Ferill 590. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1026  —  590. mál.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um stöðu A-deildar
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Frá Pétri H. Blöndal.


     1.      Hver er ógreidd heildarskuldbinding ríkisins annars vegar og hins vegar sveitarfélaga samtals vegna framreiknaðra réttinda í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins?
     2.      Hvað þarf að hækka iðgjald launagreiðenda mikið til þess að jafnvægi náist á milli eigna og skuldbindingar vegna framreiknaðra réttinda?
     3.      Hvað aukast árlega greiðslur ríkisins og sveitarfélaga mikið næstu 40 árin vegna leiðréttingar skv. 2. tölul.?
     4.      Hversu stórt hlutfall af tekjum ríkissjóðs af sköttum á tekjur einstaklinga verða greiðslur ríkisins skv. 3. tölul. og hversu stórt hlutfall (. ≥) af tekjum sveitarfélaga af útsvari verða greiðslur sveitarfélaga hvert ár, að óbreyttum lögum um tekjuskatt og útsvar og miðað við spár um mannfjölda?
     5.      Hefur ráðuneytið gripið til ráðstafana til að mæta fyrrgreindum skuldbindingum skv. 3. tölul. og er ráðuneytinu kunnugt um að sveitarfélög hafi gert áætlanir til að mæta skuldbindingum sínum?


Skriflegt svar óskast.