Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1029  —  74. mál.

3. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004, með síðari breytingum (lausn úr landbúnaðarnotum og sala ríkisjarða).


Frá atvinnuveganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið að nýju að lokinni 2. umræðu og fengið á sinn fund Svein Runólfsson landgræðslustjóra og Guðjón Bragason og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin telur breytingar 2. gr. frumvarpsins skref í rétta átt, þ.e. að breyting á notkun landbúnaðarlands verði að hluta til óháð leyfi ráðherra. Verði frumvarpið að lögum mun ákvörðun um breytingu á landnotkun lands sem er 5 hektarar eða stærra verða háð leyfi ráðherra. Einnig verður það háð leyfi ráðherra ef breyta á landnotkun lands sem er minna en 5 hektarar ef það telst gott ræktunarland, hentar vel til landbúnaðar eða telst vegna legu sinnar mikilvægt til matvælaframleiðslu. Nefndin telur eðlilegt að ráðuneyti landbúnaðarmála hafi yfirsýn yfir breytingar sem eru gerðar á notkun lands í landbúnaðarnotum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu samkvæmt þingskjali 884 þar sem lagðar eru til lagfæringar á orðalagi.
    Björt Ólafsdóttir og Kristján L. Möller rita undir álit þetta með fyrirvara.


Alþingi, 3. mars 2015.

Jón Gunnarsson,
form.
Páll Jóhann Pálsson,
frsm.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Haraldur Benediktsson. Ásmundur Friðriksson. Björt Ólafsdóttir,
með fyrirvara.
Kristján L. Möller,
með fyrirvara.
Þorsteinn Sæmundsson. Þórunn Egilsdóttir.