Ferill 619. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1182  —  619. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur
um ómskoðunartæki á heilbrigðisstofnunum.


     1.      Á hvaða starfsstöðvum heilbrigðisstofnana eru ómskoðunartæki til staðar?
     2.      Hvar eru þau í notkun?


Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
          Akranes: Þrjú ómskoðunartæki sem öll eru í notkun. Nýjasta tækið er fjölnota, ársgamalt, hin tvö eru fyrir kvensjúkdóma- og fæðingafræði.
          Hvammstangi: Einfalt ómskoðunartæki fyrir mæðravernd er í notkun.
          Stykkishólmur: Nýlegt tæki aðlagað að skoðunum sjúkraþjálfara í notkun.
          Borgarnes: Ómskoðunartæki fyrir mæðravernd í notkun.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
          Ísa­fjörður: Ómskoðunartæki í notkun aðallega fyrir mæðravernd.
          Patreks­fjörður: Ómskoðunartæki lítillega notað af læknum.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
          Blönduós: Ómskoðunartæki í notkun við hjartaskoðanir.
          Sauðárkrókur: Ómskoðunartæki notað við mæðravernd og aðrar einfaldar ­rannsóknir.
          Fjallabyggð: Tvö ómskoðunartæki fyrir mæðravernd í notkun.
          Akureyri: Konum vísað á sjúkrahúsið í ómskoðanir.
          Húsavík: Ómskoðunartæki notað við mæðravernd og kvenskoðanir.

Heilbrigðisstofnun Austurlands.
          Neskaupstaður: Ómskoðunartæki notað við mæðravernd, hjartaómun o.fl. Líka nýtt af kvensjúkdómasérfræðingi.
          Seyðis­fjörður: Ómskoðunartæki nýtt til mæðraverndar og örlítið í almennri heilsugæslu.
          Egilsstaðir: Ómskoðunartæki nýtt til mæðraverndar og af farandkvensjúkdómasérfræðingi og örlítið í almennri heilsugæslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
          Selfoss: Ómskoðunartæki í notkun.
          Vestmannaeyjar: Ómskoðunartæki í notkun.
          Höfn: Ómskoðunartæki sem er sérstaklega notað af kvensjúkdómalæknum.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
          Reykjanesbær: Ómskoðunartæki sem bilaði á árinu 2014. Nýtt tæki væntanlegt á árinu. Á meðan sækja barnshafandi konur ómskoðunarþjónustu til Reykjavíkur.

     3.      Ef einhver ómskoðunartæki eru ekki í notkun, hverjar eru þá ástæður þess?
    Á Patreksfirði er gamalt tæki sem er lítt notað. Í Reykjanesbæ er bilað tæki, gert er ráð fyrir kaupum á nýju tæki 2015. Meginástæða þess að ómskoðunartæki eru sums staðar ekki mikið notuð er fyrst og fremst að heilbrigðisstarfsfólk telur sig ekki hafa nægilega þjálfun í meiri notkun tækjanna.

     4.      Hyggst ráðherra bæta úr þessari stöðu og ef svo er, í hverju felst sú áætlun?
    Í heild er ástandið hvað snertir ómskoðun sjúklinga á landsbyggðinni viðunandi þó alltaf megi búast við staðbundnum erfiðleikum vegna tímabundinnar fjarveru starfsmanna sem geta framkvæmt ómskoðanir. Til að bregðast við slíkum erfiðleikum hafa heilbrigðisstofnanir átt samstarf til að sinna þeim tilvikum. Efling samstarfs heilbrigðisstofnana með hjálp heilbrigðisþjónustulækninga mun bæta þessa þjónustu enn frekar.