Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1150  —  585. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um vopnuð útköll lögreglu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver voru tilefni vopnaðra útkalla lögreglu á síðustu fjórum árum, sem getið er í töflum í Mati ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum? Svar óskast sundurliðað eftir lögreglusveitum, tilefnum og brotaflokkum eftir því sem við á.

    Í tilefni af fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir umsögn embættis ríkislögreglustjóra. Í umsögn embættisins, dags. 13. mars 2015, er gerður sá almenni fyrirvari að fleiri en eitt lögreglulið getur vopnast á sama tíma vegna sama máls, t.d. almenn lögregla og sérsveit. Til svars við fyrirspurninni vísast að öðru leyti í töflu 2 um tilefni vopnaðra útkalla almennrar lögreglu og töflu 4 um tilefni vopnaðra útkalla sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Tekið skal fram að í umsögn embættis ríkislögreglustjóra, dags. 23. mars 2015, segir að ástæðan fyrir því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að finna í upptalningu í töflu 2 sé að sérsveit ríkislögreglustjóra vopnist vegna tilfella sem eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

     Tafla 1. Fjöldi tilfella þar sem almenn lögregla vopnast, sbr. töflu í Mati ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum (bls. 9).

2011 2012 2013 2014 (30.9.2014)
8 8 7 6

     Tafla 2. Tilefni þess að almenn lögregla vopnaðist árin 2011 til 30. september 2014.

Embætti Tilefni þess að almenn lögregla hefur vopnast 2011 2012 2013 2014
Brot á almannafriði og allsherjarreglu
Suðurnes Röng tilkynning (um vopn) 1
Brot gegn valdstjórninni
Suðurnes Opinber starfsmaður, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (vopnbeitingu hótað gegn lögreglu) 1
Sérrefsilög
Suðurnes, Vesturland,
Norðurl. vestra, Suðurland
Vopnalög (nr. 16/1998) 3 3 2
Ýmis verkefni
Norðurland vestra Aðstoð við önnur lögreglulið (vegna vopnaðs tilviks) 1
Suðurnes, Suðurland Eftirlit 1 1 2
Suðurnes Gæsla 2 1 1
Norðurland vestra Sjálfsvíg (vopnað tilvik) 1
Tilkynningar
Suðurnes Sprengja 1
Vestfirðir Fólki ógnað með skotvopni 1
Suðurland Sjálfsvígshótun með skotvopni 1
Suðurland Vopnaður aðili á göngu í íbúðahverfi. 1
Vesturland, Suðurland Skothvellir 1 1
Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs
Nl. vestra og Nl. eystra Hótanir (um vopnbeitingu) 1 1 1
Alls 8 8 7 6

     Tafla 3. Fjöldi tilfella þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra vopnast árin 2011 til 13. janúar 2015. Um er að ræða vopnuð útköll en ekki öryggisgæsluverkefni.

2011 2012 2013 2014 2015
43 50 71 61 2 (13.1.15)

     Tafla 4. Tilefni þess að sérsveit ríkislögreglustjóra vopnaðist árin 2011 til 13. janúar 2015.

Embætti Tilefni vopnaðra útkalla 2011 2012 2013 2014 2015*
Ríkislögreglustjóri (sérsveit) Útköll þar sem vopn eru á vettvangi, stuðningur við almenna lögreglu við inngöngu í húsnæði/ handtökur hættulegra einstaklinga, skotvopn tryggð, sprengja/sprengjuefnaleit o.fl. 43 50 71 61 2
*Tímabilið er frá 1.–13. janúar 2015.