Ferill 495. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1102  —  495. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um greiðslu á söluandvirði ríkiseigna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvenær eru dagsettar undirritanir samninga um sölu ríkiseigna sem tilgreindar eru í svari ráðherra við fyrirspurn um söluandvirði ríkiseigna í 148. máli (þskj. 419) og hvenær var söluandvirði þeirra greitt? Óskað er eftir yfirliti yfir greiðslu söluverðs hverrar eignar um sig frá því að fyrsta greiðsla fór fram og þar til sú síðasta var innt af hendi þar sem fram komi dagsetning hverrar greiðslu og upphæð.
    
Fyrirtæki: Dagsetning undirritunar:
    Síldarverksmiðja ríkisins (SR-mjöl hf.)
    Áburðarverksmiðjan
    Sementsverksmiðjan
    Landssími Íslands
    Búnaðarbanki Íslands
    Landsbanki Íslands
29. desember 1993
2. mars 1999
2. október 2003
5. ágúst 2005
16. janúar 2003, sala á 45,8%
31. desember 2002, sala á 45,8%
(Hlutabréf bankanna voru seld í áföngum, sbr. meðfylgjandi yfirlit.)

    Athygli er vakin á því að fjallað hefur verið ítarlega um söluferli framangreindra fyrirtækja í skýrslum framkvæmdanefndar um einkavæðingu og jafnframt í skýrslum Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu fyrirtækja ríkisins sem sérstaklega var gerð fyrir Alþingi.
    Meðfylgjandi er umbeðið yfirlit yfir greiðslu söluverðs hverrar eignar um sig frá því að fyrsta greiðsla fór fram og þar til sú síðasta var innt af hendi ásamt dagsetningu hverrar greiðslu og upphæð sem Fjársýsla ríkisins tók saman fyrir ráðuneytið vegna fyrirspurnarinnar.
    Það athugast að í fyrra svari um söluandvirði ríkiseigna miðuðust fjárhæðirnar við upphaflegan sölusamning. Raunsöluverð var í þremur tilvikum lægra en upphafleg samningsfjárhæð. Sá mismunur skýrist einkum af gengisbreytingum frá undirritun samnings og til greiðsludags. Um framvirka samninga var að ræða þegar stærstu hlutirnar í bönkunum voru seldir og þá voru einnig ákvæði um takmarkaða verðaðlögun ef þróun efnahagsliða yrði önnur en gengið var út frá í áætlunum sem lágu til grundvallar við undirritun og fyrirvarar um áreiðanleikakannanir sem útskýra einnig mismuninn á endanlegu greiðsluverði. Farið er ítarlega yfir þessi atriði í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu fyrirtækja ríkisins árin 1998–2003.
1. Landsbankinn 1999–2003
a) Desember 1999 Almennt útboð. Verðbréfaþing.
Desember 1999 Söluverð í desember 3.331.159.343
Endurmat -43.113.675
Samtals 3.288.045.668
Greiðslur
21. 1. 2000 Innborgun 3.178.654.000
24. 2. 2000 Innborgun 19.568.783
28. 2. 2000 Innborgun 89.822.885
Samtals 3.288.045.668
b) Júní 2002 Almennt útboð, 20,0%. Verðbréfaþing.
Júní 2002 Söluverð 4.791.992.534
Greiðslur
27. 6. 2002 Innborgun 4.791.992.534
c) Desember 2002 Samson, 45,8%
31. 12. 2002 Söluverð 11.178.923.542
Greiðslur
Febrúar 2003 Innborgun 3.691.234.500
30. 4. 2003 Innborgun 3.619.932.653
Innborgun að teknu tilliti til afsláttar (700.000.000)
3.867.756.389
Samtals 11.178.923.542
d) Febrúar 2003 Kauphöllin, 2,56%
Febrúar 2003 Söluverð 636.065.777
Greiðslur
13. 3. 2003 Innborgun 636.065.777
Sala Landsbankans
Samningar í heild 19.895.027.521
Innborganir í heild 19.895.027.521
2. Búnaðarbankinn 1999–2003
a) Desember 1999 Almennt útboð. Verðbréfaþing.
Desember 1999 Söluverð í desember, samningur 2.262.874.619
Endurmat -27.435.975
Samtals 2.235.438.644
Greiðslur
24. 1. 2000 Innborgun 2.160.814.250
17. 2. 2000 Innborgun 12.204.554
28. 2. 2000 Innborgun 62.419.840
Samtals 2.235.438.644
b) Janúar 2003 S-hópurinn, 45,8%
16. 1. 2003 Söluverð 11.243.434.586
Endurmat vegna gengis o.fl. -380.130.690
Samtals 10.863.303.896
Greiðslur
25. 3. 2003 Innborgun 4.243.436.857
31. 3. 2003 Innborgun 2.654.216.434
5. 5. 2003 Endurgreitt vegna hlutdeildar í arði -148.892.521
18.–23. 12. 2003 Innborgun 4.049.005.115
15. 12. 2003 Innborgun 216.824
Desember 2003 Vextir 65.321.187
Samtals 10.863.303.896
c) Mars 2003 Kauphöllin, 9,11%
7. 3. 2003 Söluverð 2.491.962.794
Greiðslur
31. 3. 2003 Innborgun 2.491.962.794
Sala Búnaðarbankans
Samningar í heild 15.590.705.334
Innborganir í heild 15.590.705.334
3. Landssími Íslands 2001 og 2005
a) September 2001 Almennt útboð
Október 2001 Söluverð 1.494.500
Greiðslur
Október 2001 Innborgun 1.494.500
b) Október 2001 Hæðarlönd ehf.
Október 2001 Söluverð 25.483.807
Greiðslur
Október 2001 Innborgun 25.483.807
c) 2001–2003 Almennt útboð og sala til starfsmanna
Desember 2001 Söluverð, almennt útboð 1.093.190.611
Söluverð til starfsmanna 26.809.375
Samningar sem fallið var frá, endurgreiðsla
-711.884.389
Afskriftir og leiðréttingar við lokauppgjör -34.483.171
Samtals 373.632.426
Markmið útboðs náðist ekki og ríkissjóður bauð þeim sem vildu að fá endurgreiðslu. Sumir þáðu og aðrir ekki.
Inn- og útgreiðslur árið 2002
Janúar 2002 Innborgun 920.094.531
Febrúar 2002 Innborgun 10.819.533
Mars 2002 Innborgun 8.853.190
Mars 2002 Endurgreiðslur -684.036.175
Apríl 2002 Innborgun 34.987.081
Apríl 2002 Endurgreiðslur -3.634.809
Maí 2002 Innborgun 6.582.544
Maí 2002 Endurgreiðslur -8.235.909
Júlí 2002 Innborgun 11.404.925
Ágúst 2002 Innborgun 7.271.513
September 2002 Innborgun 6.368.617
Október 2002 Innborgun 5.904.531
Nóvember 2002 Innborgun 3.343.701
Desember 2002 Innborgun 3.554.424
Samtals, nettó árið 2002 323.277.697
Inn- og útgreiðslur árið 2003
Febrúar 2003 Innborgun 5.791.656
Mars 2003 Innborgun 3.115.702
Apríl 2003 Innborgun 13.087.976
Nóvember 2003 Innborgun 1.595.863
Desember 2003 Innborgun 2.886.126
Desember 2003 Innborgun 8.596.106
Samtals árið 2003 35.073.429
Desember 2004 Skil samtals í einu lagi árið 2004 7.602.080
Desember 2005 Skil samtals í einu lagi árið 2005 7.657.656
Desember 2006 Skil samtals í einu lagi árið 2006 21.564
Heildarskil árin 2002–2006 373.632.426
d) Ágúst 2005
5. 8. 2005 Samningur
Greiðslur skv. samningi
ÍSK = 34.505.550 kr.
Evrur = 310.000.000 evrur
USD = 125.000.000 USD
Söluverð m. v. gengi 5. ágúst 2005 = 66.700.000.000
Skv. samningnum átti kaupverð að greiðast innan fimm virkra daga frá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samþykkt á sölunni. Niðurstaða lá fyrir 30. ág. 2005.
Greiðslur
5.9.2005 Innborgun m. v. gengi á greiðsludegi 66.093.050.000
Sala Landssímans í heild
Samningar í heild 66.493.660.733
Innborganir í heild 66.493.660.733
4. Sementsverksmiðjan
Í ferli 2003–2011
7. 7. 2003 Upphaflegur samningur um sölu
Maí 2008 Niðurstaða ESA um samþykkt sölunnar
Júní 2008 Nauðasamningur gerður við Íslenskt sement hf. um greiðslu fyrirtækisins á 9,78% af kröfunni

11.631.380
Greiðslur
15. 7. 2011 Innborgun 5.932.000
19. 7. 2011 Innborgun 5.699.380
Samtals 11.631.380
5. Áburðarverksmiðjan
Mars 1999
3. 3. 1999 Samningur um sölu 1.250.500.000
Greiðslur
3. 3. 1999 Innborgun 1.250.000.000
6. Síldarverksmiðjur ríkisins (SR-mjöl hf.)
Desember 1993
29. 12. 1993 Samningur um sölu 725.000.000
Greiðslur
2. 2. 1994 Innborgun 125.433.847
28. 2. 1994 Innborgun 599.566.153
Samtals 725.000.000