Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1065  —  613. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf vegna svokallaðs lekamáls.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvenær var ráðuneytinu veitt fjölmiðlaráðgjöf af hálfu Argus markaðsstofu árið 2014, sundurliðað eftir dagsetningum?
     2.      Hvað fólst í þeirri fjölmiðlaráðgjöf, sundurliðað eftir efni og formi ráðgjafar?
     3.      Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins við fjölmiðlaráðgjöf Argus markaðsstofu, sundurliðað eftir útgefnum reikningum?
     4.      Hvenær var ráðuneytinu veitt lögfræðileg ráðgjöf af hálfu LEX lögmannsstofu árið 2014, sundurliðað eftir dagsetningum?
     5.      Hvað fólst í þeirri lögfræðilegu ráðgjöf, sundurliðað eftir efni og formi ráðgjafar?
     6.      Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins við lögfræðilega ráðgjöf LEX lögmannsstofu, sundurliðað eftir útgefnum reikningum?


Skriflegt svar óskast.