Ferill 706. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1189  —  706. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um byggingarkostnað Hörpu,
tónlistar- og ráðstefnuhúss.


Frá Pétri H. Blöndal.


     1.      Hvaða ákvæði í fjárlögum eða fjáraukalögum var grundvöllur ákvörðunar um byggingu Hörpu? Var það ákvæði bundið við upphæð? Hvernig fer það saman við 41. gr. stjórnarskrárinnar?
     2.      Hver var áætlaður byggingarkostn­aður, sem lagður var til grundvallar þeim samningi sem var undirritaður 9. mars 2006, á verðlagi þess tíma og uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar til mars 2015? Hvaða tekjur voru áætlaðar fyrir árin 2012–2014 á verðlagi mars 2006 og uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs til mars 2015?
     3.      Hver var áætlaður byggingarkostn­aður sem lagður var til grundvallar samningi um að halda áfram framkvæmdum sem var undirritaður 19. febrúar 2009? Hve mikið af kröfum var afskrifað, hvort tveggja á verðlagi febrúar 2009 og uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar til mars 2015? Hvaða tekjur voru áætlaðar fyrir árin 2012–2014, á verðlagi febrúar 2009 og uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs til mars 2015?
     4.      Hver er endanlegur byggingarkostn­aður Hörpu að meðtöldum niðurfelldum kröfum á verðlagi hvers tíma og uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar til mars 2015?


Skriflegt svar óskast.