Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1092  —  305. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003,
með síðari breytingum (kerfisáætlun).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (JónG, PJP, HarB, ÁsF, BjÓ, KLM, ÞorS, ÞórE).


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað 4. tölul. 1. gr. laganna koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
              4.      Stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.
              5.      Taka tillit til umhverfissjónarmiða.
     2.      Í stað orðanna „stefnu stjórnvalda um lagningu raflína“ í a-lið 1. gr. komi: stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
     3.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „koma fram og“ í 4. mgr. a-liðar (9. gr. a) komi: og koma fram.
                  b.      Við b-lið (9. gr. b) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvörðun Orkustofnunar um samþykkt eða synjun kerfisáætlunar er kæranleg til úrskurðarnefndar raforkumála, sbr. 30. gr.
                  c.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. c-liðar (9. gr. c) komi nýr málsliður, svohljóðandi: Sveitarstjórn er þó heimilt að fresta ákvörðun um landnotkun samkvæmt kerfisáætlun í allt að átta ár enda séu fyrir því gildar ástæður og fyrir liggi jákvæð umsögn flutningsfyrirtækisins.
     4.      Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (4. gr.)
                      Við 39. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Áætlaða uppbyggingu flutningskerfis raforku og þróun kerfisáætlunar flutningsfyrirtækisins.
                  b.      (5. gr.)
                      Á eftir 39. gr. laganna kemur ný grein, 39. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

                      Ráðherra leggur á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
     5.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. gr. laga þessara skal flutningsfyrirtækið taka tillit til stefnu stjórnvalda um lagningu raflína þar til stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku hefur verið samþykkt á Alþingi.
                      Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku skal fyrst lögð fyrir Alþingi eigi síðar en 15. október 2016.