Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1188 — 575. mál.
Svar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um fjölda legurýma.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hver hefur frá árinu 2000 verið fjöldi legurýma í landinu, flokkað eftir heilbrigðisstofnunum, deildum og þjónustustigi?
Velferðarráðuneytið tekur saman ýmsar upplýsingar um starfsemi og rekstur heilbrigðisstofnana. Upplýsingarnar eru misítarlegar eftir tímabilum. Í töflu 2 eru teknar saman þær upplýsingar sem best falla að fyrirspurninni. Svarið er unnið úr skrá, sem nær aftur til ársins 2007, yfir fjölda hjúkrunar- og sjúkrarýma. Tölur yfir fjölda rýma fyrir þann tíma, eins og óskað er eftir í fyrirspurninni, eru ekki fyrirliggjandi.
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, eru heilbrigðisstofnanir þær stofnanir þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. Hér er þeim skipt niður í þrjár tegundir stofnana eftir því hvort þær veita almenna- og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, 1 almenna sjúkrahúsþjónustu 2 og þjónustu heilbrigðisstofnana sem teljast þó ekki til sjúkrahúsa. 3 Eftirfarandi töflur sýna fjölda rýma, flokkað eftir stofnunum, tegund rýma og þjónustustigi.
Í töflu 1 kemur fram yfirlit yfir heilbrigðisstofnanir ásamt þjónustustigi í upphafi árs 2015. Í töflu 2 eru stofnanirnar flokkaðar í áðurnefnda þrjá flokka, auk þess sem taflan sýnir tegund rýma og fjölda rýma á árunum 2007–2014. Ýmsar breytingar hafa orðið á starfsemi stofnananna. Þjónustustigi hefur verið breytt, þjónusta flutt til og stofnanir sameinaðar. Þessar breytingar koma fram í töflu 2 og í skýringartexta sem fylgir.
Á undanförnum árum hefur þjónusta við sjúklinga breyst á þann hátt að meðferð á sjúkrahúsum sem einungis var framkvæmd á legudeildum er nú framkvæmd á dag- og göngudeildum. Í töflu 2 kemur þessi breyting fram í fækkun sjúkrarýma úr 1.211 í 990. Aftur á móti kemur aukning á dag- og göngudeildarstarfsemi ekki fram í tölum um legurými. Fjöldi rýma segir því ekki alltaf til um magn þjónustunnar sem er veitt.
Á tímabilinu fækkaði hjúkrunarrýmum á heilbrigðisstofnunum úr 469 í 353. Hjúkrunarrýmum utan heilbrigðisstofnana fjölgaði hins vegar um rúmlega 70. Þess má geta að árið 2008 var tekið upp nýtt formlegt mat á þörf fyrir dvöl í hjúkrunar- og dvalarrými, færni- og heilsumat. Með færni- og heilsumatinu er þeim forgangsraðað sem veikastir eru. Heilsufar íbúa við komu á hjúkrunar- og dvalarheimili hefur áhrif á lengd dvalartíma þar sem ætla má að því veikara sem fólk er við komu því skemmri verði dvölin. Dvalartími hefur því áhrif á umsetningu hvers rýmis og þar með þann heildarfjölda rýma sem þörf er fyrir.
Tafla 1. Heilbrigðisstofnanir með legurými og þjónustustig þeirra í upphafi árs 2015.
Almenn hjúkrunarrými | Almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta | Almenn sjúkrahúsþjónusta | Heilbrigðisstofnun | |
Landspítali háskólasjúkrahús | x | x | x | |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands | ||||
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi | x | x | x | |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hólmavík | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða | ||||
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði | x | x | x | x |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði | x | x | ||
Sjúkrahúsið á Akureyri | x | x | x | x |
Heilbrigðisstofnun Norðurlands | ||||
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Fjallabyggð | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Austurlands | ||||
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Neskaupstað | x | x | x | x |
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðisfirði | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Suðurlands | ||||
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Höfn | x | x | ||
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi | x | x | x | |
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum | x | x | x | |
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | ||||
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavík | x | x | x | |
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Víðihlíð, Grindavík | x | x |
Tafla 2. Heilbrigðisstofnanir, flokkaðar eftir þjónustustigi, tegund og fjölda rýma á árunum 2007–2014.
2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | |
Almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta | 1.284 | 1.273 | 1.210 | 1.152 | 936 | 926 | 923 | 927 |
Landspítali háskólasjúkrahús1) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 20 | 20 | 20 | |||||
Sjúkrarými | 771 | 761 | 706 | 675 | 657 | 672 | 669 | 674 |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi2) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 25 | 25 | 25 | 23 | 19 | |||
Sjúkrarými | 49 | 49 | 49 | 49 | 44 | 44 | 44 | 44 |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði3) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 31 | 31 | 31 | 31 | 25 | 25 | 25 | 25 |
Sjúkrarými | 22 | 22 | 22 | 22 | 15 | 15 | 15 | 15 |
Sjúkrahúsið á Akureyri | ||||||||
Hjúkrunarrými | 27 | 27 | 12 | 12 | 7 | 7 | 7 | 7 |
Sjúkrarými | 120 | 105 | 108 | 106 | 111 | 106 | 106 | 105 |
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Neskaupstað | ||||||||
Hjúkrunarrými | 12 | 12 | 12 | 12 | 12 | 12 | 12 | 12 |
Sjúkrarými | 23 | 23 | 27 | 27 | 23 | 23 | 23 | 23 |
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi4) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 26 | 40 | 40 | 40 | ||||
Sjúkrarými | 30 | 30 | 30 | 30 | ||||
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum5) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 16 | 16 | 16 | 13 | 7 | 7 | 7 | 7 |
Sjúkrarými | 19 | 19 | 19 | 19 | 15 | 15 | 15 | 15 |
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavík4) 6) | ||||||||
Sjúkrarými | 45 | 45 | 45 | 45 | ||||
St. Jósefsspítali7) | ||||||||
Sjúkrarými | 48 | 48 | 48 | 48 | ||||
Almenn sjúkrahúsþjónusta | 98 | 98 | 98 | 83 | 121 | 121 | 121 | 111 |
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi4) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 40 | 40 | 40 | 40 | ||||
Sjúkrarými | 30 | 30 | 30 | 30 | ||||
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavík4) 6) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 18 | 18 | 18 | 8 | ||||
Sjúkrarými | 33 | 33 | 33 | 33 | ||||
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi2) 4) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 9 | 9 | 9 | 9 | ||||
Sjúkrarými | 18 | 18 | 18 | 18 | ||||
Heilbrigðisstofnunin, Sauðárkróki4) 8) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 56 | 56 | 56 | 41 | ||||
Sjúkrarými | 15 | 15 | 15 | 15 | ||||
Heilbrigðisstofnun | 298 | 298 | 300 | 289 | 313 | 299 | 301 | 305 |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hólmavík2) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 12 | 12 | 12 | 11 | 11 | 10 | 10 | 10 |
Sjúkrarými | 1 | 1 | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga2) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 25 | 25 | 25 | 25 | 24 | 18 | 18 | 18 |
Sjúkrarými | 3 | 3 | 3 | 3 | 3 | 3 | 3 | 3 |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi2) 4) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 9 | 7 | 7 | 7 | ||||
Sjúkrarými | 15 | 15 | 15 | 15 | ||||
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík3) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 13 | 13 | 13 | 13 | 13 | 13 | 13 | 13 |
Heilbrigðisstofnunin, Patreksfirði3) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 14 | 14 | 14 | 11 | 11 | 11 | 11 | 11 |
Sjúkrarými | 4 | 4 | 4 | 4 | 3 | 3 | 3 | 3 |
Heilbrigðisstofnunin, Blönduósi8) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 32 | 32 | 32 | 27 | 22 | 22 | 22 | 22 |
Sjúkrarými | 4 | 4 | 4 | 4 | 3 | 3 | 3 | 3 |
Heilbrigðisstofnunin, Sauðárkróki4) 8) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 41 | 41 | 41 | 45 | ||||
Sjúkrarými | 7 | 7 | 7 | 7 | ||||
Heilbrigðisstofnunin, Fjallabyggð, Siglufirði8) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 28 | 28 | 28 | 27 | 20 | 20 | 20 | 20 |
Sjúkrarými | 4 | 4 | 4 | 4 | 3 | 3 | 3 | 3 |
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga8) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 24 | 24 | 24 | 23 | 18 | 18 | 18 | 23 |
Sjúkrarými | 20 | 20 | 20 | 20 | 8 | 8 | 8 | 8 |
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Vopnafirði9) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 11 | 11 | 11 | 11 | 11 | |||
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum | ||||||||
Hjúkrunarrými | 18 | 18 | 18 | 18 | 17 | 23 | 23 | 23 |
Sjúkrarými | 8 | 8 | 8 | 8 | 4 | 4 | 4 | 4 |
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðisfirði | ||||||||
Hjúkrunarrými | 19 | 19 | 19 | 19 | 18 | 18 | 18 | 18 |
Sjúkrarými | 3 | 3 | 4 | 4 | ||||
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands5) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 26 | 26 | 26 | 26 | 22 | 22 | 24 | 24 |
Sjúkrarými | 4 | 4 | 4 | 4 | 3 | 3 | 3 | 3 |
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Víðihlíð, Grindavík6) | ||||||||
Hjúkrunarrými | 25 | 25 | 25 | 25 | 25 | 25 | 25 | 20 |
Samtals | 1.680 | 1.669 | 1.608 | 1.524 | 1.369 | 1.346 | 1.345 | 1.343 |
Hjúkrunarrými, samtals | 469 | 483 | 468 | 417 | 390 | 357 | 359 | 353 |
Sjúkrarými, samtals | 1.211 | 1.186 | 1.140 | 1.107 | 979 | 989 | 986 | 990 |
1) Landspítali rak 20 hjúkrunar- og hvíldarinnlagnarrými á Landakoti samkvæmt samningi við þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Samningurinn var fjármagnaður með daggjaldagreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og var ætlað að svara tímabundinni þörf fyrir rými á höfuðborgarsvæðinu þar til þeim yrði fjölgað. Í lok árs 2013 var af sömu ástæðu opnuð sérstök 42 rýma hjúkrunarbiðdeild á Vífilsstöðum fyrir aldraða einstaklinga með færni- og heilsumat. Jafnhliða var sambærilegri 18 rýma þjónustu á Landakoti lokað.
2) St. Franciskusspítali, Stykkishólmi og heilbrigðisstofnanirnar Akranesi, Hólmavík og Hvammstanga voru sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 1. janúar 2010.
3) Heilbrigðisstofnanirnar á Ísafirði og Bolungarvík sameinuðust í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, 1. janúar 2009. Á árinu 2014 sameinaðist svo Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
4) Stofnunin færðist á milli flokka á árinu 2010.
5) Heilbrigðisstofnanirnar Suðausturlandi og Vestmannaeyjum voru sameinaðar Heilbrigðisstofnun Suðurlands á árinu 2014.
6) Árið 2011 voru 18 hjúkrunarrými opnuð tímabundið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að mæta þörf á svæðinu þar til nýtt hjúkrunarheimili yrði opnað á Nesvöllum. Árið 2014 voru hjúkrunarrýmin 18 flutt á nýja hjúkrunarheimilið á Nesvöllum. Um svipað leyti voru 5 rými (endurhæfing) flutt frá Víðihlíð í Grindavík til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ og þremur viðbótarhjúkrunarrýmum (endurhæfing) bætt við tímabundið.
7) Hér eru aðeins birt sjúkrarými stofnunarinnar til ársins 2010 en eftir það var hún sameinuð Landspítala. Hjúkrunarrými á Sólvangi eru ekki birt í þessari töflu.
8) Heilbrigðisstofnanirnar Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sameinuðust í Heilbrigðisstofnun Norðurlands á árinu 2014.
9) Heilbrigðisstofnun Austurlands rak hjúkrunarheimilið Sundabúð fram til áramóta 2012–2013. Þá fluttist rekstur heimilisins, þessara 11 rýma, til Vopnafjarðarhrepps.
- Neðanmálsgrein: 1
-
1
Almenn sjúkrahúsþjónusta: Almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttaka, endurhæfing og nauðsynleg stoðdeildarþjónusta.
Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta: Sjúkrahúsþjónusta sem fellur ekki undir almenna sjúkrahúsþjónustu, t.d. skurðaðgerðir. - Neðanmálsgrein: 2
- 2 Hér eru heilbrigðisstofnanir sem veita almenna og/eða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, þær stofnanir sem eru með 24 tíma vakt sjúkrahússlæknis, eins eða fleiri, og teljast þar með til sjúkrahúsa.
- Neðanmálsgrein: 3
- 3 Hér eru heilbrigðisstofnanir sem veita almenna og/eða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, þær stofnanir sem eru með 24 tíma vakt sjúkrahússlæknis, eins eða fleiri, og teljast þar með til sjúkrahúsa.