Ferill 586. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1018  —  586. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um betrun í fangelsum og aðstoð að lokinni afplánun.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur átt sér stað stefnumótun um betrun í fangelsum hér á landi? Ef svo er, hvernig hefur hún þá farið fram og hefur verið litið til þess hvernig slíkri stefnumótun er háttað í grannríkjum?
     2.      Hver er endurkomutíðni í íslenskum fangelsum og hvernig er hún reiknuð?
     3.      Hvaða aðstoð stendur föngum til boða eftir að afplánun lýkur? Stendur til boða aðstoð í húsnæðis- og atvinnumálum? Hefur verið horft til nágrannaríkja í þessum efnum?