Ferill 721. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1210  —  721. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um mannréttindamiðaða fjárlagagerð.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að tekin verði upp mannréttindamiðuð fjárlagagerð með sambærilegum hætti og á við um kynjaða fjárlagagerð?
2.      Hvaða aðferðafræði er beitt innan ráðuneytisins til að tryggja að frumvarp til fjárlaga brjóti ekki í bága við mannréttindi á borð við rétt til menntunar, heilsu og félagslegs öryggis?


Skriflegt svar óskast.