Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1087  —  631. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um Farice ehf.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur Farice ehf. gert lánasamninga við íslenska ríkið eða stofnanir þess? Ef svo er, er óskað eftir upplýsingum um fjárhæðir þeirra, lánstíma, stöðu lána í dag og til hve langs tíma eftirstöðvar eru.
     2.      Hver er staða ábyrgða ríkissjóðs gagnvart skuldbindingum Farice ehf. eftir gjaldmiðlum?
     3.      Hvernig hafa ríkisábyrgðir til félagsins þróast árlega frá upphafi í íslenskum krónum?
     4.      Hvenær er gert ráð fyrir að lán Farice ehf. verði að fullu greidd miðað við núgildandi skilmála og væntingar um afkomu?
     5.      Hvernig er verðlagningu háttað hjá Farice ehf. í samanburði við verðlagningu á sömu eða sambærilegri þjónustu erlendis?
     6.      Hver hafa árleg framlög fjarskiptasjóðs til félagsins verið?
     7.      Til hve langs tíma þarf þjónustusamningur fyrirtækisins við ríkið að vera miðað við núverandi ákvæði hans þangað til fyrirtækið verður sjálfbært?
     8.      Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert til að laða að fjárfestingu annarra aðila en Farice ehf. í lagningu sæstrengja til Íslands? Hvernig metur ráðherra stöðu þeirra mála í dag?


Skriflegt svar óskast.