Ferill 577. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1000  —  577. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um rannsóknarheimildir lögreglu.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hefur farið fram formleg athugun eða rannsókn á vegum ráðuneytisins á heimildum til símhlerana og framkvæmd þeirra og á annars konar notkun fjarskiptaupplýsinga í þágu lögreglurannsókna eftir að ljóst varð að lögreglan fær heimild dómara til að hefja símhlerun í 99,31% þeirra tilvika sem óskað er eftir heimild? Ef ekki, hyggst ráðherra láta slíka athugun eða rannsókn fara fram?
     2.      Hefur farið fram formleg athugun eða rannsókn á vegum ráðuneytisins á réttarúrræðum fyrir þá sem verða fyrir símhlerunum eða sams konar skerðingu á friðhelgi einkalífs að ósekju, vegna sakamálarannsókna, og eru slík réttarúrræði nægilega virk í framkvæmd?
     3.      Telur ráðherra breytinga þörf á lagaákvæðum sem varða símahlustun og sambærileg úrræði lögreglu í ljósi þess með hvaða hætti þeim er beitt?
     4.      Telur ráðherra að rétt sé að kanna annars vegar árangur af símhlerunum og hins vegar meintar brotalamir á þeim rannsóknarheimildum lögreglu sem hér um ræðir áður en farið verður að kanna þörf fyrir forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu?