staðlana hér á landi. Með ákvæðinu er lagt til að ráðherra og Fjármálaeftirlitinu verði veitt sú lagastoð sem skortir.

Um 43. gr.

    Vísað er í athugasemdir við 1. gr. frumvarpsins varðandi orðskýringu á fjármálagerningi.

Um 44. gr.

    Lagt er til að tilvísuninni verði breytt til samræmis við breytingar sem lagðar eru til í 19. og 20. gr. frumvarpsins. Rétt þykir að ákvæði nýrrar 52. gr. a gildi einnig um störf þeirra sem sitja í skilanefnd.

Um 45. gr.

    Með greininni er lagt til að lögin öðlist þegar gildi en breytingar sem lagðar eru til með 30. gr. frumvarpsins munu koma til framkvæmda síðar. Með því ákvæði er lagt til að við lögin bætist sex nýjar greinar sem fjalla um eiginfjárauka. Með greininni er lagt til að eiginfjáraukarnir komi ekki til framkvæmda í einu lagi heldur séu heimildir til þess að breyta þeim þrepaðar inn í skrefum fram til 1. janúar 2017. Með því ætti minni fjármálafyrirtækjum að gefast meiri tími til þess að byggja upp eiginfjárgrunn sinn til þess að mæta skyldu til þess að viðhalda verndunarauka skv. 84. gr. e laganna. Hér skal þess einnig getið að aðrir eiginfjáraukar kveða einungis á um heimildir til þess að setja þá á ef ákveðnar aðstæður skapast á fjármálamarkaði eða í hagkerfinu.Fylgiskjal.


Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
skrifstofa opinberra fjármála:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki,
nr. 161/2002, með síðari breytingum
(starfsleyfi, áhættustýring, stórar áhættuskuldbindingar, starfskjör, eignarhlutir, eiginfjáraukar o.fl.).

    Í frumvarpi þessu eru lagðar til fjölmargar breytingar á ákvæðum núgildandi laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með það að leiðarljósi að stíga fyrsta skrefið til að aðlaga íslenskan rétt að nýju bankaregluverki Evrópusambandsins á sviði fjármálamarkaðar, þ.e. tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Hið nýja regluverk felur í sér heildarendurskoðun sambandsins á þessu sviði, þ.e. umgjörð og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlits með fjármálafyrirtækjum, og innleiðingu á Basel III staðli í Evrópulöggjöf. Tilgangur þessara nýju reglna er að bæta eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækja, styrkja innra og ytra eftirlit með fjármálafyrirtækjum og bæta áhættustýringu þeirra með það að markmiði að gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til þess að mæta rekstrartapi ásamt því að tryggja fjármálastöðugleika. Breytingarnar sem í frumvarpinu felast snúa að þeim ákvæðum núgildandi laga sem fjalla um starfsleyfi, eftirlitskerfi með áhættu, virka eignarhluti, stjórn og starfsmenn fjármálafyrirtækja, innri stjórnhætti, starfskjarastefnu og breytileg starfskjör fjármálafyrirtækis, stórar áhættuskuldbindingar, nýjar reglur um eiginfjárauka o.fl.
    Í frumvarpinu er m.a. lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild til þess að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækis ef það uppfyllir ekki lengur einhver af lögbundnum skilyrðum fyrir veitingu starfsleyfis. Þá verður Fjármálaeftirlitinu heimilt að afturkalla starfsleyfi fjármálafyrirtækis ef verulegur vafi leikur á því að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánveitendum og innlánseigendum. Einnig er gert ráð fyrir að reglur sem heimila Fjármálaeftirlitinu að hafa eftirlit með hæfi stjórnarmanna og eigenda virkra eignarhluta verði styrktar. Auk þess er lagt til að hvert fjármálafyrirtæki skuli starfrækja sérstaka áhættunefnd sem hafi það hlutverk að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn fyrirtækisins, m.a. vegna áhættustefnu og áhættuvilja, en ekki er gert er ráð fyrir að einstökum starfsmönnum fjármálafyrirtækis verði heimilt að sitja í nefndinni. Þá er í frumvarpinu lagt til að sérstakir eiginfjáraukar (e. Capital Buffers) verði innleiddir í íslenskan rétt, þ.e. eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, eiginfjárauki á kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, sveiflujöfnunarauki og verndunarauki. Verndunaraukinn er eini eiginfjáraukinn sem fjármálafyrirtækjum verður skylt að viðhalda á hverjum tíma en hann felur í sér að fjármálafyrirtæki þurfa að halda eftir meira eigin fé en áður eða sem nemur 2,5% af áhættugrunni. Aðrir eiginfjáraukar fela í sér heimildir fyrir Fjármálaeftirlitið til þess að kveða á um að tiltekin fjármálafyrirtæki eða öll viðhaldi auknu eigin fé vegna tiltekinnar áhættu sem hverju þeirra er ætlað að mæta með misjöfnum hætti. Því er hér um að ræða nokkurs konar þjóðhagsvarúðartæki sem hafa það hlutverk að verja fjármálamarkað og hagkerfi landsins fyrir tilteknum áhættum sem geta skapast í kerfinu eða utan landsteinanna. Þess má geta að stóru við­skipta­bankarnir þrír eru um þessar mundir allir vel yfir lögbundnum lágmörkum um eigið fé og er gert ráð fyrir að svo verði áfram eftir að 2,5% verndunaraukinn verður lögfestur og heimildir til þess að kveða á um aðra. Auk þess má nefna að gert er ráð fyrir að eiginfjáraukarnir verði þrepaðir inn í lög í skrefum fram til ársins 2017. Því ætti minni fjármálafyrirtækjum að gefast nokkur tími til þess að byggja upp eiginfjárgrunn sinn í samræmi við auknar reglur um eiginfjárbindingu fjármálafyrirtækja.
    Ákvæði frumvarpsins varða fyrst og fremst starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfafyrirtækja og eftirlit með starfsemi þeirra. Gert er ráð fyrir að frumvarpið muni leiða til aukins kostnaðar hjá Fjármálaeftirlitinu við eftirlitsstarfsemi stofnunarinnar eða sem nemur um 1–2 stöðugildum en rekstur Fjármálaeftirlitsins er alfarið fjármagnaður með eftirlitsgjaldi sem lagt er á eftirlitsskylda aðila og færist á tekjuhlið ríkissjóðs. Þá kann frumvarpið að leiða tímabundið til meiri vinnu hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna innleiðingar Evrópureglugerða sem áætlað er að geti numið hálfu stöðugildi. Þar sem ekki er um umtalsverðan kostnað að ræða má gera ráð fyrir að hann eigi að geta rúmast innan útgjaldaramma ráðuneytisins í fjárlögum. Ekki er gert ráð fyrir að þær breytingar sem í frumvarpinu felast muni hafa teljandi áhrif á skatttekjur ríkissjóðs af fjármálafyrirtækjum frá því sem nú er né á rekstrarútgjöld í þessum málaflokki. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður því ekki séð að það muni hafa umtalsverð áhrif á afkomu ríkissjóðs.